Morgunblaðið - 06.07.2010, Síða 21

Morgunblaðið - 06.07.2010, Síða 21
Minningar 21 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚLÍ 2010 Þá er elskulegur frændi okkar flog- inn yfir móðuna miklu þar sem vel er tekið á móti honum og hann vel liðinn rétt eins og í lifanda lífi. Honum voru gefnar miklar gáfur, en það er ekki aðeins nóg að hafa gáfurnar heldur verður maður einnig að nýta þær sem hann sannarlega kunni. Hann var samviskusamur og ötull en einnig mikill og góður frændi. Jafnvel undir það síðasta þótt hann hafi verið orðinn svona lasinn var hann samt að hugsa um það að koma með gjafir til Íslands. Þegar við vorum litlar kom hann ávallt færandi hendi, hvort sem það var sælgæti, púsluspil eða annað sem gladdi lítið barnshjarta. Oft voru það líka bækur sem hann gaf okkur, til dæmis gaf hann mér stóra og fallega bók um Grimms-ævintýri. Við ferm- ingu gaf hann mér veglega bók um Ís- land sem hefur bæði verið skemmtileg og gagnleg. Hún var það stór að hún passaði ekki í bókahilluna! Allt sem stóð í þeirri bók hefur hann ef til vill kunnað utanbókar, enda var það þannig að alltaf ef maður var í vafa og spurðist fyrir hjá fjölskyldunni var svarið oftar en ekki: „Spyrðu Kjart- an!“ Hann var kíminn og góðhjartað- ur. Hann var fullkomin fyrirmynd og sterk hvatning. Það eru hins vegar ekki alltaf góðar gjafir sem gefa bestu minningarnar heldur eru bestu minn- ingarnar oft þær sem manneskjurnar gefa manni af þeim sjálfum. Þar sem Kjartan bjó í fjarlægu landi, eða í „Ostó“ eins og ég kallaði það, tókum við upp á því að skrifast á, þ.e.a.s. þegar ég var farin að geta staf- sett. Við skrifuðum hvort öðru löng bréf um allt milli himins og jarðar en iðulega var einhver speki í þeim bréf- um sem hann sendi mér sem mér fannst að sjálfsögðu það allra skemmtilegasta. Til allrar lukku mun ég ætíð eiga þessi fallega skrifuðu bréf sem meðal annars hafa að geyma allt gríska stafrófið, hebreska og jafn- vel rússnenska að mig minnir! Öll þessi stafróf skrifaði hann upp fyrir mig eflaust eins og að drekka vatn, og ég man ennþá hvað mér fundust þess- ar rúnir fallegar. Kjartan gerði allt vel og var samviskusamur með afbrigð- um. Skyndilega verður mér hugsað til þess þegar ég var lítil og beið eftir næsta bréfi frá Kjartani, þegar pakk- inn kom gat ég séð hversu margar blaðsíður hann hafði skrifað eftir þykkt umslagsins. Á meðan ég skrifa þetta er eins og ég sjái allar minning- arnar um hann dragast fram, þegar hann kom í heimsókn til okkar til Hornafjarðar, og nú sé ég hversu dýr- mætar þessar minningar eru og hversu heppin ég er að eiga aðeins góðar minningar. Ég er sérstaklega ánægð að geta munað eftir honum vera að gera að gamni sínu! Til dæmis þegar við sátum saman í sófanum og horfðum á kvikmyndir. Kjartani lágu allar leiðir opnar, og þeir vegir sem hann gekk voru fyrir honum beinir og breiðir. Hann átti allt gott skilið. Kjartan lærði ungur að tala, hann var ungur að læra að skrifa og ungur varð hann stúdent. Ungur fær hann færi á því að tala við engla guðs. Sofðu vært hinn síðsta blund, uns hinn dýri dagur ljómar, Drottins lúður þegar hljómar hina miklu morgunstund. (Valdimar Briem.) Snæfríður Grímsdóttir. Elsku frændi. Það er sárt til þess að hugsa að þú sért farinn frá okkur. Þú varst alltaf hjá okkur þegar þú varst á Íslandi og enginn mun fylla þitt skarð. Þú kunnir endalausar sögur af okkur systkinunum frá því að við vorum börn sem þú hafðir gaman af að segja okkur og þú mundir öll smáatriði. Þetta sama minni kom okkur systk- inunum hins vegar ekki vel þegar við spiluðum fimbulfamb með þér á jól- unum, því þú kunnir auðvitað öll orð- in. Ég er mjög þakklát fyrir þessar góðu minningar og hugga mig við þær nú. Það var frábært að fá þig í heim- sókn til mín í Hollandi síðasta sumar. Ég ætlaði að sýna þér fallegu borgina mína og byrjuðum við á að skoða Dómkirkjuna í Utrecht. En þar end- uðum við óvart á pönkarahátíð. Þetta var ekki alveg sú mynd sem ég vildi gefa þér af borginni minni og aldrei hef ég séð annað eins samansafn af fólki. Heimsókn upp á háskólasvæðið var öllu betri. Þú sýndir mínu námi alltaf svo mikinn áhuga og saman skoðuðum við allar háskólabygging- arnar og skrifstofuna mína á spítalan- um. Þú vildir vita að litla frænka þín hefði það gott og að vel væri hugsað um hana á meðan hún væri í náminu. Það er mér mikils virði hversu mikinn áhuga þú hafðir á mínum rannsóknum þó svo að við værum ekki alveg á sama sviði. Þú fylgdist með því sem ég var að gera og gafst góð ráð um hvernig best væri að haga doktorsnáminu og hvernig ætti að eiga við leiðbeinendur og aðra samstarfsfélaga. Ég þakka þér allan þann stuðning sem þú hefur sýnt mér og allar þær góðu stundir sem við höfum átt saman. Þín er sárt saknað en það er huggun harmi gegn að þú þurftir ekki að þjást lengur. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Guðrún Stefánsdóttir, Utrecht. Frá því að við systkinin fyrst mun- um eftir okkur voru komur Kjartans „stóra frænda“ til landsins reglulegt tilhlökkunarefni. En þar sem við er- um ung og minni okkar nær stutt munum við lítið eftir þeim tíma þegar Kjartan bjó á Íslandi. Hins vegar er sá tími okkur enn í fersku minni þegar við systkinin bjuggum í föðurhúsum og Kjartan dvaldi hjá okkur þegar hann heimsótti Ísland. Það setti ætíð skemmtilegan blæ á heimilislífið þeg- ar þessi dagfarsprúði frændi kom til okkar klyfjaður bókum. Oftar en ekki bað móðir okkar um að við aðstoðuð- um hann við að bera inn farangurinn, töskur fullar af bókum, sem líkast til voru þyngri en við sjálf. Kjartan var að eðlisfari fróðleiksfús og athugull og ekkert var honum óviðkomandi. Hann hafði alltaf mikinn áhuga á því hvað við systkinin vorum að sýsla og við máttum gjarnan eiga von á spurn- ingaflóði þegar hann náði okkur ein- um, oft eldsnemma á morgnana við mismikla hrifningu yngri kynslóðar- innar. Hann kunni margar sögur af bernskubrekum okkar og í heimsókn- um sínum rifjaði hann þær gjarnan upp. Vísast hefðu margar þeirra gleymst hefði ekki verið fyrir stál- minni Kjartans. Kjartan gaf sig alltaf mikið að börn- um og fengum við systkinin meiri at- hygli frá honum en við áttum að venj- ast frá fullorðnu fólki. Okkur eru t.d. minnisstæðar langar stundir þar sem legið var yfir landabréfabókum og heimurinn rannsakaður. Þegar Snorri, elsta systkinið, eignaðist sitt fyrsta barn, fylgdist Kjartan grannt með þroska sveinsins. Á meðal þess síðasta sem hann sagði um þennan nýja uppáhaldsfrænda var að mál- þroski hans væri með miklum ágæt- um. Líklega hefur ekkert okkar systkinanna gert sér grein fyrir því, fyrr en við sjálf komumst til vits og ára, að frændinn góði var líka góður fræðimaður og gaumgæfði málþroska okkar allra. Það var ekki hvað síst gott að njóta samvista við Kjartan því hann var laus við fals og yfirborðsmennsku og eltist ekki við duttlunga tískunnar eða lífs- gæðakapphlaupsins. Hugðarefni hans voru af fræðilegum toga ásamt því sem hann hafði einlægan áhuga á ætt- ingjum sínum og vinum. Þegar hann dvaldi hjá okkur á Sólvallagötu varði hann miklum tíma á Árnastofnun og Þjóðarbókhlöðunni við vinnu. Heilsteypt gildi og heiðarleiki Kjartans eru okkur systkinunum til eftirbreytni og áminningar og fylgja okkur um ókomna tíð. Græðarinn Jesús gleðji’ hans önd, geymd er hún vel í Drottins hönd, holdið í hvíldum sofi. Mætast eftir hans mannorð er, minning réttlátra aldrei þver. Gáfur Guðs lýðir lofi. Snorri, Ottó og Gyða. Höggvið hefur verið í raðir Michel- sen-fjölskyldunnar. Góður frændi og heilsteyptur drengskaparmaður er fallinn frá eftir erfið veikindi. Mér er bæði ljúft og skylt að minnast þessa góða drengs með nokkrum orðum. Kjartan, ásamt Óttari tvíburabróð- ur sínum, var leikfélagi minn í barn- æsku, oft í þeim unaðsreit við Álfta- vatn þar sem Ottó og Gyða foreldrar þeirra voru með sumarbústað rétt við sumarbústað foreldra minna. Minnist ég margra glaðra stunda þar sem tím- inn leið hratt við ýmis ævintýri í „skóginum“ og sull í vatninu. Þó sam- skipti okkar minnkuðu með árunum er við uxum úr grasi brá aldrei skugga á vináttu okkar sem alla tíð hélst þó heilt haf væri milli okkar. Kjartan bjó erlendis eftir nám, lengst af í Noregi þar sem hann var prófessor í íslensku við Háskólann í Osló frá árinu 1992 til dauðadags ásamt því að stunda rann- sóknir og fræðistörf auk kennslu. Fjölmargar rannsóknir á sviði ís- lensku og norrænna málvísinda ásamt fjölda greina og bóka liggja eftir hann á Íslandi og erlendis. Kjartan var afar ræktarsamur við fjölskyldu sína. Hann kom við í hverri ferð sinni til Íslands og heilsaði upp á okkur feðgana en feður okkar voru bræður og nánir vinir sem upplifðu ógnartíma Evrópu fyrir og í seinni heimsstyrjöldinni. Voru samræður okkar alltaf bæði skemmtilegar og fróðlegar enda Kjartan víðsýnn og uppfullur af þekkingu. Þótti föður mínum mjög vænt um Kjartan og hlakkaði alltaf til að hitta hann. Er skarð fyrir skildi en klárt er að þeir sitja einhvers staðar á spjalli ásamt öðrum Mikkum sem taka nú á móti Kjartani. Færi ég þér Kjartan þakklæti og kveðjur frá móður minni og fjölskyldu fyrir ljúf samskipti og votta móður og fjölskyldu Kjartans samúð við ótíma- bært brotthvarf hans. Ég kveð þig, kæri frændi og vinur, og óska þér velfarnaðar á þeim ókunnu stigum sem þú nú hefur hald- ið út á. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (Vald. Briem) Frank Ú. Michelsen, úrsmíðameistari.  Fleiri minningargreinar um Kjart- an G. Ottósson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Bróðir okkar og mágur, JÓN JÓHANN KRISTJÁNSSON stýrimaður, frá Eiði, Borgarbraut 8, Grundarfirði, verður jarðsunginn frá Grundarfjarðarkirkju miðvikudaginn 7. júlí kl. 14.00. Elínborg Kristjánsdóttir, Trausti Jónsson, Rúrik Kristjánsson, Arnór Kristjánsson, Auður Jónasdóttir, Jónína Kristjánsdóttir. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, Ása Ásthildur Haraldsdóttir, Fögrukinn 30, Hafnarfirði, lést á heimili sínu miðvikudaginn 30. júní. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju mánudaginn 12. júlí kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á heimahlynningu Karitas. Jóhann Reynir Björnsson, Andrés Eyberg Jóhannsson, María Ingibjörg Kjartansdóttir, Jens Jóhannsson, Guðrún Árný Árnadóttir, Jón Gunnar Jóhannsson, Katrín Rut Árnadóttir, Þór Reynir Jóhannsson og barnabörn. ✝ Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ANNA ERLENDSDÓTTIR, frá Odda, Rangárvöllum, Háholti 7, síðast til heimilis að dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, lést föstudaginn 2. júlí. Útförin fer fram frá Akraneskirkju föstudaginn 9. júlí kl. 14.00. Erlendur Daníelsson, Gréta Jónsdóttir, Ingileif Daníelsdóttir, Anton Ottesen og ömmubörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, ÞÓRIR ÞÓRISSON fyrrv. fangavörður, Miklubraut 82, lést á Landspítalanum Fossvogi föstudaginn 2. júlí. Jarðarförin fer fram frá Háteigskirkju föstudaginn 9. júlí kl. 13.00. Guðrún Dóra Hermannsdóttir, Salóme Anna Þórisdóttir, Hreiðar Sigtryggsson, Þóra Þórisdóttir, Þórir Hlynur Þórisson, Hildur Jónína Þórisdóttir, Lárus Bjarni Guttormsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, ömmu, langömmu og systur, ÁSTU ÓLAFSDÓTTUR BECK, Snorrabraut 56b. Sérstakar þakkir til starfsfólks Vífilsstaða fyrir persónulega og hlýja umönnun. Ása Beck, Ólöf Una Beck, Ulf Beck, Magnús Haukur Jökulsson, Þórunn Magnúsdóttir, Gyða Ólafsdóttir. ✝ Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem auðsýndu okkur samúð, vinarhug og virðingu vegna andláts og útfarar ástkærs eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa, KRISTJÁNS HILMARS JÓNSSONAR, Bylgjubyggð 39B, Ólafsfirði. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki lyflækninga- deildar Sjúkrahúss Akureyrar. Fyrir mína hönd og fjölskyldunnar, Ásta Helgadóttir, Freygerður Dana Kristjánsdóttir,Ingibergur Þorkelsson Hilmar Kristjánsson, Birna Óskarsdóttir Jóna Kristín Kristjánsdóttir, Eiríkur Pálmason Sigurbjörg Kristjánsdóttir, Árni Jón Straumberg Guðmundarson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.