Morgunblaðið - 12.06.2010, Page 29
Minningar 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ 2010
fengið að vera honum samferða í
lífinu svona lengi.
Takk fyrir okkur afi.
Birgir, Berglind,
Davíð og Hilmar.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
Svo hljóðar erindi 76 úr Háva-
málum og á seinni hluti þess sér-
staklega vel við um þig. Þú varst
margfróður maður sem deildir
visku þinni um liðna tíma og sagðir
okkur barnabörnum þínum sögur
úr sveitinni frá því land byggðist og
frá þinni eigin æsku. Við urðum
þess aðnjótandi að alast upp með
þig við hlið frá blautu barnsbeini.
Oft sátum við spennt við eldhús-
borðið eða í stofunni full af áhuga
þegar þú sagðir okkur sögur af
draugum og huldufólki eða hvernig
hlutum var háttað við störf og fleira
í uppvexti þínum. Það var alltaf
sjálfsagt og gaman að skottast með
þér að planta trjám, setja niður og
taka upp kartöflur, vinna í garð-
inum og önnur tilfallandi störf sem
þig vantaði aðstoð okkar við og sát-
um við oft aftan á rauða traktorn-
um þínum áleiðis og drógum fæt-
urna eftir mölinni á veginum. Svo
fræddir þú okkur á meðan um
ýmsa staði í Vorsabæ, sögur þeirra
og heiti, og um plöntur og fugla
sem urðu á vegi okkar. Nær hvað
sem þú varst spurður að vissir þú
um jörðina sem þú ólst upp á og
unnir svo mjög.
Það er kannski ekki skrítið hve
langlífur þú varst og heilsuhraustur
mestalla þína tíð. Á morgnana
saupstu af mysubrúsanum á úti-
tröppunum og af lýsisflöskunni úr
ísskápnum. Svo predikaðir þú við
okkur um hollustu ýmiss matar
sem var á borðinu hverju sinni og
fussaðir yfir kjúklingi og pítsum
þótt þú borðaðir það svo sjálfur
með bestu lyst. Eitt skiptið eftir ar-
fatínslu úr blómabeðunum í garð-
inum léstu eitt okkar borða arfa út
á skyrið sem var á boðstólum þegar
inn var komið um hádegið. Sagðir
arfann hollan og gera mann sterk-
an. Hvort það var satt eða hrekkur
gildir einu, maður trúði alltaf afa
gamla.
Sem börn sáum við oft þaðan
sem við sátum í stofusófanum inn á
skrifstofuna þína þar sem þú sast
við að skrifa í bækur, merkja og
raða ljósmyndunum þínum eða
pikka á ritvélina. Svo sat amma við
skrifstofuna í stólnum sínum að
prjóna meðan hún horfði á barna-
efnið með okkur barnabörnunum.
Þannig viljum við alltaf muna eftir
þér. Að sjá inn á skrifstofuna til þín
sitjandi við rit þín og aðrar iðjur
þínar sem þú unnir svo, með tví-
skiptu gleraugun á nefinu og stund-
um laumandi að okkur nammimola.
Þú munt alltaf lifa í minningu
okkar með sögum þínum og fróð-
leik sem við munum deila með okk-
ar eigin börnum og barnabörnum í
framtíðinni. Við erum stolt og
þakklát fyrir að hafa átt þig sem
afa okkar.
Megir þú hvíla í friði, elsku afi.
Margrét, Jón Emil
og Sigurbjörg Bára.
Vaktu, minn Jesús, vaktu í mér,
vaka láttu mig eins í þér.
Sálin vaki þá sofnar líf,
sé hún ætíð í þinni hlíf.
(Hallgrímur Pétursson)
Þetta fallega vers var eitt af
kvöldversunum sem við systkin
lærðum í æsku. Þegar við systur
kveðjum Jón, síðastan af bræðrum
okkar, koma gömlu versin upp í
hugann. Þetta verða fáein kveðju-
orð frá okkur systrunum.
Þegar horft er til baka yfir ævi
Jóns er það atorkan og vinnusemin
við stofnum heimilis, nýbýlis og við
búskapinn sem koma fyrst upp í
hugann. Hann var svo lánsamur að
lifa sín bestu starfsár á miklu fram-
faraskeiði í þjóðfélaginu og í því tók
hann sannarlega þátt bæði hér
heima og við ýmis félagsstörf. Þar
ber oddvitastarfið hæst. Við því
starfi tók hann af föður okkar að-
eins 28 ára. Þá héldu margir að fað-
ir okkar myndi leiðbeina „strákn-
um“, hann taldi þó ekki þörf á því
og „strákurinn“ stóð sig vel í 40 ár.
Við systur munum föður okkar sitj-
andi við skrifborðið á kvöldin eftir
langan vinnudag. Þá voru ekki tölv-
ur, allt handskrifað, eins var með
Jón, hann sat við skrifborðið fram á
kvöld. Hann var þó kominn með rit-
og reikningsvél. Báðir þóttu talnag-
löggir. Vegna ýmissa félagsmála
þurfti Jón oft að bregða sér af bæ.
Þá kom sér vel að eiga duglega
konu og seinna börn til að sjá um
búskapinn.
Jón var góður garðyrkjumaður,
byrjaði á kálrækt og var þar á und-
an sinni samtíð. Við munum eftir
útplöntuninni á vorin. Þá var líf og
fjör í krakkahópnum. Á kvöldin
„trakteraði“ hann allan hópinn með
súkkulaði og appelsíni sem ekki var
algengt í þá daga. Jón var ánægður
þegar hann var með hóp af fólki við
uppskerustörf, og keyrði heim að
kvöldi með fulla vagna af káli eða
kartöflum.
Þegar Björn og Stefanía tóku við
búskapnum hafði Jón meiri tíma
fyrir áhugamálin sem voru mörg.
Þar bar þó hæst skógræktina en
fræðimennska var honum einnig
hugleikin og ritstörf. Þar vann
hann það afrek að semja mikið
fræðirit, Jarðabók Skeiðahrepps.
Jón var félagslyndur og sótti vel
samkomur og viðburði í sveitinni.
Hann sótti líka kirkjuna sína á
Ólafsvöllum þar sem hann verður
lagður til hinstu hvíldar í dag við
hlið ættingja sinna.
Jón var bundinn tryggðaböndum
við æskustöðvar sínar þar sem
hann var búsettur alla tíð. Þar átti
hann langa og góða ævi. Hann skil-
ur eftir sig stórt skarð í tilveru okk-
ar allra hér. Hann var heilsuhraust-
ur fram á síðustu ár, en svo fór að
halla undan fæti og síðustu mánuðir
voru honum erfiðir. Emelía ann-
aðist hann af alúð og dugnaði þar
til yfir lauk. Við vottum henni og
fjölskyldunni allri okkar innilegustu
samúð.
Við systur þökkum Jóni bróður
langa og góða samveru og biðjum
honum blessunar Guðs. Við áttum
góða og trúaða móður og við kveðj-
um bróður okkar með einu af eft-
irlætisversum hennar.
Oss héðan klukkur kalla,
svo kallar Guð oss alla
til sín úr heimi hér,
þá söfnuð hans vér sjáum
og saman vera fáum
í húsi því, sem eilíft er.
(Vald. Briem)
Helga, Fríða og Sigríður.
Stundum finnst mér afi minn
hafa verið margir menn. Lengst af
var hann bóndi að aðalstarfi og
þannig kynntist ég honum. Frá því
ég var smástrákur dvaldi ég heima
í Vorsabæ á sumrin, ég beitti ýms-
um brögðum til að vera þar sem
lengst, fékk leyfi í skóla til að fara
snemma á vorin og koma ekki aftur
fyrr en eftir réttir. Ég elti afa út
um tún og garða og mér er sagt að
ég hafi snemma farið að líkja eftir
honum í smáu sem stóru, gengið
jafnvel með buxurnar á hælunum
alveg eins og hann og þótti sumum
spaugilegt að sjá okkur ganga
þannig saman. Dvölin í sveitinni var
sannkallaður vinnuskóli. Afi lagði
ríka áherslu á að kenna okkur
snúningastrákunum að vinna og að
vinna vel. Hann gat verið strangur
ef honum fannst við vinna verkin
illa eða af lítilli skynsemi, en hann
kunni líka að hrósa okkur fyrir vel
unnin verk og aldrei fór ég svo
heim að hausti að hann greiddi mér
ekki laun fyrir sumarvinnuna,
sennilega vel rífleg miðað við vinnu-
framlag.
Búskapurinn var afa aldrei
ástríða, áhugasvið hans lágu annars
staðar, félagsmál hvers konar,
stjórn sveitarfélagsins og þátttaka í
framfaramálum sveitarinnar voru
hans raunverulegu ær og kýr. Þetta
fann ég glöggt. Þegar hann fór úr
vinnugallanum, setti upp hatt og
fór af bæ á fundi eða sat yfir reikn-
ingum og fundargerðum á skrifstof-
unni, sem lengst af var líka hrepps-
skrifstofa, var hann í essinu sínu.
Eftir að hann hætti að búa sneri
hann sér óskiptur að þessum hjart-
ans málum sínum og þá kom líka í
ljós að hann átti sér fleiri áhuga-
mál. Síðustu árin sem hann lifði hóf
hann nýtt líf sem fræðimaður. Á
sjötugsafmælinu gaf hann út sína
fyrstu bók, ljósmyndabók sem sýnir
lífið í sveitinni, og þær byltingar í
mannlífi og búskap sem hann upp-
lifði á langri ævi. Þótt bókin kæmi
út um það leyti sem flestir setjast í
helgan stein varð hún ekki bauta-
steinn heldur upphafið að frjósöm-
um ferli. Fyrir tveimur árum gaf
hann út stórvirki sem hann hafði
unnið að með löngum hléum allt frá
því á stríðsárunum. Jarðabók
Skeiðahrepps er geysimikið fræði-
rit um sögu sveitarinnar, örnefni,
gamlar leiðir og búskaparhætti. Ég
naut þeirra forréttinda að vinna
með afa að ritstjórn og frágangi
bókarinnar. Þótt hlutverkin hafi að
einhverju leyti snúist við og ég leið-
beint honum um heimildafrágang
og tölvuvinnslu minntu þessar
stundir mig oft á þá daga sem ég
var að snúast fyrir hann í sveita-
störfum í gamla daga. Þegar ég
kom austur var setið við frá morgni
til miðnættis, vinnusemin var söm
við sig en ástríðan meiri. Þá fannst
mér ég greina hvað hann hefði get-
að gert og áorkað ef skyldan hefði
ekki kallað hann til búskapar.
Afi kallaði mig oftast nafna, í því
heiti fannst mér alltaf sérstök upp-
hefð enda skynjaði ég glöggt vænt-
umþykjuna sem bjó að baki því.
Það kemur ennþá fyrir að ég er
sagður líkur honum eða fólk úr
sveitinni þekkir mig af ættar-
mótinu. Það gleður mig í hvert ein-
asta sinn og get ég ekki hugsað
mér meira hrós en að vera sagður
líkur Jóni í Vorsabæ.
Jón Yngvi Jóhannsson.
Þegar góðir menn hverfa á braut
hrannast upp í hugann myndir og
minningar um liðnar samveru-
stundir. Jón í Vorsabæ brá stórum
svip á dálítið umhverfi og manni
fannst nærvera hans mikilvæg þar
sem fundir og mannamót voru hald-
in. Skeiðaréttadagurinn er einn af
þessum dögum; hátíð bændanna,
féð að koma af fjalli og gleðin skín
af vonar hýrri brá. Jón var hluti af
réttarstemningunni, mættur þar við
fyrsta hanagal vel til fara með hatt-
inn sinn, lögg á pelanum og mynda-
vélina á maganum til að skrá sög-
una. Hann fagnaði vinum og
frændum og naut stundarinnar með
fólkinu sínu. Réttadagurinn er hér-
aðshátíð og svo hefur það verið alla
tíð. Jón á mikið í réttunum sem eru
þær fallegustu í landinu að mati
margra.
Þeir störfuðu lengi að afréttar-
málunum Jón og faðir minn Ágúst
á Brúnastöðum, stóðu að uppbygg-
ingu réttanna á aldarafmæli þeirra
en fengu að vísu réttarbóndann
Ingvar í Reykjahlíð til að fara fyrir
bygginganefndinni og framkvæmd-
unum.
Jón Eiríksson var forystumaður
og leiðtogi. Hann var ungur að ár-
um þegar Skeiðamenn fólu honum
forustu og var hann oddviti þeirra í
áratugi. Jón kom víða að félagsmál-
um og ávann sér mikið traust, ekki
síst fyrir það hversu vel hann fór
með peninga almennings og allur
rekstur varfærinn og öruggur í
hans höndum, gerði mikið úr litlu.
Hann sparaði ekki eigin krafta
og vissulega risu mannvirki og
þjónustustaðir undir hans forystu
bæði í skólanum og félagsheimilinu
Brautarholti og Heilsugæslunni í
Laugarási. Vegir og gangnamanna-
kofar í afréttinum. Sundlaugin í
Brautarholti var einstakt mannvirki
á sínum tíma og langt á undan í
allri hugsun um ferðaþjónustu og
heilsubót.
Þótt Jón væri aðhaldssamur og
haggaðist ekki við gagnrýni um
sparlega meðferð í fjármálum og
væri stundum talinn alltof tregur til
að taka dýr lán að mati manna þá
skilaði hann af sér góðum rekstri
SJÁ SÍÐU 30
✝
Faðir minn,
RAGNAR SIGURÐSSON,
Assens, Fjóni,
Danmörku,
lést föstudaginn 30. apríl.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey.
Cecilia Plouvmand Sigurdsson
og aðrir aðstandendur.
✝
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir
og amma,
HALLDÓRA BÖÐVARSDÓTTIR,
Dalbraut 15,
Akranesi,
andaðist á Sjúkrahúsi Akraness miðvikudaginn
9. júní.
Útför hennar verður gerð frá Akraneskirkju
miðvikudaginn 16. júní kl. 14.00.
Blóm og kransar afþakkaðir en þeim, sem vilja minnast hennar er
bent á Krabbameinsfélagið eða Ljósið.
Þórður Magnússon,
Svava Huld Þórðardóttir,
Jón Þór Þórðarson, Ingibjörg Harpa Ólafsdóttir,
Berglind Erna Þórðardóttir, Jes Friðrik Jessen,
og ömmubörn.
✝
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi,
langalangafi,
MAGNÚS ÓLAFUR JÓNSSON,
Skólastíg 16,
Stykkishólmi,
lést mánudaginn 7. júní á St. Franciskusspítalanum
Stykkishólmi,
Jóna Gréta Magnúsdóttir, Bæring Guðmundsson,
Erna Hólmfríður Magnúsdóttir, Eigil Rossen,
Guðrún Ásta Magnúsdóttir,
Ellert Sigurður Magnússon, María Eir Magnúsdóttir
og fjölskyldur.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
GUÐNÝ JÓHANNA HANNESDÓTTIR,
lést á Hrafnistu í Hafnarfirði miðvikudaginn 9. júní.
Útför hennar fer fram frá Garðakirkju, þriðjudaginn
15. júní kl. 13.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim
sem vilja minnast hennar er bent á Hrafnistu í
Hafnarfirði.
Jóna G. Jónsdóttir Wheeler,
Hannes Jónsson, Sigrún Sveinsdóttir,
Haraldur H. Jónsson, Guðrún Ingólfsdóttir,
Gestur Jónsson, Hulda Kristjánsdóttir,
Hugrún Jónsdóttir,
Sigríður Björg Jónsdóttir, Guðmundur B. Guðmundsson,
Guðmundur Jónsson, Lilja Ólafsdóttir,
barnabörn og langömmubörn.
✝
Eiginmaður minn,
ÁRNI G. PÉTURSSON
fyrrv. ráðunautur,
Háaleitisbraut 36,
Reykjavík,
lést á Vífilsstöðum þriðjudaginn 1. júní.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
F.h. aðstandenda,
Guðný Ágústsdóttir.