Morgunblaðið - 06.07.2010, Blaðsíða 10
VIÐTAL
Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
M
ér hafði alltaf fund-
ist klifur og fjalla-
mennska heillandi
en ég hafði ekkert
stundað þetta. Fór
kannski í eina og eina fjallgöngu, á
Esjuna og Vífilsfell,“ segir Viðar
Helgason sem var nýskriðinn yfir
fertugt þegar hann byrjaði á vetr-
arfjallamennsku og ísklifri. Hann
hefur síðan aflað sér mikillar
reynslu og starfar í hlutastarfi sem
leiðsögumaður hjá Íslenskum fjalla-
leiðsögumönnum.
Allt byrjaði þetta veturinn
2005 þegar Viðar rak augun í aug-
lýsingu um námskeið hjá Íslensk-
um fjallaleiðsögumönnum. Fyrst
fór Viðar á námskeið í vetrar-
fjallamennsku, á ísklifurnámskeið 1
og 2 og loks námskeið í sprungu-
björgun á jökli. Viðar og félagi
Byrjaði fertugur að
klifra ógnandi ísfossa
Sú skoðun að ísklifur sé
stórhættuleg íþrótt sem
aðeins sé á færi fjalla-
manna með margra ára
reynslu er ekki á rökum
reist, eins og Viðar
Helgason veit manna
best. Viðar var fertugur
þegar hann fór á sitt
fyrsta ísklifurnámskeið
veturinn 2005-2006 og
náði svo góðum tökum á
ísnum að hann telst nú
meðal öflugustu ís-
klifrara landsins.
Ljósmynd/Páll Sveinsson
Ístækni Besti ísinn verður til er skiptast á frostakaflar og hæfilega miklar
leysingar. Þá hlaðast ný lög af ís utan á eldri ís. Ísinn í leiðinni „Álið er mál-
ið“ í Fljótshlíð var í þunnum aðstæðum þegar Viðar klifraði þar í 2008.
HREYFING OG ÚTIVIST
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚLÍ 2010
Hótel í miðbænum. Góður aðbúnaður.
295 dkr. fyrir manninn í 2ja manna herb. með
wc og sturtu
Løven Hotel, Vesterbrogade 30, DK-1620 Cph. V.
Sími +45 33 79 67 20. www.loeven.dk
Sofðu vel! Í Kaupmannahöfn
10 Daglegt líf
Aldrei er góð vísa of oft kveðin og því
um að gera að hvetja sprækt fólk til
að ganga upp og niður stiga í staðinn
fyrir að taka lyftu þar sem slíkt
býðst. Öll hreyfing hefur sitt að segja
en til að auka púlið er ráð að taka
tvær tröppur í einu og spretta dálítið
úr spori. Það er þá ekki verra að vera
með innkaupapoka í sitthvorri hendi
eins og handlóð upp stigann. Ef þú
kemur því við er gott að nota stiga
eins mikið og hægt er. Það nægir ekki
eitt og sér en er góð viðbót við að
skokka, hjóla, synda eða hverja þá
líkamsrækt sem reglulega er stund-
uð.
Endilega …
… notið stigann
sem heilsubót
Púl Betra er að nota tröppurnar.
Skráning í Ármannshlaupið 2010 er
nú hafin á vefsíðunni www.hlaup-
.com. Ármannshlaupið fer fram þann
13. júlí næstkomandi í Laugardalnum
og nágrenni og er ræsing klukkan 20.
Um er að ræða 10 km hlaup en
hlaupaleiðin er hröð og skemmtileg.
Jafnframt fer fram í hlaupinu sveita-
keppni en þrír hlauparar eru í hverri
sveit. Hlaupaleiðin Ármannshlaupið
er í umsjón frjálsíþróttadeildar Ár-
manns en það var endurvakið með
góðum árangri síðasta sumar og
hafði þá ekki verið haldið í nokkur ár.
Ármannshlaupið
Brautin býður
upp á hraða
Morgunblaðið/Kristinn
Hlaupagarpar Sumarið er tíminn.
Karen Axelsdóttir
varð fjórða í kvenna-
flokki og önnur í sín-
um aldursflokki á
Evrópumóti ETU í
þríþraut sem haldið
var í Athlone á Ír-
landi um helgina.
Syntir voru 1500 metrar, hjólaðir 40
kílómetrar og hlaupnir 10 kílómetrar.
Karen lauk þrautinni á tímanum 2
stundir, 10 mínútur og 23 sekúndur.
Hún synti á 23,56 mínútum og hjól-
aði 40 kílómetrana á
einum klukkutíma og
átta sekúndum sem
jafngildir um 39,9
km meðalhraða.
Ólafur Marteins-
son varð 13. í aldurs-
flokknum 20-24 ára
á tímanum 2 stundir, 6 mínútur og 44
sekúndur.
Sundtími hans var 19,54 mínútur og
hann hjólaði kílómetrana 40 á 59:55
sem jafngildir 40,06 í meðalhraða.
Hjóluðu 40 km á 40 km hraða
Karen og Ólafur stóðu sig
vel í þríþrautinni á Írlandi
Hólmfríður Vala Svavarsdóttir, sem
varð fljótust kvenna að hlaupa
Laugavegshlaupið í fyrra og var kjör-
in langhlaupari ársins 2009 í flokki
kvenna, skrifar um æfingar, keppnir
og ýmislegt fleira á bloggsíðu sinni
hvalan.blog.is.
Greinilegt er á blogginu að erfitt
verður að leggja Hólmfríði Völu að
velli í sumar. Hún stundar nú grimm-
ar hlaupaæfingar og í síðustu viku
lagði hún hvorki meira né minna en
130 km að baki. Á laugardaginn vann
hún sigur í Þorvaldsdalsskokkinu, 25
km utanvegahlaupi og því ekki að
undra þótt komið sé að hvíldarviku.
Hvalan, þ.e. Hólmfríður Vala, er
skráð í Laugavegshlaupið í ár en hið
sama má raunar segja um margar
aðrar hlaupadrottningar og því er
víst að keppni í kvennaflokki verður
með fádæmum spennandi í ár.
Hólmfríður Vala er ekki aðeins öfl-
ugur hlaupari heldur, eins og sést á
blogginu, er hún líka mikill skíða-
göngu- og hjólreiðagarpur.
Á bloggsíðunni er fjöldi mynda af
henni og hlaupafélögum hennar, ekki
síst hlaupahópnum Glennunum, þar
sem þau þeysast um á göngustígum
og upp um fjöll og firnindi.
runarp@mbl.is
hvalan.blog.is
Morgunblaðið/Rúnar
Kapp Hólmfríður Vala Svavarsdóttir, til hægri er Ásdís Söebeck Kristjánsdóttir
sem varð í 2. sæti í Laugavegshlaupinu og til vinstri er Rakel Ingólfsdóttir.
Hljóp 130 kílómetra í vikunni
Bandaríkjamaðurinn John Peaveler
sem hugðist róa hringinn í kringum
Ísland er hættur við hringróðurinn og
er raunar farinn af landi brott.
Morgunblaðið sagði frá fyrirhug-
uðum hringróðri hans 1. júní sl., dag-
inn sem hann lagði af stað.
Fljótlega eftir brottför kom hins
vegar í ljós að Peaveler bjó ekki yfir
nægilega mikilli reynslu til að róa
hringinn á kajak, hvað þá einsamall,
eins og hann hugðist upphaflega
gera. Að auki var veðrið honum óhag-
stætt. Eftir að hafa ráðfært sig við ís-
lenska kajakmenn sem reru með hon-
um fyrstu áfangana tók hann þá
ákvörðun að hætta við hringróðurinn.
Hann hafði þá róið með Magnúsi Sig-
urjónssyni og fleiri að Arnarstapa á
Snæfellsnesi. Vegna veðurs var
ákveðið að róa ekki fyrir nesið heldur
halda af stað frá Stykkishólmi og róa
yfir Breiðafjörðinn. Hann reri síðan
töluvert meðfram Norðurlandi áður
en hann sneri heim. Á bloggi hans
mátti lesa að hann hefði komið hing-
að til að leita að áskorun, ekki til að
drepa sig. runarp@mbl.is
Bandaríski kajakræðarinn John Peaveler
Hætti snarlega við hringróður
eftir að hann komst í kast við Ægi