Morgunblaðið - 06.07.2010, Qupperneq 27
Menning 27FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚLÍ 2010
Listasafn Einars Jónssonar
býður gestum sínum að taka
þátt í verkefninu Nýtt sjón-
arhorn á list Einars Jónssonar
nú í júlí. Þar gefst gestum
kostur á að skrifa niður hug-
renningar sínar um tiltekin
verk í sölum safnsins. Með
hjálp safngesta verður safn-
kosturinn gerður aðgengilegri
og von aðstandenda að út frá
verkefninu spretti upp nýtt
sjónarhorn á list Einars.
Verkefnið er styrkt af Nýsköpunarsjóði náms-
manna og unnið af Sigurði Trausta Traustasyni
sagnfræðingi í samstarfi við Listasafnið. Niður-
stöður verða birtar á vefsíðu safnsins.
Myndlist
Nýtt sjónarhorn
á list Einars
Eitt verka Einars
Jónssonar
Anna Leós opnar myndlistar-
sýningu í veitingahúsinu Kaffi
Hafnarfjörður við Strandgötu
29 í Hafnarfirði á morgun kl.
14.
Yfirskrift sýningarinnar,
sem er sjöunda einkasýning
Önnu, er Hamingja í þessum
heimi.
Anna Leós er sjálfmenntuð í
myndlist, en hún hefur fengist
við myndlist í þrjá áratugi.
Í tilefni af opnun sýningarinnar gefur Anna út
sína fyrstu ljóðabók, Skúm, sem hefur að geyma
minningabrot úr ævi hennar.
Sýningin stendur til 27. júlí og er opin alla daga
frá klukkan 11 til 21.
Myndlist
Anna Leós sýnir
í Kaffi Hafnarfirði
Anna
Leós
Síðustu tónleikarnir í tónleika-
röðinni Þriðjudagskvöld í Þing-
vallakirkju verða haldnir í
kvöld. Þá mun tréblásaratríó
þeirra Peters Tompkins, óbó,
Rúnars Vilbergssonar, fagott,
og Einars Jóhannessonar,
klarínett, sem jafnframt er
stjórnandi hátíðarinnar, flytja
tríó eftir Mozart og Ibert.
Einnig mun Peter Tompkins
leika Ummyndanir eftir Ovid
fyrir einleiksóbó eftir Benjamin Britten.
Tónleikarnir hefjast kl. 20 og er ókeypis að-
gangur en tekið við framlögum við kirkjudyr.
Tónleikagestir eru beðnir um að leggja bifreiðum
við Flosagjá og ganga þaðan til kirkju.
Tónlist
Síðasti Þriðjudagur
í Þingvallakirkju
Peter
Tompkins
Kórinn Collegium Cantorum frá
Uppsala í Svíþjóð heldur þrenna
tónleika hér á landi í júlí og þeir
fyrstu verða í kvöld kl. 20.00 í
Akureyrarkirkju. Á morgun heldur
kórinn svo tónleika í Reykjahlíðar-
kirkju kl. 21.00 og þá seinustu í
Langholtskirkju kl. 20.00 á föstu-
daginn, 9. júlí.
Á efnisskrá kennir ýmissa grasa,
á henni má finna allt frá endur-
reisnarverkum til sænskra nútíma-
verka. Af nútímaverkum má nefna
En ny himmel och en ny jord eftir
Sven-David Sandström við texta úr
Opinberunarbók Jóhannesar og
Michaelimotetten eftir Bent
Hamraeus.
Meðal eldri verka eru Le chant
des oiseaux eftir Clément Janequin,
en það verk er merkilegt fyrir þær
sakir að fuglasöngur er færður í
kórsetningu, og Missa Pange ling-
ua eftir Josquin des Préz.
Kórinn tók þátt í uppsetningu á
Maríuvesper eftir Claudio Monte-
verdi í Skálholti síðastliðinn sunnu-
dag og voru þeir tónleikar hluti af
Sumartónleikum í Skálholti.
Stjórnandi kórsins er Olle
Johansson.
Tónleikar Olle Johansson kórstjóri.
Fuglasöng-
ur sænsks
kórs
Collegium Cantorum
með þrenna tónleika Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Reykholtshátíðin hefst 21. júlí nk.
með tónleikum kórs St. Basil-
dómkirkjunnar í Moskvu. Verður
það í fjórða sinn sem hinir karl-
mannlegu Rússar koma fram á há-
tíðinni en þeir halda þrenna tónleika
að þessu sinni. Stjórnandi hátíð-
arinnar er sem fyrr píanóleikarinn
Steinunn Birna Ragnarsdóttir.
„Það er alveg ljóst að þeir eru
búnir að syngja sig inn í íslensku
þjóðarsálina mjög rækilega,“ segir
Steinunn um karlakórinn rússneska,
slegist sé um miða á tónleika þeirra
á hátíðinni. Tónleikar kórsins séu
fyrir marga sterk og stundum trúar-
leg upplifun en St. Basil-kórinn mun
flytja þekkt rússnesk þjóðlög og
miðaldatónlist rússnesku rétttrún-
aðarkirkjunnar. Steinunn segir Ís-
lendinga eiga eftir að kannast við
mörg laganna hjá kórnum og þá
einkum rússnesku þjóðlögin. „Hver
söngvari í kórnum hefur mjög vítt
tónsvið, stærra en gengur og gerist,
og ég myndi segja að aðaleinkenni
þessarar rússnesku karlakórahefðar
séu þessir ofboðslega djúpu flauels-
bassar og magnaður heildar-
hljómur.“
En það er fleira á dagskrá hátíð-
arinnar en rússneskur karlakór.
Tvennir tónleikar verða haldnir á
laugardeginum, Þóra Einarsdóttir
sópran syngur á þeim fyrri við pí-
anóleik Steinunnar verk eftir Schu-
bert, Gesange og Duparc og um
kvöldið tekur Reykholtstríóið við en
Steinunn er í því auk Auðar Haf-
steinsdóttur fiðluleikara og Bryndís-
ar Höllu Gylfadóttur sellóleikara.
Flutt verða verk eftir Beethoven,
Schostakovitsj, Piazzolla og Gliére.
Schumann og Chopin
Lokatónleikar hátíðarinnar verða
svo á sunnudegi, 25. júlí. Á þeim
koma fram Reykholtstríóið, Ástríð-
ur Alda Sigurðardóttir píanóleikari,
Pálína Árnadóttir fiðluleikari, Þór-
unn Ósk Marinósdóttir víóluleikari
og Þóra Einarsdóttir sópran og
flytja m.a. verk eftir Fauré og hinn
þekkta píanókvintett eftir Schu-
mann sem Ástríður alda mun m.a.
leika ásamt strengjaleikurum. Schu-
mann og Chopin eiga 200 ára afmæli
í ár og verður þeim sómi sýndur.
Ljósmynd/Anton Brink
Hátíð Steinunn Birna Ragnarsdóttir, píanóleikari og stjórnandi Reyk-
holtshátíðar, við flygilinn. Reykholtshátíðin hefst með rússneskum kór.
200 ára tón-
skáld heiðruð
Reykholtshátíð haldin 21.-25. júlí
Dagskrá hátíðarinnar má finna á
reykholtshatid.is. Miðasala fer
fram á midi.is og í síma 8227419.
Stúlknakór frá Klarup, sem er
bær í útjaðri Álaborgar, er stadd-
ur hér á landi og heldur fimm tón-
leika, þá fyrstu í kvöld. Kórinn,
sem skipaður er 35 stúlkum á
aldrinum 14 til 25 ára, er talinn
meðal bestu stúlknakóra Dan-
merkur. Hann fagnar 30 ára
starfsafmæli á árinu.
Á efnisskrá kórsins er aðallega
norræn tónlist og klassísk kirkju-
tónlist. Kórinn hefur sungið með
sinfóníuhljómsveit Álaborgar og
Danmarks radio underholdnings-
orkester og einnig með hljómsveit
danska útvarpsins. Árið 2002 söng
kórinn með Frakkanum Jean Mic-
hel Jarre á tónleikum sem nefndir
voru „Aero“ sem var sjónvarpað
víða um heim.
Tónleikarnir í kvöld verða í
Grafarvogskirkju og hefjast kl.
20.00. Annað kvöld syngur kórinn
svo í Skálholtskirkju kl. 20.00, í
Selfosskirkju næstkomandi laug-
ardag kl. 17, í Víkurkirkju mánu-
daginn 12. júlí kl. 20.00 og loka-
tónleikar kórsins verða í Norræna
húsinu þriðjudaginn 13. júlí kl.
20.00.
Heimsókn frá Klarup
Starfsafmæli Stúlkurnar í Klarup kórnum sem staddur er hér á landi.
Þar kemur m.a. fram
að „aðeins“ átta
milljónir fylgdust með
fimmta leik í úrslitakeppni
NBA 30
»
Þá hefur Múlinn enn flutt umset – úr kjallaranum á Bar11 við Hverfisgötu í Risiðvið Hafnarstræti. Sá stað-
ur er flottur og hljómurinn þar mun
betri. Það var flutt sama dag og
Hemstock hélt tónleikana og píanóið
því ferðlúið.
Í apríl 1999 hélt Hemstock Múla-
tónleika á Sólon Íslandus og lék verk
af efnisskrá Miles Davis frá 1950-
1954. Þar voru í framlínunni Jóel
Pálsson og Sigurður Flosason saxó-
fónleikarar, en nú voru það verk af
efnisskránni 1954-1964 og tromp-
etleikarinn Ari Bragi Kárason í
fronti.
Ari Bragi hefur síðustu tvö ár
stundað nám í New York. Hann var
orðinn ansi góður er hann hélt utan,
18 ára, en er sýnu betri nú og varla
mörg ár í að hann skipi sér í fremstu
röð norrænna trompetleikara.
Tækni Ara er fín, tónninn tær og
hugmyndirnar flæða kraftmiklar
fram. Hann er enn undir miklum
áhrifum harðbopparanna, en stíll
hans ber þó sterkan keim af sókn
Marshalis og Hardgroves til tromp-
etmeistara svingtímans. Í því er
hann skyldur Kjartani Hákonarsyni.
Miles Davis hefur aldrei haft mikil
áhrif á íslenska trompetleikara –
kannski vegna þess að meðan veldi
hans var sem mest á klassíska tím-
anum voru varla nokkrir djass-
trompetleikarar á Íslandi.
Ari notaði dempara lítið á tón-
leikum, enda kunna trompetleikarar
nútímans ekki þá list að nýta hann
án hljóðnema. Hann lék jöfnum
höndum á trompet og flygilhorn, þar
sem tónn hans er flauelsmjúkur.
Eins og flestir ungir menn er Ari
ekki heilsteyptur ballöðuleikari og
spillti aðeins fyrir heildaráhrifunum
í fantavel blásinni „Bess“ Gershwins
með ungæðislegum trixum er Hard-
grove sótti í smiðju Reds Allens.
Aftur á móti lét hann slíkt vera í
„My funny Valentine“ Rodgers og
þar mátti heyra mörg „likk“ frá
hinni mögnuðu túlkun Miles 1964.
Tónleikarnir voru svo rammaðir inn
í tvo söngdansa: „If I were a bell“ og
„On Green Dolphin Street“, þar sem
Ari Bragi vitnaði í „Four“, og auka-
lagið var „Someday my prince will
come“ og lauk þeim valsi á skemmti-
lega blúsuðum stigum. Svo má ekki
gleyma fínt spiluðu titillagi „Seven
steps to heaven“, sem Miles samdi
með Victor Feldman, og „Joshua“
Feldmans, sem ekki heyrist oft.
Auðvitað var klassíkin blásin: „All
blues“, „Milestones“ og „All that
jazz“ og hrynsveitin stóð sig vel.
Matthías bar hitann og þungann
með dýnamískum og músíkölskum
trommuleik sínum, Þorgrímur
kompaði hann flott í sólóum og ekki
síður kvartettinn og Agnar Már átti
fín sóló þrátt fyrir kvefað píanó.
Ari Bragi flottur
með Hemstock
Múlinn í Risinu við Hafnarstræti
Kvartett Matthíasar M.D. Hemstocks
bbbnn
Ari Bragi Kárason trompet, Agnar Már
Magnússon píanó, Þorgrímur Jónsson
bassa og Matthías N.D. Hemstock
trommur.
Fimmtudagskvöldið 1. júlí 2010. Þeir
munu leika valin lög úr katalóg Miles
Davis frá tímabilinu 1956-1964.
VERNHARÐUR
LINNET
TÓNLIST