Morgunblaðið - 12.06.2010, Síða 31
Minningar 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ 2010
það sem máli hefur skipt fyrir sveit-
arfélagið frá upphafi vega.
Jón í Vorsabæ hafði mörg járn í
eldinum alla sína tíð og skilur eftir
sig verðmæti sem komandi kynslóð-
ir munu njóta. Með Jóni í Vorsabæ
er heiðursmaður genginn á vit feðra
sinna. Fjölskyldu hans votta ég
samúð og virðingu.
Sveinn Ingvarsson í Reykjahlíð.
Aldraður sveitahöfðingi er fallinn
frá.
Jón Eiríksson fæddist í Vorsabæ
á Skeiðum og ól þar allan sinn ald-
ur. Hann þótti glöggur og voru falin
ábyrgðarstörf snemma. Oddviti
Skeiðahrepps í 40 ár og sat í ótal
nefndum og ráðum. Formaður m.a.
stjórnar Heilsugæslustöðvarinnar í
Laugarási í áratugi og fram-
kvæmdastjóri. Öll þessi störf vann
hann af mikilli samviskusemi og
áhuga.
Undirritaður kynntist Jóni eftir
komu í Laugaráslæknishérað haust-
ið 1984. Gott var að eiga viðskipti
við þennan dugnaðarfork. Hvort
sem það var seta á stjórnarfundum
Hgst. eða skógræktarvinna á lóð-
inni hér í Launrétt alltaf var Jón
jafnáhugasamur. Hann var mikill
hvatamaður fyrir byggingju nýju
Hgst. hér í Laugarási sem tekin var
í notkun 1. júlí 1997, og höfðu þeir
sex hreppar, sem stóðu að heilsu-
gæslunni, sinn hluta kostnaðar
tilbúinn, þegar smíðin hófst. Fyr-
irhyggjan gleymdist ekki og bygg-
ingin stóð tilbúin skuldlaus við
vígslu, ásamt öllu innbúi.
Jón Eiríksson lét af flestum störf-
um hinum opinberu um 70 ára ald-
ur, en hóf þá fyrir alvöru vinnu við
stóra ritverk sitt Jarðabók Skeiða-
hrepps, sem kom út 2008. Þar er
meira en 10 ára vinna fræðimanns
að baki og er ritið glæsilegt.
Margar ferðir áttum við hjón í
Vorsabæ og eiginkona Jóns, hún
Emelía, tekur gestum alltaf fagn-
andi. Sjálf er hún mikil föndurkona
og húsmóðir.
Nú í ár hefur heilsu Jóns hrakað
og talaði hann opið um að dauðinn
nálgaðist, en verst væri að fá ekki
að deyja heima í Vorsabæ.
Að leiðarlokum þökkum við
starfsfólk Heilsugæslustöðvarinnar
í Laugarási Jóni góð kynni og gott
samstarf.
Vottum aðstandendum samúð
okkar við andlát hans.
Gylfi Haraldsson og Rut
Meldal, Laugarási.
Ég mun ekki hafa verið hár í loft-
inu er ég fyrst tók eftir virðulegum
manni með hatt á höfði á manna-
mótum á Suðurlandi. Það hefur lík-
ast til verið á sundmótum Skarp-
héðins í Hveragerði eða á
íþróttamótum í Þjórsártúni. Síðan
hafa leiðir okkar legið saman í
meira en hálfa öld. Hann sat í
hreppsnefnd Skeiðahrepps frá 25
ára aldri og var oddviti í fjóra ára-
tugi. Við ræddum oft saman á fund-
um sunnlenskra sveitarfélaga og
endranær. Við sátum saman í
stjórnskipaðri nefnd sem falið var
að kanna leiðir til að efla sveit-
arfélögin. Þar vorum við oft ekki
sammála, reyndar oftast, en við
ræddum málin og reyndum að
skilja hvor annan. Þannig var það
einnig á öðrum sviðum er við rædd-
um. Samræmdur útsvarsstigi að
sunnan í öllum sveitarfélögum?
Oddviti og hreppsnefnd þekktu best
hagi hvers gjaldanda og væru alveg
einfær um að ætla hverjum og ein-
um sanngjarnt útsvar eftir efnum
og ástæðum, eins og staðið hefði í
lögum frá fornu fari. Sameining
sveitarfélaga? Verkefnin mætti
leysa með samvinnu. Þannig ætti að
leysa heilsugæslumál. Hann sann-
aði það í reynd með samvinnu upp-
sveitanna í Árnessýslu um lækna-
stöð í Laugarási þar sem hann síðar
varð rekstrarstjóri og stjórnarfor-
maður. Einhverju sinni var EFTA
til umræðu. Jón taldi hverri þjóð
best að búa að sínu og ástæðulaust
væri að sækja langt að það sem
heima væri best. Við virtum sjón-
armið hvor annars. Best skildi ég
Jón er hann við skrifborðið sitt
heima í Vorsabæ horfði á skrúð-
garðinn meðan dóttir mín fór á
hestbak. Við ræddum möguleika
sveitanna, gróðurmátt jarðar, kart-
öflurækt og skógrækt sem honum
var afar hugleikin. Og þá mætti ala
kanínur og vinna úr fínullinni – og
hann lét ekki sitja við orðin tóm en
stofnaði til samvinnu um kanínu-
eldi. Sveitunum væri brýn þörf á
þriggja fasa rafmagni til þess að
efla iðnað til sveita. Rekið á eftir
því, sagði hann. Jón sá ótal tæki-
færi. Hann dró upp úr skrifborðs-
skúffu gömul bréf frá mér sem
hann hafði haldið til haga til margra
ára. Einnig sýndi hann mér ljós-
myndir úr sveitinni af nýjungum er
sýndu þróunina í atvinnuháttum.
Hluti þeirra birtist í bókinni Alda-
hvörf á Skeiðum, sem kom út árið
1991. Þá lagði hann mikla vinnu í að
safna örnefnum og merkja á loft-
mynd af hverri landareign í
hreppnum. Þá er ástæða til að
minnast og þakka fyrir hönd Árnes-
ingafélagsins í Reykjavík þá miklu
alúð sem Jón lagði við minning-
arreit félagsins í Áshildarmýri.
Ekki síður hollráð byggð á langri
reynslu um flóðahættu úr Hvítá.
„Komdu í Reykjaréttir í haust,“
sagði Jón, „og þá mun þér betur
skiljast hve gamla samvinnuformið
um upprekstur og smölun afrétt-
arins hefur dugað bændum vel og
skapað gott samfélag í sveitunum.
Við verðum líklega ekki sammála,“
sagði hann, „en ég vona að þú skilj-
ir mig betur síðar – að minnsta
kosti þegar ég verð dauður,“ sagði
hann er hann kvaddi með sínu hlý-
lega brosi og glettni í augum sem
verður lengi eftirminnileg.
Ég votta Emelíu og fjölskyldu
samúð. Með Jóni í Vorsabæ er
genginn merkur fulltrúi samtíðar
sinnar.
Unnar Stefánsson.
Það eru nú liðin rúmlega þrjátíu
ár frá því ég kom fyrst til Íslands
til að læra nútíma-íslensku og til að
kynna mér betur tungumálið, sem
Íslendingasögurnar eru skrifaðar
á, og landið þar sem þær gerðust.
Gæfa mín þá var sú að fyrsta sum-
arið mitt á landinu dvaldist ég í
Vorsabæ á Skeiðum. Þar æfði ég
mig ekki einungis í tungumálinu
heldur tók þátt í bústörfunum á
bænum, meðal annars rúði ég fé
með sauðaklippum sem voru ná-
kvæmlega eins og þær sem hægt
er að sjá í myndskreytingum mið-
aldahandrita. (Rafmagnsklippur
komu árið eftir.) Þetta var eftir-
minnilegt sumar. Ég efast þó um
að Jón Eiríksson hafi talið sig hafa
mikið gagn af þessari bandarísku
námsmey fyrr en seinna um haust-
ið þegar ég kom aftur og tók þátt í
því með Emelíu að sauma vambir
og gera slátur.
Ég hef komið í Vorsabæ og
heimsótt Jón og fjölskyldu hans
nærfellt á hverju ári síðan og virð-
ing mín og aðdáun á heimilinu hef-
ur vaxið með hverju ári. Jón hefur
alltaf dregið fram ný myndaalbúm
og myndir sem hann hafði tekið á
árum áður til samanburðar. Á jól-
unum 1991 barst mér til Banda-
ríkjanna bók sem hann hafði gefið
út, með myndum úr sveitinni hans,
Aldahvörf á Skeiðum. Ég var af-
skaplega montin af að sjá mynd af
sjálfri mér í þeirri bók!
Mér varð smám saman ljóst
hversu mikið Jón hafði lagt af
mörkum til sveitar sinnar, áratug-
um saman, og þegar sonur hans
Eiríkur sendi mér blaðafregn og
mynd af Jóni þar sem hann er að
taka við fálkaorðunni fannst mér
það sannarlega verðug viðurkenn-
ing á ævistarfi hans. Síðasta afrek
Jóns er Jarðabók Skeiðahrepps,
sem hann byrjaði á sem ungur
maður, en húnkom út fyrir tveimur
árum. Er mikið gagn að þeirri bók,
bæði fyrir fræðimenn og íbúa
hreppsins. Ég hafði gert ráð fyrir
því að ná fundi Jóns í sumar. Ég
vissi að hann var á sjúkrahúsi og
ráðgerði að heilsa upp á hann
snemma í júní. Það reyndist því
miður of seint. Ég samhryggist
Emelíu konu hans, fjölskyldu og
vinum.
Margaret Cormack.
Morgunblaðið birtir minningar-
greinar endurgjaldslaust alla út-
gáfudaga.
Skil | Greinarnar skal senda í
gegnum vefsíðu Morgunblaðsins.
Smellt á reitinn Senda inn efni á for-
síðu mbl.is og viðeigandi efnisliður
valinn.
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður grein-
in að hafa borist eigi síðar en á há-
degi tveimur virkum dögum fyrr (á
föstudegi ef útför er á mánudegi eða
þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur
birting dregist, enda þótt grein ber-
ist áður en skilafrestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem
birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að
senda lengri grein. Lengri greinar
eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt
er að senda örstutta kveðju,
HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur.
Ekki er unnt að tengja viðhengi við
síðuna.
Formáli | Minningargreinum
fylgir formáli sem nánustu aðstand-
endur senda inn. Þar koma fram
upplýsingar um hvar og hvenær sá
sem fjallað er um fæddist, hvar og
hvenær hann lést og loks hvaðan og
klukkan hvað útförin fer fram. Þar
mega einnig koma fram upplýsingar
um foreldra, systkini, maka og börn.
Ætlast er til að þetta komi aðeins
fram í formálanum, sem er feitletr-
aður, en ekki í minningargreinun-
um.
Undirskrift | Minningargreina-
höfundar eru beðnir að hafa skírn-
arnöfn sín en ekki stuttnefni undir
greinunum.
Myndir | Hafi mynd birst í til-
kynningu er hún sjálfkrafa notuð
með minningargrein nema beðið sé
um annað. Ef nota á nýja mynd skal
senda hana með æviágripi í inn-
sendikerfinu. Hafi æviágrip þegar
verið sent er ráðlegt að senda mynd-
ina á netfangið minning@mbl.is og
láta umsjónarmenn minningar-
greina vita.
Minningargreinar
Minningarkort
535 1825
www.hjarta.is 5351800
Allar minningar á einum stað.
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
M
O
R
48
70
7
01
/1
0
–– Meira fyrir lesendur
Minningar er fallega innbundin bók sem hefur að
geyma æviágrip og allar minningargreinar sem birst
hafa um viðkomandi í Morgunblaðinu eða á mbl.is.
Bókina má panta á forsíðu mbl.is eða á slóðinni mbl.is/minningar
Um leið og framleiðslu er lokið er bókin send í pósti.
Hægt er að kaupa minningabækur með greinum sem
birst hafa frá árinu 2000 og til dagsins í dag.
✝
Innilegar þakkir til allra þeirra er auðsýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför
SIGURÐAR KARLSSONAR,
Núpum,
Aðaldal.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Sjúkrahúss
Húsavíkur, öldrunardeildar Kristnessspítala og
lyflækningadeildar Sjúkrahúss Akureyrar.
Guð blessi ykkur öll.
Sigríður Sigurðardóttir,
Karl Sigurðsson, Sigrún Marinósdóttir,
Ásmundur K. Sigurðsson, Kolbrún Ólafsdóttir
og barnabörn.
✝
Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra er auðsýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför
ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
GUÐRÚNAR ELÍSU ÓLAFSDÓTTUR
fyrrverandi varaformanns Verkalýðs- og
sjómannafélags Keflavíkur.
Sérstakar þakkir til starfsfólks D-deildar
heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, fyrir sérstaklega góða umönnun og hlýtt
viðmót.
Ómar Már Magnússon,
Jóhannes Rúnar Magnússon, Andrea Guðmundsdóttir,
Ólafur Sævar Magnússon, Sólbjörg Hilmarsdóttir,
Viðar Magnússon, Emelía Bára Jónsdóttir,
barnabörn og barnabarnabarn.