Morgunblaðið - 06.07.2010, Side 22

Morgunblaðið - 06.07.2010, Side 22
22 Minningar MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚLÍ 2010 ✝ Margrét Júl-íusdóttir fæddist í Hafnarfirði 17. apríl 1935. Hún lést á Sjúkrahúsi Akraness 29. júní 2010. Foreldrar hennar voru Júlíus Sig- urjónsson, skipstjóri úr Hafnarfirði, f. 1901, d. 1971, og Hrefna Halldórsdóttir húsfreyja, f. 1894, d. 1955. Systkini Margrétar: 1) Ragnheiður Sig- urgísladóttir, f. 1918, d. 1991. 2) Soffía Júlíusdóttir, f. 1924. 3) Svava Júlíusdóttir, f. 1925. 4) Sigurjón Júl- íusson, f. 1929, d. 1988. 5) Guðrún Júlíusdóttir, f. 1953. Margrét giftist Guðmundi Jóns- syni 29. september 1962 og bjuggu þau öll sín hjúskaparár á Bjarna- stöðum í Borgarfirði. Foreldrar hans voru Jón Pálsson, bóndi að Bjarnastöðum, f. 1883, d. 1971, og sínum á Brunnstíg 8 í Hafnarfirði. Eftir að barnaskóla lauk fór Margrét snemma út á vinnumarkaðinn og vann meðal annars á bólstrunarverk- stæði Ragnars Björnssonar og í Prentsmiðju Hafnarfjarðar til margra ára. Margrét var mikil áhugamanneskja um handbolta og spilaði með Haukum í Hafnarfirði. Hún var virk í skátastarfi Hafn- arfjarðar og KFUM. Margrét var framsýn og lagði sitt af mörkum til uppbyggingar ferða- þjónustu í Borgarfirði. Þau hjónin stofnuðu eina fyrstu hestlaleigu landsins árið 1972. Eins byggðu þau upp sumarbústaða- og tjaldstæði fyr- ir ferðamenn með miklum sóma. Margrét var í Kvenfélagi Hvítár- síðu og tók virkan þátt í störfum þess. Hún var lengi húsvörður í Brúarási sem er félagsheimili sveitarinnar og þar var um tíma rekin veitingasala sem Margrét stóð að ásamt fleirum. Á Bjarnastöðum dvöldu mörg börn sumarlangt hjá Margréti og Guð- mundi og eiga eflaust margar góðar minningar úr sveitinni. Útför Margrétar fer fram frá Reykholtskirkju í dag, 6. júlí 2010, og hefst athöfnin kl. 14. Jófríður Guðmunds- dóttir, húsfreyja, f. 1892, d. 1982. Margrét eignaðist dótturina Hrefnu Hall- dórsdóttur árið 1955, börn hennar eru Mar- grét Ósk Steindórs- dóttir, Gunnar Svanur Steindórsson, Berglind Fríða Steindórsdóttir, Adam Óttarsson og Júlía Óttarsdóttir. Hrefna á 5 barnabörn. Dætur Margrétar og Guðmundar eru: 1) Jó- fríður, f. 1966, sambýlismaður henn- ar er Davíð G. Sverrisson, dóttir þeirra er Hulda Rún. 2) Arndís, f. 1968, eiginmaður hennar er Sig- urður R. Gunnarsson, synir þeirra eru Guðmundur Aron, Stefán Már og Sigurður Arnar. 3) Hrafnhildur, f. 1972, sambýlismaður hennar er Jó- hannes Kristleifsson, sonur Hrafn- hildar er Konráð Axel Gylfason. Margrét ólst upp hjá foreldrum Þær stundir koma er ræna manninn máli, þó málfærið sé ekki týnt, og stundum er sem hjartað höggvist stáli og hugurinn sé snertur neistabáli, þó hvorugt verði sannað eða sýnt, – því utanlendis augans sjónarhringa er einkaheimur dýpstu tilfinninga. (H.H.) Það ber að þakka eftir nær hálfrar aldar samleið svo margt sem borið hefur við. Ofarlega í huga er hve mörgum kostum sú kona var búin er við kveðjum hér í dag. Ávallt gekk hún til liðs við þá er minna máttu sín og var þeirra málsvari. Vinafjöldinn er orðinn æði mikill að leiðarlokum og margir sakna vinar í stað. Þótt veik- indi hrjáðu hana og augljóst væri að hverju dró vildi hún aldrei ræða þau mál. Því er hér mikil heiðurskona kvödd. Blessuð sé minning hennar. Guðmundur Jónsson. Magga á Bjarnastöðum, hún mamma, var einstök kona, drífandi, dugleg, kjarkmikil, sniðug, skemmti- leg, úrræðagóð og góð móðir. Í sveitinni nýttust allir hennar kostir enda margt sem þarf að takast á við þar. Oft voru margir í heimili, ekki síst á sumrin þegar krakkar komu til sumardvalar, en alltaf stýrði hún skútunni þannig að hlutirnir gengu upp. Hún blómstraði í rekstrinum á ferðaþjónustunni, hvort sem um var að ræða hestaleiguna, sumarhúsin, kaffistofuna eða tjaldstæðin. Þar var mamma í essinu sínu. Það þótti kannski skrýtið að flagga í sveitinni á sjómannadaginn, en taugar hennar til heimaslóða sinna í Hafnarfirði voru sterkar og sá dagur var alltaf hátíðisdagur á Bjarnastöð- um. Þegar við heimsóttum Hafnar- fjörð var iðulega keyrt rólega um heimaslóðir hennar og þótti henni það afskaplega skemmtilegt enda Gaflari fram í fingurgóma. Ömmubörnin hennar voru gim- steinarnir hennar og fannst henni al- veg ómögulegt ef of langt leið á milli þess sem þau komu til hennar. Þau voru heppin að eiga svona stórkost- lega ömmu og munu njóta góðs af því alla tíð. Síðustu dagarnir voru mér dýr- mætir þar sem við systur gátum notið samvista hver við aðra með henni. Tími sem ég mun geyma mér í hjarta- stað. Söknuðurinn er mikill, skrýtið að geta ekki tekið upp símann daglega og heyrt í henni, spurt hana ráða, deilt með henni. En þakklætið er líka mik- ið. Guð þig leiði sérhvert sinn sólarvegi alla. Verndarengill varstu minn vissir mína galla. Hvar sem ég um foldu fer finn ég návist þína. Aldrei skal úr minni mér mamma, ég þér týna. (Jón Sigfinnsson.) Elsku pabbi, systur og makar, börnin okkar öll og barnabörn. Saman munum við halda minningunni um mömmu lifandi og gleðjast saman yfir þeim. Jófríður. Elsku mamma. Ég get ekki trúað því að þú sért dá- in, elsku mamma mín. En þú varst bú- in að berjast svo lengi við erfið veik- indi svo mér er það huggun í harmi að núna er því lokið. Það voru erfiðar síð- ustu vikurnar á spítalanum en þegar þú sagðir: Hrefna mín, það er svo gott að hafa þig hérna, bara að vita af þér, þá þakka ég þessar samverustundir og finnst í dag að þær hefðu mátt vara lengur. Ég var hjá þér þangað til þú sofnaðir svefninum langa. Þú varst mér allt, mamma mín, vin- ur minn og besta amma barnanna minna. Þótt fjarlægðin hafi verið mik- il, þar sem ég hef búið erlendis í nokk- ur ár, töluðum við í síma tvisvar í viku því báðar vildum við fylgjast vel hvor með annarri. Ég sakna þín, mamma mín, og hugur minn er hjá þér, eins og við sögðum ávallt þegar við sendum bréf eða töluðum saman í síma. Ég þakka þér, elsku mamma mín, fyrir allt, svo traust og raungóð. Ég man það sem þú kenndir mér og reyni að láta það lýsa mér veginn. Hugsa ávallt til þín. Guð veri með þér. Þín Hrefna. Mig langar með nokkrum orðum að minnast föðursystur minnar, hennar Möggu. Þegar ég var yngri fórum við fjölskyldan oft á Bjarnastaði í Borg- arfirði á sumrin, því pabba þótti alltaf svo vænt um að koma þangað, og ekki þótti mér það minna spennandi. Það var alltaf draumur pabba að byggja bústað þarna uppfrá. Ég var þar í sveit hjá þér og Guðmundi. Það var alltaf gott og gaman að koma til þín, Magga mín, og eru minningarnar frá þessum tíma góðar. Oft eftir fjós á morgnana baðst þú um að fá að hafa mig inni við að taka til, baka eða elda hádegismat og lærði ég margt á því og lést þú mann nú ekki komast upp með neitt múður. Held ég að þetta hafi bara verið mikill skóli fyrir mig að vera þarna hjá ykkur, elsku Magga, og bý ég enn að því í dag. Gaman var að geta komið með börnin mín að heimsækja ykkur síðasta sumar og sýna þeim sveitina þína og hvar ég eyddi skemmtilegum stundum þegar ég var yngri. Elsku Guðmundur, Hrefna, Fríða, Dísa, Hrafnhildur og fjölskyldur, ég sendi ykkur mínar innilegu samúðar- kveðjur og megi guð vera með ykkur. Móðir mín vill þakka þér fyrir allar góðu samverustundirnar. Nú kveð ég þig, elsku Magga mín og vil ég þakka þér fyrir allt, og pabbi mun taka vel á móti þér. Þín frænka, Rósa Sigurjónsdóttir. Móðursystir mín Margrét Júl- íusdóttir er látin, Magga frænka eins og við systkinabörn hennar kölluðum hana. Hún var 12 ára þegar ég fædd- ist og þar sem pabbi minn hafði drukknað nokkrum mánuðum áður bjuggum við mæðgur áfram hjá afa og ömmu og börnum þeirra á Brunn- stígnum. Mér fannst hún alltaf eiga heilmikið í mér, og á ég ákaflega góð- ar minningar um frænku mína. Ég man að hún átti mikið af bókum og naut ég að sjálfsögðu góðs af því. Uppáhaldsbækur mínar voru Beverly Gray-stúlknabækurnar og fleiri góð- ar. Möggu frænku langaði alltaf að verða hjúkrunarkona sagði hún mér. Ung fór hún út að vinna eins og al- gengt var í þá daga, því varð ekkert af skólagöngu. Magga gerðist kaupa- kona á Bjarnastöðum í Hvítársíðu í Borgarfirði. Hún giftist síðan bónd- anum þar, Guðmundi Jónssyni eða honum Gumma eins og við frænd- systkinin kölluðum hann ævinlega. Þau eignuðust þrjár dætur, Jófríði, Arndísi, Hrafnhildi, en fyrir átti Magga frænka Hrefnu. Eftir að Magga frænka og Hrefna fluttu í sveitina vorum við systkinabörnin tíð- ir gestir þar, ýmist í sumardvöl eða í styttri heimsóknum. Fyrstu árin var töluvert ferðalag að fara upp í Hvít- ársíðu. Oftast var farið Draghálsinn en keyra varð yfir lækjarsprænur og haft nesti með. Stoppað var á ákveðnum stöðum, og nestið borðað, að minnsta kosti einu sinni, en ferðin tók nokkra klukkutíma í þá daga. Engin brú var yfir Hvítá milli Hálsa- sveitar og Hvítársíðu og því varð að ferja yfir, en ferjustaðurinn var á Bjarnastöðum og Gummi var auðvitað ferjumaðurinn. Ég man eftir böllum, tombólum og bögglauppboðum í gamla félagsheimilinu. En í dag er þar myndarlegt félagsheimili, Brúarás. Ekki má gleyma réttum á haustin eða réttarböllunum. Börn okkar systkina- barna Möggu frænku hafa að sjálf- sögðu líka verið í sveit hjá þeim og hefur sonur minn t.d. verið níu sumur og fleiri um lengri tíma líka. Magga og Gummi ráku myndarlegt bú þar sem frænka mín stjórnaði heimilinu af miklum myndarskap og ætíð mikill gestagangur. Magga frænka hafði átt við erfið veikindi að stríða síðustu árin en nú er því lokið. Elsku Gummi, Fríða, Hrefna, Dísa, Hrafnhildur og allir sem eiga um sárt að binda. Guð veri með ykkur á þessari sorgar- stundu. Eygló. Í dag kveðjum við hinstu kveðju kæra æskuvinkonu, eina af „Vestur- bæjarstelpunum“. Við tengdumst vinaböndum á æskuárum í vesturbæ Hafnarfjarðar og hefur vináttan hald- ist æ síðan. Við minnumst þess er við fórum á handboltaæfingar hjá Haukum inn í Engidal og fengum far með Kalla Auðuns á vörubílnum. Seinna urðu Soffa og Svava, systur Möggu, og svo hún og hennar lið meistarar í hand- boltanum. Enn hittumst við reglulega „Vest- urbæjarstelpurnar“ og minnumst góðra daga og þeirra sem gengnar eru. Við þökkum samfylgdina, góðar minningar og samverustundir liðinna ára. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Samúðarkveðjur sendum við fjöl- skyldunni á Bjarnastöðum og biðjum Guð að blessa þau hvert og eitt. Sigrún Sigurðardóttir, Guðbjörg Júlíusdóttir. Í nótt urðu allar grundir grænar í dalnum, því gróðursins drottinn kom sunnan af hafi og hafði um langvegu sótt. Og fljótið strauk boganum blítt yfir fiðlustrenginn og bláar dúnmjúkar skúrir liðu yfir engin í nótt. Ó, börn, mælti jörðin, á svifi í sumarsins skýjum, nú fer sólin að skína, ó, munið að vera ekki deilu- og drottn- unargjörn. Hver kenndi yður, smávinir, misskipting mömmunnar gjafa að metast til dauða um hvern blett minna landa og hafa? ó, börn. Þann draum hef ég elskað að varðveita börn mín og blómstur í blessun og friði, stutt augnablik þeirra við eilífðarhafsins straum með jafn-háum rétti til vaxtar í vorinu bjarta, frá vöggu til moldar ég gaf hverju óspilltu hjarta þann draum. Svo góð er sú móðir hins skammvinna lífs er vér lifum í ljósi og skugga. Í perludúk gróðursins þerrar hún barnanna blóð ógæfusömust af öllum himinsins stjörnum, en aldrei var samt nokkur móðir jafn frávita börnum svo góð. Í dag strauk hún enn yfir enni mitt blæmjúkri hendi, í ástúð og trega, og rödd hennar var eins og hljóðlátt og huggandi lag: Vertu rólegur, drengur minn, dagur og nótt skulu mætast því draumar þíns hjarta í nótt, ó, þeir skulu rætast í dag. (Guðmundur Böðvarsson) Kæra vinkona, takk fyrir allt. Guð geymi þig. Kæra fjölskylda, innilegar samúð- arkveðjur, Erla Ragnarsdóttir frá Kirkjubóli. Margrét Júlíusdóttir Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra fjölmörgu sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug við sviplegt fráfall elskulegs eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, BRYNJARS ÞÓRS HAFDAL, Pósthússtræti 3, Keflavík. Lovísa Georgsdóttir, Einar Friðrik Brynjarsson, Magnea Sif Einarsdóttir, Georg Brynjarsson, Arnaud Siad, Lovísa Sif Einarsdóttir, Jóna Kristín Einarsdóttir. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför okkar áskæru eigin- konu, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGRÍÐAR KATRÍNAR STEINSDÓTTUR, Gunnólfsgötu 16, Ólafsfirði. Fyrir hönd aðstandenda, Sveinn Jóhannesson. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur hlýhug og vináttu vegna andláts elskulegs eiginmanns, föður og tengdaföður, NJARÐAR TRYGGVASONAR byggingaverkfræðings. Sérstakar þakkir til starfsfólks bráðamóttöku, gjörgæslu- og lungnadeildar Landspítalans Fossvogi. Kristrún Jónsdóttir, Jón Tryggvi Njarðarson, Elisabeth Eigenberg, Hróðný Njarðardóttir, Snorri Gunnarsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.