Fréttablaðið - 05.12.2011, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 05.12.2011, Blaðsíða 54
5. desember 2011 MÁNUDAGUR34 „... fyndinn, snjall og skemmtilegur.“ PÁ L L BA L DV I N BA L DV I NS SON / F R ÉT TAT Í MI N N „Aðalpersónan … er í hæsta máta óvenjuleg.“ EI NA R FA LU R I NG ÓL FS SON / MORGU N BL A ÐIÐ „... fantavel skrifuð og byggð eins og besta spennusaga.“ FR IÐR IK A BENÓN ÝS / FR ÉT TA BL A ÐIÐ „… ofsalega flottur skáldskapur ...“ KOL BRÚ N BERGÞÓR SDÓT T IR / K IL JA N Á R M A N N JA KOBS SON www.forlagid.is – alvöru bókaverslun á netinu SJÓNVARPSÞÁTTURINN Þórunn Edda Magnúsdóttir og félagar sem skipulögðu tón- leikaröðina Perfect Sounds Forever í gömlu sláturhúsi í Bergen í október hafa verið tilnefnd sem menningarfrumkvöðlar ársins af borgaryfirvöldum í Bergen. Úrslitin verða tilkynnt í febrúar. Þetta var í fyrsta sinn sem tónleikaröðin var haldin og heppnaðist hún mjög vel. Til stendur að halda reglulega tónleika í sláturhúsinu gamla á næstunni auk þess sem tveggja til þriggja daga tónlistarhátíðir eru fyrirhugaðar í vor og haust. Þess má geta að Þórunn Edda á hluta í öðru fyrirtæki sem var einnig tilnefnt sem menningar- frumkvöðull ársins, eða Shadow Agency, sem sinnir ýmsum tónlistartengdum málefnum. - fb FRÉTTIR AF FÓLKI „Það er ekkert hægt að mauk- sjóða pasta eða spagettí og hella tómatsósu yfir, það eru gerðar þær kröfur að þetta sé ferskt og bragðgott,“ segir Guðmundur Kr. Ragnars son matreiðslumeistari, sem sér um að allir fái nóg að borða á tökustað Game of Thrones. Hann segist oft fara að hlæja þegar hann sjái menn fá nokkur blöð með sérþörfum stjarnanna. „Ég fæ yfirleitt heilu doðrantana.“ Guðmundur, sem er annar eigenda veitingastaðarins Lauga- áss, var staddur við Svínafells- jökul þegar Fréttablaðið hitti á hann en þá var matreiðslu- meistarinn að útbúa fjóra rétti, hvern öðrum girnilegri; kjöt í rauðu karrý, indverskan grænmetis rétt, ferskt ostapasta og svo bleikju með mangó. Tökuliðinu gafst hins vegar enginn tími til að setjast niður og njóta bragðsins til hins ýtrasta heldur urðu allir að borða standandi, tökudagarnir eru stuttir. „Þetta er hálfgerð gesta- þraut því allir verða að fá að borða, það getur enginn farið út í næstu sjoppu og því verður að vera eitt- hvað fyrir alla. Þetta er gríðarlega flókið og menn hérna eru eigin lega agndofa yfir því að það sé hægt að bjóða upp á svona mikil gæði hérna,“ segir Guðmundur stoltur. Hann er ekki óvanur því að elda fyrir stórstjörnur úr kvikmynda- heiminum. Síðast í sumar var hann með mötuneytið fyrir töku- lið Prometheus, kvikmynd Ridleys Scott, þar sem stórstjörnur á borð við Michael Fassbender, Charlize Theron og Noomi Rapace voru meðal gesta í mötuneytinu. „Þetta voru 20 þúsund máltíðir á fjórtán dögum,“ segir Guðmundur, en það gerir rúmlega fjórtán hundruð máltíðir á hverjum degi. Hann hefur einnig eldað fyrir Angelinu Jolie og Daniel Craig þegar þau voru hér við tökur á Löru Croft og svo Leonardo DiCaprio þegar hann sat fyrir á forsíðu Vanity Fair á Jökulsárlóni. Guðmundur var með fjóra aðstoðarmenn með sér uppi á jökli. Og hver dagur er tekinn snemma. „Við þurfum að vakna klukkan fjögur og byrja að skipuleggja okkur. Þetta er ekkert auðvelt en ég er bara þannig týpa að ég hef gaman af þessu.“ freyrgigja@frettabladid.is GUÐMUNDUR KR. RAGNARSSON: AFGREIDDI 20 ÞÚSUND MÁLTÍÐIR Fær heilu doðrantana með sérþörfum stjarnanna Fyrirtækið Puzzled by Iceland hefur bætt við vörulínu sína og er nú hægt að kaupa púsl með mynd af Jóni Gnarr borgarstjóra klæddum í fagurbleikan kjól. Púslið ber heitið Puzzled by People og er hið fyrsta í þeirri línu. Puzzled by Iceland var stofnað í fyrra af Guð- rúnu Heimisdóttur og Þóru Eggertsdóttur og eru vörurnar ætlaðar sem minjagripir fyrir erlenda ferðamenn. Hluti ágóðans af sölu púsl- anna með Jóni Gnarr mun renna til Alnæmis- samtakanna á Íslandi og því var ákveðið að púsluspilið færi í sölu 1. desember síðastliðinn en það er Alþjóðlegi alnæmisdagurinn. „Okkur hafði lengi langað að framleiða púsl með mynd af frægum Íslendingi en ekki dottið niður á réttu myndina. Við rákumst svo á mynd af Jóni Gnarr í dragi í Gay Pride-göngunni í sumar og okkur fannst hún svo litrík og lífleg að við ákváðum að fá leyfi til að nota hana. Okkur þótti líka nafnið svo viðeigandi „puzzled by people“. Hver vekur upp jafn margar spurn- ingar meðal fólks og Jón Gnarr?“ spyr Guðrún. Borgarstjórinn fékk fyrsta púslið að gjöf á þriðjudaginn var og að sögn Guðrúnar var hann mjög ánægður með útkomuna. Innt eftir því hvaða þekktu einstaklingar séu næst á óska- lista þeirra Guðrúnar og Þóru segir Guðrún þá vera marga og ólíka. „Þeir eru svo margir, Vigdís Finnbogadóttir er til dæmis á listanum enda er hún alveg stór- merkileg kona.“ Guðrún segir púslin seljast vel og að þær séu ánægðar með viðtök- urnar og lífið. „Þetta hefur gengið vonum framar og við erum vissu- lega kátar með það.“ - sm Púslað með borgarstjóranum í bleikum kjól VINSÆL PÚSL Guðrún Heimisdóttir og Þóra Eggertsdóttir framleiða púslin Puzzled by Iceland. Þær bættu nýverið við línu sína púsli með mynd af Jóni Gnarr borgarstjóra. Engin íslensk mynd verður frum- sýnd um þessi jól. Því verða aðdáendur íslenskra kvikmynda að leita á önnur mið vilji þeir skemmta sér um jólin. Vonir stóðu til að annaðhvort Svartur á leik eða Djúpið yrðu frum sýndar um jólaleytið en ekki verður af því. Baltasar Kormákur, leikstjóri Djúpsins, var ekki viss hvenær frumsýning myndar innar yrði og var ekki reiðubúinn til að stað- festa endanlega dag setningu í samtali við Fréttablaðið. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins verður Svartur á leik ekki frumsýnd fyrr en í mars en myndin er byggð á samnefndri bók Stefáns Mána. Ákveðin hefð hefur skapast fyrir því að íslenskar kvikmynd- ir skemmti áhorfendum um jóla hátíðarnar. Í fyrra var það unglinga myndin Gauragangur eftir Gunnar Björn Guðmundsson og árið þar áður var það Bjarnfreðar son sem kitlaði hlátur- taugar landsmanna. Kvikmyndirn- ar Köld slóð og Dugguholufólkið voru báðar frumsýndar um jóla- leytið árin 2007 og 2006 en ekk- ert slíkt verður hins vegar á boð- stólum á þessu ári. - fgg Engin íslensk jólamynd í ár EKKERT ÍSLENSKT Engin íslensk bíómynd verður frumsýnd um jólin. Hefð hefur skapast fyrir því að íslenskar kvikmyndir skemmti fólki um hátíðarnar. EKKI ER SOPIÐ KÁLIÐ... Guðmundur Kr. Ragnarsson lét sig ekki muna um að elda ofan í Game of Thrones-tökuliðið inni í sendiferðabíl uppi á Svínafellsjökli. Hann sá um matinn fyrir Prometheus eftir Ridley Scott og afgreiddi þar tuttugu þúsund mál- tíðir á fjórtán dögum. Meðal þeirra sem hafa fengið sér að borða hjá Guðmundi eru Angelina Jolie og Leonardo DiCaprio. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM „Minn uppáhaldssjónvarpsþáttur er sá sem Svala vinkona mín kemur með í seríupökkum heim með og við tökum allra nátta lotu í að horfa á. Við tókum þannig t.d. True Blood og The Tudors, sem eru æðislegir þættir. En eins og staðan er í dag á heimilinu þá erum við fjölskyldan sjúk í Got to Dance á SkjáEinum.“ Margrét Gauja Magnúsdóttir, forseti bæjarstjórnar í Hafnarfirði. Bræðurnir Eiki og Halldór Helgason eru með mörg járn í eldinum. Þeir eru á meðal þekktustu snjóbrettakappa heims og eru atvinnumenn í íþróttinni. Viðskiptaveldi þeirra vex einnig en, á meðal þess sem þeir hafa sett á markað eru Hoppipolla-húfur og Lobster- snjóbretti. Nokkrar verslanir í Evrópu hafa hætt sölu á einu bretta þeirra, en skreytingin þykir fara fyrir brjóstið á fólki. Þeir hafa svarað þessu með því að gefa hverjum þeim sem kaupir umrætt bretti í þeirra eigin vefverslun frían bol með afar dónalegri áletrun. - afb
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.