Morgunblaðið - 21.06.2010, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.06.2010, Blaðsíða 12
12 FréttirVIÐSKIPTI | ATVINNULÍF MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. JÚNÍ 2010 Í FYRIRTÆKJAVIÐSKIPTUM H a u ku r 0 4 .1 0 Guðni Halldórsson viðskiptalögfræðingur, gudni@kontakt.is Arnór H. Arnórsson rekstrarhagfræðingur, arnor@kontakt.is Brynhildur Bergþórsdóttir rekstrarhagfræðingur, lögg. verðbr.- og fasteignasali, brynhildur@kontakt.is Gunnar Svavarsson viðskiptafræðingur, gunnar@kontakt.is Jens Ingólfsson rekstrarhagfræðingur, jens@kontakt.is Sigurður A. Þóroddsson hdl. sigurdur@kontakt.is Leit að heppilegum fyrirtækjum eða kaupendum. Verðmat fyrirtækja. Viðræðu- og samningaferli. Gerð kaupsamninga og tengdra samninga. Fjármögnun fyrirtækjaviðskipta. Við teljum að eftirfarandi fyrirtæki geti verið fáanleg: • • • • • Forgangslisti er nýjung fyrir kaupendur og fjárfesta. Skráning á www.kontakt.is SÉRFRÆÐINGAR • Skráðu þig á forgangslista og við sendum þér reglulega upplýsingar í tölvu- pósti um tækifæri sem við getum ekki sett í auglýsingar. Upplýsingar og skráning á www.kontakt.is. • Gamalgróin heildverslun sem selur þekktar vörur í verslanir um land allt. Ársvelta 75 mkr. EBITDA 6 mkr. Eigið húsnæði. Litlar skuldir. • Tvö iðnfyrirtæki sem henta vel til sameiningar. Sameinuð ársvelta um 150 mkr. og EBITDA um 25 mkr. Viðkomandi kaupandi þyrfti að leggja fram um 20 mkr. í peningum og um 20 mkr. fasteignaveð til að ná meirihluta í báðum fyrirtækjunum. • Meirihluti í rótgrónu iðnfyrirtæki. Ársvelta 90 mkr. EBITDA 10 mkr. Litlar skuldir. • Fyrirtæki á heilbrigðissviði með langtímasamninga. EBITDA 12 mkr. • Verslun með heilsuvörur í góðum rekstri. Eigin innflutningur. • Helmingshlutur í stóru og arðbæru iðnfyrirtæki með langtímasamninga. Viðkomandi þarf að leggja fram 100 mkr. og getur fengið starf sem fjármálastjóri. • Rótgróið verslunarfyrirtæki með eigin framleiðslu í Kína á alþjóðlegu vörumerki óskar eftir meðeiganda-fjárfesti til að auka framleiðslu og sölu erlendis. • Heildverslun með ráðandi stöðu á sérhæfðu sviði. Ársvelta 270 mkr. EBITDA 34 mkr. Góð tækifæri til vaxtar. nýlega tilskipun Evrópusambandsins, sem líklega mun ná til EES á næstu misserum. Hvað varðar ábyrgð Tryggingarsjóðsins á innstæðum er- lendis segir Gylfi að engin breyting verði á því fyrirkomulagi. Um það hafi heldur ekki verið deilt, t.a.m. í Icesave- deilunni, heldur hvort ríkinu bæri að ábyrgjast skuldbindingar Tryggingar- sjóðsins. Í umræðum á Alþingi lýsti Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokks- ins, yfir áhyggjum af því að með inn- leiðingu tilskipunarinnar væri verið að binda í lög ríkisábyrgð á Tryggingar- sjóðnum. Hann gagnrýnir jafnframt að hér sé verið að innleiða tilskipun sem okkur beri ekki að gera, enda ekki enn verið innleidd á EES. Pétur segir eldri tilskipun Evrópusambandsins kveða á um að tryggingarkerfið sem hér um ræðir sé fjármagnað af inn- lánsstofnununum sjálfum. Nú sé hins vegar verið að breyta því. Þessari túlk- un Péturs er hafnað í áliti meirihluta viðskiptanefndar Alþingis. Í álitinu kemur fram að rekstrarfyrirkomulagi Tryggingarsjóðsins verði ekki breytt, hann verði áfram sjálfseignarstofnun en ekki í eigu ríkisins. Hann beri þann- ig sjálfur ábyrgð á skuldbindingum sínum. Sjóðurinn njóti ekki ríkis- ábyrgðar, „enda ekki tekið fram að svo sé“. Í greinargerð með frumvarpinu er tekið fram að ekki sé sérstaklega gert ráð fyrir því að ríkissjóður ábyrgist lántökur sjóðsins, eða láni honum sjálf- ur. Því er hins vegar bætt við „að lán- taka sjóðsins verði erfiðleikum bundin án bakábyrgðar ríkissjóðs eða annarr- ar aðkomu hans að lántökunni.“ Hver ber ábyrgð á innstæðum? Innstæðutryggingar Gylfi Magnússon er flutningsmaður frumvarps sem ætlað er að koma skikki á innstæðutryggingar. Ekki eru allir á eitt sáttir.  Ágreiningur er uppi á Alþingi um innleiðingu Evróputilskipunar um innstæðutryggingar Úr tilskipun ESB » Nýjar reglur um inn- stæðutryggingakerfi í Evrópu- sambandinu og á Evrópska efnahagssvæðinu kveða á um að aðilar að þeim skuli tryggja stöðugleika í bankaþjónustu og aðgang banka að lausafé þegar kreppir að. » Geti innlánsstofnun ekki greitt út skal ríkið búa þannig um hnútana að skjót endur- greiðsla innlána sé tryggð og trú á bankakerfið bíði ekki hnekki. Morgunblaðið/Kristinn FRÉTTASKÝRING Einar Örn Gíslason einarorn@mbl.is Annarri umræðu um ný lög um inn- stæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta lauk á Alþingi í síðustu viku. Umræðan fór að mestu fram að- faranótt miðvikudags, og tók fljótt af. Í frumvarpinu er afdráttarlaust kveðið á um að „viðskiptabankar, sparisjóðir, fyrirtæki í verðbréfaþjónustu og aðrir sem nýta sér heimildir laga til að stunda viðskipti með verðbréf“, og séu staðsett á Íslandi, eigi aðild að sjóðn- um. Útibú þessara aðila innan Evr- ópska efnahagssvæðisins njóta sömu tryggingar og útibúin hér heima. Fyr- irtækin og útibú þeirra greiða árlegt iðgjald sem nemur 0,3% af tryggðum innstæðum. Með frumvarpinu, sem flutt er af Gylfa Magnússyni, efna- hags- og viðskiptaráðherra, er leitast við að skýra lagasetningu um inn- stæðutryggingar, sem og að innleiða Bjarni Ólafsson bjarni@mbl.is Margoft hefur verið bent á það und- anfarna mánuði hve skuldastaða bandaríska alríkisins er alvarleg og fjárlagahallinn mikill. Þrátt fyrir það hefur lítið verið gert til að skera niður útgjöld ríkisins og alvarleiki mála er að sumu leyti falinn vegna þess hve staðan er slæm annars staðar. Ávöxtunarkrafa á bandarísk ríkisskuldabréf hefur til dæmis lækkað undanfarið vegna þess að fjárfestar hafa verið að flýja Evrópu og leita skjóls í bandarískum skuldabréfum. Einstök ríki Bandaríkjanna eru hins vegar í ekki minni vanda en al- ríkisstjórnin. Kalífornía er alþekkt orðin sem ríki sem rambar á barmi gjaldþrots, en staðan er ekki mikið skárri annars staðar. Hallarekstur allra fimmtíu ríkjanna samtals mun í ár nema um 200 milljörðum dala, sem eru um þrjátíu prósent af fjárlögum þeirra. Í fyrra var þessi vandi minnkaður tímabundið með fjárhagsaðstoð al- ríkisins, en þeirri aðstoð fer fljótt að ljúka. Er nú gert ráð fyrir því að hallinn verði um 260 milljarðar dala árin 2011 og 2012 og í New Jersey, Illinois, Nevada og Arizona stefnir allt í 35 prósenta halla árið 2011. Af- leiðingarnar hafa ekki látið á sér standa Niðurskurður í sorphirðu Í Seattle hefur borgin þurft að skera niður í sorphirðu þannig að sorp er nú aðeins sótt aðra hverja viku, í New Jersey verður skóladög- um fækkað og í Kalíforníu fá op- inberir starfsmenn ekki greidd laun – féð til slíks er einfaldlega ekki til. Í Illinois og San Diego eru meira að segja hafnar viðræður um skerð- ingu eftirlaunaréttinda opinberra starfsmanna, en það er nokkuð sem hingað til hefur ekki mátt ræða. Skuldabréfamarkaðurinn hefur ekki brugðist við þessum vanda að því marki sem búast mætti við. Ávöxtunarkrafa á tíu ára skuldabréf ríkja og borga er í kringum þrjú prósent, en hún mun vafalaust hækka þegar vandinn verður meira áberandi. Skuldastaðan ríkjanna er einnig farin að hafa áhrif á það hvernig fólk skipuleggur sparnað. Hingað til hafa ráðgjafar beint fólki inn á fjár- festingarkosti, þar sem skattar eru greiddir þegar réttindin eru nýtt. Hefur það verið vegna þess að gert hefur verið ráð fyrir því að skattar verði lægri í framtíðinni en þeir hafa verið. Þetta hefur hins vegar breyst undanfarin misseri. Nú gera flestir ráð fyrir því að skattar muni hækka og verði hærri í framtíðinni en þeir eru nú. Því sé betra að greiða skatt af sparnaði núna en ekki þegar hann er dreginn út. Ljósið í myrkrinu Breytingar sem þessar munu hafa langtímaáhrif á tekjur einstakra ríkja og alríkisins til lengri tíma litið og þar með möguleika þeirra til að greiða niður skuldir sínar. Sum ríki virðast hafa gert sér grein fyrir því að takast verður á við vandann fyrr en síðar. Illinois, sem hefur þurft að sæta lækkun láns- hæfiseinkunnar, hefur hækkað eft- irlaunaaldur opinberra starfs- manna, sem mun létta á byrðum ríkisins til lengri tíma litið. Þetta er ekki vinsælt skref meðal kjósenda, en viðbrögð sem þessi eru nauðsyn- leg eigi ríkin að geta snúið við blaðinu og minnkað skuldir sínar. Þá verður að horfa til þess að ef Ill- inois og öðrum ríkjum tekst að ná fram slíkum breytingum gæti það leitt til þess að alríkið fylgdi í kjöl- farið. Reuters Þungbúið Frambjóðandi demókrata til ríkisstjóraembættisins í Kaliforníu, Jerry Brown, gengur heimleiðis að loknum forkosningum. Hneppi hann hnossið býður hans erfitt verkefni við að laga rekstur ríkisins. Vandi er víðar en í Washington  Ríki Bandaríkjanna eru mörg rekin með miklum halla

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.