Fréttablaðið - 05.12.2011, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 05.12.2011, Blaðsíða 34
KYNNING − AUGLÝSING Snjóbretti og vetrarfatnaður5. DESEMBER 2011 MÁNUDAGUR 3 Ellingsen er með umboð á Íslandi fyrir prjónavörur frá norska framleiðandanum De- vold. Vörurnar þykja góðar og hafa notið vin- sælda meðal Íslendinga í heil 30 ár. Devold er elsti og virtasti framleiðandi prjónafatnaðar í Noregi. Ellingsen er með umboð á Íslandi fyrir vörur frá Devold. Að sögn Baldvinu Karenar Gísladóttur, sölu- manns hjá Ellingsen, hafa vörurnar lengi vel notið mikilla vinsælda á meðal landsmanna. „Mjög góð reynsla er komin á Devold á Ís- landi enda hefur merkið verið fáanlegt hér í heil þrjátíu ár, fyrst um sinn undir merkjum Stillongs en nú undir Devold. Þannig þekkja íslenskir sjómenn, lögreglan og Landhelgis- gæslan merkið af góðu einu og aðrir sem þurfa að vinna úti við erfið skilyrði.“ Spurð af hverju vinsældir Devold stafi helst tilgreinir Karen meðal annars góða einangr- un. „Ullin heldur vel á manni hita og tapar ekki einangrun þótt hún blotni. Svo er hún gerð úr náttúrulegum efnum og þornar þar af leiðandi mun hraðar en bómull og ilmar jafn vel eftir nokkurra daga notkun.“ Karen tekur fram að í verslunum Elling- sen sé gott úrval af ullarvörum frá De- vold, allt frá ungbarnafatnaði upp í al- klæðnað á fullorðna. „Hér eru fáan legar peysur, buxur, vettlingar, í raun allt frá toppi til táar, á alla aldurshópa og í mismunandi þykktum sem henta við ólíkar aðstæður,“ segir hún og nefn- ir að eitt lagið sé þannig fóðrað að það henti sérstaklega vel fólki með við- kvæma húð. Nánari upplýsingar á www.ellingsen.is. Devold við allar aðstæður Ellingsen hefur um árabil séð lands-mönnum fyrir ferða- og útivistar vörum frá heimsþekktum og virtum fram- leiðendum. Að sögn Andra Rafns Sveins- sonar, sölumanns hjá Ellingsen, hefur úr- valið í vönduðum útivistarfatnaði aldei verið jafn gott og í ár. Fyrst nefnir Andri Rafn til sögunnar bandaríska vörumerkið Scott, en frá því selur Ellingsen alfatnað fyrir sleða- og vetrar - íþróttir á börn og fullorðna. „Við erum með húfur og vettlinga, grímur, jakka og buxur sem eru sér á báti hvað einangrun varðar. Þær eru nefnileg klæddar sérstakri gerð af filmu, Thri Phase Scott-filmu, sem andar vel og í þeim er séreinangrun sem veit- ir vörn gegn vatni og vindum, þannig að manni verður ekki einu sinni kalt þótt maður blotni,“ upplýsir hann. Engu síðri er útivistarfatnaður frá fram- leiðandanum Columbia, sem hóf starfsemi með hattaframleiðslu um miðja síðustu öld. „Fatnaðurinn frá þessu merki er vandaður og endingargóður að auki. Til marks um það kom hingað um daginn maður í átján ára gamalli úlpu frá Columbia sem var enn í fínu standi eftir allan þennan tíma,“ segir Andri Rafn og nefnir að Ellingsen selji mittis síðar og síðar dúnúlpur fyrir börn og fullorðna frá fyrirtækinu. „Þær fást í nokkrum litum; rauðu, bláu, gráu og svörtu, og sumar eru búnar Omni Heat-filmu sem andar vel og gefur 20 prósentum meiri hita en ella.“ Í haust bætti Ellingsen enn við merkja f lóruna og hóf sölu á vörum frá Nike. „Nike er merki sem velflestir Íslendingar þekkja af góðu og er annálað fyrir gæði um allan heim. Við höfum verið að selja við góðar undir- tektir nokkrar gerðir af úlpum á dömur og herra frá Nike, bæði dúnúlpur og mittis jakka með „primaloft“-gervi- einangrun sem heldur einangrun sinni þótt hún blotni,“ segir hann og getur þess að einnig séu nokkrar gerðir af Nike-skóm með grófum botni og góðu gripi á boðstólum í versluninni. Andri Rafn lætur upptalningunni lokið með því að minnast á einstak- lega gott úrval vettlinga, frá bæði fyrrnefndu Scott og vörumerkinu BRP. „BRP er höfuðframleiðandi að Can-am, Lynx og Ski-doo og frá því og Scott erum við með allar gerðir vettlinga, allt frá fingravettling- um og upp í belgvettlinga, ásamt hjálmum og gleraugum fyrir vélsleða og fjórhjólasportið. Hér ætti því enginn að koma að tómum kofa hvað varðar útivistar- fatnað og það sem honum tengist.“ Vönduð og virt vörumerki Úrval útivistarfatnaðar hefur aldrei verið jafn gott í verslunum Ellingsen og í vetur, segir Andri Rafn Sveinsson, sölumaður hjá fyrirtækinu. Þar er í boði fjöldi erlendra vörumerkja sem eru þekkt af gæðum um allan heim. Baldvina Karen Gísladóttir og Andri Rafn Sveinsson sölumenn taka vel á móti viðskiptavinum Ellingsen. MYND/GVA Ellingsen flutti í nýtt og stórglæsilegt framtíðarhúsnæði að Fiskislóð 1 árið 2006. Ellingsen er einnig með verslun á Akureyri og þjónustuverkstæði í Vatnagörðum. Columbia Layd- dúnúlpa í bláu. Scott Sparkle- buxur. Scott SREsnow- hanskar. Devold Active- peysa. Devold Active- herra- buxur. NIKE Primaloft- úlpa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.