Morgunblaðið - 06.07.2010, Page 17
17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚLÍ 2010
Höfuðbúnaður Hópur listamanna framdi gerning á Laugaveginum í gær, gekk með ýmsa hluti og húsmuni á borð við stóla, klukkur og útvörp á höfðinu, vegfarendum til undrunar og íhugunar.
Árni Sæberg
Nú stendur yfir
umsóknarferli Íslands
að ESB en að mörgu
leyti er um að ræða
aðlögunarferli frekar
en samninga.
Þegar horft er til
þess að innganga í
ESB er mál sem
varðar fullveldi og
sjálfstæði Íslands er
mikilvægt að gera sér
grein fyrir grundvall-
arstærðum og hvernig málin
kunna að líta út síðar á öldinni.
Það er þekkt staðreynd að barn-
eignir á Íslandi eru mun meiri en
í ESB-löndunum. Þetta leiðir til
þess að hlutfall þeirra sem verða
á vinnumarkaði verður lægra og
færri eru til að standa undir
þyngri byrðum í framtíðinni í
ESB en á Íslandi. Þessi stað-
reynd hefur ekki bara áhrif á líf-
eyrismál heldur skattstofna og út-
gjöld.
Miðað við skuldastöðu margra
ESB-landa er þetta mál þannig
vaxið að vandséð er hvernig dæm-
ið gangi upp.
Mér til glöggvunar á þessu at-
riði fékk ég DataMarket til að
taka saman gögn um samsetningu
íbúa á Íslandi, í ESB og í Banda-
ríkjunum fyrir árin
2030 og 2050. Þegar
þessi gögn eru sett
fram á myndrænan
hátt er fljótséð að
mikill munur er á
stöðunni. Bandaríkin
standa best en Ísland
stendur líka vel.
Staða ESB er bók-
staflega þung þegar
horft er á súluritið
frá DataMarket enda
þurfa sífellt færri
vinnandi að standa
undir þeim sem ekki eru lengur á
vinnumarkaði. Þegar svo við þetta
bætist versnandi samkeppn-
ishæfni ESB-landanna gagnvart
Asíu, skuldir og innri erfiðleikar
er vandséð hvernig hægt er með
góðu móti að vega upp þennan
þunga vanda. Ísland er á hinn
bóginn með góða aldursdreifingu,
fé í lífeyrissjóðum og miklar nátt-
úruauðlindir.
Þegar þetta er metið er vand-
séð hvernig Íslandi sé betur borg-
ið innan ESB. Þar við bætist að
stuðningur við aðild Íslands er
hverfandi lítill. Reyndar er það
svo að stuðningur við ESB hefur
minnkað innan aðildarlandanna
sjálfra sem glíma nú við gjaldmið-
ilsvanda sem ekki sér fyrir end-
ann á.
Tækifæri Íslands liggja í að
virkja sjálfstæðið betur og má
vel sjá fyrir sér betri samskipti
við Bandaríkin, aukin viðskipti
við Kína og bein samskipti við
lönd eins og Noreg og Þýska-
land. Aðild að ESB hefur að
mínu viti alltaf verið verri kostur
en að standa utan sambandsins.
Aldrei hefur þessi staða verið
eins skýr og einmitt nú. Það er
ábyrgðarhluti að halda áfram í
umsóknarferli sem er dýrt og
umdeilt á sama tíma og önnur
mál eru látin sitja á hakanum og
ljóst er að meirihluti þjóðar og
þingmanna er á móti.
Eftir Eyþór Arnalds » Þegar samsetning
aldurs Íslendinga
er borin saman við ESB
kemur berlega í ljós
að staðan verður
mun þyngri í ESB
en á Íslandi þegar
líða tekur á öldina.
Eyþór Arnalds
Höfundur er bæjarfulltrúi
og framkvæmdastjóri.
Styrkur Íslands – veikleiki ESB
Ísland 2050
80+
75-79
70-74
65-69
60-64
55-59
50-54
45-49
40-44
35-39
30-34
25-29
20-24
15-19
10-14
5-9
0-4
20.000 15.000 10.000 5.000 0 5.000 10.000 15.000 20.000
Karlar Konur
Heimild: Datamarket
Evrópusambandið 2050
80+
75-79
70-74
65-69
60-64
55-59
50-54
45-49
40-44
35-39
30-34
25-29
20-24
15-19
10-14
5-9
0-4
3,500.000 2.500.000 1.500.000 500.000
Karlar Konur
Heimild: Datamarket
500.000 1.500.000 2.500.000 3.500.000