Morgunblaðið - 12.06.2010, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 12.06.2010, Qupperneq 48
LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ 163. DAGUR ÁRSINS 2010 Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is „Þetta er allt að koma. Það er byrjað að byggja tvö hús hérna við hliðina á okkur og svo vitum við ekkert hvort meira bætist við. Vonandi bætast fleiri íbúar við, en okkur líður mjög vel hérna,“ segir Hafsteinn Guð- mundsson bifvélavirkjameistari sem í vor flutti ásamt fjölskyldu sinni inn í neðri hæðina á einbýlishúsi þeirra í Urriðaholti í Garðabæ. Eru þau þar með fyrstu íbúar hverfisins sem ver- ið hefur óbyggt sl. tvö ár. Hafsteinn segir fjölskylduna una hag sínum vel í Urriðaholtinu, í ró og næði með útsýni til allra átta og stutt að fara í golf, í Heiðmörk eða ganga kringum Urriðavatnið. Eftir er að malbika götuna og að sögn Hafsteins standa þær framkvæmdir til í sumar. Búið var að leggja ljósa- staura í götuna, að vísu eru þeir ekki tengdir enn en fjölskyldan lætur það ekki á sig fá um bjartar sumarnætur og vonast til að lýsingin verði komin í haust. Einnig var búið að leggja all- ar vatns- og raflagnir í hverfið en fá- ir dagar eru síðan þau fengu net- og símatengingu í hús með ljósleiðara. „Við létum okkur farsímana duga og fengum kærkomna hvíld frá tölv- unum fyrstu vikurnar,“ segir Haf- steinn og kímir. Annars bera þau þjónustunni vel söguna sem þau hafa fengið frá Garðabæ, miðað við aðstæður. Um leið og tilkynnt var um flutninginn komu t.d. sorphirðu- bílar í Urriðaholtið. Fjölskyldan átti áður heima í Krókamýri í Garðabæ en þurfti að stækka við sig. Þau vildu ekki fara úr Garðabænum og úr varð að þau keyptu lóð í Urriðaholti og byrjuðu að byggja í Keldugötu 7. Þeim tókst að selja húsið í Krókamýri rétt fyrir bankahrunið og bjuggu þar til í vor í leiguhúsnæði. „Við höfum alltaf ætlað okkur að eiga heima hérna og reyndum ekk- ert að selja lóðina eða húsið eftir að kreppan skall á. Við tökum þetta í jöfnum og hægum skrefum, búin að koma okkur ágætlega fyrir á neðri hæðinni og vinnum um leið í að standsetja efri hæðina. Þetta er allt á áætlun,“ segir Hafsteinn sem vinn- ur eins mikið sjálfur í húsinu og hann getur, auk þess að kaupa vinnu af iðnaðarmönnum. Hann segir börnin hafa tekið flutningnum vel. „Þetta þýðir auðvit- að töluverðan akstur á milli staða, eins og til vinnu, í skóla, tómstunda- starf og til vinanna, en við látum okkur hafa það,“ segir húsbónd- inn Hafsteinn að endingu. Morgunblaðið/Jakob Fannar Frumkvöðlar Fyrsta fjölskyldan sem flytur inn í Urriðaholtinu í Garðabæ; Hafsteinn Guðmundsson og Steinunn Bergmann ásamt börnum sínum fjórum, tengdasyni og hundunum Lúkasi og Lovísu. Byrjað er að byggja tvö hús við Keldugötu og vonast þau eftir að íbúum hverfisins fari að fjölga. „Vonandi bætast fleiri íbúar við“  Fyrsta fjölskyldan flutt í Urriðaholt  Eftir að malbika og tengja staura 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í LAUSASÖLU 590 ÁSKRIFT 3890 HELGARÁSKRIFT 2400 PDF Á MBL.IS 2200 VEÐUR » 8 www.mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Brátt hverfa bæturnar 2. Gaf sjúkrahúsinu 45 milljónir 3. Bjóða Hönnu Birnu að taka sæti 4. Kraftlyftingamaður ælir yfir ...  Myndlistarmennirnir Hlynur Halls- son og Jóna Hlíf Halldórsdóttir opna í dag sýningu sem er fyrsti hluti af þremur í þríleiknum Áfram með smjörlíkið! í Listasafni ASÍ. »38 Morgunblaðið/Golli Unnu aðeins með Ragnar í Smára  Ein af heitari hljómsveitum Breta af yngri kynslóðinni, Hurts, mun koma fram á tónlistar- hátíðinni Iceland Airwaves sem haldin verður 14.- 17. október nk. Breska ríkisútvarpið, BBC, spáir Hurts velgengni í ár en fyrsta breið- skífa hljómsveitarinnar er væntanleg í sumar. Frekari upplýsingar má finna á icelandairwaves.is. Hurts heldur tónleika á Iceland Airwaves  Jónsi og félagar í hjómsveit- inni Sigur Rós hlutu verðlaun á tónlistarverðlaunahátíð tímaritsins Mojo í fyrradag fyrir stórkostlegt framlag sitt til tónlistar. Þá hlutu þrír þekktir gítarleikarar einnig verðlaun fyrir fram- lag sitt til tónlistar, þeir Jimmy Page, Duane Eddy og Richard Thompson. Heildarlista yfir verð- launahafa má finna á mojo4music.com. Sigur Rós hlaut tón- listarverðlaun Mojo FÓLK Í FRÉTTUM VEÐURÍÞRÓTTIR SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðaustan 5-13, rigning sunnan- og vestanlands en hægari vindur og bjart á Norður- og Austurlandi. Hiti 8 til 18 stig á morgun, hlýjast norðaustan til. Á sunnudag Vestlæg átt með smásúld vestan til, en þurrt austanlands. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast austanlands. Á mánudag Sunnan 8-13 og rigning vestanlands en annars hægari og skýjað með köfl- um. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast austanlands. Lið Leiknis úr Reykjavík er komið í efsta sæti 1. deildar karla í fótbolta eftir sigur á Gróttu í gær, 2:1. Fjöln- ismenn skutu á meðan ÍR-inga af toppnum með 4:0 sigri í Grafarvog- inum. Skagamenn fögnuðu fyrsta sigrinum í sumar þegar þeir unnu Víking með marki í uppbótartíma og þeir komust þar með úr fallsæti deildarinnar. »4 Leiknir á toppinn og loks unnu Skagamenn Frakkland og Úrúgvæ gerðu markalaust jafntefli í seinni leik gærdagsins á heims- meistaramótinu í knatt- spyrnu í Suður-Afríku. Þar með eru öll fjögur liðin í A- riðli keppninnar með eitt stig eftir fyrsta leikdag- inn. Sex leikir fara fram á HM um helgina og þá mætast m.a. England og Bandaríkin og einnig Arg- entína og Nígería. »2-3 Öll liðin í A-riðli eru með eitt stig Handboltalandslið karla fer á morgun til Brasilíu og mætir þar heimamönn- um tvívegis í næstu viku. „Í þessum leikjum er kærkomið að gefa þeim sem hafa spilað minna með liðinu tækifæri til að sýna sig og sanna,“ segir Guðmundur Þ. Guðmundsson landsliðsþjálfari. Nokkrir af lykil- mönnum liðsins fara ekki með. »1 Handboltalandsliðið leggur upp í langferð „Börnin mín eru að byggja þarna og ég hef verið að hjálpa þeim eftir því sem ég hef getað,“ segir Helgi Vil- hjálmsson í Góu, sem einnig á lóð í Urriðaholtinu. Aðspurður útilokar hann ekki að byggja á lóðinni og flytja í hverfið á efri árum. „Það er aldr- ei að vita hvað maður gerir,“ segir Helgi og hvetur fólk til að kaupa og byggja í dag. Helgi útilokar ekki að flytja BYGGIR LÍKA Í HOLTINU

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.