Morgunblaðið - 06.07.2010, Qupperneq 1
Þ R I Ð J U D A G U R 6. J Ú L Í 2 0 1 0
Stofnað 1913 155. tölublað 98. árgangur
ÆTLAR AÐ KLIFRA
ÍSFOSSA FRAM
YFIR SJÖTUGT
BREYTTU
SVEITABÆ Í
HLJÓÐVER
MARKAKÓNGAR
FÓRU FLATT
ANNA MEÐ NÝJA PLÖTU 28 VONBRIGÐI ÍÞRÓTTIRHREYFING OG ÚTIVIST 10
Skoruðu 114 mörk í vetur
en aðeins eitt á HM
Morgunblaðið/Golli
Endurnýjun í brids hér á landi
hefur minnkað á undanförnum ár-
um og helst í hendur við auknar
vinsældir pókers. „Markaðs-
setningin í pókernum er bara svo
svakaleg. Hann tekur alla sem eitt-
hvað eru að leika sér,“ segir Jón
Baldursson, landsliðsmaður í brids.
Hann tekur auk þess fram að aðeins
þurfi nokkra mánuði til að verða
góður í póker en þrotlausa þjálfun í
sex til sjö ár til að verða topp-
bridsspilari.
Innan Bridgesambandsins vona
menn að góður árangur landsliðs-
ins á Evrópumótinu og þátttaka á
heimsmeistaramótinu sem fram fer
á næsta ári verði til þess að auka
áhuga ungra Íslendinga á brids á
nýjan leik. »13
Vinsældir pókers
hafa áhrif á end-
urnýjun í brids
Önundur Páll Ragnarsson
onundur@mbl.is
„Við báðum fjármálafyrirtækin um
upplýsingar tengdar þessu strax í
febrúar. Það hefur gengið hægar en
við hefðum viljað að ná þessu út úr
kerfum bankanna,“ segir Gunnar Þ.
Andersen, forstjóri Fjármálaeftirlits-
ins. Hann samþykkir ekki þá gagn-
rýni Birkis Jóns Jónssonar, varafor-
manns Framsóknarflokksins, að
stjórnvöld hafi verið algerlega óund-
irbúin fyrir dóm Hæstaréttar um
gengistryggingu lána. Samkvæmt
upplýsingum úr Seðlabankanum var
einnig byrjað að undirbúa þetta þar í
ársbyrjun.
Gunnar segir að í maí hafi komið
grófar upplýsingar út úr bönkunum
um gengislánin og þá verið óskað eftir
ýtarlegri gögnum. Þau hafi svo borist
eftir að dómur féll í júní og séu enn að
berast. „Við erum enn að bíða eftir
gögnum en reiknum með að fá loka-
upplýsingar í lok vikunnar, þannig að
við fáum eins skýra mynd af þessu og
við getum fengið.“
Það hefur því tekið banka landsins
um hálft ár að útvega upplýsingar
sem gefa heildarmynd af þeim hluta
eignasafns þeirra, sem felst í gengis-
tryggðum lánum og vekur það spurn-
ingar um hversu vel fjármálakerfið er
í stakk búið til að meta ástand sitt og
eignir í ólgusjó markaðanna. Sam-
kvæmt heimildum Morgunblaðsins
eru upplýsingakerfi bankanna um
þetta ekki mjög góð, fara ekki öll vel
saman heldur og getur reynst erfitt
að tengja upplýsingar úr einu þeirra
við upplýsingar úr öðru.
Bankarnir lengi að svara
Bankar hálft ár að senda upplýsingar um gengistryggð lán
Tilmæli SÍ og FME ekki borin undir AGS til samþykkis
Rándýr Minkur ógnar bæði fuglum
og fiskum og truflar veiði í ánum.
Veiðiverðir og veiðimenn í Elliðaám
hafa staðið boðflennur að því að stel-
ast í veiðisvæði ánna upp á síðkastið.
Bæði hefur sést til veiðiþjófa og
minka á bökkum ánna. Þorsteinn
Húnbogason, veiðivörður og leið-
sögumaður í Elliðaám, kveðst hafa
séð og heyrt af tveimur tilvikum
veiðiþjófnaðar um liðna helgi. Ann-
ars vegar hafi hann komið að tveim-
ur mönnum við veiðar við ósasvæði
ánna og hins vegar hafi honum bor-
ist tilkynning um veiðiþjófnað
tveggja manna við Teljarastreng.
Ekki bar vel í veiði hjá þjófunum og
segir Þorsteinn að veiðiaðferðirnar
hafi ekki verið líklegar til árangurs.
Veiðimenn hafa einnig orðið varir
við mink á veiðum í ánni. Einn veiði-
hópur horfði á eftir mink synda í átt-
ina að andarungum úti í miðri á með
miklum ærslagangi.
„Það er bagalegt að minkur sé að
trufla veiðar,“ segir Þorsteinn og
bætir við að fuglalífið á svæðinu hafi
einnig skaðast vegna minksins. Þor-
steinn kann einfalda skýringu á upp-
sveiflu minkastofnsins. „Mink fjölg-
ar þegar náttúran blómstrar og hér
hefur lífríkið styrkst.“ »12
Staðnir að verki í Elliðaám
Aðferðirnar ekki burðugar Minkur leikur lausum hala
Blásið var í vúvúsela, búsáhöldum klingt og
reynt að þvinga upp hurð Seðlabankans í há-
deginu í gær. Hátt í fimm hundruð manns
mótmæltu þar framferði Seðlabanka og Fjár-
málaeftirlits gagnvart lánþegum gengis-
tryggðra lána. Einn var handtekinn eftir að
hafa neitað að hlýða fyrirmælum lögreglu,
sem greip inn í þegar fólkið var byrjað að
bera eldsmat að aðalinngangi bankans og far-
ið að skvetta á hann vökva. „Þetta leit út eins
og bálköstur,“ segir Arnar Rúnar Marteins-
son, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuð-
borgarsvæðinu. Þá taldi lögregla sér ekki
lengur til setunnar boðið. Að sögn mótmæl-
enda var lögregla harðhent. »6
Höfðu áhyggjur af eldsmat við Seðlabankann
Morgunblaðið/Ómar
Tilkynningar
um andlegt of-
beldi gegn börn-
um voru næst-
um tvöfalt fleiri
á fyrsta árs-
fjórðungi þessa
árs en á sama
tímabili í fyrra.
Þetta kemur
fram í skýrslu Barnaverndar-
stofu. Samkvæmt skýrslunni hef-
ur tilkynningum um vímuefna-
neyslu barna fjölgað um rúman
helming.
Aukin harka hefur færst í
barnaverndarmál á undanförnum
árum að sögn forstöðumanns
Barnaverndar Reykjavíkur. »16
Andlegt ofbeldi til-
kynnt tvöfalt oftar
„Við höfum ekki borið neitt
undir AGS og tökum sjálfstæðar
ákvarðanir sem sjálfstæðar
stofnanir,“ segir Gunnar um það
hvort tilmæli FME og Seðla-
bankans um gengistryggð lán
hafi verið borin undir AGS og
hann sé í raun skuggastjórnandi
í þessum stofnunum. „AGS hef-
ur ekki sagt okkur fyrir verk-
um,“ segir Gunnar.
AGS réð ekki
FME OG SEÐLABANKINN: