Morgunblaðið - 25.06.2010, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.06.2010, Blaðsíða 2
2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. JÚNÍ 2010 H V ÍT A H Ú S I /S ÍA – 1 0 -0 3 2 1 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Gísli Baldur Gíslason gislibaldur@mbl.is Fulltrúar minnihluta borgarstjórnar mótmæla tillögu meirihlutans um að stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur (OR) verði gerður að starfandi stjórnarformanni og þann- ig hluti af launuðu stjórnendateymi fyrirtækisins. Þetta kom fram á fundi borgarráðs í gær. „Mér finnst afar einkennilegt að meirihluti sem hefur sagt að hann ætli að hagræða í stjórnkerfi og yfir- stjórn borgarinnar geri það að sínu fyrsta verki að bæta við enn einum stjórnanda í OR fyrir mjög há laun,“ segir Sóley Tómasdóttir, oddviti Vinstri grænna. Tillaga meirihlut- ans hljóðar þannig að Haraldur Flosi Tryggvason verði ráðinn stjórnarformaður OR og fái að laun- um um 920 þúsund krónur á mánuði. Það eru u.þ.b. tvöfalt hærri laun en borgarfulltrúar eru með á mánuði. „Ráðning þessa manns er ekkert annað en hefðbundin bitlingapólitík og það veldur mér miklum vonbrigð- um,“ segir Sóley. Ekki meiri þörf nú en áður Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, segir að ráðningin sé ekki í samræmi við þá hagræðingu sem borgarfulltrúar og starfsmenn Reykjavíkurborgar hafi unnið að upp á síðkastið. „Stjórnarformennska í OR hef- ur alltaf verið umtalsvert starf, eins og stjórnarformennska almennt er. Það hefur hins vegar aldrei áður verið gerð tillaga um að þarna væru menn í fullu starfi. Það er ekkert meiri þörf á því núna en hefur ver- ið,“ segir Hanna Birna. Hún bætir við að formaður stjórnar og stjórnin öll hafi mikið eftirlitshlutverk fyrir eigendur gagnvart daglegri stjórn og rekstri Orkuveitunnar. „Að gera stjórnar- formanninn að daglegum þátt- takanda í stjórnunarteymi fyrir- tækisins stríðir algjörlega gegn því hlutverki hans,“ segir Hanna. Ekki pólitísk ráðning Jón Gnarr, borgarstjóri, vísar því á bug að eingöngu sé um póli- tíska ráðningu að ræða. „Ef við værum að gera þetta „old school“ þá yrði Einar Örn [Benediktsson, borgarfulltrúi] bara stjórnarformaður og það væri ógeðslega gaman fyrir hann. Við er- um að reyna að gera þetta vel og til gagns. Við erum að skipa fólk sem hefur fagþekkingu á þessu sviði, sem mér skilst að gerist ekki oft,“ segir Jón. „Einstaklingarnir sem við erum að skipa hafa bæði menntun og starfsreynslu á þessu sviði.“ Auk Haraldar Flosa munu þau Helga Jónsdóttir og Aðalsteinn Leifsson, fá sæti í stjórn OR, samkvæmt til- lögunni. „Sérfræðingar og þeir sem við treystum og teljum hafa vit á þess- um málum, ráðlögðu okkur að stjórnarformaður yrði í fullu starfi til að byrja með til að hann hefði möguleika á að gera það sem gera þarf,“ segir borgarstjórinn. Hann segir að Haraldur verði í launuðu starfi í eitt ár. „Það er trú mín að þessi leið muni skila okkur betri Orkuveitu sem verður betur rekin og starfar betur en hún gerir núna,“ segir Jón. Gamaldags vinnubrögð Sóley og Hanna Birna eru ósáttar við vinnubrögð meirihlutans í þessu máli. „Ég hélt að þetta væru vinnu- brögð sem við værum öll sammála um að víkja frá,“ segir Hanna Birna. Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar, kveðst ekki hafa heyrt að samráð hafi skort. „Í öllu samstarfi verða rökin að ráða. Við kynntum tillöguna fyrir minnihlutanum og hefðum gjarnan viljað að þau skildu nauðsyn þess- arar ráðstöfunar. En við gerum enga athugasemd við það að fólk sé á annarri skoðun,“ segir Dagur. Ósátt við ráðningu meirihlutans  Ekki í anda hagræðingar og nýrra vinnubragða, segir minnihlutinn Dagur B. Eggertsson Hanna Birna Kristjánsdóttir Sóley Tómasdóttir Jón Gnarr „Við aðstandendur þjóðgarðsins er- um afar stolt af þessari byggingu og sýningunni sem hún hýsir,“ segir Anna Kristín Ólafsdóttir, stjórnar- formaður Vatnajökulsþjóðgarðs. Í gær var opnuð á Skriðklaustri í Fljótsdal gestastofa fyrir austur- svæði þjóðgarðsins, en fram- kvæmdir hófust í fyrra. Byggingin er um 700 fermetrar og í arkitektúr var reynt að höfða til sérstöðu svæð- isins. Er húsið hið fyrsta sem byggt er hér á landi skv. alþjóðlega við- urkenndum umhverfisstaðli um vist- vænar byggingar. Var eftir föngum reynt að nýta byggingarefni svo sem skógarvið af Héraði. Kostnaður við framkvæmdir er um 350 milljónir króna. Í gestastofunni er aðstaða fyrir ferðamenn auk þess sem þar er brugðið ljósi á náttúrufar á austur- svæði Vatnajökulsþjóðgarðs. Má þar nefna umhverfisfræðslusýninguna Veraldarhjólið sem fjallar um hring- rás náttúru með áherslu á samspil gróðurs og dýralífs. Í samkeppni um nafn gestastof- unnar var dómnefnd sammála um að Snæfellsstofa væri besta tillagan, enda sést vel til fjallsins á Austur- landi. „Trú okkar er að Snæfells- stofa muni um alla framtíð hafa að- dráttarafl sem miðstöð umhverfis- fræðslu og fulltrúi frábærrar íslenskrar byggingarlistar,“ sagði Anna Kristín Ólafsdóttir. sbs@mbl.is Erum stolt af Snæfells- stofunni Lyklavöld Anna Kristín Ólafsdóttir, formaður stjórnar Vatnajökuls- þjóðgarðs, Svandís Svav- arsdóttir umhverfis- ráðherra og Agnes Brá Birgisdóttir þjóðgarðs- vörður. Byggingin nýja er á innfelldu myndinni. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Heyra mátti saumnál detta á lok- uðum fundi ESA, eftirlitsstofnunar EFTA, með íslenskum embættis- mönnum á Hótel Nordica í gær þegar Össur Skarphéðinsson hellti sér yfir Per Sanderud, forseta ESA. Tilefnið var almenn ummæli Sanderuds um Icesave-deiluna en Össur lagði þau út á þann veg að í þeim fælust þeir for- dómar að Íslendingar hefðu ekki áhuga á að greiða kröfuna. Sanderud brást hart við og líkti Össuri við lítið, íslenskt eldfjall. Össur hjó í sama knérunn strax eftir fund- inn þegar hann fór hörðum orðum um Sanderud í viðtali við blaðamann Aft- enposten og sakaði forseta ESA um að haga sér með óviðeigandi hætti í ljósi aðkomu sinnar að málinu. Sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins er málið litið alvarlegum augum hjá ESA en hlutverk þess er að hafa eft- irlit með því að farið sé að lögum og reglum EES-samningsins, sem Ís- lendingar eiga aðild að. Með ummæl- um sínum sé Össur að saka stofn- unina um að hafa tekið fyrirfram afstöðu í málinu en frestur íslenskra stjórnvalda til að svara ESA formlega vegna málsins, sem gæti endað fyrir EFTA-dómstólnum, rennur út 26. júlí í sumar. Spurður um málsmeðferðina sagði Sanderud í viðtali við Morgun- blaðið að ef íslensk stjórnvöld leggi fram ný sjónarmið um greiðsluskyldu vegna Icesave í umræddu bréfi sem kalli á svar muni ESA færa rök fyrir afstöðu sinni í öðru bréfi sem íslensk stjórnvöld hafi þá tvo mánuði til að svara. Sökum þess að hluti starfsmanna í Brussel sé í fríi í ágúst sé ekki hægt að reikna með að sú röksemdafærsla berist íslenskum stjórnvöldum í mán- uðinum. Fremur beri að horfa til september en stjórnvöld hafa þá á ný tvo mánuði til að svara. Telji ESA svörin ekki sannfærandi rök gegn greiðsluskyldu fer málið fyrir EFTA- dómstólinn og telur Sanderud ómögu- legt að segja fyrir um hvenær það yrði þótt greina megi að horft sé til næsta árs í því efni. Sanderud ítrekar að ef Íslend- ingar nái samkomulagi við Breta og Hollendinga um greiðslu kröfunnar áður en lokafresturinn rennur út í haust muni málið að sjálfsögðu ekki fara til dómstólsins. Líkti Össuri við eldfjall Össur Skarphéðinsson Per Sanderud  Harðar deilur á fundi ESA og íslenskra embættismanna Til harðra orða- skipta kom milli Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, þingmanns Sjálf- stæðisflokksins, og Pers Sand- eruds, forseta ESA, á fundi stofnunarinnar með íslenskum embættismönnum í gær. Þeir þrættu meðal annars um ríkisábyrgð Íslands á Icesave og neyð- arlögin sem voru sett í kjölfar hruns. Guðlaugur segir að forsetinn hafi ekki virst þekkja vel til Icesave-deilunnar og ekki fært góð rök fyrir afstöðu sinni til neyðarlaganna. Guðlaugur segir afstöðu Sanderuds slæmar fréttir. „Mér finnst það áhyggjuefni að sjá hver nálgunin er hjá þetta valdamiklum manni. Og það var ekki eins og hann gæti fært sterk rök fyrir sínu máli, þvert á móti virtist hann ekki hafa vel ígrundaða skoðun á þessu deilumáli okkar. Þetta er nú stofnun sem við eigum aðild að og það er afskaplega mikilvægt að hún fari vel og ígrundað yfir svona mál sem varða okkar hagsmuni.“ Óttast af- stöðu ESA Guðlaugur Þór Þórðarson Morgunblaðið/Sigurður Bogi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.