Morgunblaðið - 13.08.2010, Page 2

Morgunblaðið - 13.08.2010, Page 2
2 | MORGUNBLAÐIÐ Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Sigurður Bogi Sævarsson. Blaðamenn Kristel Finnbogadóttir kristel@mbl.is, Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is. Auglýsingar Böðvar Bergsson. Forsíðumyndina tók Eggert Jóhannesson í Nauthólsvík. S temningin fyrir þessu átaki er ótrú- lega góð. Húseigendur virðast áfram um að nýta sér þá möguleika sem bjóðast í krafti verkefnisins auk þess sem fyrirtæki sjá sér hag í því að tengjast verkefninu. Bygginga- vöruverslanir hafa boðið vörur á kostakjörum og bankar bjóða hagstæð framkæmdalán. Það er gaman að vinna að málum þegar und- irtektir eru svona jákvæðar,“ segir Elísabet Sveinsdóttir sem stýrir verkefninu Allir vinna. Viðskiptin séu á borðinu Þeir sem standa að verkefninu Allir vinna eru, auk stjórnvalda, Alþýðusamband Íslands og aðildarfélög þess, Samtök atvinnulífsins, Samtök iðnaðarins, Samtök verslunar og þjónustu og Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Tilgangur átaksins er ekki síst að skapa vinnu í þjóðfélaginu og undirstrika mikilvægi þess að öll viðskipti fólks og fagmanna séu uppi á borðunum. Er áætlað að með því að útrýma svartri vinnu megi auka skatttekjur ríkisins um 40 milljarða króna á ári, skv. mati Samtaka iðnaðarins. Komið var fram á sumar þegar Alþingi samþykkti breytingar á lögum sem heimila skattafrádrátt en endurgreiðsla virð- isaukaskatts var samþykkt á síðasta ári. Dytta að í fríinu „Við gátum fyrst kynnt verkefnið þegar kom- ið var fram á mitt sumar. Það virðist ekki hafa komið að sök. Margir hafa notað fríið sitt til að dytta að því sem til fellur heima fyr- ir og fá fagmenn í stærri verk,“ segir El- ísabet og bætir við meðal almennings sé rík vitund um möguleikana sem nú bjóðast. Skv. könnun Gallup sem gerð var á vor- mánuðum hafi um 60% vitað af mögu- leikanum á endurgreiðslu virðisaukaskattsins af vinnu á staðnum og 35% aðspurðra ætluðu í framkvæmdir. Þá sé ætlunin að kanna stöð- una aftur í haust en búast megi við að þessar tölur verði í hærri gildum þá. Elísabet segir það hafa greitt fyrir fram- kvæmdum að bankarnir bjóða um þessar mundir hagstæð lán til endurbóta á húsnæði. Íslandsbanki bjóði til dæmis lán sem bera að- eins 5,75% óverðtryggða vexti og eru án lán- tökugjalda. Á sama tíma eru hefðbundin skuldabréf með 9,25% vexti. Kjör annarra banka eru á svipuðu róli. Hvernig á að leggja parket? „Það borgar sig tvímælalaust að fara í fram- kvæmdir núna,“ segir Elísabet sem bætir við að starfsfólk þeirra stofnana og samtaka sem standa að verkefninu sé áfram um að allt gangi greiðlega fyrir sig. Hið sama megi segja um þá sem starfa hjá skattinum, iðnfyr- irtækjum og svo framvegis. „Já, ég ætla sjálf svo sannarlega að nota mér þá möguleika sem nú bjóðast. Á vefsetri verkefnisins gaf ég upp símanúmerið mitt og stundum hringir fólk í mig með spurningar um hvernig best sé að standa að málning- arvinnu, leggja parket á gólf og svo fram- vegis. Þegar svona spurningar berast reyni ég að svara þeim eftir bestu þekkingu því auðvitað höfum við staðið í ýmsu brasi heima fyrir eins og gengur og gerist á íslenskum heimilum. En ætli við fáum ekki fagmenn í stóru verkefnin. Við erum þegar búin að mála en næst er að laga þakkantinn og svo þarf að skipta um glugga fyrir áramót eða áður en möguleiki á endurgreiðslu virðisaukaskattsins er fyrir bí.“ sbs@mbl.is allirvinna.is Rík vitund um möguleika sem bjóðast Morgunblaðið/Jakob Fannar Framkvæmdakona Elísabet segir alla sem komið hafa að átakinu Allir vinna hafa verið áfram um að vel takist til og undirtektir séu góðar. Fúavarið Eins og margir hafa Elísabet og fjöl- skylda hennar nýtt sér möguleikana sem nú bjóðast með skattaafslætti. Mála, laga þakkant og ætla að skipta um glugga Það borgar sig að fara í framkvæmdir núna, segir El- ísabet Sveinsdóttir sem stýr- ir átakinu Allir vinna. Sjálf ætlar hún að láta laga þak- kanta og skipta um glugga meðan fríðinda nýtur. I nntak átaksins Allir vinna er að vekja athygli á endurgreiðslu virð- isaukaskatts og skattfrádrætti vegna aðkeyptrar vinnu við viðhald og endurbætur á íbúðarhúsnæði og sumarhúsum. Stjórnvöld í samvinnu við samtök vinnumarkaðarins og Nýsköp- unarmiðstöð Íslands standa að verkefn- inu og er markmið þeirra að leggja sitt af mörkum til að koma hjólum atvinnulífs- ins í gang að nýju. Sáraeinfalt að sækja um Sáraeinfalt er að sækja um endur- greiðslu á virðisaukaskatti en umsókn- areyðublað þar um má nálgast meðal annars á vefsíðu skattayfirvalda og átaksverkefnisins. Til þess að fá endur- greiðsluþarf að halda öllum greiddum reikningum til haga og þurfa þeir að vera sundurliðaðir í efniskostnað og kostnað vegna vinnu. Reikningum, staðfestingu á að þeir hafi verið greiddir og útfylltuum- sóknareyðublaði er síðan skilað til skatts- ins sem yfirfer gögnin og reiknar endur- greiðsluna. Ríkisskattstjóri sendir umsækjanda í framhaldinu tilkynningu um endurgreiðslu ásamt frumritum reikninganna. Frádráttur í tvö ár Sérstakur skattfrádráttur reiknast við álagningu opinberra gjalda 2011 og 2012 og þarf ekki að sækja um það sér- staklega. Endurgreiðsla á virð- isaukaskattinum er afturvirk og hægt að sækja um hana allt að sex árum aftur í tímann en þá gildir ekki sama endur- greiðsluhlutfall öll árin og ekki er endu- greiddur virðisaukskattur að vinnu við sumarhús nema frá 1. mars 2009. Endurgreiddur er virðisaukaskattur ávinnu á byggingarstað til dæmis máln- ingarvinnu, trésmíði, pípulögnum eða raflögnum. Eins er endurgreiddur frá og með 1. mars 2009 til 1. janúar 2011virð- isaukaskattur á vinnu vegna hönnunar og eftirlits við endurbætur eða viðhald. Undantekningar Endurgreiðsluhlutfall virðisaukaskatts er 100% út þetta ár og tekur til virð- isaukaskatts vegna allrar vinnu manna sem unnin er á byggingarstað íbúðar- húsnæðis við viðhald eða endurbætur, þar með talið vinnu á lóð - að teknu tilliti til undantekninga sem tíundaðar eru á vefsetri átaksins. sbs@mbl.is Endurgreiðslur í boði út árið Morgunblaðið/Heiddi Endurgreitt Virðisaukaskattur af viðhaldsframkvæmdum á byggingastað fæst nú endurgreiddur. Hafa margir nýtt sér það svigrúm og farið í framkvæmdir sem ella hefðu beðið með skemmdum sem fylgt hefðu með. Aukin vinna er öllum í hag. Endurgreiðsla á virð- isaukaskatti af viðhaldsvinnu við byggingar er nú í boði. Margir leggja verkefninu lið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.