Morgunblaðið - 12.06.2010, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 12.06.2010, Qupperneq 40
Fjöldinn allur af þjóðþekktum listamönnum mun starfa saman í sumarsafnplötunni Hitaveitan: Með lögum skal land verma sem kemur út hinn 17. júní. Til samstarfs- verkefnanna má nefna Reykjavík! og Mugison, Retro Stefson og Miri, Skakkamanage og Prins póló, Hjálmar og Helga Björns. Þá taka Hjaltalín, Retron, Snorri Helgason, Egill S og fleiri þátt í plötunni sem hefur það að yfirlýstu markmiði að verma landið í sumar með góðri tónlist. „Við vildum stofna til samstarfs milli íslenskra hljóm- sveita og búa til djúsí safnplötu,“ segir Kristján Freyr Halldórsson hjá plötuútgáfunni Kimi en samstarf hinna ýmsu listamanna hefur getið af sér fjórtán lög, þ. á m. reggí-útgáfu af laginu hans Helga Björns, „Húsið og ég“. „Markmiðið var bara að stuðla að einhverju stuði í sum- ar, halda partíinu gangandi og svona. Hjálmar hittu Helga Björns og þeim datt í hug að taka almennilega reggí-útgáfu af Húsið og ég fyrir þessa plötu, svo sendi Mugison póst á Reykjavíkur-strákana og þeir fóru vest- ur á Flateyri og tóku upp fyrir plötuna. Á sama tíma á Karamba hittust strákarnir í Miri og Retro Stefson og ákváðu að gera eitthvað saman fyrir plötuna. Svo er líka áhugavert að Skakkamanage ákváðu að gera eins konar FM Belfast-lag og FM Belfast ákváðu að gera Skakkam- anage lag þannig að þau eru hvort um sig svolítið í stíl hins. Þetta eru allt frábær lög en óvæntasti smellurinn var lag Retron-manna, þetta er náttúrleg frábær hljóm- sveit en það sem þeir gerðu, ja, ég bara veit ekki hvað, þetta kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og við ætlum að reyna að gera þetta að smelli í útlöndum, senda það til fjölmiðla og bransakarla og svona,“ segir Kristján að lok- um. Áhugasömum verður fært að leggja sig í sólinni í Vestursundi á milli NASA og Havarí á þjóðarhátíðardag- inn og hlusta á Hitaveitutónleika en ljóst er að ef mark- mið Hitaveitunnar ganga eftir ætti landsmönnum ekki að verða kalt á þjóðhátíðardaginn. gea@mbl.is Morgunblaðið/hag Mugison Einn þeirra tónlistarmanna sem koma við sögu á plötunni Hita- veitan: Með lögum skal land verma, en hún kemur út 17. júní. Halda partíinu gangandi  Ný sumarplata: Mugison, Hjálmar, Hjaltalín og fleiri 40 MenningFÓLK MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ 2010  Sýningin Dagbók Önnu Knúts – Helförin mín verður sýnd í Tjöru- húsinu á Ísafirði 17. júní kl. 22. Dagbók Önnu Knúts er uppistands- einleikur og fjallar um unglingsár stelpu sem glímir við ýmis vanda- mál. Anna Svava Knútsdóttir flyt- ur uppistands-einleikinn. Anna Knúts í Tjöruhús- inu á Ísafirði 17. júní Fólk Í sama mund og landslið í knattspyrnu berjast um heimsmeistaratitilinn ætlar fylking þjóðþekktra einstaklinga að berjast fyrir mannréttindum með knattspyrnu. Viðburðurinn verður haldinn á sunnudaginn frá klukkan fjögur til sjö á Gervi- grasvellinum í Laugardal og er ætlunin að styðja ellefu manna lið einstaklinga sem barist hafa fyrir mannréttindum víða um heim. Mikhmed Gazdiev frá Rússlandi er einn þeirra liðsmanna en hann hefur leitað brottnumins sonar síns í þrjú ár og verið ötull talsmaður mannréttinda í Rússlandi. Orrusturnar eru víðar og horfa má til Kína þar sem Dhondup Wangcheng gerðist sekur um að gera heimildamynd í óþökk stjórnvalda. Fleiri áhugaverðar sögur göfuga liðsins má finna á www.amnesty.is/heimsmeistarakeppnin-2010 Ilmur Kristjánsdóttir er ein þeirra sem hafa lagt nafn og fótafimi við málstaðinn. „Ég horfi eiginlega ekki á fótbolta og ég veit nú ekki hvort ég sé mikil keppnismanneskja. Ég fer allavega leynt með það, við getum sagt það.“ En fótasprikl Ilmar verður ekki eina skemmtiatriði dagsins því Ari Eldjárn og Saga Garðarsdóttir flytja uppi- stand, DJ Maísól þeytir skífum og leika munu Gísli Örn Garðarsson, Gunnar Hansson, Jörundur Ragnarsson, Magni Ásgeirsson, Sigmar Guð- mundsson, Óskar Jónasson, Þóra Karítas Árna- dóttir, Ragnar Kjartansson, Jóhann G. Jóhanns- son og fleiri þjóðþekktir einstaklingar. Félagið Styrmir tekur á móti hinum frægu en enginn fót- boltaspekingur hefur enn tekið að sér að spá nið- urstöðu leiksins. gea@mbl.is Spila knattspyrnu til að bæta heiminn Morgunblaðið/Ómar Fótbolti Ilmur Kristjánsdóttir spilar af göfgi.  Í kvöld munu gáfumennin í Ljótu hálfvitunum fagna útgáfu þriðju hljómplötu sinnar með tónleikum í Ýdölum, Aðaldal, S-Þingeyjarsýslu. Tónleikarnir hefjast kl. 21 og munu hálfvitarnir að mestu leika lög af nýju plötunni en þó læða inn í flutn- inginn eldri lögum. Hálfvitarnir ætla að fá sér til að- stoðar ýmsa þá tónlistarmenn sem lögðu hönd á plóg við gerð plöt- unnar nýju og segjast reikna með nokkurri ringulreið á sviðinu vegna þess. Þriðja platan heitir einfald- lega Ljótu hálfvitarnir, líkt og þær fyrri. Ljótu hálfvitarnir valda ringulreið í Ýdölum  Í dag kynnir starfsfólk Ókeibóka í Bókabúð Máls og menningar á Laugavegi landakort af Íslandi sem Hugleikur Dagsson teiknaði og nýja boli með teikningum úr bók hans Popular Hits. Jóhann Krist- insson flytur nokkur lög og Ingi- björg Hjartardóttir les upp úr bók sinni Hlustarinn. Nýtt Íslandskort Hug- leiks, lestur og tónar Árni Matthíasson arnim@mbl.is Fjórmenningarnir fræknu í rokk- sveitinni For a Minor Reflection sendu frá sér breiðskífu í vikunni, sína aðra plötu, og stefna á tónleika- hald til að kynna hana hér heima áð- ur en lagst verður í ferðalög að fylgja eftir áhuga að utan. Platan nýja, sem hefur fengið heitið Höld- um í átt að óreiðu, er önnur breið- skífa þeirra pilta, en sú fyrsta, Reistu þig við, sólin er komin á loft …, kom út fyrir þremur árum. Segja má að starf sveitarinnar hafi að mestu leyti verið erlendis frá þeim tíma með stopulu tónleikahaldi hér heima. Síðasta haust léku þeir félagar á tónlistarhátíðinni Réttum og þá nýtt efni nánast eingöngu, enda komnir á kaf í að hljóðrita skíf- una sem skilaði sér í vikulokin. Höldum í átt að óreiðu var hljóð- rituð í ágúst síðastliðnum í Sund- lauginni og síðan unnin frekar í sept- ember af upptökustjóranum Scott Hackewith í Los Angeles, en þar hljóðrituðu þeir félagar líka slatta til viðbótar, enda hljóðverið svo gott. Guðfinnur Sveinsson segir að platan nýja sé nokkuð frábrugðin frumraun þeirra félaga og þá aðallega fyrir það að hljómur er talsvert breyttur. „Þetta hljómar allt öðruvísi og í raun má segja að við séum að þróast í báðar áttir, bæði í átt að rólegri tónlist og svo líka í átt að harðari. Lögin eru líka styttri og aðeins meiri pælingar á bak við þau. Hina plöt- una tókum við upp á einum degi og bara ein taka hvert lag en núna tókum við okkur meiri tíma.“ Upphaflega stóð til að klára plöt- una alveg ytra, en Guðfinnur segir að það hafi verið svo gaman að kom- ast í svo gott hljóðver að þeir gátu ekki stillt sig um að taka upp heil- mikið til viðbótar og því lögðu menn lokahönd á skífuna síðar en ætlað var. Útgáfutónleikar plötunnar verða ekki haldnir fyrr en í lok júlí í Iðnó sem skýrist af því að þeir félagar vildu halda tónleikana þar og þurftu að bíða eftir því að húsið væri laust á hentugum degi. Frekari spila- mennska er í pípunum hér heima, 16. júní hyggjast þeir leika í Venue á vegum Record Records, sem dreifir skífunni hér heima, og daginn eftir, þjóðhátíðardaginn, stefna þeir að því að spila á Sódómu. Lokatónleikar í þessari hrinu verða svo 19. júní á MúsMos-útitónleikunum í Mos- fellsbæ. Breytingar Félagarnir í For a Minor Reflection sendu frá sér sína aðra breiðskífu í vikunni, plötuna Höldum í átt að óreiðu. Fjórir fræknir félagar  Önnur breiðskífa For a Minor Reflection komin út og tónleikar framundan For a Minor Reflection varð til sumarið 2006, skipuð þeim Kjartani Holm, Guðfinni Sveins- syni, Elvari Jóni Guðmundssyni og Jóhannesi Ólafssyni, en Andri Freyr Þorgeirs- son settist á tromm- arastólinn í stað Jó- hannesar á síðasta ári. Fyrsta skífan kom út 2007 og ári síðar var þeim fé- lögum boðið að hita upp fyrir Sigur Rós á þrettán tónleikum víða í Evópu. Út í heim FJÖGURRA ÁRA FJÓRMENNINGAR Fyrsta gerð For a Minor Reflection.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.