Morgunblaðið - 06.07.2010, Qupperneq 14
Einar Örn Gíslason
einarorn@mbl.is
Tap SP Fjármögnunar á rekstrar-
árinu 2008 var rúmlega 30 millj-
arðar króna. Hið gríðarlega tap
skýrist að mestu leyti af virðisrýrn-
un útlána. Uppgjör þess árs var
ekki samþykkt fyrr en í apríl á
þessu ári, rúmum 16 mánuðum eftir
að reikningstímabilinu lauk. Þar
kemur fram að eigið fé félagsins
hafi verið neikvætt um 26 milljarða
og það því tæknilega gjaldþrota. Í
kjölfarið breyttist eignarhald fé-
lagsins, og er það nú alfarið í eigu
NBI sem jafnframt lagði því til nýtt
eigið fé. Samkvæmt uppgjörinu
hækkuðu þær myntkörfur sem SP
Fjármögnun lánaði mest af að
meðaltali um 100% á árinu 2008. Á
sama tíma fór markaður með bíla
og vinnuvélar, veðtryggingar lán-
anna, svo gott sem í frost. Útlána-
áhætta félagsins jókst þannig
gríðarlega. Heildarútlán félagsins, í
formi leigusamninga og skulda-
bréfa, voru í lok uppgjörstímabils-
ins ríflega 58 milljarðar króna á
gengi þess tíma, þar af 55 millj-
arðar á breytilegum vöxtum. Lán
til einstaklinga, einkum leigusamn-
ingar til bílakaupa, námu tæpum 28
milljörðum króna. Reikningur fyrir
síðasta rekstrarár liggur ekki fyrir,
og þar sem félagið er ekki með
skuldabréf skráð í Kauphöll Íslands
er það ekki skuldbundið til að birta
ársreikninga sína þar. Því er óljóst
hvernig þróun útlánasafns félagsins
hefur verið undanfarin misseri, með
tilliti til mögulegrar virðisrýrnunar
sem metin er reglulega, út frá þátt-
um á borð við vanskil og almennt
efnahagsástand.
Virðisrýrnun lána mikil
Útlánaáhætta SP Fjármögnunar hefur aukist gríðarlega frá hruni Virðis-
rýrnun árinu 2008 yfir 30 milljarðar króna Geta ekki varist gengissveiflum
Geta ekki varið sig
» Þar sem stór hluti útlána og
skulda SP Fjármögnunar er í
erlendum gjaldmiðlum hefur
fyrirtækið varið sig fyrir
gengisáhættu með framvirkum
gjaldmiðlasamningum.
» Félagið hefur ekki getað var-
ið sig með þessum hætti frá
því í október 2008. Skv. árs-
reikningi hefði 1% styrking
krónunnar í árslok 2008 haft
250 milljón króna jákvæð áhrif
á afkomu félagsins.
Reuters
Erlend lán Reynast þungbær.
14 FréttirVIÐSKIPTI | ATVINNULÍF
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚLÍ 2010
Fasteignaskattur
Núverandi Nýtt hlutfall til að halda tekjum*
*miðað við 10% lækkun heildarálagningarstofns
Reykja-
víkurborg
Kópa-
vogsbær
Seltjarnarnes-
kaupstaður
Garða-
bær
Hafnarfjarðar-
kaupstaður
Sv.fél.
Álftanes
Mosfells-
bær
0,
21
4% 0
,2
59
%
0,
18
0
%
0,
22
0
%
0,
24
0
%
0,
28
0
%
0,
22
0
%
0,
23
8% 0
,2
92
%
0,
20
0
%
0,
24
4%
0,
27
0
% 0,
31
1%
0,
24
4%
Þórður Gunnarsson
thg@mbl.is
Reykjavíkurborg þyrfti að hækka
fasteignaskatt á íbúðarhúsnæði úr
0,214% í 0,24% til að halda sömu
tekjum og á síðasta ári, samkvæmt
útreikningum blaðsins. Álagningar-
stofn A-flokks fasteigna, sem er
íbúðarhúsnæði, var ríflega 1.200
milljarðar króna í fyrra. Fasteigna-
mat ríkisins hefur tilkynnt að fast-
eignamat á landinu öllu verði fært
niður um 10%, sem þýðir að skatt-
stofn Reykjavíkurborgar lækkar
niður í tæpa 1.100 milljarða króna. Á
síðasta ári hafði Reykjavíkurborg
tæplega 2,6 milljarða króna upp úr
fasteignasköttum á íbúðarhúsnæði.
Að óbreyttri álagningu myndi sú
upphæð lækka í rúmlega 2,3 millj-
arða.
Einhverjir fengju aukahækkun
Fasteignamat lækkar nú um 10%
yfir línuna. Fram kemur í frétt Fast-
eignamats ríkisins að um 94%
íbúðarhúseigna á landinu lækki. Í
einhverjum tilfellum hækkar fast-
eignamat, meðal annars í nokkrum
hverfum á höfuðborgarsvæðinu.
Tækju borgaryfirvöld þá ákvörðun
að hækka fasteignaskattprósentuna
enn frekar, gætu því einhverjir
borgað enn hærri skatt en áður í
krónum talið. Þeir sem búa í Foss-
vogi eða öðrum nærliggjandi hverf-
um sáu þannig sitt fasteignamat
hækka þegar íbúðareigendur fengu
sent endurnýjað fasteignamat fyrir
skömmu.
Lækka í uppsveiflu
Að sögn Gunnlaugs Júlíussonar,
sviðsstjóra hag- og upplýsingasviðs
Sambands íslenskra sveitarfélaga,
hafa sveitarfélögin í heild vanalega
lækkað fasteignaskatta þegar fast-
eignamat hækkar, og síðan hækkað
þau á ný þegar matið lækkar. Þetta
gera þau, að sögn Gunnlaugs, til
þess að halda tekjunum stöðugum.
Fasteignamat hefur oft verið lækk-
að á landsbyggðinni á undanförnum
árum, enda eru fasteignaskattar ut-
an höfuðborgarsvæðisins almennt
mun hærri en á höfuðborgarsvæð-
inu. Lægstu fasteignaskattarnir eru
á Seltjarnarnesi, eða 0,18%. Næst-
lægstir eru þeir í Reykjavík og því
næst fylgja Garðabær og Mosfells-
bær með 0,22%. Álagning þessara
sveitarfélaga auk Hafnarfjarðar,
Álftaness og Kópavogs nemur ríf-
lega 60% af tekjum allra sveitarfé-
laga af fasteignasköttum á landinu.
Samkvæmt lögum geta fasteigna-
skattar verið allt að 0,5% af fast-
eignamati. Nokkur sveitarfélög eru
þó yfir því hámarki, til að mynda Ár-
neshrepur (0,625%), Mýrdalshrepp-
ur (0,56%) og Djúpivogur (0,55%).
Hæstu skattarn-
ir hækka meira
en hinir lægri
Reykjavík þyrfti að hækka fasteigna-
skatt í 0,24% til að halda sömu tekjum
● MP banki var með mesta veltu á
skuldabréfamarkaði í Kauphöll Íslands
á fyrri helmingi ársins, samkvæmt upp-
lýsingum frá Nasdaq OMXI. Velta
bankans nam 774 milljörðum króna,
sem er 31,76% af allri veltu skulda-
bréfa í Kauphöllinni, að því er fram
kemur í frétt frá MP. Heildarvelta á
skuldabréfamarkaði fyrstu sex mán-
uði ársins nam rúmlega 2.400 millj-
örðum króna.
Þess má geta að viðskipti í Kauphöll
Íslands samanstanda nú nær eingöngu
af viðskiptum með skuldabréf. Við-
skiptin eru í markflokkum ríkisbréfa,
verðtryggðum bréfum útgefnum af
Íbúðalánasjóði og óverðtryggðum
bréfum útgefnum af Lánasýslu ríkisins.
MP banki með mesta
markaðshlutdeild
STUTTAR FRÉTTIR ...
● Skuldabréfavísitala GAM Manage-
ment, GAMMA: GBI, stóð í stað í gær, í
1,3 milljarða króna viðskiptum. Verð-
tryggða vísitalan, GAMMAi: Verðtryggt,
hækkaði lítillega í 0,8 milljarða króna
veltu og sú óverðtryggða, GAMMAxi:
Óverðtryggt, lækkaði um 0,1% í 0,4
milljarða króna viðskiptum, að því er
fram kemur í yfirliti GAMMA.
Lítil velta í kauphöll
● Breska olíufélagið BP hefur nú var-
ið 3,12 milljörðum dala, jafnvirði 392
milljarða króna, í aðgerðir vegna olíu-
slyssins í Mexíkóflóa. Fram kemur í
yfirlýsingu frá félaginu að um sé að
ræða kostnað vegna hreinsunar á
olíu, aðgerða við að stöðva lekann,
boranir, bætur til ríkja við Mexókóflóa
og sektir til bandarísku alríkis-
stjórnarinnar.
BP hefur eytt 3,1 millj-
arði dala í olíuhreinsun
● Samkvæmt veð-
bandayfirliti fyrir
fasteignina sem
hýsir 101 Hótel hef-
ur hún verið kyrr-
sett að beiðni
skilanefndar Glitn-
is. Samkvæmt
upplýsingum frá
hótelstjóra 101 hef-
ur kyrrsetning fast-
eignarinnar ekki
áhrif á rekstur hótelsins þar sem rekst-
urinn og fasteignin eru aðskildir þættir.
Kyrrsetningin er sú þriðja í röðinni á
eftir 350 milljón króna veðskuldabréfi
sem Arion banki á á hótelið. Jafnframt
á NBI tryggingabréf upp á sjö milljónir
dollara eða sem nemur tæpum 900
milljónum króna með veði í hótelinu.
Kyrrsetningarbeiðni skilanefndar Glitnis
er vegna tæplega 200 milljón króna
kröfu á eigendur hótelsins, þau Jón Ás-
geir Jóhannesson og Ingibjörgu Pálma-
dóttur.
101 Hótel var áður í eigu félagsins IP
Studium, en í febrúar var það fært yfir á
Jón Ásgeir og Ingibjörgu persónulega.
Hvort um sig á 50% hlut í hótelinu.
Alls hvíla því veð fyrir samtals 1,5
milljarða króna á húsinu, en samkvæmt
fasteignamati er verðmæti hússins
nokkuð undir því. thg@mbl.is
Fasteign hótels kyrrsett
Jón Ásgeir
Jóhannesson
Spænskir spari-
sjóðir, svokall-
aðir caja-
sparisjóðir, hafa
verið að breyta
samsetningu
sértryggðra
skuldabréfa
sinna til að fela
vanskil á húsnæðislánum sínum.
Skuldabréfin eða skuldabréfa-
vafningarnir, sem um ræðir, eru
tryggð með afborgunum af hús-
næðislánum. Tæpur helmingur
allra spænskra húsnæðislána var
veittur af slíkum sparisjóðum, en
vanskil á þeim hafa verið umtals-
vert meiri en á lánum frá hefð-
bundnum viðskiptabönkum.
Samkvæmt lögum þurfa caja-
sjóðirnir ekki að veita jafn ýtar-
legar upplýsingar um lánasöfn sín
og aðrir bankar, en þegar lánin
liggja að baki sértryggðum
skuldabréfum hafa matsfyrirtæki
og aðrir markaðsaðilar hins veg-
ar aðgang að upplýsingum um
þau.
Í skýrslu CreditSights segir að
sjóðirnir séu nú farnir að kaupa
slæm lán út úr sértryggðu bréf-
unum og setja þau beint í efna-
hagsreikninga sína.
Með þessu móti geta þeir betur
falið raunverulega stöðu sína fyr-
ir matsfyrirtækjunum, en það
breytir ekki því hvort vanskil eru
á lánunum eða ekki. Segir í
skýrslunni að því megi gera ráð
fyrir að raunveruleg staða sjóð-
anna sé mun veikari en hún virð-
ist vera nú. bjarni@mbl.is
Spænskir sparisjóðir
fela vanskil á lánum
! "
"
# "
$ % & ' '
$
()$( $ *!
+,-./,
+//.0/
++1.+1
,2.0/-
+0.344
+5.,51
++1.-/
+.-,2/
+/5.+4
+45.31
+,4.+,
+/0.--
++1.4+
,+.2-4
+0.-+,
+5.3+4
++1./+
+.-,4
+/5.1
+45./+
,+,.+,/,
+,4.-,
+/0.0
++1./4
,+.+25
+0.-50
+5.353
++/.+-
+.-,/,
+/1.,4
+41.,4