Morgunblaðið - 12.06.2010, Síða 30
30 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ 2010
og komst það ekki síður en hinir
sem tóku lánin.
Jón horfði alltaf fram á veginn og
var að hugsa um nýjungar í búskap
eða atvinnulífi. Þau Emelía ráku lít-
ið en snoturt bú í Vorsabæ, höfðu
áhuga á að auðga búskapinn, áttu
sinn skógræktarreit og bjuggu með
angórukanínur með hefðbundnum
búskap og garðrækt.
Jón var mjög athugull, víðlesinn
og fróður á mörgum sviðum, var
alltaf að fylgjast með og fræðast og
áhugasviðin voru mörg. Hann hikaði
aldrei við að segja meiningu sína,
þakka góð verk en gagnrýna það
sem hann efaðist um.
Í eðli sínu var Jón fræðimaður og
hann unni sögunni og naut þess
seinni árin að gefa sér tíma til slíkra
hluta. Hitt er svo undrunarefnið í
lífi þessa manns að hann var alltaf
og alls staðar að sinna því hlutverki
að varðveita myndir og minningar
samtímans. Fyrir tveimur árum
lauk hann við að gefa út Jarðabók
Skeiðahrepps sem vitnar um hann
sem fræðimann í fremstu röð. Jón
var að vinna úr mörgu því sem hann
safnaði á lífsleiðinni, þar er mynda-
safnið dýrmætt, hljóðupptökur og
raddir samferðamanna, úrklippur
og sögur.
Á stundu sem þessari er manni
efst í huga þakklæti til þessa trygga
vinar sem lagði manni til mörg heil-
ræði.
Ég kveð Jón í Vorsabæ með virð-
ingu og þökk.
Guðni Ágústsson.
Jón bóndi og fyrrverandi oddviti
til margra ára í Skeiðahreppi er
fallinn frá. Þegar við hjón fluttum í
Hrunamannahrepp og samstarf
Hreppa- og Skeiðamanna hófst í
skólamálum fann ég á bónda mín-
um, sem þá var nýráðinn skólastjóri
Flúðaskóla, hve vel honum líkaði
samstarfið við Jón. Þegar ég tók við
starfi skólastjóra Brautarholtsskóla
haustið 1998 kom Jón til mín og
bauð mig velkomna til starfa. Ég
fann strax hve mikinn áhuga hann
hafði á skólastarfinu og að vel væri
búið að menntun barnanna bæði í
leik og starfi. Hann unni sveitinni
sinni þar sem hann þekkti hverja
þúfu. Ég fékk að njóta þess hve
mikill viskubrunnur hann var þar
sem hann var óspar á að fræða mig
um náttúruna og mannlífið frá fyrri
tíð. Jón lét sig ekki vanta á fundi
eða hátíðir sem haldnar voru á veg-
um skólans. Hann tók hina ýmsu at-
burði upp á band ásamt því að taka
ljósmyndir við öll tækifæri. Hann
gaf okkur myndir og lagði ríka
áherslu á merkingu þeirra þannig
að þær væru góðar heimildir til
framtíðar. Ég þakka Jóni samfylgd-
ina. Í honum fann ég góðan vin sem
veitti mér mikla hvatningu í starfi
mínu. Blessuð sé minning Jóns í
Vorsabæ. Ég sendi Emelíu og fjöl-
skyldunni allri innilegar samúðar-
kveðjur.
Rut Guðmundsdóttir.
Öðlingarnir sem leiddu íslenska
þjóð til tæknivæðingar nútímans
hverfa nú sjónum okkar einn af öðr-
um.
Jón Eiríksson, sem hér er kvadd-
ur, hefur þá sérstöðu að skila þeim
breytingum til komandi kynslóða
flestum betur. Með ljósmyndavél
hóf hann að festa atburðasögu
hversdagsins á filmu árið 1941 og
hélt því áfram til loka eða í nær sjö
áratugi. Þar má m.a. sjá allar helstu
breytingar á verkháttum sveitanna
allt frá hand- og hestverkfærum til
nútíðar.
Jón varð oddviti í Skeiðahreppi
eftir föður sinn árið 1950 og gegndi
þeirri stöðu í 40 ár. Nokkru eftir
þau verklok kom hann í heimsókn á
Héraðsskjalasafn Árnesinga til þess
að leita ráða um afhendingu og frá-
gang skjala hreppsins. Hann afhenti
þau skjöl á héraðsskjalasafnið vel
frágengin með afhendingalista
þannig að tæpast varð betur gert. Á
aðalfundi Héraðsnefndar Árnesinga
vorið 1997, þar sem fulltrúar allra
sveitarstjórna í Árnesþingi voru
mættir, var fjallað um skjalavörslu
sveitarfélaga. Þar lét undirritaður
þau orð falla að einn Jón Eiríksson
þyrfti að vera í hverri sveit. Þau orð
gerði Jón ekki ómerk á þeim 13 ár-
um sem hann átti þá ólifuð. Skjöl
Ungmennafélags Skeiðamanna, Af-
réttamálafélags Flóa og Skeiða og
fleira lét hann afhenda til héraðs-
skjalasafnsins rétt fyrir dánardag-
inn. Stærsta afrekið er þó bók hans,
Jarðabók Skeiðahrepps, sem út kom
í árslok 2008. Þar eru örnefnum
allra jarða hreppsins gerð vönduð
skil í máli, með ljósmyndum og
kortum. Hann var einlægur stuðn-
ingsmaður Héraðsskjalasafns Ár-
nesinga og gaf allan söluhagnað af
ljósmyndabók sinni, Aldahvörf á
Skeiðum, til styrktar varðveislu
ljósmynda þar. Sögufélagi Árnes-
inga var hann einnig traustur
bandamaður. Heimsóknir hans á
Héraðsskjalasafn Árnesinga voru
fjölmargar og erindi hans vel skipu-
lögð. Þeim sem þar ráða húsum eru
slíkir gestir ómetanlegir, enda gæða
þeir safnið lífi og auka vinnugleði
þeirra sem þar ráða húsum.
Kæra Emelía! Ég þakka þér fyrir
samskipti mín við ykkur Jón und-
anfarin ár og votta þér og þínum
innilega samúð. Hjá mér verður
bjart yfir minningunni um Jón Ei-
ríksson og það er von mín og trú að
þannig verði það einnig í huga ykk-
ar.
Björn Pálsson,
áður héraðsskjalavörður.
Það er vor í lofti og jörðin grænk-
ar þegar til moldar er borinn góður
vinur, Jón í Vorsabæ, oddviti
Skeiðahrepps til margra ára.
Ég átti því láni að fagna að fá að
starfa með Jóni að sveitarstjórnar-
málum í fjölmörg ár.
Jón var sérstaklega skemmtileg-
ur maður að vinna með, athugull og
sterkur sjórnandi. Hann vildi gera
sínu sveitarfélagi sem mest gagn en
átti jafnframt mjög auðvelt með að
vinna að sameiginlegum verkefnum
allra sveitarfélaga á svæðinu.
Mér er minnisstætt þegar sveit-
arfélögin í uppsveitum Árnessýslu
hófu samstarf um uppbyggingu í at-
vinnumálum og ákváðu að byggja
Límtrésverksmiðju á Flúðum. Var
Jón einn sá allra áhugasamasti um
þá framkvæmd og var útsjónarsam-
ur við útvegun fjármagns og alla
samningagerð í sambandi við fram-
kvæmdina.
Jón var lengi formaður oddvita-
nefndar Laugaráslæknishéraðs og
formaður Heilsugæslunnar í Laug-
arási. Þessi samstarfsverkefni sveit-
arfélaganna voru Jóni mjög hug-
leikin og lagði hann metnað sinn í
að allt sem að þessum málum sneri
væri í sem bestu lagi. Fáir hafa lagt
eins mikla alúð við Laugaráshérað
og heilsugæsluna í Laugarási og
Jón.
Á vettvangi sveitarfélaga á Suð-
urlandi og í Héraðsnefnd Árnesinga
lagði Jón ætíð gott til málanna og
var manna bestur við að sætta ólík
sjónarmið.
Jón var mjög fróður og setti sig
vel inn í öll mál.
Jón var formaður afréttamála-
félags Flóa og Skeiða og stóð fyrir
uppbyggingu Reykjarétta, afréttar-
húsa og vegagerðar um afréttinn.
Sem félagi var Jón gamansamur
og hrókur alls fagnaðar. Kom það
vel í ljós þegar tóm gafst til að setj-
ast niður eftir langa og þreytandi
fundi, lá þá gjarnan vel á Jóni og sló
hann á létta strengi með félögunum.
Það er mikils virði fyrir menn
sem eru að stíga sín fyrstu skref í
störfum við sveitarstjórnarmál að fá
að vinna með jafn reyndum og
glöggum manni og Jón var.
Ég þakka Jóni ógleymanlegar
samverustundir í leik og starfi á
liðnum árum.
Við Hanna sendum Emilíu og
allri fjölskyldu Jóns innilegar sam-
úðarkveðjur.
Loftur Þorsteinsson.
Að vera öðrum verðug fyrirmynd
er ekki öllum gefið.
Hefðu áhrifamenn undanfarinna
ára haft svipaða lífssýn og Jón í
Vorsabæ væri málum okkar Íslend-
inga betur komið en raun ber vitni.
Jón í Vorsabæ var kosinn í sveit-
arstjórn í Skeiðahreppi árið 1950 og
varð strax oddviti, hann sat óslitið
sem oddviti í 40 ár. Ég átti því láni
að fagna að sitja með Jóni í sveit-
arstjórn síðustu fjögur árin. Þó að
við værum ekki alltaf sammála um
lausnir og leiðir þá áttaði ég mig
fljótlega á því að þarna var verk-
stjórnin markviss og fumlaus enda
byggð á yfirgripsmikilli þekkingu
og einlægum vilja til að gæta hags-
muna sveitarfélagsins. Jón í Vorsa-
bæ reyndist mér góð fyrirmynd í fé-
lagsmálum, hans sterkustu einkenni
voru ósérhlífni og heiðarleiki fram í
fingurgóma. Hann var orðlagður
bókhaldsmaður og nákvæmur í
reikningshaldi og mér eru minnis-
stæðir handskrifaðir reikningar
sveitarfélagsins þar sem frágangur
var algjörlega hnökralaus og alúð
lögð í hvern stafkrók.
Jón gegndi starfi oddvita sem
aukastarfi meðfram búskap, oft
tímafreku og alltaf illa launuðu en
sinnt af einlægum áhuga og sam-
viskusemi.
Eitt af áhugamálum Jóns var
söfnun upplýsinga um atburði í
sveitinni. Hann tók mjög mikið af
ljósmyndum og sömuleiðis tók hann
upp á segulband flestar samkomur
sem hér hafa verið haldnar. Gefin
var út bók með ljósmyndum eftir
Jón þegar hann varð sjötugur, að-
allega myndir sem tengjast mannlífi
í Skeiðahreppi.
Afréttamálafélag Flóa og Skeiða
var Jóni mjög hugleikið, þar sat
hann í stjórn í áratugi, fyrst með
Ágústi á Brúnastöðum og síðar með
Páli í Litlu-Sandvík. Haft var á orði
að í stjórn félagsins sætu þrír aðilar
þar sem Guð almáttugur væri odda-
maður.
Eftir að Jón hvarf úr sveitar-
stjórn sneri hann sér að skráningu
örnefna í Skeiðahreppi. Hér vann
hann það þrekvirki að skrá þekkt
örnefni á öllum jörðum í sveitarfé-
laginu og staðsetja þau á kortum.
Geta skal þess að upphafið á þessu
verkefni má rekja aftur til ársins
1944, en þá var samþykkt á fé-
lagsfundi Ungmennafélags Skeiða-
hrepps að fela Jóni þetta verkefni.
Árið 2008, 64 árum síðar, kemur út
Jarðabók Skeiðahrepps eftir Jón í
Vorsabæ, 600 bls. ritverk um flest
Jón Eiríksson
MOSAIK Hamarshöfða 4 - 110 Reykjavík
sími 587 1960 - www.mosaik.is
Legsteinar og fylgihlutir
Vönduð vinna og frágangur
Yfir 40 ára reynsla
Sendum myndalista
✝
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim er sýndu
okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar
bróður míns og frænda okkar,
HALLGRÍMS GUÐJÓNSSONAR,
Dysjum,
Garðabæ.
Sesselja Guðmundsdóttir,
Elísabet Eygló Jónsdóttir,
Jóna Gréta Jónsdóttir,
Dagbjört Erla Kjartansdóttir.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang-
amma og langalangamma,
Auðbjörg Guðmundsdóttir,
Illugastöðum,
Vatnsnesi,
lést mánudaginn 31. maí á heilbrigðisstofnun
Vesturlands, Hvammstanga.
Útför hennar fer fram frá Tjarnarkirkju, Vatnsnesi,
mánudaginn 14. júní kl. 14.00.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Kvennaband V-Hún.
og hollvinasamtök heilbrigðisstofnunar Hvammstanga.
Jónína Ögn Jóhannesdóttir, Birgir Jónsson,
Guðmundur Jóhannesson, Bjarney G. Valdimarsdóttir,
Árni Jóhannesson, Anna Olsen,
Jónína Auðbjörg Sigurbjörnsdóttir, Jóhann Ingi Haraldsson,
Jóhannes Óskar Sigurbjörnsson, Þorbjörg Ásbjarnardóttir,
barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn.
✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug
við andlát og útför elskulegrar móður minnar,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
HULDAR KRISTMANNSDÓTTUR,
Aflagranda 40.
Sérstakar þakkir og kveðjur til starfsfólksins í
Sóltúni fyrir einstaka hlýju og alúð.
Edda Árnadóttir, Magnús Ólafsson,
Brynja Hlíðar,
Jóhann, Árni, Hörður, Brynjar og fjölskyldur,
Huld, Ólafur og fjölskyldur.
✝
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og
hlýhug við andlát og útför elskulegs föður okkar,
tengdaföður, afa og langafa,
SKARPHÉÐINS JÓNSSONAR,
frá Kringlu, Dalabyggð,
síðast til heimilis að
Seljahlíð,
Hjallaseli 55,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Seljahlíðar.
Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og
útför elskulegs föður okkar, tengdaföður, afa og
langafa,
ÁRNA MAGNÚSAR BJARNASONAR,
Öldugranda 3,
áður Álakvísl 96.
Sveinn Árnason, Sigurbjörg Guðjónsdóttir,
Brynjar Örn Sveinsson,
Eva Björk Sveinsdóttir,
Anna Rún Sveinsdóttir,
Kristín Árnadóttir, Stefán Melsted,
Aðalheiður Ásgrímsdóttir,
Ragnheiður Ásgrímsdóttir,
Stefán Örn Melsted,
Ágúst Viðar Árnason, Aðalheiður G. Hauksdóttir,
Aðalheiður Dögg Ármann,
Arna Björg Ágústsdóttir
og barnabarnabörn.