Morgunblaðið - 06.07.2010, Side 4

Morgunblaðið - 06.07.2010, Side 4
4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚLÍ 2010 Þórður Gunnarsson thg@mbl.is Margeir Pétursson, stjórnarformað- ur, stofnandi og stærsti einstaki hluthafi MP banka, mun á aðalfundi bankans hætta í stjórn hans. Mar- geir og aðilar honum tengdir eiga í dag 28,4% hlut í MP banka. Sigurður Gísli Pálmason mun einnig hætta í stjórninni. Margeir segir í samtali við Morgunblaðið að hann og Sigurður hafi fyrir nokkru ákveðið að ganga úr stjórn bankans: „Vegna breyttra laga um fjármálafyrirtæki virðist ekki æskilegt að þeir sem eru með virkan eignarhlut yfir 10% í fjár- málafyrirtækjum sitji sjálfir í stjórn þeirra,“ segir hann. Hann segir lögin gera ráð fyrir því að stjórnir fjár- málafyrirtækja gegni eftirlitshlut- verki: „Í ljósi undangenginna at- burða tel ég æskilegt að meirihluti stjórnarmanna sé óháður. Við Sig- urður tókum því þá ákvörðun að draga okkur í hlé.“ Margeir telur að sérstaklega í tilfelli viðskiptabanka sé mikilvægt að stjórnarmenn gegni eftirlitshlut- verki sínu. Hann segir því að hann og Sigurður Gísli hefðu sterklega íhug- að að hætta í stjórninni, þó svo að lagasetningin hefði ekki komið til: „Virkir hluthafar leggja auðvitað mesta áherslu á góðan árangur bankans, þannig að þessi tilhögun er rétt miðað við nýju lögin.“ Byr vildi fresta aðalfundi Margeir og Sigurður sitja þó enn um sinn í stjórninni því á aðal- fundi á miðvikudaginn kom fram til- laga frá Byr um að stjórnarkjöri yrði frestað. Byr á ríflega 13% hlut í MP banka. Margeir segir að allir hluthafar hafi samþykkt frestunina. „Byr vildi taka virk- ari þátt í svo miklum breyting- um á stjórninni, og það var sjálfsagt að verða við því. Við Sigurður sitj- um því ennþá í stjórninni um sinn. En það mun breyt- ast um mánaðamót- in,“ segir hann. Hættir í stjórn MP banka  Margeir Pétursson, aðaleigandi og stofnandi MP banka, ætlar að hætta í stjórn  Sigurður Gísli Pálmason hættir líka Sandsílið er loks komið í Breiðafjörð Hellissandi | Það létti yfir mörgum Sandaranum í gærmorgun þegar hann leit til lofts og fylgdist með krí- unum sem komu af Breiðafirðinum á leið á varpstöðvarnar á milli Hellis- sands og Rifs. Undanfarna daga hafði varla sést síli í goggi á nokk- urri kríu og það leit út fyrir að eitt sumarið enn væri sagan að endur- taka sig með fæðuskorti fyrir kríuungana þegar þeir færu brátt að skríða úr eggjunum og gætu þeir því ekki vænst margra lífdaga. Í gærmorgun var sem sagt orðin breyting á. Flestar kríur í kríuskar- anum sem flýgur nú hér frá sjó yfir byggðina eru nú með síli í goggi. Sandsílið er komið. Það er eins og það sé einhver kátína í þeim á flug- inu; þær vagga sér og fara í króka og smjúga rétt yfir þökin á húsum eins og þær séu að gera mannfólkinu auðveldara með að sjá hvað þær eru með í goggi. Brúnin lyftist á Sönd- urum við tíðindin Hinni árlegu fálkatalningu er nú lokið og niður- staðan sú að fálkastofninn er ennþá í lágmarki. Ólafur K. Nielsen, vistfræðingur hjá Náttúru- fræðistofnun Íslands og sérfræðingur í fálkastofn- inum, segir ennþá vera lítið af fálka en varpið hjá fuglinum hafi þó gengið vel í ár. „Fálkinn er ekki byrjaður að sýna nein viðbrögð við aukningu rjúpnastofnsins en hann bregst við stofnbreytingu rjúpunnar,“ segir Ólafur. Rjúpna- stofninn hefur verið í uppsveiflu núna í nokkur ár og ræðst gæfa fálkans mikið af ástandi rjúpna- stofnsins. „Fálkinn gerir þetta með svona hnykkj- um, þannig að hann kemur nokkrum árum á eftir,“ segir Ólafur. Á hverju ári er farið á sama svæðið til þess að telja í hreiðrum og hefur verið gert í meira en 30 ár. Liðlega 80 fálkaóðul eru heimsótt og seg- ir Ólafur að um 57% af pörum sem eru á svæðinu séu með unga, hin eru geld eða hafa misst undan sér. Aðspurður hvort hann hafi orðið var við stuld eða eyðileggingu á fálkahreiðrum segir Ólafur lítið um slíkt. „Hérna áður fyrr var það algengt. Það gerðist á hverju ári að það var rænt úr fálka- hreiðrum en það voru yfirleitt útlendingar sem komu til þess að taka egg sem þeir unguðu svo út. Það hefur sannarlega ekki orðið vart við slíkt í 20 ár,“ segir Ólafur. „Það er fyrst og fremst arnarvarpið sem hefur verið reynt að spilla með eyðileggingu á hreiðrum. Fálkinn fær yfirleitt frið en þó er stolið úr hreiðr- um á hverju ári og ekki er vitað hver gerir slíkt, hvort það eru Íslendingar eða útlendingar. Það eru aðeins örfá hreiður og skiptir í sjálfu sér ekki máli fyrir stofnstærðina, að ég tel. Þetta er stund- að af mjög takmörkuðu leyti. Ég veit um eitt hreiður í vor, sem hefur verið rænt og það var örugglega af mannavöldum,“ segir Ólafur. Rótgróið hatur í garð fálkans Samhliða því að hreiður fálkans hafa verið rænd hefur borið á því að skotið hafi verið á fuglinn. „Fjórðungur af fálkum sem við fáum er með skot- sár,“ segir Ólafur. Hann segir ástæðu þessa árása geta verið tengda æðarvarpinu, rótgrónu hatri í garð fálkans eða fordómum í þeim byggðum þar sem æðarvarpið skiptir máli. Hann telur þessarar skoðunar fólks ekki aðeins gæta meðal varpeig- enda heldur finnst Ólafi þetta vera andinn í sam- félaginu. „Fólk heldur að þetta sé eitthvað af hinu illa,“ segir Ólafur að lokum. gunnthorunn@mbl.is Fálkastofninn er enn í lágmarki  Varpið hefur gengið vel hjá fálkanum en stofninn hefur þó ekki rétt úr kútnum  Eggjum oft stolið úr hreiðri fálkans fyrr á tíðum og rótgróið hatur tíðkast Morgunblaðið/Kristinn Frjáls Fálka sleppt við Úlfarsfell. Fyrstu sex mánuði ársins dróst sala á áfengi hjá ÁTVR saman um 7,3% í lítr- um talið miðað við sama tíma árið 2009. Hlutfallslega er samdrátt- urinn meiri í bjór en léttvínum. Sala á lagerbjór hefur dregist sam- an um tæplega 7% á árinu, á rauð- víni um tæp 6% á meðan sala á hvítvíni hefur dregist saman um 3% á milli ára. Sala áfengis í júní s.l. reyndist hins vegar 5,4% meiri í lítrum en í júní 2009. Hlutfallslega er mesta aukningin í sölu á hvítvíni eða 18 af hundraði, því næst í rauðvíni 11% en sala á bjór reyndist vera um 4% meiri en í júní í fyrra. Sigrún Ósk Sigurðardóttir, að- stoðarforstjóri ÁTVR, telur líkleg- ustu skýringuna þá að 1. júní 2009 varð verðhækkun á áfengi þegar áfengisgjaldið var hækkað. Salan í júní það ár var nokkru minni en í júní 2008 eða 1.755 þúsund lítrar samanborið við 1.777 þúsund lítrar árið áður. Ýmsir hafa velt því fyrir sér hvort útsendingar frá heimsmeistarakeppninni í knatt- spyrnu kunni að skýra aukna áfengissölu í júní. Það er talið ólík- legt af þeirri ástæðu að mun minni aukning varð á bjórsölu en sölu á léttum vínum. sisi@mbl.is Sala áfengis hefur dreg- ist saman Það hefur alltaf farið vel um mig hérna,“ sagði Hall- dóra Halldórsdóttir sem í dag fagnar 100 ára afmæli sínu á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Lundi á Hellu. Halldóra sagðist ekki búast við miklum hátíðar- höldum í tilefni dagsins. „Ég vil nú ekki að það sé neitt vesen út af mér,“ sagði hún. Ekki vildi Halldóra gefa mikið upp um galdurinn á bak við það að ná þessum háa aldri. Hún segist vera hress og hún lítur ákaflega vel út. „Mér hefur liðið vel að vera gömul,“ segir hún. „Ég hef ekki átt við nein veikindi að stríða, það er fyrir öllu,“ sagði hún. Morgunblaðið/Sigmundur Vill ekkert vesen á 100 ára afmælinu Í nýjum lögum um fjármálafyrir- tæki kemur fram að stjórnar- seta skuli háð því að hún skapi ekki, að mati FME, hættu á hagsmuna- árekstrum. Er þar sér- staklega litið til eignarhalds og tengsla fjármála- fyrirtækisins. Er horft til þess hvort stjórnarseta geti skaðað heil- brigðan rekstur fyrirtækis. FME metur árekstrana FJÁRMÁLAFYRIRTÆKI Margeir Pétursson Yfirstjórn ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA, hefur samþykkt undanþágur fyrir Ísland frá nokkrum ákvæðum reglna um aksturs- og hvíldartíma atvinnubílstjóra í farmflutningum. Undanþágurnar gilda frá 30. októ- ber 2010 til 15. apríl 2011. Fram kemur í tilkynningu frá samgönguráðuneytinu, að Kristján L. Möller, samgöngu- og sveitar- stjórnarráðherra, hafi ákveðið að taka málið upp árið 2008 í kjölfar óska aðilum á vinnumarkaði. Samkvæmt reglugerð Evrópu- sambandsins er leyfilegur aksturs- tími dag hvern 9 klukkustundir en hann má lengja um tvær stundir tvo daga í viku. Fallist er á beiðni Ís- lands um að aka megi 4 daga vik- unnar í stað tveggja daga í 11 klukkustundir á leiðunum milli Reykjavíkur og Egilsstaða, Nes- kaupstaðar og Ísafjarðar. Einnig var fallist á beiðni Íslands um að framlengja megi akstur um hálfa klukkustund, úr 4,5 í 5 stundir, milli Reykjavíkur og Freysness í Öræfum og milli Freysness og Egilsstaða. Undanþágurnar eru bundnar við flutning ferskvöru. Undanþága vegna flutninga

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.