Morgunblaðið - 12.06.2010, Side 19

Morgunblaðið - 12.06.2010, Side 19
Fréttir 19INNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ 2010 Forseti Eistlands, Toomas Hend- rik Ilves, sem síðustu daga hef- ur verið hér á landi í opinberrri heimsókn, ásamt Evelin Ilves eiginkonu sinni, skoðaði Hellis- heiðarvirkjun í gær. Stjórn- endur Orkuveitu Reykjavíkur kynntu þar fyrir forsetahjón- unum gangverk virkjunarinnar. Í framhaldinu var efnt til mál- þings um nýtingu hreinnar orku, bráðnun jökla og lofts- lagsmál þar sem færustu vís- indamenn þjóðarinnar á því sviði lögðu orð í belg. Í eftirmið- daginn voru hinir eistnesku gestir á Hellu á Rangárvöllum þar sem fjallað var um nýaf- staðin eldsumbrot á Fimmvörðu- hálsi og í Eyjafjallajökli og við- brögð vísindamanna, björgunar- liða og heimafólks við þeim. Í gærkvöldi voru Eistarnir á Þingvöllum þar sem forsetinn og Jóhanna Sigurðardóttir for- sætisráðherra funduðu. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sagði er hann ávarpaði forseta Eistlands í boði í fyrrakvöld að það væri fagnðarefni að fyrsta opinbera heimsókn erlends þjóðhöfð- ingja til Íslands frá því þátta- skilin urðu haustið 2008 skuli einmitt vera heimsókn forseta Eistlands. Það gefi leiðtogum tækifæri til að meta reynsluna, deila lærdómum og heil- ræðum. Forseti Eistlands á ferð um Suðurland Á Hellisheiði Vel fór á með forseta Eistlands og forseta Íslands þar sem þeir röbbuðu saman í heimsókninni í Hellisheiðarvirkjun í gærdag. Ljósmynd/Gunnar G. Vigfússon Morgunblaðinu hefur borist at- hugasemd frá Finni Árnasyni, for- stjóra Haga, sem er svohljóðandi: „Morgunblaðið hefur undanfarna mánuði ítrekað birt ósannindi um rekstur Haga. Í upphafi vikunnar kom fram í leiðara blaðsins að Hag- ar hafi „verið settir á hausinn“ og í leiðara blaðsins í dag kemur tvíveg- is fram að félagið hafi verið „sett á höfuðið“. Þetta er rangt. Hagar hafa aldrei „farið á höfuðið“. Rekst- ur Haga hefur gengið vel. Hagn- aður var af rekstri félagsins á síð- asta rekstrarári og eiginfjárstaða félagsins er góð. Ítrekað hefur kom- ið fram að Hagar hafa staðið við all- ar sínar skuldbindingar og er eitt af fáum félögum sem hefur greitt upp skuldabréfaflokk að fullu, sem skráður var í Kauphöll Íslands. Hagar hafa ekki fengið neina eft- irgjöf eða niðurfellingu skulda og slíkt stendur ekki til, enda félagið í góðum rekstri. Margítrekuð ósann- indi Morgunblaðsins um rekstur Haga eru alvarlegt mál fyrir rekst- ur félagsins, ekki síst þar sem markvisst er grafið undan orðspori félags, sem á í samskiptum við fjöl- marga aðila, innanlands sem utan. Það er alvarlegt að Morgunblaðið fari vísvitandi með rangt mál. Slíkt er nauðsynlegt að leiðrétta, enda um óþolandi atvinnuróg að ræða.“ Athugasemd ritstj. Í umfjöllun Morgunblaðins um Haga hefur því ekki verið haldið fram að rekstur fyrirtækisins gangi illa eða að fyrirtækið standi ekki í skilum á eigin skuldum. Ekkert bendir til rekstrarerfiðleika Haga í nýjasta birta ársreikningi fyrirtæk- isins, sem er frá árinu 2008. Fyrir- tækið sem keypti Haga á árinu 2008, 1998 ehf., glímir þó óneit- anlega við mikinn skuldavanda og hefur verið tekið yfir af Arion banka. Hagar eru eina eign 1998 en samanlagðar skuldir fyrirtækjanna tveggja, sem Högum var ætlað að standa undir nema á bilinu 50-60 milljörðum króna. Fram hefur kom- ið að ekkert hefur verið greitt af láni 1998 ehf. Í skuldum 1998 ehf. felst vandinn sem Morgunblaðið hefur bent á. Athugasemd frá Högum Forstjóri Haga um skrif Morgunblaðsins VITA er lífið VITA | Skútuvogi 13a | Sími 570 4444 | VITA.is Taktu þátt í Lukkulífi VITA til Tyrklands 29. júní og 10. júlí TYRKLAND Bodrum er einn allra vinsælasti sólarstaðurinn á vesturströnd Tyrklands við Eyjahaf þar sem sólin skín nánast allt árið um kring. Freistandi baðstrendur, fyrsta flokks þjónusta og gnægð veitingastaða og verslana. Þökkum frábærar viðtökur! Flugáætlun 19. júní Uppselt 29. júní Nokkur sæti laus 10. júlí Nokkur sæti laus 20. júlí Laust 31. júlí Uppselt 10. ágúst Uppselt 21. ágúst Örfá sæti laus 31. ágúst Uppselt 11. september Uppselt 18. september Uppselt 29. september Örfá sæti laus 06. október Nokkur sæti laus 10. júlí í 10 nætur Verð frá 160.000 kr. á mann m.v. 2 fullorðna og tvö börn í tvíbýli. Verð frá 190.000 kr. m.v. 2 í tvíbýli. Innifalið: Flug, gisting, flugvallarskattar og íslensk fararstjórn. 29. júní í 11 nætur Verð frá 101.500 kr. á mann m.v. 2 í stúdíó. Innifalið: Flug, gisting, flugvallarskattar og íslensk fararstjórn. Vinsælasti sólarstaðurinn í Tyrklandi Tyrkland ódýrast! Hvergi ódýrara að lifa á sólarstöðum sumarið 2010 Skráðu þig í netklúbbinn - VITA.is Möguleiki á léttgreiðslum Allt innifalið! Lukkulíf VITA Lukkulíf VITA gerir þér kleift að velja áfangastað, brottfarardag og lengd ferðar en upplýsingar um gististað berast þér síðar. ÍS LE N SK A SI A .IS V IT 50 61 1 06 /1 0 Tvö stéttarfélög hafa vísað kjara- deilum sínum við fjármálaráðherra fyrir hönd Landhelgisgæslunnar til ríkissáttasemjara. Eru þetta Félag skipstjórnarmanna og Flugvirkja- félag Íslands. Fyrstu fundir munu verða haldn- ir fljótlega eftir helgi. Kjaradeilum vísað til ríkissáttasemjara

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.