Morgunblaðið - 12.06.2010, Síða 26

Morgunblaðið - 12.06.2010, Síða 26
26 Umræðan BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ 2010 Nokkur umræða hefur verið í fjöl- miðlum að und- anförnu um detox- meðferð þá sem ég gengst fyrir á Mið- nesheiði og í Póllandi. Nú hefur lyflæknirinn Svanur Sigurbjörns- son enn eina ferðina varið lyfjageirann þannig að ég get ekki lengur við unað án aðgerða. Mér er ekki kunnugt um nokk- urn sem hefur endað á neyðar- móttöku vegna detoxmeðferð- arinnar en ég veit um þónokkra sem látist hafa af læknadópi. Eitt slíkt mál er mér nátengt. Detox-meðferð þessi hefur verið þróuð um áratugaskeið af pólskum læknum. Það einkennir hinsvegar ofstækisfullan huga Svans að ekk- ert virki nema það sé sannað vís- indalega. Slík hugsun lýsir að- komu hans að Vantrú, félagi trúleysingja þar sem hann í lang- lokum sínum ræðst að biskupi Ís- lands og öðrum þeim sem trúa á Guð. Tugir þúsunda hafa fari í gegn- um detox-meðferðina með eða án minnar aðstoðar og þar af þús- undir Íslendinga. Árangurinn hef- ur verið góður og í sumum til- fellum undraverður. Enginn munur er á meðferðinni hjá mér og í Póllandi nema að ég tek inn sálfræðilega þáttinn með aðstoð sálfræðinga og presta. Markmið meðferðarinnar er ein- falt: að vinna gegn og fyrirbyggja lífsstílssjúkdóma. Í framhaldi af meðferðinni hafa margir losnað við lyf og náð að end- urheimta heilsu og lífsgæði. Einnig vil ég geta þess að í öllum tilvikum, ef vafi leikur á um að einstaklingar þoli meðferðina, leita ég ráða lækna í Reykjanesbæ og margoft sendum við fólk í burtu ef við telj- um að meðferðin sé of erfið. Landlæknir hefur látið frá sér heyra og ég undrast þann neikvæða tón sem er í viðbrögðum hans. Ég hélt að nú þyrftu allir að leggjast á eitt til að efla heilsu landans og sér- staklega með þeim hætti sem heldur kostnaði í lágmarki. Ég hlýt að spyrja: hverra erinda gengur landlæknir í þessu efni? Svanur nýtur ekki trausts margra lækna því ítrekað hef ég fengið hvatningu um að láta orð hans sem vind um eyru þjóta. Málið er hinsvegar grafalvarlegt fyrir starf- semina mína og neyðist ég til þess að bera hönd fyrir höfuð mér. Nú er öllum ljóst að afar mikil spilling hefur verið í íslensku fjár- málalífi. Við undrumst að sjá að hver glansmyndin af annarri hefur fallið og spillingin er víðtækari en flesta óraði fyrir. Í lyfjageiranum skipta tugir milljarða um hendur á hverju ári. Verðum við ekki, í ljósi þess sem á undan er gengið, að spyrja okkur hvernig ástandið er þar? Hve margar ferðir hefur Svanur Sig- urbjörnsson þegið af lyfjafyrirtæki og hverja er hann að verja? Hvernig stendur á því að þegar unnið er að því á faglegum for- sendum að auka lífsgæði og fá fólk til þess takmarka lyfjaneyslu, sem er hér mun meiri en í þeim lönd- um sem við berum okkur saman við, þá eru viðbrögðin afar und- arleg. Ég legg til að við breytum hug- arfari okkar og áttum okkur á því að ef við ætlum að vinna okkur út úr ríkjandi ástandi verðum við að leita nýrra og óhefðbundinna úr- ræða. Við megum ekki láta ann- arlega hagsmuni og þröngsýni ráða ferðinni lengur. Ég er einfaldlega að bjóða upp á annað en lyfjameðferð. Má bjóða upp á annað en lyfjameðferð á Íslandi? Eftir Jónínu Bene- diktsdóttur » Við megum ekki láta annarlega hagsmuni og þröngsýni ráða ferð- inni lengur. Jónína Benediktsdóttir Höfundur er eigandi Detox Jónínu Ben. Undanfarið hefur verið umfjöllun um svokallaða detox- meðferð og afstöðu Landlæknisembætt- isins til málsins. Athygli skal vakin á því að greinargerð landlæknis má finna í heild á vefsíðu Land- læknisembættisins, www.landlaeknir.is. Um er að ræða allítarlega grein- argerð þar sem fjallað er mál- efnalega um það sem hér um ræðir. Sérstaklega er greint frá ítarlegri og vel rökstuddri kvörtun fjögurra ein- staklinga en miklu fleiri at- hugasemdir hafa borist. Sumir undr- ast langlundargeð Landlæknisembættisins. Á heimasíðunni er einnig að finna svarbréf Jónínu Benediktsdóttur, sem er ekki síður fróðlegt til aflestr- ar, en er ekki að sama skapi mál- efnalegt. Undirritaður óskaði eftir því við Jónínu að hún legði fram gögn um vísindalegt gildi detox- meðferðar en ekkert barst. Með- ferðin var auglýst sem læknismeðferð þótt þar starfi enginn læknir. Upptalning er á fjölda langvinnra sjúkdóma sem þessi meðferð á að hafa áhrif á en enginn fótur er fyrir. Á ensku er sagt að detox sé læknisfræðilega við- urkennd meðferð hér á landi sem er beinlínis rangt. Oft koma mér í hug orð mætrar konu sem er velviljuð Jónínu og fékk að skoða gögnin og málsvörn Jónínu. Orðin voru þau sem ég hef valið í fyrirsögn þessarar greinar: „Ja hérna hér“. Með kveðju, Matthías Halldórsson aðstoðarlandlæknir Ja hérna hér Eftir Matthías Halldórsson Matthías Halldórsson »Meðferðin var aug- lýst sem lækn- ismeðferð þótt þar starfi enginn læknir. Höfundur er aðstoðarlandlæknir Vegna pistils fréttaritara í Rangárþingi – eystra í Morg- unblaðinu í dag 5. júní, þar sem fram kemur að nú ráði ríkjum framsóknarmenn og óháðir allt frá Hornafirði að Þjórsá hið minnsta, vil ég til að fyr- irbyggja misskilning koma eftirfar- andi á framfæri. Í Rangárþingi ytra náði Á-listinn meirihluta sem er að sönnu stór- frétt, en það er þverpólitískt afl áhugafólks um sveitarstjórnarmál. Án þess að ég hafi neitt á móti framsóknarmönnum hefði mér þótt betur orðað að segja í fréttinni að ýmist framsóknarmenn eða óháðir réðu nú ríkjum milli Hornafjarðar og Þjórsár en af orðalagi fréttar- innar mátti skilja að samsuða fram- sóknar og óháðra réði nú ríkjum á þessu stóra svæði. Held ég þessu til haga vegna þess að eftir síðustu kosningar 2006 var minnihlutinn í R-Y aldrei kall- aður annað en B-listi þó að hann væri samsettur úr framsókn og óháðum. Talaði þáverandi formaður ein- mitt um það eftir þær kosningar að Framsóknarflokkurinn hefði unnið stórsigur, en minntist ekki á fram- lag óháðra sem þó var ekki lítið. Skil ég vel að fréttaritari hafi misst sig aðeins í sigurvímunni eftir kosningarnar hinn 29. maí síðastlið- inn, en maður hennar leiddi einmitt lista Framsóknar og óháðra til stór- sigurs í Rangárþingi eystra og færi ég honum hér með hamingjuóskir mínar af því tilefni. Ég vil aðeins koma þessu á fram- færi vegna áhuga okkar Á-listafólks á að setja fólk í fyrsta sæti, óháð pólitískum skoðunum. Þessi grein er samt sem áður al- farið á mína ábyrgð. Þingmenn á hinu háa Alþingi geta karpað eftir flokkslínum, við hin höfum verk að vinna Með kærri kveðju. STEINDÓR TÓMASSON, verðandi sveitarstjórnarmaður Á-lista í Rangárþingi ytra. Kosningar Rangárþingi ytra – mis- skilningur leiðréttur Frá Steindóri Tómassyni Steindór Tómasson , ,magnar upp daginn Virðulegt einbýlishús á pöllum með aukaíbúð. Hönnuður Jóhann Eyfells. Stærð 289 fm. Gott innra skipulag. Frábær staðsetning. Selvogsgrunn 10 - Reykjavík Ármúla 21 • 108 Reykjavík • Sími 533 4040 kjoreign@kjoreign.is • www.kjoreign.is Dan V.S. Wiium hdl., lögg. fasteignasali gsm 896 4013 Dan V. S. Wiium Ólafur Guðmundsson hdl., lögg. fasteignasali. s. 896 4013 sölustjóri s. 896 4090 jöreign ehf OPIÐ HÚS Sunnudag kl. 14:00 til 16:00 Furugerði v. Álmgerði - sími 588 2030 - fax 588 2033 Lögg. fasteignasali: Sigríður A. Gunnlaugsdóttir SKIPTU VIÐ FAGMENN - ÞAÐ BORGAR SIG HVASSALEITI VIÐ KRINGLU Sérlega falleg ca 149 fm íbúð ásamt ca 21 fm bílskúr í fjölbýli sem staðsett er rétt austan við Kringlu. Fjögur svefnherbergi uppi plús herbergi í kjallara með aðgang að snyrtingu. Tvennar svalir. Fallegar innréttingar. 8476 FANNBERG FASTEIGNASALA ehf. Sími 487 5028 Guðmundur Einarsson, lögg. fasteignasali Jón Bergþór Hrafnsson, viðskiptafræðingur ÞRÚÐVANGI 18 - 850 HELLU EINBÝLISHÚS Á HELLU Til sölu er 138 fermetra einbýlishús ásamt 44 fermetra bílskúr við Borgarsand nr. 8, á Hellu. Húsið er byggt úr steinsteypu árið 1976. Eignin telur anddyri, borðstofu, stofu, eldhús, gang, fjögur svefnherbergi, baðher- bergi, búr, og þvottahús. Verð kr. 27.200.000. Nánari upplýsingar og myndir á heimasíðu www.fannberg.is og á skrifstofu. Til sölu er jörðin Pula í Rangárþingi ytra, staðsett skammt ofan Lauga- lands í Holtum. Landstærð er talin vera um 108 ha, þar af ræktun um 83 ha. Jörðinni fylgir veiðiréttur í Veiðivötnum og upprekstrarréttur á Landmannaafrétt. Á jörðinni eru eftirtaldar byggingar: Íbúðarhús 196 fm, hesthús 305 fm, fárhús 321 fm, hlaða 498 fm og véla- geymsla 62 fm. Öll útihúsin eru sambyggð. Verð kr. 90 milljónir. Nánari upplýsingar og myndir á www.fannb rg.is og á skrifstofu. JÖRÐIN PULA Í HOLTUM Húsnæði óskast Kjarrhólma í Kópavogi staðgreiðsla í boði Bráðvantar góða 3ja eða 4ra herb. íbúð í Kjarrhólma í Kópavogi, fyrir ákveðin kaupanda. Vantar góða 2ja til 3ja herb. íbúð í Grafarholt í. Vantar gott einbýlishús í Garðabæ, til leigu eða kaups. Nánari upplýsingar í síma 561 3131 og 893 6363 Jón Guðmundsson lögg. fast.sali.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.