Morgunblaðið - 21.06.2010, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 21.06.2010, Blaðsíða 32
skynja kajaka með skrokknum og blóðinu.“ Ódýrari en innfluttir kajakar Hingað til hefur verið vandamál við kajaka með dúk að efnin hafa ekki verið nógu endingargóð. Kajakinn sem framleiddur verður á Ísafirði er með einstökum dúk sem fyrir- tækið hefur þróað með sam- starfsaðilum í Þýskalandi. „Við duttum niður á efni sem heitir Dy- neema og er m.a. oft notað í her- hjálma, brynvörn, togvíra og fleira Vandamálið við þetta efni, sem er sterkara en stál, er að aldrei hefur tekist að lita það eða gera það vatns- helt fyrr en nú. Bátarnir verða óvenju léttir, liprir og sterkir og rús- ínan í pylsuendanum er að þeir verða talsvert ódýrari en innfluttir kajakar“. svanbjorg@mbl.is MÁNUDAGUR 21. JÚNÍ 172. DAGUR ÁRSINS 2010 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 350 ÁSKRIFT 3890 HELGARÁSKRIFT 2400 PDF Á MBL.IS 2200 1. Borgarstjóri veiddi lax 2. Banaslys við Gilsfjörð 3. Dópaður ökumaður með barn … 4. Leitaði að salerni en fann enska … »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Mæðgurnar Valdís G. Gregory og Guðríður St. Sigurðardóttir halda tónleika í Selinu á Stokkalæk næst- komandi miðvikudag kl. 20. Valdís mun syngja og Guðríður leika undir á píanó. »23 Mæðgur halda söngtónleika í Selinu  Þrjú slóvensk ljóðskáld eru væntanleg til landsins í næstu viku. Þau Brane Mozetic, Suzana Tratnik og Mar- jana Moskric munu lesa ljóð ásamt íslenskum ljóðskáldum, Böðvari Björnssyni, Sigurði Pálssyni og Þórunni Valdimarsdóttur, á fimmtudag og föstudag. »23 Lesa upp íslensk ljóð á slóvensku  Smári Gunnarsson og Sandra Gísladóttir, sem bæði stunda nám við Rose Bruford-leiklist- arskólann í Lundúnum, voru valin í tíu manna hóp skólans sem er núna að endurvinna eina af sýningum þriðja ársins og fara með hana fyrir hönd skólans á leiklistarhátíð í Bratislava í Slóvakíu. »23 Boðið á leiklistar- hátíð í Bratislava Á þriðjudag Austan og norðaustan 5-10 m/s og dálítil væta en þurrt að kalla á Suðvest- urlandi. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast suðvestantil. Á miðvikudag Austanátt og smáskúrir austan- og sunnanlands, annars skýjað með köfl- um. Hiti breytist lítið. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Hæg suðlæg eða breytileg átt og lítilsháttar væta vestantil, en annars skýjað að mestu og þurrt. Hiti víða 8 til 16 stig. VEÐUR KR-ingar náðu að knýja fram sigur á Eyjamönnum, 1:0, í gærkvöld og þar með unnu þeir sinn fyrsta heimaleik á Íslands- mótinu í knattspyrnu þetta árið. Tæpt var það því Baldur Sigurðsson skoraði sigurmarkið undir lokin. Breiðablik komst í annað sætið með 4:2 sigri á Fylki en Valur er í topp- sætinu. »4-5 Fyrsti heimasigur KR á tímabilinu Nýsjálendingar fagna jafnteflinu gegn Ítölum í heimsmeistarakeppn- inni í gær sem bestu úrslitunum í sinni knattspyrnusögu. Þeir eiga nú jafna möguleika á við heimsmeistarana að komast í 16-liða úr- slitin í Suður-Afríku en bæði lið eru með 2 stig fyr- ir loka- umferðina. »2-3 Bestu úrslit í fótboltasögu Nýsjálendinga Spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir er ánægð með frammistöðu Íslands í Evrópubikarkeppninni í frjáls- íþróttum á Möltu um helgina. Ís- lenska liðið varð í fjórða sæti af fimmtán þjóðum þrátt fyrir að sterk- ir einstaklingar væru fjarri góðu gamni. Ásdís er bjartsýn á að Ísland vinni sig upp um deild á næstu tveimur árum. »1, 8 Ásdís ánægð með árangur Íslands ÍÞRÓTTIR | 8 SÍÐUR Dyneema eða spektra er efni sem er fimmtán sinn- um sterkara en stál. Það var flókið ferli að gera efnið vatnshelt og litað. Efnið er rafskautað, grunnað með sérstöku efni og svo þakið sérblönduðu sílíkoni. Kajakarnir geta því verið marglitir og jafnvel munstraðir. Á myndinni má sjá fallegt og klæðilegt mynstur. Kajak er nefnilega næstum eins og flík sem maður smokrar sér í. Munstraðir kajakar KAJAKGRINDIN KLÆDD „Góður kajak á að vera hreyfanlegur eins og hryggjarsúlan í þér“, segir Baldvin Kristjánsson kajak- framleiðandi og kajakleiðsögumað- ur. Hann rekur fyrirtæki á Suður- Grænlandi sem hannar og smíðar kajaka. Fyrirtækið, Greenland Ka- yaks, sem að hluta er í eigu Byggða- stofnunar Grænlands, ætlar í útrás og opnar í sumar kajaksmíðaútibú á Ísafirði. „Ísafjörður er náttúrlega Mekka kajakbransans á Íslandi. Til að byrja með ráðum við tvo menn í vinnu en vonandi verða þeir fleiri áður en langt um líður.“ Hreyfist mjúklega með öldunni „Grænlenskur kajak er eins og sjófugl á sundi, hann liggur í öldunni og hreyfist mjúklega með henni. Ef þú hendir plastflösku í sjóinn þá hoppar hún og skoppar án mýktar. Þetta er munurinn á steyptum kajak og grænlenskum kajak með grind. Í grænlenskum báti er grindin alltaf bundin, aldrei skrúfuð og enn síður steypt, þetta er það sem gefur kaj- aknum líf“, segir Baldvin sem talar af reynslu enda hefur hann stundað kajaksiglingar árum saman, búið á Grænlandi síðan 2006 og á græn- lensk/danska eiginkonu. Fyrirtækið á Ísafirði mun einkum framleiða kaj- aka fyrir Íslandsmarkað. „Hug- myndafræðin er að framleiða fyrir smærri markað því það er bæði dýrt og óumhverfisvænt að flytja kajaka yfir höfin sjö. Þess vegna ætlum við líka að opna útibú í Svíþjóð sem smíðar kajaka fyrir sænskan og norskan markað. Allt efni sem við notum í grind bátanna er unnið úr sjálfbærum skandinavískum skógi, við notum t.d. furu í kjöl og borð- stokk, „rifbeinin“ eru úr aski og styrktarbitar úr eik.“ Grænlending- arnir munu áfram vinna að hönnun og smíða allar frumgerðir sem fram- leiddar verða. „Þetta eru menn sem Morgunblaðið/BB Æfing Halldór Sveinbjörnsson í veltuæfingu á grænlenskum kajak, frá sama framleiðanda og ætlar að opna verkstæði á Ísafirði, í húsnæði Sæfara. „Eins og sjófugl á sundi“  Grænlenskt–íslenskt fyrirtæki opnar kajaksmíðaverkstæði á Ísafirði  Klæddur dúk sem er sterkari en stál en þó léttur, lipur og sveigjanlegur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.