Morgunblaðið - 12.06.2010, Qupperneq 22
22 FréttirVIÐSKIPTI | ATVINNULÍF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ 2010
ingum næsta árs. Hún segir breyt-
ingu endurgreiðslubyrði milli ára
„vissulega gríðarlega aukningu.“
Hins vegar sé gert ráð fyrir henni í
öllum útreikningum.
Sú staðreynd að hægt sé að mæta
hinum auknu skuldbindingum er að
miklu komin til vegna nýlegra samn-
inga Seðlabanka Íslands við Avens,
félags í eigu Landsbankans í Lúxem-
borg, og lána frá Norðurlöndunum.
Síðarnefndu lánin eru hluti af efna-
hagsáætlun AGS og koma til í kjölfar
annarrar endurskoðunar sjóðsins
sem lauk fyrir skömmu. „Þessir tveir
samningar veita okkur svigrúm til
þess að greiða inn á þessi lán [sem
gjaldfalla á næsta ári],“ segir Rósa.
Meðfylgjandi skýringarmynd sýnir
endurgreiðsluferil lána ríkissjóðs sem
hlutfall af heildartekjum. Gert er ráð
fyrir tveggja prósenta tekjuaukningu
á hverju ári, en sú spá er óvísindaleg
og sennilega of bjartsýnisleg. Líkt og
sjá má er greiðslubyrðin mikil í ár og
á næsta ári. Hún lækkar síðan snar-
lega áður en hún rís mikið árið 2014.
Þessi mynd segir þó ekki alla söguna,
þar sem til stendur að mæta skuld-
bindingum næsta árs að hluta til með
frekari lántöku, eins og áður kemur
fram. Þannig er endurgreiðsluferlin-
um hliðrað og háu skuldahlutfalli rutt
áfram á meðan ekki verður hjá frek-
ari lántöku ríkissjóðs komist.
Trúverðugleiki lykillinn
Samfara annarri endurskoðun
efnahagsáætlunar Íslands sendi AGS
frá sér skýrslu um stöðu mála. Sjóð-
urinn leggur áherslu á að greiðslu-
byrði lána sé dreift yfir lengri tíma.
Miklar skuldir þjóðarbúsins draga úr
vexti og auka líkur á atgervisflótta.
Því sé forgangsatriði að vinna á þeim
með markvissum hætti. Samhliða
miklum niðurskurði í ríkisfjármálum
skipti miklu máli að afla trausts al-
mennings og efla trúverðugleika á að-
gerðum stjórnvalda. Mikilvægt sé að
koma almenningi í skilning um að
efnahagsleg umskipti taki talsverðan
tíma.
Skuldbindingar á gjalddaga
aukast um 80% á milli ára
Ríkissjóður þarf að standa skil á lánum að andvirði 250 milljarða á næsta ári
Endurgreiðsluferill ríkissjóðs
sem hlutfall af heildartekjum
* Miðað við áætlaðar tekjur ríkissjóðs árið 2010 og 2% aukningu á ári. Tölur í milljónum króna.
Heimild: Lánamál ríkisins og fjarlog.is
600.000
500.000
400.000
300.000
200.000
100.000
0
milljónir kr.
60
50
40
30
20
10
0
%Tekjur ríkissjóðs Endurgreiðslubyrði lána
47
9.
0
0
0
48
8.
58
0
49
8.
35
2
50
8.
31
9
51
8.
48
5
52
8.
85
5
53
9.
43
2
55
0.
22
0
56
1.
22
5
57
2.
44
9
58
3.
89
8
59
5.
57
6
2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 2020 2021
29,2%
8,0%
36,6%
0,9%
34,7%
3,4%
Skatttekjur
» Staðgreiðsla af tekjuskatti
og útsvari nam 47,2 millj-
örðum króna á tímabilinu febr-
úar til apríl. Þetta er 3,5%
aukning frá sama tímabili í
fyrra.
» Þetta eru fyrstu þrír launa-
mánuðirnir síðan þriggja þrepa
tekjuskattkerfi var tekið upp
um áramótin.
FRÉTTASKÝRING
Einar Örn Gíslason
einarorn@mbl.is
Greiðslubyrði lána ríkissjóðs verður
rúmir 250 milljarðar króna á næsta
ári, samanborið við um 140 milljarða í
ár, eða sem samsvarar um 80 pró-
senta hækkun milli ára. Þetta kemur
fram í Markaðsupplýsingum Lána-
mála ríkisins, sem komu út nú í vik-
unni. Til samanburðar má benda á
það að áætlaðar heildartekjur ríkis-
sjóðs árið 2009, samkvæmt tölum
Hagstofunnar, voru 463 milljarðar
króna.
Á tímabilinu janúar til apríl nú í ár
drógust tekjur ríkissjóðs saman um
4,2 milljarða frá því í fyrra. Á sama
tíma jukust gjöldin um 3,5 milljarða.
Mikill niðurskurður í ríkisfjármálum
og stóraukin skattlagning bera bág-
um fjárhag ríkissjóðs glöggt vitni.
Samkvæmt efnahagsáætlun Alþjóða-
gjaldeyrissjóðsins er markmiðið að
hallarekstur ríkissjóðs árið 2011 verði
einungis 2,7%. Það verður því þrautin
þyngri að mæta þeirri miklu aukn-
ingu endurgreiðslubyrði sem fram-
undan er.
Gjaldeyrisforðinn er til
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, upp-
lýsingafulltrúi fjármálaráðuneytisins,
segir ríkissjóð hafa þann gjaldeyris-
forða sem þarf til að mæta skuldbind-
Þórður Gunnarsson
thg@mbl.is
Fari svo að Hæstiréttur staðfesti
dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um
ólögmæti gengistryggðra lána mun
það augljóslega kalla á viðbrögð rík-
isins, segir Gylfi Magnússon, efna-
hags- og viðskiptaráðherra. Verði
gengistryggðu lánin dæmd ólögmæt
er einsýnt að það mun hafa áhrif á
eiginfjárstöðu nýju bankanna. Innt-
ur eftir því hvort ríkið hyggist koma
bönkunum til aðstoðar segir Gylfi:
„Ég held að það væri óhjákvæmilegt
að ríkið væri reiðubúið til þess ef
þörf krefði, en ég ætla ekki að gefa
mér að sú þörf verði,“ segir hann.
Ný nefnd stofnuð
Í gær kynnti efnahags- og við-
skiptaráðherra ríkisstjórninni sam-
komulag um samráð varðandi fjár-
málastöðugleika og viðbúnað. „Þetta
er nefnd sem hefur starfað undir
ýmsum heitum í langan tíma,“ segir
Gylfi, en í gær var endanlega gengið
frá hverjir eiga aðild að þeim sam-
ráðsvettvangi.
Efnahags- og viðskiptaráðuneytið,
forsætisráðuneytið og fjármálaráðu-
neytið munu stýra starfi nefndarinn-
ar, en Fjármálaeftirlitið og Seðla-
bankinn munu einnig eiga aðild að
nefndinni. Félagsmálaráðuneytið
mun einnig koma að borðinu þegar
málefni Íbúðalánasjóðs eru til um-
ræðu.
Kerfisáhætta kortlögð
Gylfi segir hlutverk nefndarinnar
vera almenns eðlis, en henni er með-
al annars ætlað að setja upp viðbún-
aðaráætlanir og kortleggja áhættu í
fjármálakerfinu. Gylfi segir að
nefndin hafi þegar rætt um mögu-
lega staðfestingu Hæstaréttar á áð-
urnefndum dómi: „Þetta mál er af
slíkri stærðargráðu að það hlýtur að
koma til umfjöllunar nefndarinnar.
Þetta hefur verið skoðað og kortlagt
hvað geti gerst og hvernig skuli
brugðist við,“ segir hann.
Mun bregðast við myntkörfudómi
Verði gengistryggð lán dæmd ólög-
mæt bregst ríkið við, segir ráðherra
Morgunblaðið/Ernir
Viðbrögð Ríkið mun bregðast við ef
efnahagur bankanna skaðast.
Samkvæmt upplýsingum frá Seðlabankan-
um er skuldin að baki gjaldeyrislánunum frá
Norðurlöndunum, fyrir utan norska lánið,
færð til bókar á ríkissjóð. Þetta þýðir að
ónotað andvirði lánanna er sett á innlendan
gjaldeyrisreikning í Seðlabankanum og er því
skuldfært sem innlend skuld við ríkissjóð en
ekki erlend í efnahagsreikning bankans. Sam-
kvæmt efnahagsreikningi Seðlabankans
námu bundnar gjaldeyrisinnstæður ríkissjóðs
í bankanum ríflega 161 milljarði við lok maí.
Við það bætist að aðrar bundnar gjaldeyris-
innstæður í Seðlabankanum nema tæpum 212
Örn Arnarson
ornarnar@mbl.is
Hrein gjaldeyrisstaða Seðlabanka Íslands var
tæplega 295 milljarðar króna við lok maímán-
aðar. Þessi upphæð er tæplega 70% af verð-
mæti alls innflutnings ársins 2009 samkvæmt
tölum frá Hagstofunni.
En þar sem kostnaður vegna lántöku til
þess að styrkja gjaldeyrisforðann skiptist í
sumum tilfellum milli ríkis og Seðlabanka þá
segir þessi hreina gjaldeyrisstaða Seðlabank-
ans aðeins takmarkaða sögu.
milljörðum króna. Þær innstæður er í eigu
skilanefnda gömlu bankanna og eru því í raun
skuld Seðlabankans við erlenda kröfuhafa
þegar allt kemur til alls.
Neikvæð staða um 80 milljarða
Þegar gjaldeyrisinnstæðum ríkissjóðs, sem
eru tilkomnar vegna skuldsetningar gagnvart
erlendum ríkjum, auk gjaldeyrisinnstæðna
kröfuhafa hinna föllnu banka, er bætt við
skuldahliðina á erlendri stöðu Seðlabankans
kemur í ljós að neikvæð staða hans við útlönd
er neikvæð um tæpa 80 milljarða.
Gjaldeyrisstaða Seðlabank-
ans neikvæð um 80 milljarða
Neikvæð staða með tilliti til allra skulda vegna gjaldeyrislána
Morgunblaðið/Júlíus
Seðlabanki Íslands Rautt ljós við bankann.
● Evrópskir bank-
ar ráða við að
taka á sig veru-
legan skell vegna
stöðutöku þeirra í
grískum, portú-
gölskum, spænsk-
um og írskum
verðbréfum og
munu ekki þurfa
að styrkja eig-
infjárstöðu sína
vegna rýrnandi verðmæti slíkra bréfa.
Þetta er niðurstaða álagsprófs sem
matsfyrirtækisins Moody’s gerði á
þrjátíu evrópskum bönkum á dög-
unum. Í frétt Financial Times um
prófið kemur fram að Moody’s telur
að eiginfjárstaða bankanna sem voru
prófaðir sé það sterk að þeir gætu
staðist meiriháttar áföll á evrópskum
verðbréfamörkuðum. Þeir gætu til að
mynda þolað að þurfa að selja evr-
ópsk ríkisskuldabréf úr bókum sínum
á hrakvirði án þess að það myndi
grafa alvarlega undir eiginfjárstöðunni.
Evrópskir bankar geta
staðið af sér storminn
Óreiða á
mörkuðum.
● Jonathan Taplin, prófessor, segir
að stafræn miðlun feli í sér álíka
mikla byltingu og tilkoma flugvéla,
bifreiða og fjarskiptatækni. Taplin
hélt fyrirlestur á vegum auglýs-
ingastofunnar Hvíta hússins í vik-
unni. Hann benti á að hlutfall sjón-
varpsefnis á netinu muni stóraukast
á næstu árum, sem setur ákveðna
pressu á netfyrirtæki vegna aukins
gagnamagns. Verðlagning efnis á
netinu þarf að breytast, enda gengur
ekki upp til lengdar að mati Taplins
að allt afþreyingarefni á netinu verði
fjármagnað með auglýsingum.
thg@mbl.is
Meiriháttar bylting
● Verð verðtryggðra íbúðabréfa hækk-
aði töluvert á skuldabréfamarkaðnum
í gær. Skuldabréfavísitala Gamma
fyrir verðtryggð bréf hækkaði um
0,4% en veltan á bak við viðskiptin
nam 3,5 milljörðum króna. Tæplega
10 milljarða króna viðskipti voru með
óverðtryggð ríkisbréf en hækkaði
óverðtryggða vísitala Gamma um
0,2% í gær. Óverðtryggða vísitalan
hefur hækkað um 12% áramótum en
sú verðtryggða um 7%.
Verðtryggt hækkar
ÞETTA HELST…
! "
"
# "
$ % & ' '
$
()$( $ *!
+,-.,/
+0-.+1
+,2.+3
,+.422
+-.-33
+/.52
++,.00
+.34-2
+00.01
+2/./2
+,-.21
+0-./5
+,2.2+
,+.++1
,4.445
+/.5-0
++5.,
+.3+5/
+0-.35
+21.4-
,+5.-235
+,-.00
+-4.4-
+,2.00
,+.+1-
,4.4/,
+/.33/
++5.2,
+.3+11
+0-.--
+21.25