Morgunblaðið - 25.06.2010, Blaðsíða 40
40 MenningFÓLK
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. JÚNÍ 2010
Helga Páley Friðþjófsdóttir opn-
ar í kvöld kl. 20 sýningu í Kaffistof-
unni sem er athvarf myndlist-
arnema Listaháskóla Íslands við
Hverfisgötu. Þar ber að líta teikn-
ingar sem listamaðurinn vann í
Barcelona vorið 2010. Sýninginn
verður opin frá 15 til 18 á morgun.
Opnar sýningu í Kaffi-
stofunni í kvöld
Fólk
Rafræn forsala á plötunni Okkar, fyrstu breið-
skífu austfirsku hljómsveitarinnar Miri hefst í
dag á vef tónlistarveitunnar gogoyoko.com og
mun hluti ágóðans renna til íslenskra samtaka
sem safna fé til rannsókna á mænuskaða. Kimi
Records gefur út plötuna sem fer í almenna sölu
eftir helgi, en lagið „Sumarið 2009“ frá Miri hef-
ur verið í útvarpsspilun undafarnar vikur.
Miri hefur verið starfandi með hléum frá
árinu 2005 og gefið út eina stuttskífu á því tíma-
bili. Breiðskífan hefur verið í vinnslu undanfarin
tvö ár og unnu hljómsveitarmeðlimir að henni
undir traustri handleiðslu Curver Thoroddsen,
sem margir kannast eflaust við úr hljómsveitinni
Ghostdigital. Meðlimir sveitarinnar segjast hafa
áveðið í upphafi, í samvinnu við upptökustjórann
Curver, að platan fengi ekki að líta dagsins ljós
fyrr en fullkomin eining ríkti innan hópsins um
að ekki yrði betur gert að þessu sinni. Eftir langt
og strangt upptökuferli er stundin runnin upp
og Okkar fær að líta dagsins ljós.. Meðal gesta
sem leggja hönd á plóg á plötunni eru Örvar
Smárason syngur og spilar á munnhörpu, Ólafur
Björn Ólafsson sem leikur á marimbu og sílafón,
ásamt heilli blásturssveit.
Það verður nóg um að vera hjá Miri í sumar en
hljómsveitin mun m.a. spila á tíu ára afmælistón-
leikum LungA á Seyðisfirði, opnun listahátíð-
arinnar Ærings á Stöðvarfirði, á Frönskum dög-
um á Fáskrúðsfirði, svo á Akureyri og í
Reykjavík á Sumargleði hljómplötufyrirtækisins
Kimi Records. matthiasarni@mbl.is
Tvö ár undir traustri handleiðslu Curvers
Miri Gefur út plötuna Okkar.
Heimildarmyndin Uppistands-
stelpur eftir Áu Einarsdóttur verð-
ur forsýnd í Háskólabíói í kvöld kl.
átta. Myndin segir frá stelpuuppist-
andshópnum Uppistöðufélaginu, en
Áa er búin að fylgjast með hópnum
frá því að stelpunar komu fyrst
saman og ræddu stofnun hans og
hefur fest allt á filmu. Eftir sýningu
verður boðið upp á spjall með uppi-
standsstelpunum.
Frítt inn og allir eru hvattir til að
taka með sér gesti. Forsýning-
arveisla verður svo á skemmti-
staðnum Bakkus í Tryggvagötu 22 -
Naustamegin, beint eftir sýningu.
Myndin Uppistands-
stelpur forsýnd í kvöld
Sjö arkitektar sem hafa nýlokið
framhaldsnámi erlendis, opna í dag
sýningu á útskriftarverkefnum sín-
um að Skúlagötu 28, þar sem áður
var kexverksmiðjan Frón. Arki-
tektarnir eru Arnhildur Pálma-
dóttir, Bergur Finnbogason, Bryn-
hildur Guðlaugsdóttir, Hlín Finns-
dóttir, Garðar Snæbjörnsson,
Jóhann Einar Jónsson og Sóley
Lilja Brynjarsdóttir.
Opna sýningu á út-
skriftarverkum sínum
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Felix Bergsson, helmingur tvíeyk-
isins Gunni og Felix, var staddur í
S-Ameríku þegar blaðamaður náði
tali af honum í vikunni en lét sig hafa
það að bæta símtalinu við farsím-
areikninginn. Tilefni símtalsins var
nýútkomin barnaplata þeirra Gunn-
ars Helgasonar, Ligga ligga lá, en á
henni flytja þeir barnalög Ómars
Ragnarssonar sem margir fullorðnir,
þ.á.m. blaðamaður, kunna utan að.
Flest laganna eru af hinni góðkunnu
barnaplötu Ómar syngur fyrir börnin
frá árinu 1981, lög á borð við „Hlát-
urinn lengir lífið“, „Ligga, ligga lá“ og
„Jói útherji“.
Unnið af virðingu og stælalaust
„Bróðir hans Gunna, Ási, fékk
þessa hugmynd. Ástæðan er sú að
Ómar verður sjötugur á árinu og ef
við leitum að einhverjum fyr-
irmyndum fyrir okkur tvo þá er það
hann, karlmaður sem gerir mikið í því
að skemmta börnum, með mikið grín
og glens í sínum textum og svolítil
ærsl,“ svarar Felix, spurður að því
hver ástæðan sé fyrir því að þeir
ákváðu að syngja þessi lög Ómars inn
á plötu. „Við ólumst upp við þessi lög
og okkur fannst bara hugmyndin
brilljant og ákváðum að kýla á þetta.
Og kannski er hugsunin líka sú að ný
kynslóð fái að njóta þessara stórkost-
legu texta hans og laga. Við höfum
unnið með Jóni Ólafssyni í gegnum
tíðina að öllum þeim verkefnum sem
við höfum verið að vinna að í tónlist
eða langflestum. Hann var til í að
vinna þetta með okkur og við bara
kýldum á þetta, gerðum þetta á
skömmum tíma og skemmtum okkur
konunglega.“
Felix segir þá Gunna afar sátta við
útkomuna, Jón hafi nálgast verkefnið
af mikilli virðingu og stælalaust. „Við
færum þetta svolítið til nútímans og
svo setjum við þetta svolítið í okkar
anda, Gunna og Felix-andann, en ég
held að virðingin fyrir viðfangsefninu
skíni í gegn,“ segir Felix.
Ómar í einu laganna
Þrátt fyrir mikið annríki hjá Óm-
ari, flugferðir í kringum eldgos o.fl.,
tókst þeim félögum að draga hann í
hljóðver fyrir eitt laganna, „Kapp-
akstur“, en í því leikur hann forsætis-
ráðherra, sjálfan sig og Bubba Mort-
hens. Felix segir að til greina komi að
halda tónleika til að heiðra Ómar á
sjötugsafmælinu, 16. september n.k.,
en annars verði þeir Gunni á flakki
um landið í sumar og muni eflaust
taka lagið.
Gunni, Felix og Ómar
Gunni og Felix syngja barnalög Ómars Ragnarssonar Ómar verður
sjötugur á árinu og félagarnir ákváðu að heiðra hann með barnaplötu
Morgunblaðið/Golli
Æringjar Gunni og Felix hafa verið lengi að og heiðra nú hinn fjölhæfa og
fjöruga Ómar Ragnarsson sem þeir segjast bera mikla virðingu fyrir.
Hljómsveitin Stóns, sú er heiðrar
hina goðsagnakenndu Rolling Sto-
nes á tónleikum, blæs til tónleika í
kvöld kl. 22, til heiðurs sveitinni
heimskunnu, í Hlégarði. Flytja á
helstu slagara Stones sem verið hef-
ur iðin við kolann í yfir 40 ár.
Í Stóns er það Björn Stefánsson
úr Mínus sem bregður sér í hlutverk
Micks Jagger, Bjarni Sigurðsson úr
sömu sveit er Keith Richard sveit-
arinnar, Jakob Magnússon Egó-isti
og SSSólar-maður er Bill Wyman,
Birgir Ísleifur Gunnarsson, jafnan
kenndur við sveitina Motion Boys,
bregður sér í líki Brian Jones, Frosti
Runólfsson úr Esju lemur húðir að
hætti Charlie Watts og Krummi úr
Mínus er Jimmy Miller. Einnig
munu sérstakir gestir stíga á svið,
Jens Hansson úr Sálinni hans Jóns
míns fer í brækur píanóleikarans
Bobby Keyes og Snorri Helgason,
Sprengjuhallar-maður með meiru,
mun einnig troða upp ásamt fleirum.
Upphitun mun fara fram á dansgólfi
en um hana sér plötusnúðurinn Sir
Honky Tonk. Kynnar kvöldsins
verða svo hinir bráðfyndnu Dóri
DNA og Steindi Jr.
Klístraðir fingur
og fleira gott
Rúllandi steinar Hljómsveitin sem fílar Rolling Stones í ræmur, skipuð svölum hljómsveitargæjum.
Stóns spilar í Hlégarði í kvöld
Leikararnir Gunnar Helgason og Felix
Bergsson hófu að skemmta börnum í
Stundinni okkar í Sjónvarpinu árið 1993 og
hafa verið að síðan sem tvíeykið Gunni og
Felix og skemmt börnum á ótalmörgum
skemmtunum og hátíðum. Saman hafa fé-
lagarnir gefið út 29 plötur, að sögn Felix, en
inni í þeirri tölu er serían Trausti og Trygg-
ur, yfir 20 plötur alls.
17 ára samstarf
GUNNI OG FELIX