Morgunblaðið - 06.07.2010, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 06.07.2010, Blaðsíða 12
12 Fréttir MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚLÍ 2010 Stangaveiðifélag Reykjavíkur www.svfr.is – Sími 568 6050 Úrval veiðileyfa… laxveiði silungsveiði …fyrir alla 0000                                  !  " ! ###$   $  %     &  '   ###$      ''(   ###$    Landsins mesta úrval af laxa- og silungaflugum Frí flugubox www.frances.is Heimsþekktar flugur atvinnumanna          STANGVEIÐI Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is „Ég sá að þetta var stór fiskur en hélt ekki að hann væri svona stór. Það var ekki fyrr en Júlíus Bjarna- son félagi minn sagði að hann kæm- ist ekki í háfinn að ég áttaði mig á því hvað hann var í raun stór,“ segir Elvar Örn Friðriksson, 21 árs veiði- maður sem landaði um helgina 103 cm löngum laxi í Kirkjuhólmakvísl á Nessvæðinu í Laxá í Aðaldal. Lax- inn tók Skrögg flottúpu, með gáru- bragðinu. Samkvæmt viðmiðunar- kvarða Veiðimálastofnunar er laxinn 22 pund, en hann var nýgenginn og ummál hans, sem einnig var mælt, var það mikið að menn telja hann frekar 23 pund. „Hann velti sér þrisvar sinnum á fluguna og tók hana í fjórða skiptið,“ segir Elvar. Þeir Júlíus voru að veiða í opn- unarhollinu í Nesi og veiddu sjö laxa. Þennan dag náðu þeir þremur: 16, 18 og 23 punda. „Það var allt í lagi,“ segir Elvar og hlær. „En þetta er sá stærsti sem ég hef veitt.“ Þrátt fyrir ungan aldur er Elvar reyndur veiðimaður og starfar á sumrin sem leiðsögumaður laxveiði- manna. Lax er dreifður um alla Laxá í Aðaldal og fréttist af góðri veiði bæði á svæðum Laxárfélagsins og á Nesveiðum, þar sem nær 50 hafa þegar verið færðir til bókar. Tröll í Víðidal Laxveiðin fer ekki bara frábær- lega vel af stað um land allt, heldur gerast stórlaxaævintýrin víða. Austurrískur veiðimaður, Peter Bartembach að nafni, veiddi 107 cm langan hæng í Dalsárósi í Víðidal á föstudaginn var – mun það vera sá lengsti úr íslenskri á það sem af er sumri. Samkvæmt viðmiðunar- kvarða Veiðimálastofnunar gæti lax- inn hafa vegið nálægt 25 pundum. Á vefmiðlinum Vötnogveidi.is er greint frá því að af fyrstu 100 löx- unum sem bókaðir voru í Víðidalsá hafi 74 verið lengri en 74 cm, eða laxar sem hafa verið tvö ár í sjó. Nokkrir tuttugu pundarar eru þar á meðal og veiðimenn hæstánægðir. Elliðaárnar krauma af laxi Laxinn gengur af krafti í Elliða- árnar þessa dagana. Aðfaranótt föstudagsins var fóru rúmlega 50 laxar gegnum teljarann, sem var besta gangan fram að því, en aðfara- nótt laugardags fóru síðan rúmlega 130 í gegn. Á áttunda hundrað laxa er því komið upp á dal. Blaðamaður var við veiðar í Ell- iðaánum um helgina og var mikið líf á neðri hluta svæðisins. Í Sjávar- fossi voru tugir laxa og lentu veiði- menn í því að húkka í fiska án þess að ætla, slíkur var fjöldinn í hylnum. Þá mátti telja tugi laxa í kvörnunum þar fyrir neðan. Fjöldi laxa var í hyljunum fyrir ofan Ullarfoss og um 70 blöstu við þeim sem gengu yfir Árbæjarstíflu. Flestir veiðimenn taka kvótann í Elliðaánum, sem er tveir laxar, bæði á flugu og maðk. Þegar tveir laxar hafa verið teknir má veiða og sleppa en eingöngu beita flugu. Ekki reyna bara veiðimenn með leyfi við laxinn í Elliðaánum. Um helgina þurfti veiðivörður þannig að hafa afskipti af erlendum veiði- mönnum við ósa ánna og þá sást einnig til veiðimanna sem fleygðu færi sínu í Teljarastreng. Veiðimað- ur sem átti svæðið kom að þeim, hringdi í veiðivörðinn og þá forðuðu veiðiþjófarnir sér á hlaupum. Fimmtán á stöng í Ásunum „Þetta er allt eins og í lygasögu, allar ár eru góðar. Nú væri helst fréttnæmt ef ekki veiddist vel,“ seg- ir Stefán Sigurðsson hjá Lax-á. Hann segir að Laxá á Ásum hafi verið opnuð um mánaðamótin og veiddu fyrstu hollin 31 og 34 laxa. Veitt er á tvær stangir þannig að hvor stöng hefur veitt yfir 15 laxa. Þar gengur lax af krafti í ána, segir Stefán. „Það er líka fínn gangur í Rang- ánum,“ segir hann. „Í Ytri-Rangá er helmingi meira veitt en á sama tíma í fyrra og hittifyrra. Það veiðast svona 20 laxar á dag, mest frá Ægis- síðufossi og niðurúr, en lax er líka farinn að veiðast á Rangárflúðum og ofar. Á sunnudag veiddist fyrsti lax sumarsins á efsta svæðinu.“ Ljósmynd/Júlíus Bjarnason Kampakátur „Þetta er sá stærsti sem ég hef veitt,“ sagði Elvar Örn Friðriksson um 103 cm hænginn sem hann veiddi í Aðaldalnum á laugardag. Þá fengu þeir félagarnir 16, 18 og 23 punda laxa á stöngina. „Hélt ekki að hann væri svona stór“  Laxar í yfirvigt veiðast nú víða um land  107 cm hængur úr Víðidalsá  Öflugar laxagöngur í Reykjavík Flugan.is er ný netverslun þar sem seldar eru veiðiflugur fyrir lax og silung, auk annarra vara sem tengjast stangveiðum. Eigendurnir eru Ólafur Vig- fússon og María Anna Clausen sem hafa um árabil þjónustað veiðimenn í verslunum sínum, Veiðihorninu og Sportbúðinni. Að sögn Ólafs eru nú um 330 tegundir af flugum í netversluninni og verða þær orðnar hátt í 400 síðar í sumar, enn meira úrval en unnt er að hafa á boðstólum í Veiðihorninu. „Við opnuðum netverslun Veiðihornsins árið 1999 og hún hefur gengið vel, en flugur eru sérstök vara og ég var aldrei ánægður með uppsetn- inguna á flugunum innan um aðrar vörur,“ segir Ólafur. Þau hafa átt lénið Flugan.is öll þessi ár og létu nú verða af því að opna sérstaka fluguversl- un, sem þjónustar bæði laxveiði- og silungsveiðimenn, en fyrir þá síðar- nefndu er boðið upp á púpur, straumflugur og þurrflugur. „Við förum út í þetta af metnaði og afgreiðum samdægurs í póst þær pantanir sem berast fyrir hádegið. Þá erum við reglulega með opið spjall- samband þar sem viðskiptavinir geta spjallað við okkur og leitað ráða,“ segir Ólafur. Einnig er hægt að skoða flugusafn verslunarinnar í síma. Hátt í 400 tegundir flugna NÝ VEFVERSLUN, FLUGUR.IS, MEÐ VEIÐIFLUGUR Á NETINU Klassísk Jock Scott er meðal fjölda flugna til sölu á Flugan.is. AUGLÝSINGASÍMI 569 1100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.