Morgunblaðið - 06.07.2010, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 06.07.2010, Blaðsíða 26
26 Dagbók MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚLÍ 2010 Grettir Smáfólk Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand ÉG SAGÐI ÞÉR AÐ VIÐ ÆTTUM EKKI AÐ TAKA TERMÍTANA MEÐ, EN... NEI... ÞARF ANNAÐ OKKAR AÐ KOMA SNEMMA HEIM ÚR VINNUNNI? NEI, MAMMA SAGÐI AÐ HÚN MYNDI PASSA KRAKKANA FRÁBÆRT! ÞÁ GETUM VIÐ AÐ MINNSTA KOSTI UNNIÐ EINN DAG Í KENNARA- VERKFALLINU ÉG VONA BARA AÐ KRAKKARNIR ÞREYTI HANA EKKI OF MIKIÐ ÞETTA VAR ÆÐISLEGUR DAGUR! VIÐ FÓRUM ÚT AÐ HLAUPA... HJÓLA... SYNDA... SPILA TENNIS... TRÉÐ ER ENNÞÁ SKAKKT ÉG VISSI AÐ LÁSINN MYNDI EKKI HALDA MAMMA, HVAÐA NAFN Á ÉG AÐ SETJA Á KORTIÐ? GETTU... ÆTLAR ÞÚ AÐ SEGJA LÖGREGLUNNI AÐ ÞÚ HAFIR FRAMIÐ ÞESSI RÁN? EF ÉG KJAFTA ÞÁ DREPUR BIG- TIME MIG! ÞÚ ÆTTIR AÐ HAFA MEIRI ÁHYGGJUR AF MÉR EN HONUM! ALLT Í LAGI! ALLT Í LAGI! Samkeppni af því góða Auðvitað er samkeppni af því góða, svo langt sem það nær, ef hún er byggð á nærgætni, gæðum og stundvísi. Mikið hefur verið auglýst undanfarið í blöðum, sjónvarpi og ýmsum fagritum. Ekki veit ég hvort þeirra fé- laga sem um ræðir, Icelandair eða Iceland Express, hefur vinn- inginn. Ég held að flestir, sem áhuga hafa á að kynna sér farkosti sem hugsanlegir eru til utanlands- ferða, verði margir mjög hissa, svo ekki sé meira sagt. Ég veit þó eitt, að Icelandair er með bestu farkosti sem völ er á. Mér hefði fundist að Iceland Express mætti kynna betur þá farkosti sem þeir bjóða upp á til millilandaflugs. Ég sjálfur flýg ekki með Iceland Ex- press, og eru ýmsar ástæður fyrir því, þ.á m. að fenginni reynslu af vél- um þeirra í sólarlandaferðum. Ég átti ánægjulega ferð til Kaup- mannahafnar og til baka með Ice- landair fyrir stuttu. Það eru mikil þægindi að þekkja farkost sinn áður en stigið er um borð og njóta þeirra þæginda. Í gegnum árin hef ég ávallt notið þess að fljúga með Ice- landair, eða hvaða nafn það góða fé- lag hefur borið hverju sinni, og mun halda því áfram. Hvers vegna? Jú á sl. ári flaug ég tvisvar til Tyrklands t.d., þær vélar sem við flugum með voru á vegum Iceland Express eða (Astreus, dótturfélags þess). Í sem stystu máli eru þær vélar á engan hátt nothæfar til mann- flutninga, heldur ein- hverra annarra flutn- inga, kannski gripaflutninga! Pálmi Haraldsson, sem eig- andi að þeim vélum sem um er rætt, og sömuleiðis Iceland Ex- press mega auglýsa eins mikið og þeim hentar mín vegna. Ég get þó ekki á neinn hátt mælt með flugi hjá Iceland Express, því miður. Virðingarfyllst, Svanur Jóhannsson. Gleraugu fundust Gleraugu fundust fyrir um það bil viku í Elliðaárdal. Ef einhver saknar þeirra getur hann haft samband í síma 861-8835. Gullkross og bíllykar töpuðust Gullkross með steini tapaðist senni- lega við Hlíðarsmára 15 í Kópavogi. Þá töpuðust einnig Mazdabíllyklar ásamt húslyklum í Laugardalnum eftir Jónsmessuhlaupið. Finnandi vinsamlega hafi samband í síma 699- 0924. Ást er… … það sem heldur fjölskyldunni saman. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Aflagrandi 40 | Opið kl. 9-16, vinnu- stofa opin og hádegismatur. Árskógar 4 | Leikfimi kl. 9. Félagsstarf Gerðubergi | Vegna sum- arleyfa starfsfólks fellur starfsemi og þjónusta niður frá og með 1. júlí. Í fé- lagsmiðstöðinni Árskógum er hádeg- isverður, panta þarf með dags fyr- irvara í s. 535-2700. Nánari uppl. á Þjónustumiðstöð Breiðholts, sími 411- 1300. Hraunsel | Rabb kl. 9, myndmennt kl. 10, leikfimi kl. 11.30, boltaleikfimi, vatnsleikfimi kl. 14.10. Sjá www.febh.is. Hvassaleiti 56-58 | Opið kl. 8-16. Böðun fyrir hádegi, hársnyrting. Mið- vikudaginn 14. júlí verður farið um Suðurland, nánari uppl. á staðnum eða í síma 535-2720. Vitatorg, félagsmiðstöð | Handa- vinnustofan er opin, félagsvist kl. 14, matur og kaffi. Guðmundur á Sandi kemst svoað orði í hugleiðingum sínum um þingeyskan kveðskap um alda- mótin 1900 að hafi einhver séð snjó- hvítan hauk meðal fálka hafi sá maður séð ímynd Jóns Hinriks- sonar. Jón var fjörgamall orðinn, faðir Jóns alþingismanns í Múla og Sigurðar skálds á Arnarvatni, „gigtveikur, krepptur og slitinn af vinnu“ en „eldfimur og fleygur í hugsun“. Síðan segir Guðmundur um skáldskap hans, að „þótt svo kunni að vera, að í þessum kvæðum sé víða farið fót fyrir fót og á seina- gangi lestamannsins á lífsins leið, þá er ekki hinu að neita, að falleg spor eru innan um og víða vakurt riðið.“ Hér eru tvær vísur úr eftir- mælum um reiðhest, sem Jón orti rúmlega sjötugur: Blæs um hól, en bliknar kinn, björt þar fjólan glóði. Autt er ból, þar blakkurinn baðaði í sólarflóði. Heiðin geymir Huga spor, holtið dreymir lyngað. Þegar gleymir vetri vor, veran sveimar hingað. Guðmundur segir, að Jón hafi kvartað undan því á síðustu árum, að hann hafi dregist aftur úr. En víst hafi hann fundið til þess, að þung sé færðin á lífsins leið: Seint ég lít hin fögru fjöll frelsis sólar landa, þar sem treð ég möl og mjöll mannlífs köldu stranda. Jón veit það vel, að skáldið og bóndinn fátæki verða ekki sam- rýnd: Þörfin holds er þyngsladrjúg, þegar fjaðrir lyftast; háfleyg sál og basl við bú banaspjótum skiptast. Láttu, heimur, lynda þér lán, sem melir granda; en virtu eins og verðugt er viðfang göfugs anda. Trúmaður hefur hann verið eins og þessi vísa sýnir: Köld eru lífsins klakaspor, kaunin fornu dreyra. Mun oss eigi ætlað vor og að blómgast meira? Lífsskoðun Jóns er mjög heilbrigð: Ástarsamband vers og vífs veröld enn þá dugar. Faðirinn deyr, en framsókn lífs frýjar börnum hugar. Vísnahorn pebl@mbl.is Björt þar fjólan glóði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.