Morgunblaðið - 06.07.2010, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 06.07.2010, Blaðsíða 15
Fréttir 15ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚLÍ 2010 Einhverjum kynni að þykja illa far- ið með nautið sem æst var upp í að elta tvo spænska fullhuga fram af hafnarbakka í strandbænum Denia. Það fylgir þó sögunni að nautinu hafi verið komið á þurrt eftir að blóðheitur skrokkurinn fékk að kæla sig niður um stundarsakir. Hátíðin „Bous a la Mar“ fer nú fram í bænum en hápunktur hennar er einmitt þegar óhræddir piltar gefa sig fram til að espa nautin. Á ferð og flugi Með vatn á hornum sér Reuters Baldur Arnarson baldura@mbl.is Kosningavakan í Póllandi í fyrrakvöld var sérstaklega dramatísk fyrir Jaro- slaw Kaczynski, fyrrverandi forsætis- ráðherra. Efnt var til kosninganna í kjölfar flugslyssins í nágrenni borgarinnar Smolensk í Rússlandi í apríl, þegar rjóminn af stjórnarelítunni í Póllandi beið bana eftir að aðflug farþegaþotu mistókst. Hátt í hundrað manns fór- ust, að Lech Kaczynski, bróður Jaro- slaws og þáverandi forseta, og eigin- konu hans meðtöldum. Bræðurnir voru lykilmenn í íhaldsflokknum Lög og réttur (PiS), um leið og þeir veittu landi sínu forystu á sínum tíma. Skoðanakannanir höfðu bent til sigurs Bronislaws Komorowski, for- seta þingsins og fulltrúa Borgaravett- vangsins (PO) í forsetakosningunum, en þar fer íhaldsflokkur með frjáls- lyndu ívafi. Aðra umferð þurfti þó til að tryggja Komorowski meirihluta atkvæða en hann naut stuðnings 41,2% kjósenda í fyrri umferðinni 22. júní. Kaczynski fékk 36,7% atkvæða og gekk betur en spáð hafði verið. Jók muninn í 2. umferðinni Bilið á milli frambjóðendanna minnkaði í 2. umferðinni en Komo- rowski fékk 53,01% atkvæða og Kacz- ynski 46,99%. Kjörsókn var 55,31%. Úrslitin sæta tíðindum í evrópskum stjórnmálum en kjör Komorowskis þykir líklegt til að styrkja tengslin við einstök nágrannaríki, einkum Þýska- land og Rússland, eftir tíða árekstra í stjórnartíð Kaczynski-bræðranna. Komorowski varð bráðabirgðafor- seti eftir slysið en með kjöri hans eru tvö valdamestu embætti landsins í höndum frjálslyndra en fyrir er Don- ald Tusk í sæti forsætisráðherra. Þessi kjörstaða fyrir Borgaravett- vanginn þýðir að frjálslyndir hafa nú aukið svigrúm til að hrinda stefnu- málum sínum í framkvæmd. Pólverjar hafa ekki farið varhluta af kreppunni og hélt Borgaravett- vangurinn því á lofti í kosningunum að sigur Kaczynski myndi verða til að tefja nauðsynlegar aðgerðir til að reisa við efnahagslíf landsins. Gæti lægt öldurnar í bili Kjörstaða frjálslyndra þykir líkleg til að lægja öldurnar í pólskum stjórn- málum en þau hafa einkennst af harð- vítugum deilum fylkinganna tveggja. Pólska götublaðið Fakt sló þessu upp á forsíðu sinni í gær en þar sagði að Komorowski og Tusk hefðu ár til að sýna hvað í þá væri spunnið. Vísaði blaðið til þess að þingkosn- ingar verða að fara fram í síðasta lagi á næsta ári en Kaczynski er kok- hraustur og segir forsetakjörið aðeins „æfingu“ fyrir komandi kosningar. Komorowski er Póllandsforseti  Vann öruggan sigur á Kaczynski  Fyrstu kosningarnar í landinu í kjölfar harmleiksins í Smolensk  Borgaravettvangurinn í lykilstöðu  Flokkurinn hefur ár til að hrinda efnahagsstefnu í framkvæmd Bronislaw Komorowski Jaroslaw Kaczynski Tyrknesk stjórnvöld hóta að slíta stjórnmálasambandi við Ísrael vegna áhlaups ísraelskra hermanna á flutn- ingaskip nýverið. Skipið var að flytja vörur til Gaza, þar sem um ein og hálf milljón Palestínumanna býr, og krefst stjórnin í Tyrklandi þess að Ísraels- stjórn biðjist afsökunar á áhlaupinu, fallist á alþjóðlega rannsókn Samein- uðu þjóðanna á því og greiði ættingj- um hinna látnu bætur. Stjórnin í Ankara hefur ekki látið þar við sitja heldur hefur hún einnig kallað sendiherra sinn í Ísrael heim. Einn helsti bandamaður Ísraels Tyrkland hefur verið einn helsti, ef ekki helsti, bandamaður Ísraels í múslímaheiminum. Þrátt fyrir það er fátt sem bendir til að Ísraelsstjórn telji tilefni til að koma til móts við kröfur Tyrkja en haft er eftir hátt settum embættismönnum að hún sjái ekki ástæðu til afsökunarbeiðni. Fá ekki að lenda á flugvöllum Ahmet Davutoglu, utanríkisráð- herra Tyrklands, hefur þegar lýst því yfir að lokað hafi verið fyrir aðgang ísraelskra flugvéla að flugvöllum landsins, skref sem undirstrikar hversu alvarlegum augum stjórnin lítur atvikið sem 9 Tyrkir féllu í. Avigdor Lieberman, utanríkisráð- herra Ísraels, segir útilokað að stjórn sín biðjist afsökunar en fram kemur á vef Jerusalem Post að ráðherrann sé æfur út í Davutoglu fyrir að hafa hitt Benjamin Ben-Eliezer, ráðherra sem fer með atvinnumál og verslun í ísraelsku stjórninni, á fundi í Zürich í síðustu viku, án þess að greina ísr- aelska utanríkisráðuneytinu frá við- ræðunum fyrirfram. Ætlað að bera klæði á vopnin Sagði á vef blaðsins fyrir helgi að leynifundurinn gæti orðið til þess að spilla sambandi Lieberman og Ben- jamins Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, en viðræðunum var ætlað að koma samskiptum ríkjanna á réttan kjöl eftir spennu síðustu vikna. Netanyahu hafi gert Ben-Eliezer út af örkinni vegna góðra tengsla hans við Tyrki og þar með farið á bak við samráðherra sinn Lieberman. Tyrklandsstjórn er undir miklum þrýstingi heimafyrir vegna málsins en á vef ísraelska dagblaðsins Ha- aretz er fjallað um skýrslu tyrknesku baráttusamtakanna IHH, sem áttu skipið sem tekið var yfir með valdi 31. maí, en þar er Ísraelsher sakaður um „hryðjuverk“ með áhlaupinu. Tyrkir hóta að rifta stjórn- málasambandi við Ísrael  Setja Ísraels- stjórn úrslitakosti eftir áhlaup á skip Benjamin Netanyahu Ahmet Davutoglu Komorowski lét snemma á sér bera í stjórnmálunum í Póllandi og tók þátt í andófi gegn tökum Sovétríkjanna á stjórn landsins. Komorowski er sagnfræð- ingur að mennt frá Háskólanum í Varsjá. Þótt flokkur hans sé frjálslyndur í pólskum stjórn- málum og m.a. hlynntur einka- væðingu er hann íhaldssamur í mörgum samfélagsmálum. Barðist fyrir auknu frelsi FORSETINN Á YNGRI ÁRUM ALMYRKVI Á SÓLU Heimild: NASA Grafík: Kinyen Pong/RNGS 20% 40% 60% 80% 100% SKUGGI Á SÓLU EINS OG HANN SÉST FRÁ ÓLÍKUM BELTUM Á JÖRÐINNI 100% 80% 60% 1 9 .0 0 G M T 1 8 .3 0 G M T 1 9 .3 0 G M T 2 0. 00 G M T 2 0 .3 0 G M T Braut almyrkvans Sunnudaginn 11. júlí klukkan 19.33 að staðartíma í Greenwich (GMT). Sólmyrkvinn varir í 5mín. og 20 sek. Braut almyrkvans Syðri hluti Kyrrahafsins Tunglið Alskuggi Hálfskuggi Braut almyrkvans Sólin Jörðin Sólmyrkvar eiga sér stað þegar tungl er nýtt og gengur fyrir sólina og varpar skugga á takmarkað svæði á yfirborði jarðar. Mælt ermeð notkun sérstakra sólgleraugna til að vernda augun fyrir geislum sólarinnar þegar húnmyrkvast. Bob Crow, talsmaður fjölmenns stéttarfélags launafólks í samgöngu- geiranum í Bretlandi, sakar ráð- herra samsteypustjórnar Íhalds- flokksins og Frjálslyndra demókrata um að hafa gefið út „stríðsyfirlýs- ingu“ með hugmyndum sínum um hvernig staðið skuli að uppsögnum hjá opinberum starfsmönnum. Fjallað er um málið á vef blaðsins Guardian en þar er haft eftir fulltrú- um verkalýðsfélaga að fram hafi komið á fundi ráðherra stjórnarinn- ar að til standi að segja upp 500.000 opinberum starfsmönnum, í því skyni að stoppa upp í fjárlagagatið. Verkfallsrétturinn skertur Þá óttist verkalýðsfélögin að þrengt verði að rétti opinberra starfsmanna til að efna til verkfalla, auk þess sem stjórnin undirbúi breytingar á ákvæðum á uppsagnar- rétti til að draga úr kostnaði við brottrekstur hjá hinu opinbera. Verkamannaflokkurinn, sem ný- lega lét af stjórnartaumunum, hefur gagnrýnt stjórnina fyrir aðferða- fræðina í niðurskurðinum. Meðal þeirra sem hafa kvatt sér hljóðs er Yvette Cooper, ráðherra velferðarmála í skuggaráðuneyti Verkamannaflokksins, en hún full- yrðir að uppsagnirnar muni öðrum þræði bitna á konum, eða sem nemur nærri þremur af hverjum fjórum boðuðum uppsögnum hjá ríkinu. Óttast um 500.000 störf  Bresk verkalýðsfélög boða hörku 40% Niðurskurðurinn sem Osborne fjármálaráðherra boðaði í útgjöldum ríkisins um helgina. 11,4 Meðalgreiðslur í milljónum króna til um 15.000 opinberra starfsmanna í Bretlandi sem var sagt upp í fyrra. ‹ HÁAR TÖLUR › »

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.