Morgunblaðið - 25.06.2010, Blaðsíða 7
Fréttir 7FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. JÚNÍ 2010
AUSTURHRAUNI 3, GARÐABÆ
Opið:
Föstudag kl. 10-18
Laugardag kl. 11-16
Sunnudag kl. 12-16
Fyrsta flokks vörumerki á ótrúlegu verði!
Einstakt tækifæri til þess að næla sér í gæðavörur á
frábæru verði fyrir útivistina, ferðalagið, fjallgönguna,
golfið, veiðina og allt þetta skemmtilega í lífinu.
20-80%afsl.FYRIRSUMAR, V
ETU
R, VOR OG
HAU
ST
!
GERÐU
KAUP
ÁRSINS!
Á HÁGÆÐA ÚTIVISTARVÖRUM, FATNAÐI OG SKÓM!
Rey
kja
nes
bra
ut
Reykjanesbraut
R
eykjanesbraut
Fjarðarbraut
Austurhraun
KYRTUR XUR ÚTIVND Ö SF TAKKAR SU INDJAKKA REGNJAST BUR UTT AR ÖT HLIST FL JBO IR UPASKÓRABUX GÖRU NGUSKÓR V
BOÐ ORSHR KVEÖT ÓLAKJ KKAR HNJA LÍ ÝNISF S S FÖT GÖNO N LH R TI ARNAFÖTN BND RFU I NGBARNAUU S ORÚF R P TFAT AÐURN
FLAR VAKÖ AT ST LE UFI G RNDALAR ÍÞ INÍ TTLK VE AKK RJ AR REINGA T UXUR TRTB -BUF T ÚG Ö LIR BOLIROTT S ÓRÓ A K NÆRFÖT BI
RFÖT HLAUUR BUT RTSKY Ö UXUR G NG UTTBUXUR ANDALAVI AÚTI ST SKÓ REGPA RUN FÖS D JAKKAR SNKÓ INS R V DJA R STKKA
STÓR-ÚTSALA!
Austurhrauni 3 Garðabæ Sími 533 3811
D
Y
N
A
M
O
R
E
Y
K
JA
V
ÍK
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Jón
Bjarnason, jók í gær leyfilegan heildarafla í ís-
lenskri sumargotssíld fyrir fiskveiðiárið 2009/
2010 um 5.000 lestir. Er hann því nú 52.000
lestir. Þetta var gert til að auðvelda makríl-
veiðar nú í sumar þar sem talið er óhjá-
kvæmilegt að íslenska sumargotssíldin veiðist
sem meðafli við makrílveiðarnar. Litið var svo
á að hefði ekki komið til þessarar aukningar
væri ekki hægt að stunda makrílveiðarnar með
eðlilegum hætti.
Þessi aukning á núverandi fiskveiðiári verð-
ur dregin frá þeim leyfilega heildarafla sem
verður gefinn út í íslensku sumargotssíldinni á
komandi fiskveiðiári. Veiðitímabili íslensku
sumargotssíldarinnar lauk 30. apríl og því er
þessi aukning nú ekki ætluð til beinna veiða á
tegundinni, heldur aðeins sem úrræði vegna
meðafla við aðrar veiðar.
Fyrir liggur vilji útgerða að miðla þessum
heimildum eftir mætti, þannig að aðrir, sem
stunda veiðar á makríl en ráða ekki yfir heim-
ildum í síld, geti stundað makrílveiðar með
eðlilegum hætti.
5.000 fleiri lestir af síld
Síld Heildarafli sumargotssíldar hefur verið aukinn.
Leyfilegur heildarafli sumargotssíldar á núverandi fiskveiðiári aukinn
Borgarráð
Reykjavíkur
samþykkti á fundi
sínum í gærmorg-
un að kannaðir
verði kostir sam-
einingar við
Álftanes og lýstu
borgarfultrúar
sig tilbúna til við-
ræðna við bæjar-
stjórn Álftaness.
Erindi frá bæjarstjórn Álftaness
þar sem óskað var eftir viðræðum
barst í maí sl. en borgarráð frestaði
að taka afstöðu til málsins þar til eft-
ir borgarstjórnarkosningar. Þá bók-
aði Samfylkingin í borgarstjórn að
hún vildi ræða sameiningu og aukna
samvinnu sveitarfélaga á höfuðborg-
arsvæðinu.
Í samstarfssamningi Samfylking-
ar og Besta flokksins er lögð áhersla
á að Reykjavík taki forystu í um-
ræðum um nánari samvinnu og sam-
einingu sveitarfélaga á höfuðborgar-
svæðinu. Það rímar vel við orð Dags
B. Eggertssonar, oddvita Samfylk-
ingar, fyrir kosningar en þá sagði
hann stefnuna skýra, auk viðræðna
um sameiningu og aukna samvinnu
sveitarfélaga vill Samfylkingin
sterkara svæðisskipulag sem nái til
alls suðvesturhorns landsins.
Rætt verð-
ur við Álft-
nesinga
Dagur B.
Eggertsson
Samþykkt að kanna
kosti sameiningar
Skrifað var undir fríverslunarsamn-
ing við Úkraínu á ráðherrafundi
EFTA-ríkjanna í gærdag og því
fagnað að fríverslunarviðræðum við
Perú sé lokið. Össur Skarphéðins-
son, utanríkisráðherra, stýrði fund-
inum.
Mikið var rætt um fríverslun og
þess meðal annars minnst, að 50 ár
eru liðin frá því að fríverslunarsam-
tökin voru sett á fót. Ráðherrarnir
ræddu einnig um gang fríverslunar-
viðræðna EFTA-ríkjanna við Hong
Kong og Indland. Jafnframt var
fjallað um undirbúning fyrir fríversl-
unarviðræður við Rússland og
ákveðið að hefja viðræður við Bosn-
íu-Hersegóvínu og Svartfjallaland.
Jafnframt var ákveðið að skoða
hvernig styrkja mætti framkvæmd
fríverslunarsamnings við Palestínu.
Fríverslun
rædd í þaula
Skál Össur Skarphéðinsson stýrði fundi.
Starfsmönnum hefur verið fjölgað
hjá Læknavaktinni til að anna auk-
inni eftirspurn í sumar en síðdeg-
isvakt Heilsugæslu höfuðborgar-
svæðisins er ekki starfrækt frá 15.
júní til 15. ágúst. Aðsókn á Lækna-
vaktina eru nú svipuð og á flensu-
tímum að vetrarlagi, samkvæmt til-
kynningu sem Læknavaktin hefur
sent frá sér.
Móttakan þar er opnuð kl. 17:00
alla virka daga og er opin til kl.
23:30, um helgar og á helgidögum
er móttakan opnuð kl. 9:00 og er
opin til kl. 23:30. Vitjanaþjónusta
og fagleg símaráðgjöf í síma 1770
hefst kl. 17:00 alla virka daga og er
opin til kl. 8:00 en um helgar og á
helgidögum er opið allan sólar-
hringinn.
Starfsfólki fjölgað
á Læknavaktinni