Morgunblaðið - 06.07.2010, Qupperneq 8
8 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚLÍ 2010
Ríkisstjórn opinnar stjórnsýsluog gegnsæis hefur skýrt frá
því að viðræður við Breta og
Hollendinga séu hafnar á ný.
Þjóðinni var ekki sögð sú fréttfyrr en eftir á.
Ríkisstjórninvirðist enn
telja að það sé í
raun og veru
ekki mál þjóð-
arinnar þótt
ítrekað sé reynt
að hengja ann-
arra manna
skuldbindingar
á hana.
Í tilefni fundarins, sem sagtvar frá eftir að hann var um
garð genginn, sagði Stein-
grímur J. Sigfússon frá því að
ekki hefði verið létt að koma
fundinum á.
Þetta gladdi margan.
Loksins stendur ríkisstjórnin ílappirnar og lætur ekki hina
óbilgjörnu kröfuhafa vaða inn á
sig á skítugum skónum hvenær
sem þeim þóknast.
Gamanið fór að kárna þegarþað rann upp fyrir mönnum
að Steingrímur J. hafði átt við
að hann hefði átt fullt í fangi
með að fá Breta og Hollendinga
til að fara að rexa í honum aft-
ur með sínar löglausu rukkanir.
Með harðfylgi sínu hefðihann þó haft þá af stað.
Það er skiljanlegt að ekki séafl til að vinna að þjóð-
arhagsmunum þegar kraftarnir
eru nýttir svona.
Steingrímur J.
Sigfússon
Steingrímur hóar á rukkarana
Veður víða um heim 5.7., kl. 18.00
Reykjavík 14 skýjað
Bolungarvík 10 skýjað
Akureyri 11 alskýjað
Egilsstaðir 10 skýjað
Kirkjubæjarkl. 18 skúrir
Nuuk 13 léttskýjað
Þórshöfn 12 skýjað
Ósló 20 léttskýjað
Kaupmannahöfn 23 skýjað
Stokkhólmur 25 heiðskírt
Helsinki 25 heiðskírt
Lúxemborg 24 léttskýjað
Brussel 22 léttskýjað
Dublin 16 skúrir
Glasgow 15 léttskýjað
London 23 heiðskírt
París 24 skýjað
Amsterdam 21 léttskýjað
Hamborg 19 skúrir
Berlín 26 heiðskírt
Vín 26 skýjað
Moskva 28 heiðskírt
Algarve 30 heiðskírt
Madríd 35 léttskýjað
Barcelona 27 heiðskírt
Mallorca 29 léttskýjað
Róm 30 léttskýjað
Aþena 28 léttskýjað
Winnipeg 24 léttskýjað
Montreal 28 léttskýjað
New York 34 heiðskírt
Chicago 30 léttskýjað
Orlando 26 skýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
STAKSTEINAR
VEÐUR
6. júlí Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 3:17 23:49
ÍSAFJÖRÐUR 2:23 24:53
SIGLUFJÖRÐUR 2:02 24:40
DJÚPIVOGUR 2:35 23:30
Jónas Margeir Ingólfsson
jonasmargeir@mbl.is
Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að
styðja framboð Jóns Sigurðssonar,
fyrrverandi seðlabankastjóra og ráð-
herra, til embættis stjórnarfor-
manns Þróunarbanka Evrópuráðs-
ins. Þetta er gert í samráði við
stjórnvöld á Norðurlöndum og í
Eystrasaltsríkjunum og vegna
hvatningar frá fleiri aðildarríkjum,
að sögn Urðar Gunnarsdóttur, fjöl-
miðlafulltrúa utanríkisráðuneytis-
ins.
Kjörið er í embættið til þriggja ára
og formaður bankaráðsins stjórnar
reglulegum fundum ráðsins en
ráðinu er ætlað að móta meginlínur
um starfsemi bankans. Auk þess á
formaðurinn að vera tengiliður á
milli framkvæmdastjórnar bankans
og bankaráðsins milli funda ásamt
því að funda reglulega með fasta-
fulltrúunum í Strassborg.
Þá hefur Jón Baldvin Hannibals-
son tekið sæti sem fulltrúi Íslands í
framkvæmdastjórn bankans.
Jón Sigurðsson kveður menn sem
til hans þekkja, fulltrúa ríkja í bank-
anum og fyrrverandi forystumenn í
bankaráði og bankanum, hafa hvatt
hann til að gefa kost á sér til þessa
starfs. Bankaráðið kýs stjórnarfor-
mann en það er skipað fjörutíu
fulltrúum jafnmargra aðildarríkja.
Tveir eftir í kjöri
„Þessi tilmæli komu til mín í
febrúarmánuði og það varð úr að ut-
anríkisráðherra tilkynnti um mitt
framboð. Upphaflega voru nú fimm
frambjóðendur, frá fjórum öðrum
löndum. Nú hafa farið fram nokkrar
atkvæðagreiðslur um kjörið í þess-
um hópi og þá standa eftir tveir. Ég
er annar en hinn er frá Möltu og er
fastafulltrúi í Evrópuráðinu í Strass-
borg,“ segir Jón sem kveður ýmis
ríki styðja framboð sitt. „Mitt fram-
boð er stutt af Norðurlöndum og
Eystrasaltslöndum en líka nokkrum
öðrum ríkjum sem hafa hátt eignar-
hlutfall í þessum banka. Lönd eins og
Frakkland, Spánn og Tyrkland get
ég talið til minna stuðningslanda.“
Snúin kosning
Til þess að ná kosningu þarf auk-
inn meirihluta. Það þarf að minnsta
kosti tvo þriðju hluta miðað við
eignarhlutfall í bankanum og ein-
faldan meirihluta aðildarríkja
fjöldans.
„Hvorugum frambjóðenda hefur
tekist að ná þessum tilskilda meiri-
hluta en næsta atkvæðagreiðsla fer
fram í haust. Það er hins vegar al-
gengt í kosningum innan ráðsins að
það þurfi margar kosningaumferðir
og fundi áður en niðurstaða næst,“
segir Jón.
Jón Sigurðsson í kosningabaráttu
við fastafulltrúa í Evrópuráðinu
Gefur kost á sér til embættis stjórnarformanns Þróunarbanka Evrópuráðsins
Jón
Sigurðsson
Jón Baldvin
Hannibalsson
Samkvæmt nýrri könnun Capacent
Gallup um áhorf á sjónvarp kemur
fram að Heimsmeistarakeppnin í
knattspyrnu nýtur mikilla vin-
sælda. Keppnin hreppir níu af tíu
efstu sætunum. Páll Magnússon,
útvarpsstjóri RÚV, telur niður-
stöður framar vonum.
„Ég held að þetta hljóti að telj-
ast ótrúlega gott áhorf. Örugglega
eitthvað meira en við gerðum ráð
fyrir,“ segir hann. „Mótið er af-
skaplega skemmtilegt og leikirnir
áhugaverðir. Undanúrslitin og úr-
slitin eru eftir og því miklar líkur á
því að tölurnar verði ennþá hærri.“
Fréttir ná ekki inn á topp tíu-
listann lengur og Páli finnst það
ekki skrítið. „Í fyrsta lagi minnkar
fréttaáhorf alltaf á sumrin, svo
minnkar það líka núna út af HM en
einnig hafa þær verið fluttar um
klukkustund og
eru því á óvenju-
legum tíma,“
segir Páll. „Það
er mjög athyglis-
vert að sjá þenn-
an ofboðslega
mikla áhuga á
fótbolta. Því ef
horft er til
venjulegs áhorfs
á fótboltaleiki, þá er það ekki nema
brot af því sem er á þessa heims-
meistarakeppni. Þetta hreyfir við
þeim sem myndu örugglega ekki
segja dagsdaglega að þeir væru
áhugamenn“.
Í niðurstöðum könnunarinnar
kemur einnig fram að heildaráhorf
á RÚV er 64,4% en Stöð 2 er með
17,5% áhorf og telur Páll það ótrú-
lega yfirburði. gunnthorunn@mbl.is
Meira horft á HM
en reiknað var með
Páll Magnússon