Morgunblaðið - 12.06.2010, Síða 36
36 Dagbók
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ 2010
Sudoku
Frumstig
8 3
3
2
2 1
5 6 8
8 4 3 5
8 4 2
1 3 9 4 6
9 8 1
1 7
7 6 9
3 4 6 1
6 7 8 2
1 8
4 6
7 9 2
1 3 2 4
9 3
7
7 3
9 6 7 4
1 3 4
5 1
2 9
6 3
2 8 7
4 8 5
9 1 5 2 7 8 4 3 6
3 4 2 5 6 1 9 7 8
7 6 8 4 3 9 1 2 5
6 8 9 7 1 3 5 4 2
4 2 7 6 9 5 3 8 1
1 5 3 8 2 4 7 6 9
5 3 6 1 8 7 2 9 4
8 7 1 9 4 2 6 5 3
2 9 4 3 5 6 8 1 7
8 5 7 6 1 4 3 2 9
2 9 4 3 7 5 8 1 6
1 3 6 8 2 9 5 4 7
3 6 2 4 5 8 9 7 1
9 1 5 2 3 7 6 8 4
7 4 8 9 6 1 2 5 3
5 8 9 7 4 3 1 6 2
6 7 1 5 9 2 4 3 8
4 2 3 1 8 6 7 9 5
8 1 5 9 6 7 2 3 4
9 7 3 4 5 2 8 6 1
6 4 2 1 8 3 9 5 7
3 5 6 7 2 1 4 8 9
1 2 4 8 9 5 6 7 3
7 8 9 6 3 4 1 2 5
5 6 8 3 4 9 7 1 2
2 9 1 5 7 8 3 4 6
4 3 7 2 1 6 5 9 8
Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku
Þrautin felst í því að fylla
út í reitina þannig að í
hverjum 3x3-reit birtist
tölurnar 1-9. Það verður að
gerast þannig að hver níu
reita lína bæði lárétt og
lóðrétt birti einnig tölurnar
1-9 og aldrei má tvítaka
neina tölu í röðinni.
Í dag er laugardagur 12. júní, 163. dag-
ur ársins 2010
Orð dagsins: Og þótt þér elskið þá,
sem yður elska, hvaða þökk eigið þér
fyrir það? Syndarar elska þá líka, sem
þá elska. (Lk. 6, 32.)
Víkverji er ekki búinn að ákveðameð hverjum hann ætla að halda
á heimsmeistaramótinu í fótbolta. Í
fyrstu tveimur leikjunum verða það
þó Suður-Ameríka og Úrúgvæ sem fá
stuðning Víkverja, en framhaldið er
óljóst enn sem komið er.
x x x
Víkverji er reyndar ekki mikillknattspyrnuaðdáandi almennt
og hefur aldrei skilið hvernig Íslend-
ingar geta í alvöru látið sig varða ein-
hver deildarlið í Bretlandi og jafnvel
látið það stjórna skapi sínu þann dag-
inn hvort eitthvert lið frá einhverjum
bæ sem viðkomandi hefur jafnvel
aldrei komið til vinnur eða tapar í ein-
hverjum leik. Það er margt skrýtið í
kýrhausnum og þetta án efa eitt það
alskrýtnasta.
x x x
Þegar kemur að stórmótum, EMog HM, þá vaknar Víkverji hins-
vegar til lífsins og fylgist spenntur
með. Andrúmsloftið á svoleiðis at-
burðum er einfaldlega allt öðruvísi og
magnaðara en í deildarkeppnunum.
Víkverji á það gjarnan til að halda
með lítilmagnanum, allavega svona
framan af keppni. Það verður reyndar
til þess að þegar í undanúrslit kemur
þarf Víkverji oftast að velja sér nýtt
og öflugra lið því hin smærri eru dott-
in út.
x x x
Vinur Víkverja hefur ákveðið aðhalda með Argentínu á heims-
meistaramótinu í ár af einni einfaldri
ástæðu: Hann er heillaður af persónu-
töfrum Diego Maradona, þjálfara liðs-
ins. Víkverji getur vel skilið þessa af-
stöðu, því Maradona er skrautegur og
það er nú þannig að eitt hið skemmti-
legasta við HM og íþróttaleiki al-
mennt er að fylgjast með þeim ótrú-
legu karakterum sem mörg liðin hafa
að geyma og viðbrögðum þeirra við
sigrum og ósigrum. Það er ástæða
fyrir því að sumir verða stjörnur en
aðrir ekki og það hefur ekki bara með
hæfileika að gera því persónuleikinn
skiptir ekki minna máli, hvort sem
áhorfendur elska hann eða elska að
hata hann.
víkverji@mbl.is
Víkverjiskrifar
Krossgáta
Lárétt | 1 mergð, 4
önuga, 7 afrennsli, 8
huldumenn, 9 hagnað,
11 nytjalanda, 13 spil, 14
nær í, 15 klöpp, 17 far,
20 aula, 22 kvendýr, 23
kjaftarnir, 24 ham-
ingjan, 25 sigar.
Lóðrétt | 1 berast með
vindi, 2 storkar, 3 stynja
lágt, 4 rík, 5 efstu hæð-
ar, 6 hinir, 10 renning-
urinn, 12 nöldur, 13
tímabils, 15 rúmstokks,
16 flokk, 18 kvenmenn,
19 kvelur, 20 geislahjúp-
urinn, 21 sníkjudýr.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 fjandskap, 8 gætin, 9 orkan, 10 nót, 11 terta,
13 turni, 15 tafls, 18 sterk, 21 kát, 22 skoða, 23 eigur, 24
skeleggar.
Lóðrétt: 2 játar, 3 nunna, 4 skott, 5 akkur, 6 ágæt, 7
unni, 12 tel, 14 urt, 15 Tass, 16 flokk, 17 skafl, 18 stegg,
19 eigra, 20 kort.
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
Skák
Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is
1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 d5 4. g3
dxc4 5. Bg2 c6 6. Re5 Bb4+ 7. Bd2
Dxd4 8. Bxb4 Dxe5 9. Ra3 b5 10.
Bd6 Dxb2 11. 0-0 Rd5 12. e4 Rc3 13.
Dg4 h5 14. Dg5 Re2+ 15. Kh1 Df6
16. Dd2 e5 17. Bxb8 Rd4 18. Bxe5
Dxe5 19. Had1 Re6 20. f4 Dc5 21.
Rc2 h4 22. f5 hxg3 23. h3 De7 24. e5
Rd8 25. f6 gxf6 26. exf6 Dc7 27.
Hfe1+ Re6 28. Rd4 Bd7 29. Rxe6
Bxe6 30. Dg5 Hf8
Staðan kom upp á Sigeman-
mótinu sem lauk fyrir skömmu í
Málmey í Svíþjóð. Hollenski stór-
meistarinn Anish Giri (2.642) hafði
hvítt gegn sænska alþjóðlega meist-
aranum Nils Grandelius (2.476). 31.
Hxe6+! fxe6 32. Dg6+ Df7 33. Bxc6
mát!
Hvítur á leik.
Brids
Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is
Yarborough.
Norður
♠Á
♥ÁKD7
♦ÁKD754
♣ÁG
Vestur Austur
♠DG52 ♠K10764
♥10852 ♥G94
♦10 ♦G
♣KD96 ♣10542
Suður
♠983
♥63
♦98632
♣873
Suður spilar 7♦.
Charles Anderson-Pelham, annar
jarlinn af Yarborough (1809-1862), er
kunnur fyrir veðmál sem hann bauð
vist-spilafélögum sínum: gegn einu
pundi þeirra skyldi hann greiða þús-
und ef viðkomandi fengi hönd án há-
spila og tíu. Nú vita menn að líkur á
yarborough eru 1 á móti 1827.
Venjulega er handhafi yarborough-
spila í ómerkilegu aukahlutverki, en
hér haga örlögin því svo til að suður
verður sagnhafi í alslemmu – skýringin
liggur í 2ja tígla afmeldingu við alkröfu
norðurs. Útspilið er ♣K.
Með góðri nýtingu kemst sagnhafi
þrisvar heim á tígul. Tvær innkomur
notar hann til að stinga spaða hátt og
„snúa þannig við blindum“. Þriðju inn-
komuna notar hann til að þjarma að
vestri, sem þolir ekki þrýstinginn með
♣D og lengdina í hjarta.
(21. mars - 19. apríl)
Hrútur Að einblína á smáatriði hjálpar
þér ekki með vandamálið sem þú glímir
við. Sinntu starfinu af kostgæfni og einka-
málunum utan þess.
(20. apríl - 20. maí)
Naut Það er erfitt að mynda sér einhverja
skoðun þegar aðeins liggur fyrir brot af
upplýsingum. Bréf og símtöl auðvelda
leiðina að ákvörðunartöku.
(21. maí - 20. júní)
Tvíburar Umfram allt verður þú að gæta
þess að halda hlutunum í jafnvægi í dag.
Hættu allri góðsemi, hristu afætur af þér.
Hjartað má ráða um stund.
(21. júní - 22. júlí)
Krabbi Dagurinn hentar engan veginn til
innkaupa. Vinur þinn er hreinskilinn við
sjálfan sig og opinn fyrir öðrum og alveg
sama hvort öðrum finnst hann skrýtinn
eða ekki.
(23. júlí - 22. ágúst)
Ljón Ástvinir fara yfir mörk og telja sig
gera það í þína þágu. Mundu að ekkert er
þess virði ef heilsan fer.
(23. ágúst - 22. sept.)
Meyja Það er hægt að leiða öðrum sann-
leikann fyrir sjónir án þess að beita ráð-
ríki. Mundu þó að börnin fara ekki eftir
því sem þú segir, heldur því sem fyrir
þeim er haft.
(23. sept. - 22. okt.)
Vog Þetta er tilvalinn dagur til að ræða
við yfirmenn og þá sem ráða. Vertu var-
kár í orðum og gerðum og þá þarftu ekki
að hafa neinar áhyggjur.
(23. okt. - 21. nóv.)
Sporðdreki Þegar þú leyfir andagiftinni
að ráða för, lendirðu á óvæntum stað þar
sem galdrar gerast. Vinur gæti boðið þér
út eða fært þér gjöf sem gleður þig.
(22. nóv. - 21. des.)
Bogmaður Skapandi áhætta er ferli,
óreynt og yndislega óvænt. Allt hefur
sinn tíma og þú færð að ræða málin, þann-
ig að öll kurl komi til grafar.
(22. des. - 19. janúar)
Steingeit Nú er hvorki staður né stund til
að vera tilfinningalega lokaður/lokuð.
Ekki láta skipulagningaráráttu annarra
pirra þig.
(20. jan. - 18. febr.)
Vatnsberi Það hefur ekkert upp á sig að
leika einleik þegar liðsheildin þarf að
ráða. Gefðu þeim tíma til að vera til.
(19. feb. - 20. mars)
Fiskar Allt samstarf byggist á sam-
komulagi og málamiðlunum. Að vissu
leyti óttast maki það að valda þér von-
brigðum, en helst vill hann að reynsla sín
nýtist þér sem best.
Stjörnuspá
12. júní 1939
Jónas Halldórsson setti fimm-
tugasta sundmet sitt á tíu ár-
um, daginn áður en hann varð
25 ára. „Glæsilegur íþróttafer-
ill,“ sagði Morgunblaðið.
12. júní 1976
Benny Goodman klarinettu-
leikari, konungur sveiflunnar,
hélt tónleika í Laugardalshöll.
Morgunblaðið sagði að hann
hefði unnið hug og hjörtu
áheyrenda. „Þvílíkir tónar,“
sagði í Alþýðublaðinu.
12. júní 1999
Sigurrós efndi til tónleika í til-
efni af útgáfu geisladisksins
Ágætis byrjun. Rúmu ári síðar
var diskurinn valinn „plata
aldarinnar“.
Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson.
Þetta gerðist…
Antonía Sigurðardóttir, Ólöf Ósk
Þorgeirsdóttir, Karolína Rós Ólafs-
dóttir, Kristbjörg Ásta Böðvars-
dóttir, Dagmey Björk Kristjáns-
dóttir og Ásgerður Jana Ágústs-
dóttir héldu tombólu við verslun
10-11 í Kaupangi á Akureyri. Þær
söfnuðu 11.161 krónu sem þær
styrktu Rauða krossinn með. Á
myndinni eru Ólöf og Antonía, sem
afhentu styrkinn.
Hlutavelta
„Það er talsverður áfangi í tilverunni að verða 35
ára og við fjölskyldan höldum að sjálfsögðu upp á
þessi tímamót með vinafólki okkar. Ætlum að
grilla og gera okkur góðan dag. Enda ástæða til,
lífið hefur verið gott við mig,“ segir Þórunn Elsa
Bjarnadóttir, viðurkenndur bókari. Hún hefur
starfað við bókhald í meira en áratug og starf-
rækir eigin stofu.
Þórunn og fjölskylda hennar settu núna í byrjun
júnímánaðar á stofn tískuvöruverslunina Basic
Streetwear sem er í Hólagarði í Breiðholti í
Reykjavík. „Við komumst í samband við góðan
birgi erlendis sem var með fínar vörur og ákváðum því að fara af stað
með verslunina sem hefur fengið mjög góðar viðtökur. Við erum með
þekkt merki í tískuvörum fyrir unglinga sem eru mjög kröfuharðir
kaupendur. Krakkar vilja ekki klæðast hvaða fötum sem er,“ segir
Þórunn sem kveðst eiga fjölmörg áhugamál svo sem badminton, veiði-
skap og útiveru hverskonar. Hún fæddist í Vestmannaeyjum en hefur
búið í Reykjavík síðan á barnsaldri. Eiginmaður Þórunnar er Egill
Gómez og eiga þau tvö börn, Guðrúnu Svövu og Bjarna Þór, sem bæði
eru á unglingsaldri. sbs@mbl.is
Þórunn Elsa Bjarnadóttir er 35 ára í dag
Lífið verið gott við mig
Nýirborgarar
Svíþjóð Ívar Þór fædd-
ist 8. maí kl. 13.29.
Hann vó 3.580 g og var
51 cm langur. Foreldrar
hans eru Freya Magnús-
dóttir og Sindri Már
Elfarsson.
Akranes Klara Rós fædd-
ist 16. mars kl. 4.05. Hún
vó 3.030 g og var 48 cm
löng. Foreldrar hennar
eru Arndís Oddfríður
Jónsdóttir og Heiðar Val-
ur Bergmann.
Nýbakaðir
foreldrar?
Sendið mynd
af barninu
til birtingar í
Morgunblaðinu
Frá forsíðu mbl.is er einfalt
að senda mynd af barninu
með upplýsingum um
fæðingarstað, stund, þyngd,
lengd, ásamt nöfnum
foreldra. Einnig má senda
tölvupóst á barn@mbl.is