Morgunblaðið - 06.07.2010, Blaðsíða 13
Fréttir 13INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚLÍ 2010
BAKSVIÐ
Andri Karl
andri@mbl.is
Góður árangur íslenska landsliðsins
í brids á Evrópumótinu sem lauk í
Belgíu á laugardag tryggði því sæti á
heimsmeistaramótinu sem fram fer í
Eindhoven í Hollandi í október á
næsta ári. Þetta er í fyrsta skipti
sem Ísland á möguleika á Bermúda-
skálinni eftirsóttu síðan landsliðið
vann eftirminnilegan sigur á Pól-
verjum í japönsku borginni Yoko-
hama í október 1991.
Tveir liðsmenn landsliðsins sem
náði fjórða sætinu í Belgíu um liðna
helgi áttu sæti í heimsmeistaraliði
Íslands árið 1991, þ.e. Þorlákur
Jónsson og Jón Baldursson sem
einnig varð heimsmeistari í ein-
menningi árið 1994. Í samtali við
Morgunblaðið sagðist Jón reikna
fastlega með því að gefa kost á sér í
liðið. Hann tók hins vegar fram, að
það var þjóðin sem vann sér keppnis-
rétt á heimsmeistaramótinu ekki
leikmennirnir „svo það verður gífur-
leg samkeppni um sæti í liðinu“.
Alla vega tvennt er líkt með
undanfara heimsmeistaramótsins
1991 og 2011, þ.e. hvað varðar ís-
lenska liðið. Í báðum tilvikum náði
liðið fjórða sæti á Evrópumóti sem
tryggði því keppnisrétt en einnig var
ástandið í ríkisfjármálum afar bág-
borið árin 1990 og 1991. Þáverandi
forsætisráðherra, Davíð Oddsson,
gerði þetta að umtalsefni í ræðu
sinni þegar hann fagnaði brids-
heimsmeisturunum í Leifsstöð. „Á
meðan þið voruð úti að spila, þá var
haust hér á Íslandi og þá voru allir
verstu spádómar sem gengu yfir Ís-
land, sem ganga yfir á haustin. Allir
spádómar og spástofnanir Íslend-
inga voru þá að berja frá sér haust-
verkunum, svartagallsrausinu um að
allt væri að fara til helvítis. Það var
afskaplega gott að fá bros frá Japan
á þeim tíma.“
Árangurinn engin tilviljun
Spurður hvort íslenska þjóðin
megi eiga von á að liðið hugsanlega
vinni Bermúdaskálina á ný
og færi með því bros á
varir kreppubarinnar
þjóðar segir Jón:
„Allt getur gerst og
við erum með 100%
árangur á HM. Við
erum með öflugt lið
og árangurinn á
Evrópumótinu var
engin tilviljun. Við
undirbjuggum okkur vel
og það er gríðarlega mikilvægt.“
Hann bætir við að mjög bráðlega
verði að fara að huga að und-
irbúningi enda ekki nema fimm-
„Erum með 100%
árangur á HM“
Kemur landsliðið í brids heim með Bermúdaskálina á ný?
Morgunblaðið/GSH
Fagnað Íslendingar voru aðeins sjötta þjóðin til að vinna heimsmeistaratitil í brids í fjörutíu ára sögu keppninnar.
Hjalti Geir Erlendsson
hjaltigeir@mbl.is
Þriðja strandveiðitímabilið er hafið
og miðast það við júlímánuð. Alls eru
tímabilin fjögur í sumar. Heildarafl-
inn í strandveiðum á síðasta tímabili
var rúm 2.173 tonn samkvæmt upp-
lýsingum frá Fiskistofu. Lönduðu þá
636 bátar í alls 4.143 löndunum.
Landinu er skipt í fjögur veiði-
svæði samkvæmt reglugerð sjávar-
útvegs- og landbúnaðarráðherra.
Leyfi til strandveiða eru veitt á því
svæði þar sem heimilisfesti útgerð-
araðila viðkomandi báts er skráð.
Fiskistofa hefur gefið út 710 leyfi til
strandveiða á þessu ári og 652 þeirra
hafa þegar hafið veiðar. Til saman-
burðar voru útgefin veiðileyfi alls
595 á síðasta ári. Á þriðja tímabilinu
er heimilt að veiða 599 tonn á svæði
A, 426 tonn á svæði B, 461 tonn á
svæði C og 157 tonn á svæði D.
Í gær höfðu 211 bátar hafið veiðar
á svæði A, en þar voru flest veiðleyfi
gefin út eða alls 230. Svæðið nær frá
Eyja- og Miklaholtshreppi til Súða-
víkurhrepps. Aflaheimildir voru full-
nýttar á svæðinu í maí og í júní. Sam-
kvæmt upplýsingum Fiskistofu var
97% hlutfallsnýting á svæði B og D
en 88 prósenta nýting á svæði C.
Fullnýtist aflaheimildir ekki á
hverju tímabili flytjast ónýttu heim-
ildirnar á milli mánaða. Þannig
munu 104 tonn flytjast til júlítíma-
bilsins á svæði C, 22 tonn á svæði B
og 20 tonn á svæði D.
Mest hefur veiðst af þorski en
hann er 76,1 prósent heildaraflans.
Tæp 22 prósent aflans var ufsi. Ef
litið er til einstakra svæða þá er teg-
undasamsetningin breytileg. Þannig
var þorskaflinn tæp 93 prósent á
svæði A en aðeins rúm 58 prósent á
svæði D samkvæmt upplýsingum frá
Fiskistofu.
Almenn ánægja með veiðarnar
Örn Pálsson, framkvæmdastjóri
Landssambands smábátaeigenda,
segir lítið hafa veiðst fyrsta dag
tímabilsins vegna slæms veðurs en
horfur séu þokkalegar framundan.
Ekki er heimilt að veiða um helgar
né á föstudögum og því hafði aðeins
fengist reynsla af einum degi þegar
fréttin var unnin.
„Mér sýnist að flestir ættu að geta
komist á sjó í vikunni og þá er aflinn
fljótur að koma,“ segir Örn. Hann
segir almenna ánægju ríkja með
veiðarnar meðal smábátasjómanna.
„Strandveiðiheimildirnar svara
kalli margra sem voru ósáttir með að
geta ekki stundað veiðar án kvóta,“
segir Örn. Hann segir mikinn kostn-
að fylgja því að eiga bát og því gagn-
ist strandveiðarnar mörgum. Örn
segir veiðarnar einnig hafa gengið
vel þegar litið sé til öryggismála.
Miklar kröfur séu gerðar til sjó-
manna og vel sé haldið utan um ör-
yggismál. Nokkur nýliðun hefur átt
sér stað meðal strandveiðimanna að
sögn Arnar. Þannig voru nýir aðilar
um 20 prósent þeirra sem stunduðu
strandveiðar í fyrra. Þótt ekki séu til
tölur um nýliða í ár segir Örn þá vera
fjölmarga.
Þriðja strand-
veiðitímabilið
farið af stað
2.173 tonn veiddust á öðru tímabili
Morgunblaðið/Heiddi
Sjómannslíf Hér má sjá löndun eft-
ir vel heppnaða veiðiferð.
Strandveiði
» Fiskistofa hefur gefið út 710
leyfi til strandveiða á þessu
ári.
» Veiðitímabilin eru fjögur:
Maí, júní, júlí og ágúst.
» Í júní lönduðu 636 bátar í
alls 4.143 löndunum.
» Ef vel viðrar verða sjómenn
fljótir að landa heimiluðum
afla í júlí.
» Þorskur er 76,1% heildarafl-
ans.
Gríðarlegur kostnaður fylgir því
fyrir Bridgesamband Íslands að
taka þátt á heimsmeistara-
mótinu, segir Ólöf Þorsteins-
dóttir, framkvæmdastjóri sam-
bandsins. Hún á von á að sótt
verði um sem flesta styrki.
Þrátt fyrir niðurskurðartíma
þegar landsliðið keppti síðast
um Bermúdaskálina féllst ríkis-
stjórnin á styrkbeiðni
Bridgesambandsins
en það þýddi að
hægt var að
staðfesta þátt-
töku Íslands.
Katrín
Jakobs-
dóttir, mennta-
málaráðhera, segir
það að sjálfsögðu koma
til álita að styrkja sam-
bandið að þessu sinni
þrátt fyrir niðurskurð,
beiðni þess efnis hafi
þó ekki enn borist.
Tekur vel í
styrkbeiðni
KOSTNAÐARSÖM FÖR
ÚR BÆJARLÍFINU
Björn Björnsson
Sauðárkrókur
Skagfirðingar, og vafalaust Norðlendingar
allir, geta verið ánægðir með sumarið, enda
það sem af er einmuna gott og hefði einhvern
tíma þótt einstakt.
Eftir sveitarstjórnarkosningar í vor
var myndaður í Skagafirði meirihluti Fram-
sóknarflokks og Vinstri grænna. Stefán Vagn
Stefánsson yfirlögregluþjónn leiddi lista
Framsóknarflokksins, og aðspurður sagði
hann að ný sveitarstjórn væri nú að vinna í því
að koma sér inn í stöðu mála. Enn hefur ekki
verið ráðinn sveitarstjóri en gerir Stefán frek-
ar ráð fyrir að mál mundu skýrast í vikunni.
Um allt land eru nú haldnar bæjarhátíðir.
Hér í Skagafirði eru tvær slíkar, Jóns-
messuhátíð á Hofsósi og Lummudagar á Sauð-
árkróki. Jónsmessuhátíðin hefur fest sig ræki-
lega í sessi og nú í lok júní var gríðarlega vel
heppnuð hátíð á Hofsósi og hefur sjaldan eða
aldrei verið viðlíka fjöldi fólks sem naut sam-
vista og skemmtunar í eindæma veðurblíðu.
Lummudagarnir á Sauðárkróki voru nú
haldnir í annað sinn og virðast líka ætla að
verða að árvissri hátíð, enda mikið um að vera.
Þá skemmdi ekki fyrir að haldið var einnig um
þessa helgi árlegt Landsbankamót í knatt-
spyrnu, þar sem yngri flokkar stelpna víða að
af landinu voru á skotskónum og af þeim sök-
um einnig gríðarlega gestkvæmt í bænum.
Nýjung í ferðaþjónustu á Sauðárkróki er
„Gestastofa sútarans“ í húsnæði Sjávarleðurs.
Það eru hjónin Sigríður Káradóttir og Gunn-
steinn Björnsson sem eiga og reka fyrirtækið
Sjávarleður og dótturfyrirtæki þess Loðskinn.
Sagði Gunnsteinn að opnun gestastofunnar
hefði mælst mjög vel fyrir og væri reynsla
þessa fyrsta mánaðar framar vonum. Einu
sinni á dag væri boðið upp á skoðunarferð
meðfram vinnslulínu skinnanna og nú þegar
hefðu á milli 500 og 1000 gestir nýtt sér þetta,
en auk þess væri svo alltaf tekið á móti hópum
á öðrum tímum.
Þá sagði Gunnsteinn að aftur væri kom-
in full vinnsla á lambsskinnum, og nú þegar í
haust yrði í París sýnd heildstæð vörulína frá
Loðskinni-Sjávarleðri í bæði mokkaskinnum
og fiskroði. Sagðist hann vænta þess að ef
vörulínum verksmiðjunnar yrði vel tekið
mundi störfum fjölga í framleiðslunni.
Innan við Suðurgarðinn við Sauð-
árkrókshöfn hafa félagar í Siglingaklúbbnum
Drangey komið sér fyrir með flotbryggju og
þegar hafgolan kemur svolítið hryssingsleg
inn með Stólnum má sjá hvít segl sem lóna allt
austur undir Hegranes og koma svo svífandi
yfir hafflötinn til baka. Þarna eru ungir sigl-
ingamenn að læra að aka seglum eftir vindi og
það eru gamalreyndir siglarar, Jakob Frímann
Þorsteinsson og Hallbjörn Ægir Björnsson,
sem standa fyrir kennslunni. Klúbburinn var
stofnaður 2009 og hefur nú á sínum snærum
átta seglbáta, tvo kanóa og fimm kajaka.
Gestkvæmt í bænum og hjá vinsælum sútara
Morgunblaðið/Björn Björnsson
Vinsæl Sigríður og Gunnsteinn, eigendur
Gestastofu sútarans, taka á móti gestum.