Fréttablaðið - 05.12.2011, Blaðsíða 6
5. desember 2011 MÁNUDAGUR6
Nýjustu
heyrnartækin
og ókeypis heyrnarmæling
Komdu í ókeypis heyrnarmælingu og kynntu þér
nýjustu heyrnartækin sem við höfum að bjóða.
Þú trúir örugglega ekki þínum eigin augum
– hvað þá eyrum!
ATVINNA Vinnumálastofnun bárust
tvær tilkynningar um hópupp-
sagnir í nóvember 2011. Um er að
ræða tilkynningu um uppsagnir
í fjármálastarfsemi og iðnaði.
Heildarfjöldi þeirra sem sagt er
upp er 72 starfsmenn.
Þeir starfsmenn, sem sagt hefur
verið upp, koma til með að missa
vinnuna aðallega í mars 2012.
Ástæður uppsagnanna eru sagðar
endurskipulagning og rekstrar-
erfiðleikar.
Alls hafa VMST borist tilkynn-
ingar um uppsagnir 752 manns í
hópuppsögnum á árinu 2011, mest
í mannvirkjagerð eða 248 manns.
- shá
Hópuppsagnir árið 2011:
Mannvirkjagerð
er enn áberandi
2007 STEMNING Áfram ná flestar
hópuppsagnir til starfsfólks í byggingar-
iðnaði. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Tekur þú strætó?
Já 20,8%
Nei 79,2%
SPURNING DAGSINS Í DAG
Er gæludýr á heimilinu?
Segðu skoðun þína á visir.is
SJÁVARÚTVEGUR Útflutningsráð
norskra sjávarafurða (NSEC)
hefur fengið MSC-vottun um
sjálfbærar veiðar á allar þorsk-
og ýsuveiðar við Noreg.
Þetta þýðir að mögulegt er að
selja afurðir af veiðum á 340
þúsund tonnum af þorski og 153
þúsund tonnum af ýsu undir
merki MSC. Nær þetta til veiða í
troll, línu, handfæri og net.
Norðmenn selja saltfisk og
fleiri afurðir í suðlægum löndum
Evrópu og Suður-Ameríku.
Frosnar afurðir og ferskar
afurðir eru seldar í norðlægari
Evrópulöndum. - shá
Marine Stewardship Council:
Þorskur og ýsa
nú MSC-vottuð
DÓMSMÁL Rúmlega sjötugur
maður, Ólafur Bertelsson, hefur
verið dæmdur í níu mánaða fang-
elsi fyrir kynferðisbrot.
Hann var dæmdur fyrir að hafa
að lágmarki í tíu skipti sumrin
2009 og 2010 verið allsnakinn á
svölum íbúðar sinnar í augsýn
nágranna. Jafnframt að hafa við
óbyrgðan glugga á heimili sínu
strokið á sér kynfærin.
Loks var hann dæmdur fyrir
að hafa hringt heim til fólks sem
hann hafði áður berað sig fyrir og
hótað því lífláti. Maðurinn játaði
brot sín fyrir dómi. Hann rauf
skilorð með þessum brotum. - jss
Rúmlega sjötugur dæmdur:
Strauk kynfæri
og hótaði fólki
FÓLK „Við erum búnir að klára að
gera braggann upp eins og við
viljum hafa hann og gátum æft í
fyrsta skipti í dag í heilt ár,“ segir
Gunnar Víking Ólafsson hjá Ein-
herjum, Víkingafélagi í Reykja-
vík.
Félagið fékk 115 fermetra
gamlan bragga í Nauthólsvík til
afnota fyrir um ári en bragginn er
eign Reykjavíkurborgar og hafði
staðið ónotaður í mörg ár, án hita
og rafmagns. Einherja sárvantaði
aðstöðu undir skylmingaæfingar
að hætti víkinga og fengu vilyrði
fyrir því að fá braggann undir þær
æfingar, að því tilskildu að félagið
sæi um að lagfæra húsnæðið.
„Við höfðum verið húsnæðis-
lausir í nokkurn tíma. Íþrótta-
félögin vildu ekki hleypa okkur
inn af ótta við að vopnin myndu
skemma gólfið og þeir hjá bíla-
geymslunum óttuðust að við
myndum reka þau í vatns-
lagnirnar fyrir ofan okkur. Við
leituðum til borgarstjóra og
mættum miklum skilningi, bæði
hjá fyrr verandi borgarstjóra,
Hönnu Birnu, og Jóni Gnarr sem
unnu að því að koma okkur í gott
húsnæði.“
Gunnari telst til að hann hafi
unnið í um 800 vinnustundir að
því að gera braggann upp og aðrir
félagsmenn hafa líka lagt hönd á
plóg. Bragginn var fullur af rusli
frá fyrri tímum sem tók langan
tíma að hreinsa út. Þá þurfti að
steypa gólf, klæða vegg, steypa
kant til að styrkja húsið, mála
að utan og innan og fleira til, en
hamrað gler verður sett upp þegar
fer að vora. Efni í húsnæðið fengu
Einherjar gefins frá fyrirtækjum
og lögðu auk þess 300.000 krónur
sjálfir í viðgerðirnar. Það hefur
glatt Reykvíkinga sem átt hafa
leið um að sjá lagfæringarnar að
sögn Gunnars.
Skylmast í bragga
Gamall braggi í Nauthólsvík hefur verið gerður upp af félögum í Einherjum,
Víkingafélagi í Reykjavík. Í gærdag gátu víkingarnir æft skylmingar sínar í
fyrsta skipti í ár eftir mörg hundruð klukkustunda vinnu við lagfæringar.
Félagar í Einherjum höfðu
ekki aðstöðu til æfinga
þegar þeir fengu braggann
afhentan. Forsvarsmenn
íþróttafélaga óttuðust að
vopnin myndu skemma
gólfin og í bílageymslunum
var talið að vopnin gætu
rekist í vatnslagnirnar.
„Í bragganum er þó ekki komið
vatn, hiti né rafmagn en okkur
finnst það sniðið að okkar starf-
semi því víkingar höfðu ekki þau
nútímaþægindi. Við munum hugsa
vel um húsnæðið og óskum þess að
fá að vera hér sem lengst. Í staðinn
getum við kynnt menningu víkinga
og draumurinn er að halda árlegar
víkingahátíðir á Klambratúni og
að sú fyrsta verði 2013. Við höfum
haft fullan skilning á því að borgin
er að spara og okkar kjörorð er því
„Spurðu ekki hvað borgin getur
gert fyrir þig heldur hvað þú getur
gert fyrir Reykjavíkurborg“.“
Gunnar hefur oftsinnis farið á
víkingahátíðir erlendis. „Þær eru
sóttar af tugþúsundum og þar er ég
alltaf spurður um íslenskar víkinga-
hátíðir. Ísland er mekka víkinga
um allan heim og við ættum því að
halda stærstu hátíðirnar. Facebook-
síða okkar er með nærri 8.000 aðdá-
endur og 90 prósent eru útlending-
ar. Erlendir ferðamenn vilja koma
hingað til lands og sjá menningu
okkar.“ juliam@frettabladid.is
Fengu loks húsnæði fyrir æfingar
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
SVISS, AP Navi Pillay, mann-
réttindafulltrúi Sameinuðu
þjóðanna, vill að Alþjóðlegi saka-
dómstóllinn taki mannréttinda-
brot sýrlenskra stjórnvalda til
rannsóknar.
Pillay kynnti á fundi mann-
réttindaráðs SÞ á föstudag nýjar
upplýsingar um framferði sýr-
lenskra stjórnvalda gagnvart
mótmælendum, þar sem meðal
annars kemur fram að meira en
fjögur þúsund manns hafi verið
drepnir undanfarna mánuði, þar
af að minnsta kosti 307 á barns-
aldri. - gb
Mannréttindafulltrúi SÞ:
Vill rannsókn á
Sýrlandsstjórn
FAYSAL KHABBAZ HAMOUI Fulltrúi
Sýrlands á fundi Mannréttindaráðs Sam-
einuðu þjóðanna. NORDICPHOTOS/AFP
MENNING Fornleifadeild Náttúru-
stofu Vestfjarða mun næstu tvö ár
standa fyrir verkefni ásamt fimm
evrópskum samstarfslöndum, sem
ætlað er að miðla þekkingu og þjóð-
sögum milli kynslóða.
„Þetta verður samtal milli
yngri og eldri kynslóðar við að
finna sameiginlegan sagnagrunn
þessara landa,“ segir Margrét
Hrönn Hallmundsdóttir, fornleifa-
fræðingur hjá Náttúrustofunni.
„Hver þjóð mun halda vikulanga
uppákomu, okkar verður á Hrafns-
eyri við Arnarfjörð. Þar munum
við kynna okkar íslensku kvæða-
hefð og ein hugmyndin er að gefa
ungu fólki tækifæri til að túlka
sína sýn á þjóðlögin og tjá þau með
sínum hætti.“
Verkefnið, sem ber heitið Foster-
ing Adult Learner Empowerment
Through Storytelling and Folklore,
hlaut á dögunum 45 milljóna króna
styrk frá Menntaáætlun Evrópu-
sambandsins, en auk Íslands taka
England, Írland, Þýskaland og
Búlgaría þátt í verkefninu.
Annað markmið með verkefninu
er einmitt að færa saman ólíka
menningarheima innan Evrópu.
- þj
Samevrópskt verkefni fær veglegan styrk frá menntaáætlun ESB:
Miðla þjóðsagnahefð milli landa
MARGRÉT HRÖNN HALLMUNDSDÓTTIR
Segir verkefnið munu færa saman ólíka
menningarheima innan Evrópu.
BRASILÍA Brasilíska knattspyrnu-
goðsögnin Socrates lést á sjúkra-
húsi í fyrrinótt af völdum sýk-
ingar í meltingarfærum. Hann
hafði glímt við veikindi í nokkurn
tíma og var tvisvar lagður inn á
sjúkrahús í haust.
Socrates, sem lést 57 ára, var
fyrirliði brasilíska landsliðsins
á HM á Spáni 1982. Margir
telja það landslið það besta sem
Brasilíu menn hafa teflt fram
og með þeim betri í sögunni, en
sjálfur náði Socrates aldrei að
verða heimsmeistari. - kg
Hinn brasilíski Socrates:
Knattspyrnu-
goðsögn látin
KJÖRKASSINN