Fréttablaðið - 05.12.2011, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 05.12.2011, Blaðsíða 40
5. desember 2011 MÁNUDAGUR20 BAKÞANKAR Gerðar Kristnýjar 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman LÁRÉTT 2. vætta, 6. ullarflóki, 8. blundur, 9. hluti verkfæris, 11. karlkyn, 12. sljóvga, 14. einkennis, 16. í röð, 17. gagn, 18. kæla, 20. búsmali, 21. yndi. LÓÐRÉTT 1. smæl, 3. tveir eins, 4. sýklalyf, 5. ról, 7. niðurstaða, 10. óvild, 13. of lítið, 15. bakhluti, 16. tala, 19. tví- hljóði. LAUSN LÁRÉTT: 2. álfa, 6. rú, 8. lúr, 9. orf, 11. kk, 12. slæva, 14. aðals, 16. tu, 17. nyt, 18. ísa, 20. fé, 21. unun. LÓÐRÉTT: 1. bros, 3. ll, 4. fúkalyf, 5. ark, 7. úrlausn, 10. fæð, 13. van, 15. stél, 16. tíu, 19. au. Bruna- hvað? Láttu mig þekkja þetta! Það er bara eitt í stöðunni varðandi svona hálseymsli! Að labba afturábak! Þrep! Mjög gott! Námsráðgjafinn minn er að pressa svolítið á mig um að ég eigi ekki að finna fyrir pressu. Bruna- útsala Hmmm... já, þetta er nokkuð vel gert... ... en þú þarft að taka öll óhreinu fötin undan rúminu þínu og fara með þau í þvottakörfuna. Þú sagðir mér að taka til í herberginu mínu... ekki að dauðhreinsa það! Einu sinni gegndi ég stöðu ritstjóra tímarits og átti þá til að leggja leið mína á Litla-Hraun að taka viðtöl við fanga. Margir þeirra eru mjög eftir- minnilegir og höfðu áhugaverða sögu að segja. Sumir höfðu reynt fleira en þeir kærðu sig um að muna en það felst líka saga í þögninni. Dag nokkurn hringdi í mig maður og falaðist eftir viðtali. Hann var grunaður um að hafa orðið manns- bani og nýkominn úr einangrun. Hann setti mig á gestalistann sinn og bauð mig velkomna austur. ÉG FÓR í fylgd ljósmyndara en hann beið úti í bíl á meðan viðtalið fór fram. Að því loknu komum við viðmælandinn okkur saman um að myndir yrðu teknar af honum úti, enda var hann á leiðinni í „frímínútur“. Þegar við ljósmyndarinn sáum manninn stilla sér upp rétt fyrir innan háu girðinguna snöruðumst við út úr bílnum og laumuðumst nær, rétt eins og við værum aðalpersónur í drengjabók frá 6. ára- tugnum sem hefði þá getað heitið Júlli og Jónsi komast í hann krappann. Myndum var smellt af í flýti en því næst hentumst við upp í bílinn og ókum í burtu. Fangaverðirnir urðu vitaskuld varir við okkur. VIÐ VORUM því ekki komin langt þegar blikkandi ljós sáust í baksýnis- speglinum og ýl barst til eyrna. Selfoss- lögreglan var mætt og fór fram á að við kæmum niður á stöð og útskýrðum hvað við hefðum verið að flækjast. Á leiðinni þangað bað ég ljósmyndarann, mikinn hæglætismann, að hafa orð fyrir okkur. Mig grunaði að það færi best á því. Ljós- myndarinn gerði sér lítið fyrir og sagði Selfosslöggunni að við hefðum verið að taka myndir fyrir Hús og híbýli. Ætli það hafi ekki verið þá sem það hvarflaði að mér að þessi indæli félagi minn, Gísli Egill Hrafnsson, gæti alveg fengið tilnefningu til Íslensku bókmennta- verðlaunanna einn daginn. OG NÚ hefur það gerst því matreiðslu- og lífsstílsbókin Góður matur – gott líf í takt við árstíðirnar eftir hjónin Gísla Egil og Ingu Elsu Bergþórsdóttur hefur verið tilnefnd í flokki fræðibóka. Efnið er kannski ekki í stíl við lífið á Litla-Hrauni en ég hef oft leikið mér að því í huganum að semja viðtölin sem ég hefði getað tekið þar fyrir Hús og híbýli: „Það er nú svo- lítið þröngt hjá þér en samt gaman að sjá hvernig þú nýtir rýmið ... svo eru þessir rimlar hérna alveg brilljant. Eru þeir frá Philippe Starck, segirðu?“ Ævintýri að austan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.