Morgunblaðið - 21.06.2010, Blaðsíða 19
Minningar 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. JÚNÍ 2010
✝ Stefán Eiríkssonfæddist á Sauð-
árkróki hinn 3. októ-
ber 1934. Hann lést á
hjúkrunarheimilinu
Skógarbæ að morgni
12. júní 2010.
Foreldrar hans
voru Eiríkur Eiríks-
son húsasmíðameist-
ari frá Djúpadal í
Skagafirði, f. 20.6.
1905, d. 27.5. 1994, og
Helga Jónsdóttir húsfreyja frá
Hrauni í Sléttuhlíð í Skagafirði, f.
21.4. 1904, d. 20.5. 1999. Bróðir
Stefáns er Eiríkur Símon Eiríks-
son, f. 24.11. 1930, kvæntur Ást-
hildi Júlíusdóttur, f. 15.1. 1932.
Stefán kvæntist 7.1. 1956 Ástríði
Guðmundsdóttur ferðamálafræð-
ingi, f. 25.8. 1930, d. 10.6. 2007.
Foreldrar hennar voru þau Guð-
mundur Þorláksson bóndi á Selja-
brekku í Mosfellssveit, f. 29.11.
1894, d. 30.11. 1985, og Bjarnveig
15.2. 1963, kvæntur Ásu Hrönn
Kolbeinsdóttur, f. 28.2. 1964. Börn
þeirra eru Jóhanna Dröfn, f. 29.11.
1992, og Einar Örn, f. 11.7. 2000. 5)
Ásta Hrönn Stefánsdóttir, f. 16.10.
1967, sambýlismaður hennar er Jón
Dan Einarsson, f. 15.6. 1965. Dóttir
Ástu og Bjarna Felix Bjarnasonar
er Álfheiður, f. 11.9. 1991.
Stefán fluttist með foreldrum
sínum til Reykjavíkur á þrettánda
aldursári. Þar bjuggu þau fjöl-
skyldan fyrst á Hofteigi og síðan
reistu þeir feðgar saman húsið
Goðheima 23. Stefán og Ástríður
bjuggu öll sín hjúskaparár í
Reykjavík. Stefán stundaði nám við
Verslunarskóla Íslands og lauk síð-
an námi frá Loftskeytaskólanum.
Ungur að árum hóf Stefán störf hjá
Slökkviliðinu á Keflavíkurflugvelli
og starfaði þar óslitið sem aðstoð-
arslökkviliðsstjóri allt til ársins
1998 er hann hætti störfum vegna
veikinda. Stefán bjó á hjúkr-
unarheimilinu Skógarbæ allt frá
árinu 1999.
Stefán verður jarðsunginn frá
Seljakirkju í dag, 21. júní 2010, og
hefst athöfnin klukkan 13.
Guðjónsdóttir hús-
freyja, f. 5.11. 1896,
d. 14.6. 1979.
Börn Stefáns og
Ástríðar eru: 1) Eirík-
ur Örn, f. 24.3. 1956,
d. 23.7. 2004, börn
hans og Hrefnu Stef-
ánsdóttur, f. 16.2.
1961, eru: Stefán, f.
20.7. 1990, Brynja, f.
2.6. 1992, og Eiríkur,
f. 9.10. 1996. 2) Guð-
mundur Már Stefánsson, f. 2.7.
1959, kvæntur Auði Margréti Möll-
er, f. 11.11. 1959, dætur þeirra eru:
Signý Ásta, f. 24.6. 1985, Ásdís
Björk, f. 2.3. 1988, og Edda Rún, f.
4.4. 1992. 3) Helga Björk Stef-
ánsdóttir, f. 29.7. 1961, sambýlis-
maður hennar er Jóhann Jóhanns-
son, f. 19.8. 1966, börn Helgu og
Einars Vilbergs Hjartarsonar eru:
Stefán Vilberg og Einar Vilberg, f.
13.8. 1984, og Ástrós Eva, f. 28.9.
1991. 4) Stefán Hrafn Stefánsson, f.
Elsku besti pabbi minn. Það er eitt-
hvað svo óraunverulegt að setjast nið-
ur og skrifa minningarorð um þig.
Mér fannst alltaf eins og þú yrðir
karla elstur þrátt fyrir veikindin.
Fyrir mér varst þú alltaf bara fal-
legi pabbi minn sem bar hag minn og
okkar allra fyrir brjósti. Það var því
mikill missir fyrir þig þegar Eiki
bróðir lést. Þú barst alltaf sorg þína í
hljóði en syrgðir mikið.
Þú varst duglegur og samvisku-
samur í öllu sem þú tókst þér fyrir
hendur. Þú naust þín vel í slökkvilið-
inu. Ég veit að strákarnir á vaktinni
þinni elskuðu þig. Þú varst þeirra fyr-
irmynd, sanngjarn og mannlegur í
samskiptum. Það var því mikið áfall
þegar þú veiktist og þurftir að hætta í
vinnu. Þú tókst því samt með æðru-
leysinu og þáðir þá hjálp sem bauðst,
þ.e.a.s. að flytjast á Skógarbæ.
Á heimilinu varst þú góði afi sem
krökkunum fannst alltaf gaman að
heimsækja. Þú varst svo einstaklega
barngóður og gerðir allt fyrir barna-
börnin. Mér eru efst í huga Rauðhóla-
ferðirnar, hjólatúrarnir og ótal ferðir
með krílin á tjörnina. Nú taka afkom-
endurnir við þessum ferðum með sín
börn.
Mikið hefði nú verið gaman að þú
hefðir fengið að upplifa fæðingu
fyrsta afabarnsins sem er á leiðinni.
En við huggum okkur bara við að þú
sért með okkur og fylgist grannt með
öllu ásamt „granny“.
Elsku pabbi. Takk fyrir allt. Allt
sem þú hefur gert fyrir mig og börnin
mín. Án þín hefði líf mitt verið öðru-
vísi. Þú stóðst alltaf við hlið mér og
varst mín stoð í lífinu.
Ég sakna þín mikið og mun alltaf
gera.
Þín
Helga.
Tengdafaðir minn elskulegur, Stef-
án Eiríksson, varð bráðkvaddur 12.
júní síðastliðinn, þremur árum á eftir
sinni hjartkæru konu, Ástríði Guð-
mundsdóttur.
Mér er bæði ljúft og skylt að setja
hér nokkur kveðjuorð á blað, þar sem
ég varð strax eins og þeirra eigin dóttir
þegar Stefán Hrafn kynnti mig fyrir
hinni svokölluðu „spaghetti family“
fyrir 24 árum, svo vel var mér tekið.
Tengdapabbi var stoltur af sínum
stóra og myndarlega barnahópi og
hvatti þau til að mennta sig og standa
sig í lífinu. Hann sjálfan, aðstoðars-
lökkviliðsstjórann, vantaði að ég best
veit aldrei í vinnu og átti hann stóran
þátt í að móta það starf sem var unnið
á Keflavíkurflugvelli. Ekki síður var
hann montinn og stoltur af barna-
börnunum sínum þegar þau komu í
heiminn og fórum við Stebbi ekki var-
hluta af því, þar sem börnin okkar,
Jóhanna og Einar, voru mikil ömmu-
og afabörn. Afi alltaf tilbúinn að
sækja á leikskólann eftir að ég fór að
starfa sem flugfreyja, nema hann
væri sjálfur á vakt, en þá hljóp amma
bara í skarðið. Ég man ég hugsaði oft
um hve heppin ég væri að eiga svona
yndislega tengdaforeldra, og var
einnig oft minnt á það af minni fjöl-
skyldu og vinum. Tengdapabbi ferð-
aðist mikið erlendis vegna vinnu sinn-
ar og þau hjónin mikið saman.
Bandaríkin voru þeirra uppáhalds-
staður, ekki síst Flórída, þar sem
draumurinn var að eyða ellinni sam-
an. Við Stebbi áttum þess kost að
ferðast með þeim og börnunum okkar
seinna og þá m.a. til Flórída og þar
var tengdapabbi í essinu sínu. Sé ég
hann fyrir mér í hægindastólnum,
kolbrúnan og með viskíglasið í hendi.
Síðustu ár dvaldi Stefán á Skóg-
arbæ, sem varð hans annað heimili
vegna veikinda, þar sem hann naut
frábærrar umönnunar.
Ég sakna þess að heyra ekki rödd-
ina hinum megin á línunni; „sæl elsk-
an, tengdó hér“ og „hvað segja elsku
börnin“.
Góða ferð, elsku tengdó, í faðm
þinnar heittelskuðu Ástu Gumm., þar
sem þið svífið um í eilífðardansi.
Ása H. Kolbeinsdóttir.
Stefán Eiríksson
✝ Sigrún Sigurð-ardóttir fæddist í
Reykjavík 2. nóv-
ember 1923. Hún lést
11. júní 2010.
Hún var dóttir
hjónanna Sigurðar
Jónssonar frá Laug í
Biskupstungum f. 10.
maí 1880, d. 24. októ-
ber 1936 og konu hans
Sigurbjargar Jó-
hannsdóttur ættaðrar
úr Glæsibæjarhreppi í
Eyjafirði f. 13. júlí
1884, d. 26. janúar
1965. Sigrún átti einn bróður, Hauk
Jóhann Sigurðsson, f. 28. júlí 1919,
d. í Reykjavík 23. maí 1980. Haukur
var kvæntur Helgu Guðmunds-
dóttur f. 22. júlí 1923, d. 17. maí
1984.
Sigrún giftist 8. júní 1945 Sig-
fjögur; Auði Björgu Sigurjónsdóttur
f. 1. júní 1950, gift Kristni Gíslasyni
og eiga þau fjögur börn: Sigurð
Gunnar, Sigrúnu Ingu, Þórhildi
Maríu og Kristin Kára, barnabörnin
eru átta.
Sigrún gekk í Kvennaskólann í
Reykjavík og útskrifaðist þaðan
1942. Hún lauk vefnaðarkennarprófi
frá Kennaraskólanum 1967. Starfaði
sem vefnaðarkennari hjá Heimilis-
iðnaðarfélaginu, við húsmæðraskól-
ann á Laugum í Reykjadal og við
Tjaldanesheimilið. Hún lauk starfs-
ferli sínum sem vefnaðarkennari
eldri borgara í Bólstaðarhlíð. Sigrún
vann að vefnaði á heimili sínu fram á
síðustu ár. Sigrún gerðist meðlimur
í Oddfellowreglunni 1964 og starf-
aði í Rebekkustúkunni nr. 4 Sigríði
og gegndi þar ýmsum störfum í
þágu reglunnar. Ung að árum gekk
hún til liðs við ÍR, var í fimleikum og
stundaði skíði með ágætum árangri.
Útför Sigrúnar verður gerð frá
Fossvogskirkju í dag, 21. júní 2010,
og hefst athöfnin kl. 11.
urjóni Þórðarsyni f.
21. október 1921 í
Bakkagerði á Reyð-
arfirði, d. í Reykjavík
9. maí 1990. Sigurjón
var sonur hjónanna
Þórðar Guð-
mundsonar skipstjóra
á Akraborg f. í Gerði á
Akranesi 23. desem-
ber 1895, d. 18. desem-
ber 1975 og konu hans
Maríu Sigurjónsdóttur
f. í Bakkagerði á
Reyðarfirði 5. maí
1896, d. 27. desember
1958.
Sigrún og Sigurjón eignuðust tvö
börn, Þórð Sigurjónsson, f. 10. októ-
ber 1946 og er hann kvæntur Þór-
hildi Hinriksdóttur og eiga þau fjög-
ur börn: Sigurjón, Ólöfu Dís, Finn
Dór og Hörpu Rún, barnabörnin eru
Tengdamóðir mín Sigrún andaðist
á heimili sínu föstudaginn 11. júní og
fékk hún það andlát sem hún hafði
óskað sér, en það var að sofna svefn-
inum langa á heimili sínu og þurfa
ekki að vera upp á aðra komin. Sig-
rún var í fullu fjöri fram á síðasta dag
og sá alfarið um sig sjálf, labbaði út í
búð eftir nauðsynjum, mætti á mánu-
dögum til að spila bridge með vinum
sínum á Dalbrautinni og í Oddfellow-
húsinu á fimmtudögum.
Sigrún var um margt sérstök
kona, hún var sjálfstæð og sjálfri sér
nóg. Vildi hafa allt í röð og reglu, hún
var alla tíð vel til höfð svo að eftir var
tekið.
Mér finnst það lýsa Sigrúnu vel að
þegar börnin hennar tvö voru komin
á legg þá innritaðist hún í Kennara-
skólann og lauk þaðan prófum sem
vefnaðarkennari og fór eftir það út á
vinnumarkaðinn sem kennari. Fyrst
kenndi hún við Heimilisiðnaðarfélag-
ið, síðan lá leiðin að Laugum í
Reykjadal, eftir það að Tjaldanesi og
lauk síðan sínum starfsferli sem
kennari eldri borgara.
Sigrún ólst upp í Reykjavík, gekk í
Kvennaskólann og þótti vænt um
borgina sína. En henni þótti líka
vænt um sveitina sína, hún var hjá
föðurfólki sínu á Laug í Haukadal
mörg sumur sem barn og unglingur.
Sigrún fór oft í Haukadalinn, hún
kenndi afkomendum sínum að
þekkja staðhætti, vissi hvar bestu
berjaþúfurnar voru og laumaði að
sögum um fólkið sitt á Laug.
Sigrún og Sigurjón byggðu sér hús
að Víghólastíg 22 í Kópavogi og voru
í hópi frumbyggja þar. Það var gest-
kvæmt og glaðlegt heimili. Börnun-
um sínum var hún góð móðir, okkur
tengdabörnum góð tengdamóðir,
barnabörnum og barnabarnabörnum
góð amma. Það var tilhlökkunarefni
hjá yngstu kynslóðinni að fara í
heimsókn til Gógu ömmu en það var
gælunafn á henni hjá yngstu kyn-
slóðinni.
Sigrún var mikil vefnaðarkona og
átti góðan vefstól og liggur eftir hana
mikið af fallegum vefnaði, værðar-
voðum, veggteppum, gólfmottum og
ýmsu.
Á sínum yngri árum stundaði Sig-
rún íþróttir af kappi, var í sýningar-
flokki í fimleikum með ÍR og iðkaði
skíði að Kolviðarhóli, en skíði stund-
aði hún lengi fram eftir aldri. Um jól
og áramót 2005 fór hún til Austur-
ríkis, þar var stórfjölskyldan saman
á skíðum, og þótt hún væri hætt að
fara á skíði kom hún upp í fjall til að
vera með okkur í hádegi, njóta úti-
verunnar og ekki síst að horfa á af-
komendur sína renna sér á skíðum.
Sigrún ferðaðist mikið erlendis og
ekki síður um Ísland, en Sigrún og
Sigurjón áttu oftast öfluga bíla,
margar ferðir voru farnar í Kerling-
arfjöll með góðum hópi félaga.
Ógleymanleg er ferð er hún fór
með afkomendum sínum og Hauks
bróður síns yfir Sprengisand árið
2003, en þá voru liðin 70 ár frá því
faðir hennar fór þessa leið.
Sigrún gekk til liðs við Oddfellow-
regluna 1964 og starfaði mikið með
systrum í Rebekkustúkunni nr. 4
Sigríði að þeirra góðu málefnum.
Ekki má ljúka þessu öðruvísi en
að minnast á stjórnmál en Sigrún
var alla tíð stuðningsmaður Sjálf-
stæðisflokksins og þótti henni mjög
miður hvernig úrslit urðu í sveita-
stjórnarkosningunum hér í Reykja-
vík í maí.
Ég kveð kæra tengdamóður og
óska henni velfarnaðar á ókunnum
lendum og trúi ég að Sigurjón hafi
tekið á móti henni opnum örmum, í
guðs friði.
Þinn tengdasonur,
Kristinn Gíslason.
Í dag kveðjum við Sigrúnu ömmu.
Margt kemur upp í hugann þegar
við hugsum til baka. Alltaf var reisn
yfir ömmu, það má segja að hún hafi
verið heimsborgari; vel til höfð, víð-
sýn og fordómalaus. Hún hafði alltaf
tíma til að bralla eitthvað með okkur,
hjá henni fengum við að gera það
sem okkur datt í hug eða allt að því,
vefstóllinn, sem var hennar atvinnu-
tæki, breyttist í hin ýmsu tæki og tól;
við sigldum á honum um höfin, tróð-
um skíðabrekkur og stunduðum fim-
leika, svo var hnakk og beisli skellt á
bekkinn við vefstólinn og þeyst á
honum um víðan völl. Einnig átti
amma stórt safn af gleraugum, skarti
og fatnaði sem við fengum að gramsa
í og skreyta okkur með. Síðan skellt-
um við á okkur svuntum og bökuðum
allavega góðgæti, eftir eigin upp-
skriftum, ef baksturinn var óætur þá
var alltaf hægt að stóla á músabrauð-
ið. Amma bakaði alveg sérstaklega
góða súkkulaðiköku og oft var búinn
til aukaskammtur af kremi sem borð-
að var með skeið í forrétt, ekki þótti
mikið mál að senda slíka köku til
Lúxemborgar til að gleðja barna-
börnin þar. Við höfum öll fengið
skíðabakteríuna sem einnig hefur
smitast til barnanna okkar og er það
ömmu að þakka en hún var mjög lið-
tæk á skíðum og mikill ÍR-ingur.
Amma takk fyrir allt, minning þín
lifir.
Sigurjón, Sigurður Gunnar, Ólöf
Dís, Sigrún Inga, Finnur Dór,
Þórhildur María, Harpa Rún og
Kristinn Kári.
Sigrún Sigurðardóttir
Lokað
Vegna útfarar GUÐMUNDAR GEORGSSONAR fyrrverandi
forstöðumanns, verður lokað í dag mánudaginn 21. júní frá
kl 14.00.
✝
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
GARÐAR HALLDÓRSSON
pípulagningameistari,
Álfaskeiði 72,
Hafnarfirði,
sem lést þann 15. júní, verður jarðsunginn frá
Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 22. júní kl. 13.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Unnur Garðarsdóttir, Örn Þór Þorbjörnsson,
Gylfi Garðarsson,
Hólmfríður Garðarsdóttir.
✝
Bróðir minn,
ÓLAFUR JÓHANNSSON,
dvalarheimilinu Grund,
Hringbraut 50,
Reykjavík,
lést á heimili sínu föstudaginn 4. júní.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
Jóhann J. Ólafsson.
Fleiri minningargreinar um Stef-
án Eiríksson bíða birtingar og munu
birtast í blaðinu næstu daga.
Fleiri minningargreinar um Sig-
rúnu Sigurðardóttur bíða birtingar
og munu birtast í blaðinu næstu
daga.