Morgunblaðið - 06.07.2010, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 06.07.2010, Qupperneq 29
Menning 29FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚLÍ 2010 Kría í árásarhug! Mynd vikunnar Ljósmynd vikunnar í ljósmyndakeppni mbl.is og Canon tók Höskuldur Birkir Erlingsson. Myndina tók hann af kríu þar sem hún steypir sér í átt að honum. Á síðustu stundu lyfti Höskuldur myndavélinni og flaug þá krían frá honum. Disney-teiknimyndin um Bósa ljósár, Vidda kúreka og félaga, Toy Story 3, heldur fyrsta sæti Bíólistans sem tekjuhæsta kvikmyndin að liðinni helgi. Er þetta því þriðja vikan í röð sem leikföngin tróna á toppi listans. Vampírurómansinn The Twilight Saga: Eclipse sem er að gera allt vit- laust í kvikmyndahúsum um allan heim kom sterk inn um helgina og fór beint í annað sætið og ekki ólíklegt að hún fari á toppinn fljótlega. Tekjuhæstu myndirnar í íslenskum kvikmyndahúsum Leikföngin á toppnum Leikfangasaga Disney-myndin Toy Story 3 heldur sæti sínu á toppi Bíólist- ans, þriðju vikuna í röð.                                     !   " #  $#   % $  !&'()* % !*+,"-$ . $ / 0  1 2 3 4 5 6 07                   Spænski hjartaknúsarinn Enrique Iglesias hefur sakað foreldra ungs aðdáanda um afskiptaleysi. Þannig er mál með vexti að fótur ellefu ára gamallar stúlku varð undir bíl söngvarans árið 2007, er hún reyndi að fá eigin- handaráritun frá honum. Ig- lesias var á leið heim frá út- varpsviðtali þegar atvikið átti sér stað, en æstur hópur aðdáenda beið hans fyrir utan hljóð- verið og myndaðist mikill glundroði. Iglesias segist ekki eiga neina sök á því hvernig fór fyrir litlu stúlkunni, en móðir hennar hefur höfðað skaðabótamál á hendur söngv- aranum. Hann hefur nú goldið í sömu mynt og mun bera fyrir dómi að sökin liggi hjá móður stúlkunnar. Að mati Iglesias sýndi hún van- rækslu þegar stelpan fékk að fara ein síns liðs að bíl stórstjörnunnar. Ef dómari fellst á þau rök söngv- arans, að móðir stúlkunnar eigi sök á atvikinu, ætlar Iglesias að fara fram á að hún borgi dóttur sinni þær skaðabætur sem hann sé nú krafinn um. Enrique Iglesias, sem er sonur hins gamalkunna söngvara Julios Iglesias, hefur á síðustu árum sótt í sig veðrið í tónlistarheiminum og nýtur nú heimsfrægðar. Iglesias neitar sök Iglesias Það er erf- itt að vera frægur. Hugrún Halldórsdóttir hugrun@mbl.is Gunnar Gunnarsson og Hjörtur Svavarsson, hljóð- menn Rásar 2, voru öfundaðir menn um helgina, en þeir voru í lykilhlutverki á dönsku tónlistarhátíðinni í Hróarskeldu sem lauk nú á sunnudag. Þar sáu þeir um upptökur fyrir danska útvarpið DR á þriðja stærsta sviði hátíðarinnar. Blaðamaður sló á þráðinn til Gunnars sem var enn í góðu yfirlæti í glampandi sól og blíðu í Dan- mörku. Hátíðin sú allra flottasta „Þetta var bara geðbilun, alveg ógeðslega gaman. Þetta heppnaðist allt vel, það voru engin læti og allir tónleikarnir voru flottir sem maður skoðaði. Stemn- ingin var alveg geggjuð, þetta var alveg frábært,“ segir Gunnar sem á ekki í erfiðleikum með að lýsa upplifun helgarinnar. „Það hlupu allir inn að sviðinu þegar það var opn- að fyrir almenning. Þá sá maður hrúguna koma inn og svo byrjuðu tónleikarnir og það var mergjuð stemmning allan tímann upp frá því.“ Gunnar hefur farið á ófáar Hróarskelduhátíðir í gegnum tíðina og segir hátíðina í ár hafa staðið upp úr. ur á gítarinn og alls konar. Hann var klárlega með flottasta „showið.“ Tónleikarnir með Muse voru líka flottir og svo sá ég band sem heitir Gallows á sviðinu sem við vorum að vinna á. Mér fannst þeir alveg geggjaðir, það var svona pönk metall eitthvað.“ Sváfu undir berum himni Að sögn Gunnars var það einnig mjög eftir- minnilegt að hafa hitt óvænt á fræga menn á förnum vegi. „Við hittum til dæmis bara „einhvern Mike Snow,“ og eitthvert svona fólk. Þetta var helvíti töff.“ Gunnar og Hjörtur eru væntanlegir til landsins á morgun og prísa sig sæla yfir að hafa gistingu í heimahúsi. Þeir félagar gistu nefnilega í tjaldi um helgina og urðu næturnar heldur strembnar. „Það var náttúrlega bara helvíti. Þú varst vakn- aður klukkan átta á morgnanna útaf sólinni og það var svona fimmtíu stiga hiti inn í tjaldinu. Þá dró maður bara dýnurnar út undir næsta tré og lagði sig áfram. Það voru allir sofandi úti undir berum himni, það gekk ekki að sofa inni í tjöldunum vegna hita. Það var kannski mesta sjokkið. En þessi hátíð var best af þeim öllum, þó svo að „line-upið“ væri kannski ekki það sem ég vildi. Þetta var rosaleg há- tíð í alla staði.“ Í beinni í Rokklandi Gunnar er bróðir Óla Palla, útvarpsmanns Rásar 2, sem var einnig staddur á hátíðinni. Þaðan sendi hann beint út frá lokakvöldinu í þætti sínum Rokk- landi, en samkvæmt Gunnari er meira efni vænt- anlegt til landsins. „Við vorum að taka upp fyrir danska útvarpið og fáum þær upptökur sjálfir. Við vorum að vinna á Odeon-sviðinu sem er þriðja stærsta sviðið á svæð- inu. Við fengum líka viðtöl við þá sem voru að spila á því sviði. Við vorum í rauninni að vinna mestallan tímann en það var bara mjög gaman.Við fórum á fund í hádeginu og fengum að vita hvaða bönd við ættum að taka upp. Ég get eiginlega ekki lýst þessu, ég er bara alveg í skýjunum eftir þetta. Er fyrst að ná mér niður núna.“ Fólk fór í trans með Prince Gunnar segist muna eftir fjölda góðra tónleika og að nokkrir þeirra hefðu verið ógleymanlegir. „Mér fannst Them Crooked Vultures langbestir. Mesta stemningin skapaðist við Prince samt, þar fór fólk í einhvern trans með kveikjara á lofti. Þó svo að ég fíli ekki Prince persónulega þá missti ég andlitið við að sjá hann. Ég trúði því ekki hvað hann var góð- Mergjuð stemning í Hróarskeldu Reuters Minning Tónleikagestir minntust þeirra, sem létust á hátíðinni fyrir tíu árum, með rósum.  Sváfu undir berum himni vegna hita  Prince kom sá og sigraði Reuters Einstök Bandaríska söngkonan Patti Smith Söngkonan Lily Allen hefur ákveð- ið að leggja hljóðnemann á hilluna um hríð til að geta einbeitt sér að barneignum. Hún er nú í sambandi með hinum þrjá- tíu og eins árs gamla Sam Cooper, en hún á þann draum heitastan að ala honum barn. „Ég held að ég sé ekki of ung til að verða móðir. Móðir mín átti mig þegar hún var tuttugu og þriggja ára gömul. Börn taka allan þinn tíma, sérstaklega á fyrstu tveimur, þremur árunum. Það yrði ekki ábyrgðarfullt af mér að halda áfram með tónleikaferðalögin mín ef ég stefni á að eignast barn,“ sagði Allen í samtali við Elle Magazine. Sögusagnir eru nú þegar komnar á kreik þess efnis að söngkonan sé ólétt, en hún hefur ekki sést reykja né drekka í þónokkurn tíma, sem þykir nokkuð óvenjulegt miðað við fyrri hegðun hennar. „Það verða örugglega svona fimm ár þar til ég gef út nýja plötu. Það er svo mikil skuldbinding að gefa út plötu. Ég vil eignast barn eftir minna en ár.“ Allen vill verða móðir Allen Tilbúin að eignast barn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.