Morgunblaðið - 21.06.2010, Side 18
18 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. JÚNÍ 2010
✝ Halley Svein-bjarnardóttir
fæddist í Reykjavík
15. mars 1932. Hún
lést á Landspítalanum
í Fossvogi 11. júní síð-
astliðinn.
Foreldrar hennar
voru hjónin Kristín
Sigrún Eiríksdóttir, f.
21. ágúst 1895, d. 2.
febrúar 1944, og
Sveinbjörn Ögmunds-
son, f. 21. ágúst 1900,
d. 26. nóvember 1974.
Systir Halleyjar
var Jóhanna Sveinbjörnsdóttir, f.
26. mars 1925, hún er látin.
Halley giftist 15. mars 1952
Kristjáni Guðmundssyni slökkvi-
liðsmanni, f. 2. júlí 1927. Börn
þeirra eru: 1) Kristín, f. 1952, hún
er gift Ívari Guðmundssyni, f. 1952.
Synir þeirra eru Ívar Kristján, f.
1980, og Aron, f. 1986; 2) Guð-
mundur, f. 1955, kvæntur Sonju B.
Jónsdóttur, f. 1952. Sonur þeirra er
Birkir Kristján, f.
1991; 3) Sveinbjörn, f.
1957, kvæntur Krist-
ínu Leifsdóttur, f.
1966. Sonur hans er
Þórbergur, f. 1985.
Synir Sveinbjörns og
Kristínar eru Kristján
Júlían, f. 2000, og Jó-
hann Haukur, f. 2004;
4) Björgvin, f. 1964,
dóttir hans er Júlía, f.
1987.
Halley ólst upp á
Fálkagötunni í
Reykjavík og síðar á
Barónsstíg. Hún vann lengst af við
afgreiðslu- og skrifstofustörf ásamt
húsmóðurstörfum og var síðast
móttökuritari á Heilsugæslustöð-
inni í Fossvogi.
Halley og Kristján bjuggu lengst
af í Hólmgarði en fluttu í Eiðismýri
á Seltjarnarnesi fyrir þrettán árum.
Útför Halleyjar fer fram frá Bú-
staðakirkju í dag, 21. júní, og hefst
hún kl. 13.
Halley Sveinbjarnardóttir er lát-
in. Ég kveð tengdamóður mína með
miklum söknuði. Hún var falleg
kona, gáfuð og sterkur persónuleiki.
Hún kynntist mér fyrst sem síð-
hærðum, skeggjuðum, hippalegum
strák, en tók mig strax í sátt. Ég
uppgötvaði það snemma að allt
hennar líf gekk út á ást og um-
hyggju fyrir börnum sínum, tengda-
börnum og barnabörnum.
Halley missti móður sína snemma
á lífsleiðinni og var komið fóstur hjá
vinafólki. Það var hennar lán að
Svava og Ásti, hennar fósturforeldr-
ar voru yndislegt fólk, og ég er
þakklátur fyrir að hafa kynnst því
sómafólki. Halley var, þrátt fyrir
sínar gáfur og persónutöfra, fremur
hæglát og hógvær kona.
Hún og eiginmaður hennar,
Kristján Guðmundsson, brunavörð-
ur, voru mjög samrýnd. Ástin var
gagnkvæm og augljós. Þessi ást
náði einnig til barna þeirra og
barnabarna.
Halley sinnti ýmsum skrifstofu-
og verslunarstörfum á ævi sinni.
Þrátt fyrir að þurfa að ala upp fjög-
ur börn, sem hún gerði með sóma,
þá þurfti hún að nýta sína krafta
þar sem þeirra var þörf. Þegar ég
kynntist henni fyrst þá vann hún í
kjörverslun í nágrenni heimilis
þeirra hjóna. Seinna fór hún að
vinna á skrifstofu Kjötvers hf.
Þegar ég rak endurskoðunar-
stofu, kom hún mér til hjálpar þeg-
ar vantaði bókara. Þrátt fyrir að
vera ekki vel kunnug bókhaldsstörf-
um, leysti hún sín störf af stakri
snilld. Síðasta starf hennar var sem
móttökuritari við heilsugæsluna í
Borgarspítalanum við Fossvog.
Hún var ætíð reiðubúin að aðstoða
sín börn í öllu sem þau tóku sér fyr-
ir hendur.
Fyrir nokkrum árum greindist
Halley með sjaldgæfan sjúkdóm,
sem gerði hana hægt og sígandi
hreyfihamlaða. Hún átti erfitt með
að sætta sig við þennan sjúkdóm og
streittist lengi við að fá sér hjálpar-
tæki til að auðvelda henni að kom-
ast leiðar sinnar. Þannig var stolt
þessarar konu. Hún vildi fórna sér
fyrir fjölskylduna, en enginn skyldi
fórna sér fyrir hana. Það var veru-
lega þungbært fyrir hana þegar
sjúkdómurinn náði loksins yfirhönd-
inni. Þá varð ekki aftur snúið. Þá
gat hún ekki lengur verið stoð og
stytta fjölskyldunnar. Þá var hún
orðin háð öðrum, og það átti hún
erfitt með að sætta sig við.
Hún kvaddi þennan heim aðfara-
nótt laugardagsins 12. júní síðastlið-
ins. Barnabörnin höfðu öll kvatt
hana daginn áður, án þess að gera
sér grein fyrir að hún væri að fara
frá þeim. Sjálfur kvaddi ég hana
þennan dag með þeim orðum að við
vildum fá hana fljótlega aftur heim.
Hún horfði blíðlega í augun á mér,
tók þéttingsfast í höndina á mér,
gat ekki talað sökum þess að hún
var í öndunarvél, en mér fannst eins
og hún væri að kveðja mig í hinsta
sinn og þakka mér samfylgdina í líf-
inu. Þetta er mín síðasta minning
um hana og hún verður mér ætíð
kær.
Það er kannski of seint fyrir mig
að þakka henni á móti hlýhug henn-
ar og góðar samverustundir, en ég
geri það samt hér.
Takk fyrir að vera dóttur þinni,
tengdasyni og sonum okkar stoð og
stytta í lífinu.
Takk fyrir að vera gleðigjafi í lífi
okkar.
Við munum ætíð minnast þín, og
munum sakna þín sárt.
Ívar Guðmundsson.
Fyrir sextíu árum knýttu fimm
ungar stúlkur vinnáttubönd: þrjár
úr Grímsstaðaholtinu, ein frá Ísa-
firði og önnur frá Vestmannaeyjum.
Leiðir þeirra lágu fyrst saman í
ferðum Æskulýðsfylkingarinnar ár-
ið 1949, þar sem þær stigu saman
sín æskuspor. Þær innsigluðu vin-
áttuna í saumaklúbbi, vinahópi, sem
hitzt hefur nokkuð reglulega í sex
áratugi. Og þótt margt hafi breytzt
á þessum langa tíma, bæði í þjóðlíf-
inu og högum okkar vinkvenna,
hafa vináttuböndim aldrei rofnað,
heldur styrkst með árum og þroska.
Fyrst okkar vinkvenna kvaddi
Kolbrún Hermannsdóttir, en hún
lézt, langt um aldur fram, árið 1979.
Hún lifir í huga okkar. Nú er öðru
sinni höggvið skarð í okkar raðir.
Halley Sveinbjörnsdóttir hefur ýtt
úr vör yfir móðuna miklu, eftir erf-
itt veikindastríð. Með henni er
gengin falleg, ljúf og yndisleg kona,
sem við kveðjum með þakklæti fyrir
allt það er hún var okkur. Við send-
um eiginmanni hennar, börnum og
öðrum ástvinum innilegar samúðar-
kveðjur.
Við kveðjum vinkonu okkar, Hall-
eyju Sveinbjörnsdóttur, í djúpum
söknuði, eftir sex áratuga vináttu,
með orðum Jakobs Jóh. Smára:
Að baki lífsins bíður dauðans vetur, –
á bak við hann er annað vor, sem get-
ur
látið oss ganga aftur æskuspor.
Þorgerður Sigurgeirsdóttir,
Sólveig Margrét Þorbjörns-
dóttir, Guðbjörg Jóhannsdóttir.
Halley
Sveinbjarnardóttir
✝ Emma Árnadóttirfæddist á Ak-
ureyri, 21. ágúst
1925. Hún lést á
Dvalarheimilinu
Höfða á Akranesi 13.
júní síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Árni Valdimarsson, f.
2.9. 1896, d. 2.9.
1980, og Ágústa
Gunnlaugsdóttir, f.
1.8. 1895, d. 13.11.
1995.
Systkini Emmu eru
Sverrir, f. 1920, d.
2001, Ragnar, f.
1921, d. 1998, Hreinn, f. 1929, d.
1930, Haukur, f. 1931, Unnur
Berg, f. 1932, og Hörður Sverr-
isson, f. 1940, uppeldisbróðir.
Eiginmaður Emmu var Garðar
P. Magnússon frá Akurgerði,
Akranesi f. 1.1. 1924, d. 4.2. 1991.
giftur Þórönnu Kjartansdóttur,
börn þeirra eru Sindri Þór, Hafþór
Ingi og Ása Katrín.
Emma ólst upp á Akureyri en
flutti með foreldrum sínum til
Ólafsfjarðar 13 ára þegar faðir
hennar varð útibússtjóri KEA á
Ólafsfirði til ársins 1950. Árið 1940
varð hún skíðadrottning á skíða-
landsmóti Íslands, sem haldið var á
Akureyri. Emma fór tvö ár í Reyk-
holtsskóla í Borgarfirði og kynnt-
ist þar Garðari. Þau giftust árið
1946 og hófu búskap fyrst á Ólafs-
firði, en fluttu þaðan til Akureyrar
og tveimur árum síðar árið 1952 til
Akraness. Emma vann lengst af á
Akraborginni, sem yfirþerna og
fékk heiðursmerki aldraðra sjó-
manna árið 1997. Hún var um ára-
bil formaður Þernufélags Íslands.
Emma bar ávallt höfuðið hátt og
fylgdist vel með afkomendum sín-
um og hafði ýmislegt til málanna
að leggja.
Útför Emmu fer fram frá Akra-
neskirkju í dag, 21. júní 2010, og
hefst athöfnin kl. 14.
Þau slitu samvistum.
Börn þeirra eru 1)
Ágústa Gíslína, f.
1947, gift Henry Stef-
ánssyni, sonur þeirra
er Hafþór. 2) Árni
Ingi, f. 1949, sam-
býliskona Ástríður S.
Valbjörnsdóttir, áður
giftur Ásu B. Garð-
arsdóttur, börn
þeirra eru Garðar
Ágúst og Emma. 3)
óskírð, f. 1951, d.
1951 4) Edda, f. 1953,
gift Arne Lystrup,
börn þeirra eru Mic-
helle, Natascha og Martin. 5) Ásdís
Þuríður, f. 1956, gift Birni Guð-
mundssyni, börn þeirra eru Guð-
mundur Örn og Emma Rakel 6)
Hafdís, f. 1959, gift Rúnari Ás-
geirssyni, börn þeirra eru Tryggvi,
Þór og Ingi. 7) Hörður, f. 1970,
Hvíl þig móðir, hvíl þig, þú varst þreytt,
þinni hvíld ei raskar framar neitt.
Á þína gröf um mörg ókomin ár,
ótal munu falla þakkartár.
(Jóhann Bjarnason)
Ég veit þú heim ert horfin nú
og hafin þrautir yfir
svo mæt og góð, svo trygg og trú
svo tállaus, falslaus reyndist þú
ég veit þú látin lifir!
(Steinn Sigurðsson)
Með þessum erindum viljum við
kveðja ástkæra móður okkar.
Minning hennar mun lifa í hjörtum
okkar allra. Lofum Guð fyrir að
hafa fengið að hafa hana svo lengi.
Ágúst (Gilla), Árni Ingi, Edda,
Ásdís, Hafdís og Hörður.
Elsku amma mín. Núna ertu far-
in til Guðs og englanna. Það er svo
margt sem mig langar að segja um
ömmu mína, en ég finn ekki orðin
sem mig langar að segja.
Amma var æðisleg amma og góð.
Ég man þegar ég gisti hjá henni á
Vallarbrautinni. Ég man þegar ég
fór í Akraborgina þegar hún vann
þar. Það er svo margt sem ég man
eftir ömmu. Oft hjálpaði ég henni,
fór út í búð og margt sem ég gerði
fyrir ömmu mína. Amma var hepp-
in að eiga nóg af barnabörnum.
Mér þótti vænt um hana. Amma
var alltaf svo stolt af mér þegar ég
vann verðlaun í sundinu og í íþrótt-
um. Ég veit að henni líður vel þar
sem hún er núna, að hitta bræður
sína og mömmu sína og pabba.
Þegar ég var hjá henni fann ég ást
og hlýju. Ég mun alltaf sakna
hennar. En ég veit að hún mun
vaka yfir okkur og passa okkur í
framtíðinni.
Við þökkum samfylgd á lífsins leið
þar lýsandi stjörnur skína
og birtan himneska björt og heið
hún boðar náðina sína
en Alfaðir blessar hvert ævinnar
skeið
og að eilífu minningu þína.
(Vigdís Einarsdóttir)
Hvíldu í friði elsku amma mín og
nafna, ég mun aldrei gleyma þér.
Addi bróðir sendi bestu kveðjur til
þín, elsku amma.
Þín
Emma Rakel.
Þegar Emma er kvödd eftir far-
sæla ævidaga koma í hug einkenni
hennar sem voru bjartsýni, um-
hyggja og reglusemi. Þegar þessir
eiginleikar kristallast í einni og
sömu manneskjunni þarf engan að
undra að Emma var vinsæl meðal
samferðafólks og tókst að laða fram
það besta í hverjum manni. Þess
vegna var ávallt glatt á hjalla þegar
hún var nálægt um leið og gætt var
að öllum grunngildum í mannlegum
samskiptum og reglufestu. Hún
hafði með öðrum orðum mjög góð
áhrif á umhverfi sitt og þá sem hún
umgekkst. Emma var höfðingi sinn-
ar fjölskyldu og skjólið trausta sem
margir leituðu til þegar á móti blés.
Þar var góðs að vænta í anda eðl-
islægrar bjartsýni hennar sem
veitti mörgum þá örvun sem nýttist
vel í lífsins ólgusjó. Margar
ánægjulegar samverustundir með
Emmu eru okkur frændfólki henn-
ar efst í huga þegar komið er að
leiðarlokum. Þar var hún ávallt
fremst í flokki og smitaði út frá sér
með söng og frásögnum þegar hún
rifjaði upp afrek og uppátæki
þeirra systkina frá Akureyri og
Ólafsfirði. Miklu hefðum við verið
fátækari á fjölskyldumótum ef
Emelíu von Skagen hefði ekki notið
við, en það nafn festist við hana
innan fjölskyldunnar eftir að hún
hafði búið í áratugi á Akranesi.
Hún var sannkallaður gleðigjafi og
ekkert svo leiðinlegt að hún gæti
ekki gert það skemmtilegt með
kankvísi sinni og jákvæðni. Vinátta
hennar og foreldra minna, Andreu
og Sverris, er ein af dýrmætu
minningunum frá æskuárunum og
er það trúa mín að enn bergmáli
hlátrasköll þeirra um Ránargötuna
á Akureyri enda lifðu þau eftir lög-
málinu að hafa það heldur sem
skemmtilegra reyndist. Með þess-
um fátæklegu línum er Emmu
minnst með mikilli hlýju og virð-
ingu um leið og hennar nánustu er
vottuð samúð.
Ingólfur
Sverrisson.
Emma Árnadóttir
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
GUÐFINNA JÓNSDÓTTIR,
Bólstaðarhlíð 60,
áður til heimilis að Syðsta-Ósi,
Miðfirði,
lést á Landakoti laugardaginn 12. júní.
Útför hennar fer fram frá Melstaðarkirkju miðviku-
daginn 23. júní kl. 14.00.
Rúta fer frá Umferðamiðstöðinni kl. 10.00.
Þorvaldur Böðvarsson, Hólmfríður Skúladóttir,
Hólmfríður Böðvarsdóttir, Sveinn Kjartansson,
Jón Böðvarsson, Ingibjörg Jóhannesdóttir,
Ingibjörg Böðvarsdóttir,
Þórunn Guðfinna Sveinsdóttir,
Pétur Böðvarsson, Hildur Árnadóttir,
Elísabet Böðvarsdóttir,
barnabörn og langömmubörn.
✝
DIPL. ING. TÓMAS Þ. ÁRNASON,
f. 14. mars 1939, d. 17. maí 2010,
áður Ránargötu, Reykjavík,
Dachstr. 48, Essen.
Jarðarförin hefur farið fram í Þýskalandi með
nánustu fjölskyldu og vinum.
Í kærleika og þakklæti kveðjum við.
Sophia Árnason,
Pétur Tómasson,
Ursula Tómasdóttir,
Maria Florentine,
Garðar Árnason,
Guðrún Árnadóttir,
Hulda Árnadóttir
og aðrir aðstandendur.
✝
Ástkær bróðir okkar og mágur,
GRÉTAR BREIÐFJÖRÐ,
lést á heimili sínu 15. júní. Jarðarför verður auglýst
síðar.
Kolbrún Jónsdóttir, Jörgen Tomasson,
Ævar Breiðfjörð, Ásta Guðjónsdóttir,
Ragnar Breiðfjörð, Jóna S. Kristinsdóttir,
Dorothy M. Breiðfjörð, Daníel Guðmundsson,
Óskar Breiðfjörð,
Margrét Breiðfjörð,
Krístín Breiðfjörð, Jón Emil Hermannsson.