Fréttablaðið - 05.12.2011, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 05.12.2011, Blaðsíða 8
5. desember 2011 MÁNUDAGUR ÚTGÁFA Bækur og tímarit prentuð á Íslandi bera mun hærri virðisauka- skatt en erlent prentverk. Samtök iðnaðarins (SI) hlutast til um að reka prófmál gegn ríkinu fyrir héraðsdómi þar sem þess verður krafist að innlendir framleiðendur sitji við sama borð og þeir sem flytja inn bækur og tímarit prentuð erlendis. Bókaútgefendur, ólíkt prenturum, virðast hins vegar ekki hafa þekkt til þessa mikla munar á skattinum og hann skýrir ekki hvar þeir láta prenta bækur sínar. Bækur og tímarit sem prent- uð eru erlendis bera sjö prósent virðis aukaskatt í tolli en íslenskum prentsmiðjum er gert að leggja á 25,5 prósent vask á sitt prentverk. Samtök iðnaðarins telja að um óréttmæta mismunun sé að ræða. Sigurður B. Halldórsson, lög- fræðingur hjá SI, útskýrir að prófmálið sé örþrifaráð, þar sem skattayfirvöld neiti að viðurkenna kjarna málsins. „Hann er að íslenskar prentsmiðjur, eins og þær erlendu, skila bók tilbúinni til neytenda. Í virðisaukalögum stendur skýrt að bók skuli bera sjö prósenta skatt. Þetta mis- ræmi gengur ekki upp þegar lögin eru skoðuð. Yfirvöld þverskallast við og fullyrða að þetta sé prent- smiðjuþjónusta sem á að bera hærri skatt.“ Sigurður segir að þessi mikli skattamunur hamli samkeppni, og því afar mikilvægt að fá úr þessum ágreiningi skorið. Fyrirspurnir meðal íslenskra bókaútgefenda vegna fréttarinnar sýna að þeim var mörgum ekki kunnugt um þennan mikla mun á skattinum og því er hann ekki áhrifavaldur í vali á prentlandi bóka eða tímarita. Útgefendur, sem flestir láta prenta hérlendis, horfa mikið til styttri afgreiðslutíma, möguleika á endur prentun og hag- stæðari greiðsluskilmála, svo fátt eitt sé nefnt. Hins vegar kom fram hjá einum viðmælenda Frétta- blaðsins að athygli bókaútgefenda hafi verið vakin á þessum mun sem geti haft áhrif á hvar bækur verða prentaðar í framtíðinni. Könnun á prentstað íslenskra bóka, sem getið er í Bóka tíðindum FÍB, árið 2011 sýnir að fjöldi titla sem prentaðir eru innanlands dregst saman um rúmlega þrjú prósentustig milli ára en árið 2010 var 71,4 prósent hlutfall á prentun bókatitla innanlands. Mikill munur á virðisaukaskatti skýrir því ekki þennan samdrátt. Það er aukin útgáfa barnabóka, en sam- prent, og þá erlendis, er algengt í útgáfu barnabóka þar sem prentað er sameiginlega fyrir mörg lönd. svavar@frettabladid.is FRÁBÆRT VERSLUNARHÚSNÆÐI EINSTÖK STAÐSETNING Til leigu er verslunarhúsnæði á 2 hæðum að Hallarmúla 2, samtals um 1.500 fm. Húsnæðið er tilbúið undir verslunar- rekstur. Næg bílastæði. Nánari upplýsingar gefur Örn V. Kjartansson, orn@m3.is, gsm 825 9000. TIL LEIGU Í virðisaukalögum stendur skýrt að bók skuli bera sjö prósenta skatt. Þetta misræmi gengur ekki upp þegar lögin eru skoðuð. SIGURÐUR B. HALLDÓRSSON LÖGFRÆÐINGUR HJÁ SAMTÖKUM IÐNAÐARINS alla sunnudaga klukkan 16. Njótið vel Hemmi Gunn – og svaraðu nú! Fjölbreyttur og fjörugur þáttur Bókaskattur þvingar SI í mál gegn ríkinu Bók sem er prentuð á Íslandi ber 18,5 prósentum hærri virðisaukaskatt en bók prentuð á erlendri grundu. Samtök iðnaðarins íhuga prófmál gegn ríkinu vegna þessa. Margir útgefendur virðast ekki hafa vitað af þessum mikla mun. Í ODDA Hlutfall prentaðra bóka á Íslandi er um 70 prósent og hefur aldrei verið hærra. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Heildarfjöldi prentaðra bókatitla er 690 í Bókatíðindum í ár en var 710 árið 2010. Listinn sýnir fjölda bóka prentaðra í hverri heimsálfu og hlut- fall af heild. Fjöldi titla % Ísland 470 68,1 Asía 119 17,2 Evrópa 100 14,6 Annað 1 0,1 Samtals 690 100% Prentaðar bækur 2011 ÞÝSKALAND Sprengjusérfræð- ingar í þýsku borginni Koblenz gerðu í gær tvær sprengjur úr síðari heimsstyrjöldinni óvirk- ar. Sprengjurnar fundust í ánni Rín þegar vatnsborð hennar lækkaði eftir langvarandi þurrka. Aðgerðin er sú umfangsmesta vegna sprengjuhættu í Þýskalandi frá lokum seinni heimsstyrjaldar. Stærri sprengjan var 1,8 tonn að þyngd, en breski flugherinn varpaði henni milli áranna 1943 og 1945. Minni sprengjunni var varpað af flugher Bandaríkjanna á svipuðum tíma, en hún vó um 125 kíló og stafaði meiri hætta af henni, að mati sérfræðinganna. Aðgerð sérfræðinganna tók um þrjár klukkustundir. Rýma þurfti Koblenz í tveggja kílómetra radíus frá sprengjunum, og voru um 12.000 rúm sett upp í skólum til skjóls fyrir þá sem höfðu ekki í önnur hús að vernda á meðan. Um 500 slökkviliðs- og lögreglubílar voru til taks ef svo hefði farið að sprengjurnar hefðu sprungið. Talið er líklegt að fleiri sprengjur uppgötvist í Rín á næstu dögum. Algengt er að sprengjur úr stríðinu finnist í Þýskalandi, en í júlí á síðasta ári létust þrír í bænum Göttingen þegar sprengja úr seinna stríði sprakk. - kg 45.000 yfirgáfu heimili sín vegna sprengjuhættu í þýsku borginni Koblenz: Gerðu sprengjurnar óvirkar SPRENGJUHÆTTA Fjölda sandpoka var komið fyrir hjá sprengjunum í aðgerðinni. NORDICPHOTOS/AFP SAMFÉLAGSMÁL Öryrkjabandalag Íslands veitti Hvatningarverð- laun sín um helgina, á Alþjóða- degi fatlaðra, í fimmta sinn. Í flokki einstaklinga fékk Bergþór Grétar Böðvarsson viðurkenningu fyrir að stuðla að jákvæðri og upp- byggilegri umræðu um geðsjúk- dóma á Íslandi og Hestamanna- félagið Hörður fékk verðlaun í flokki fyrir tækja og stofnana fyrir frumkvöðlastarf í hestaíþróttum fatlaðra barna og unglinga. Loks hlaut sjónvarpsþátturinn Með okkar augum viðurkenningu fyrir frumkvöðlastarf í dagskrárgerð. „Þeir sem hljóta Hvatningarverð- launin eru aðilar sem hafa tekið skref á þeirri leið að búa til eitt samfélag fyrir alla,“ segir Steinunn Þóra Árnadóttir, formaður undir- búningsnefndar verðlaunanna. „Bergþór hefur verið brautryðjandi í sínu starfi, sem fulltrúi notenda á Geðsviði Landspítala og fær viðurkenningu fyrir það. Þeir hjá Hestamannafélaginu Herði hafa boðið upp á reiðnámskeið fyrir fötluð börn og unglinga. Í síðasta flokknum snúast verðlaunin um kynningu og umfjöllun á málefnum fatlaðs fólks út á við og við teljum að þar hafi verið brotið blað í fjöl- miðlun á Íslandi, þar sem fólk með þroskahömlun vann beggja megin myndavélarinnar.“ - jma Hvatningarverðlaun Öryrkjabandalags Íslands veitt í þremur flokkum: Þættir brutu blað í fjölmiðlun DAGSKRÁRGERÐ VERÐLAUNUÐ Aðstandendur sjónvarpsþáttarins Með okkar augum eru meðal þeirra sem hlutu Hvatningarverðlaunin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.