Fréttablaðið - 05.12.2011, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 05.12.2011, Blaðsíða 14
14 5. desember 2011 MÁNUDAGUR ARÐRÁN EÐA ÁVINNINGUR? ÞRIÐJUDAGINN 6. DESEMBER KL 8.15 - GRAND HÓTEL REYKJAVÍK BEIN ERLEND FJÁRFESTING OG ÁHRIF Á ENDURREISN Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra Setning fundar Carlos Bronzatto, framkvæmdastjóri WAIPA Þýðing beinnar erlendrar fjárfestingar fyrir lítil og opin hagkerfi á borð við Ísland Aðalsteinn Leifsson, lektor við viðskiptadeild HR Æðakollur eða ránfuglar? - Tillögur starfshóps um stefnu stjórnvalda varðandi beina erlenda fjárfestingu á Íslandi Stefanía Karlsdóttir, framkvæmdastjóri Matorku Grænn vöxtur - erlendir fjárfestar Gunnar Ármannsson, framkvæmdastjóri PrimaCare Er Ísland eyland: Í augum íslenskra stjórnmálamanna? Í augum erlendra fjárfesta? Kristín Pétursdóttir, forstjóri Auðar Capital Fundarstjóri VIÐSKIPTARÁÐ ÍSLANDS ICELAND CHAMBER OF COMMERCE Aðgangseyrir er 2.900 kr. með morgunverði sem hefst kl. 8.00 - Skráning á www.vi.is ... fyrir Ísland með ástarkveðju H V ÍT A H Ú SI Ð /S ÍA - 1 1- 18 08 SÖL UTÍ MA BIL 5.-1 9. D ESE MB ER Með kaupum á Kærleikskúlunni styður þú starf í þágu fatlaðra barna og ungmenna. Casa - Kringlunni og Skeifunni | Epal - Skeifunni, Hörpu og Leifsstöð | Kokka - Laugavegi Kraum - Aðalstræti og Garðatorgi | Listasafn Reykjavíkur - Hafnarhúsinu | Líf og list - Smáralind Hafnarborg - Hafnarfirði | Módern - Hlíðarsmára | Þjóðminjasafnið - Suðurgötu Blóma- og gjafabúðin - Sauðárkróki | Póley - Vestmannaeyjum | Valrós - Akureyri Bláa Lónið - Grindavík | Pósturinn um allt land | netverslun www.kaerleikskulan.is Fréttablaðið og Vísir hvetja lesendur til að leggja orð í belg um málefni líðandi stundar. Greinar og bréf skulu vera stutt og gagnorð, að hámarki um 4.500 tölvuslög með bilum. Aðeins er tekið við yfirlesnum og villulausum texta. Greinahöfundar eru beðnir að hafa í huga að því styttri sem greinin er, þeim mun líklegra er að hún fái skjóta birtingu. Eingöngu er tekið við raunverulegum umræðugreinum, en ekki greinum sem eru fyrst og fremst kynning á til dæmis fyrirtæki eða félagasamtökum, ráðstefnu eða átaki. Tekið er á móti efni á netfanginu greinar@frettabladid. is eða á vefsíðu Vísis, þar sem finna má nánari leiðbeiningar. Ritstjórn ákveður hvort efni birtist í Fréttablaðinu eða á Vísi eða í báðum miðlum að hluta eða í heild. Áskilinn er réttur til leiðréttinga og til að stytta efni. Sendið okkur línu Í umfjöllun um hækkanir bóta almannatrygginga með fjár- lögum 2012 hefur því verið haldið fram að stjórnvöld hafi varið lægstu kjör lífeyrisþega með hækkunum á framfærslu- viðmiði almannatrygginga. En hvað er átt við með framfærslu- viðmiði? Hversu stór hluti örorku lífeyris þega hefur notið góðs af þessum hækkunum? Eru hækkanir síðustu ára á greiðslum almannatrygginga í samræmi við ákvæði um árlegar breytingar í lögum um almannatryggingar? Í 69. gr. laganna segir að bætur almannatrygginga skuli breytast árlega og taka mið af launaþróun, þó þannig að þær hækki aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs. Framfærsluviðmið og sérstök framfærsluuppbót Í september 2008 var sérstök uppbót til framfærslu inn- leidd, sem var ætlað að tryggja lífeyris þegum ákveðna lágmarks- framfærslu á mánuði. Ef allar skattskyldar tekjur lífeyrisþega, að meðtöldum tekjum frá TR, eru undir framfærslu viðmiði fær lífeyris þegi mismuninn greiddan sem sérstaka uppbót til framfærslu. Hugsunin með uppbótinni, að tryggja lífeyris- þegum ákveðna lágmarksfram- færslu á mánuði, er jákvæð. Hins vegar er uppbótin útfærð á þann hátt að allar staðgreiðslu skyldar greiðslur skerða hana, krónu á móti krónu. Eftir mikla gagn- rýni ÖBÍ eru nokkrir bótaflokk- ar, sem greiddir eru til að mæta umframkostnaði vegna fötlunar eða sjúkdóma, undanskildir því að skerða sérstöku framfærslu- uppbótina frá árinu 2011. Allt árið 2010 og fram til júní 2011 voru einu hækkanir á bótum Verja stjórnvöld kjör lífeyrisþega? Fjöldi öryrkja með sérstaka framfærslu- uppbót á árunum 2009-2011 2009 2010 2011 Fjöldi % Fjöldi % Fjöldi % Öryrkjar með greiðslur frá TR 14.507 14.714 15.178 Öryrkjar með sérstaka framfærsluuppbót 3.759 25,91% 3.626 24,64% 4.689 29,83% Öryrkjar með óskerta framfærsluuppbót 2.363 16,34% 328 2,22% 273 1,80% almannatrygginga hækkun sér- stakrar framfærsluuppbótar um 2,5% í byrjun árs 2011. Fjöldatölur frá 2009 og 2010 eru úr staðtölum TR og miðast við desember ár hvert. Tölur um fjölda öryrkja með óskerta fram- færsluuppbót eru frá TR og mið- ast við september ár hvert og er hlutfallið einnig reiknað út miðað við heildarfjölda öryrkja á sama tíma. Fjöldatölur fyrir 2011 eru einnig frá TR og miðast allar við september 2011. Eins og sjá má á töflunni hér að ofan fær minna en þriðjungur öryrkja greidda sérstaka fram- færs luuppb ót . H æk k a n i r sérstakrar framfærsluuppbótar skila sér því ekki til rúmlega 70% örorkulífeyris þega. Mjög lítill hópur, í kringum 2%, fær greidda óskerta/fulla framfærslu uppbót. Þó var talan fyrir árið 2009 mun hærri, eða 16%. Sérstök fram- færsluuppbót er ekki greidd úr landi og því skila hækkanir hennar sér ekki til lífeyris þega sem búsettir eru erlendis. Hækkanir stjórnvalda síðustu ár hafa því aðeins náð til lítils hóps öryrkja, með þeirri undan- tekningu að bætur almennt voru hækkaðar um 8,1% frá 1. júní 2011 (4,73% hækkun á ársgrundvelli) og um 9,6% í janúar 2009. Þess má geta að bætur almannatrygginga almennt hefðu þurft að hækka um 19,9% í janúar 2009 til að mæta vísitöluhækkunum, en aðeins framfærsluuppbótin var hækkuð um þá tölu. Við bætist frysting allra bóta almanna- trygginga allt árið 2010. Samspil sérstakrar framfærsluupp- bótar við aðrar tekjur/greiðslur Meðal tekna sem skerða sérstaka uppbót til framfærslu eru mæðra-/ feðralaun, sem eru greiðslur til einstæðra foreldra með tvö börn eða fleiri. Mæðra-/feðralaun skerða sérstöku framfærsluupp- bótina krónu á móti krónu og eru einstæðir foreldrar, sem einnig eru öryrkjar, með sömu heildar- tekjur og barnlausir öryrkjar. Stuðningur vegna barna verður því að engu. Galdurinn við framfærslu- uppbótina Lágar bætur almanna trygginga og reglur um sérstaka framfærslu- uppbót hafa það í för með sér að bótaþegar sem fá uppbótina eru í raun fastir í fátæktar gildru þrátt fyrir að hafa burði til að afla sér tekna að einhverju marki og reyna að vega þannig upp á móti lágum bótum. Fjárhagslegur stuðningur eða viðbótartekjur skerða eða eyða út framfærsluuppbótinni og bóta- þegi er í sömu sporum fjárhags- lega og án þeirra. Aukin réttindi bótaþega til að afla sér tekna eða nýta sér fjárhagsstuðning til við- bótar við bætur almannatrygg- inga, án þess að þær skerði bætur þeirra, myndu auka virkni og bæta lífsskilyrði þeirra. Þrátt fyrir að framfærsluuppbót- in hafi hækkað hlutfallslega meira en aðrar greiðslur almannatrygg- inga hafa hækkanir örorkulífeyris- greiðslna ekki verið í samræmi við 69. gr. laga um almannatryggingar, ef undan eru skilin hækkanir á sér- stakri framfærsluuppbót á árinu 2009 og 2011, sem mjög lítill hluti öryrkja fær greidda. Velferðarmál Sigríður Hanna Ingólfsdóttir Félagsráðgjafi Öryrkjabandalagsins Guðríður Ólafsdóttir Félagsmálafulltrúi Öryrkjabandalagsins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.