Morgunblaðið - 14.08.2010, Side 4
4 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 2010
Nú þegar haustið er að ganga í garð er útlit fyrir
rigningu víða á landinu á næstu dögum. Líklegt
er því að fólkið á myndinni hafi verið að kveðja
sumarið þegar það gæddi sér á ís á Ingólfstorgi í
gær. Rigning verður á vestanverðu landinu í dag
og á morgun en lengst af þurrt austan- og suð-
austanlands. Hlýjast verður á austanverðu land-
inu og gert er ráð fyrir því að hitinn verði allt að
25 stigum á Norðausturlandi á morgun.
Væta á vestanverðu landinu en hlýindi eystra
Morgunblaðið/Eggert
Chevrolet var söluhæsti bíllinn á Ís-
landi í júlímánuði. Langt er síðan
það hefur gerst enda hefur Toyota
oftast haft þann titil. Toyota er sölu-
hæsti bíllinn þegar litið er til þess
tíma sem liðinn er af árinu.
Í júlí voru skráðir 79 nýir Chevr-
olet bílar, meirihlutinn af gerðinni
Chevrolet Spark. Bandaríski bíla-
framleiðandinn lætur framleiða
Spark í Suður-Kóreu fyrir Asíu- og
Evrópumarkað en selur hann einnig
á Ameríkumarkaði. „Vegna lágs
gengis íslensku krónunnar fengum
við sérstakan afslátt hjá framleið-
andanum og getum boðið nýjan bíl á
markaðnum á mjög góðu verði,“ seg-
ir Benedikt Eyjólfsson hjá Bílabúð
Benna sem flytur bílana inn. Hann
telur það jafnframt skapa forskot að
Chevroletbílarnir eru nýir á mark-
aði og allir framleiddir á þessu ári.
Þeir séu því með nýtt útlit og tækni.
Í júlí voru skráðir 458 nýir bílar.
Eru það heldur fleiri bílar en í sama
mánuði í fyrra. Hins vegar var salan
í júní mun meiri en þá voru nýskráð-
ir tæplega 1200 bílar enda bílaleig-
urnar þá enn að bæta við sig bílum.
Í ár hafa verið seldir 2577 nýir
bílar hér á landi, skv. upplýsingum
Umferðarstofu. Toyota hefur lengi
verið söluhæsti bíllinn á Íslandi og er
enn. Á þessu tímabili hafa verið
skráðir 525 bílar af þeirri gerð. Þá
hafa verið skráðir 343 Subarubílar,
322 Volkswagen, 283 Hyundai-bílar
og 231 Chevrolet. helgi@mbl.is
Chevrolet reyndist sölu-
hæsti bíllinn í júlímánuði
Vinsæll Chevrolet Spark.
Fengu afslátt
hjá framleiðanda
Geir Gunn-
laugsson land-
læknir segir
notkun á bólu-
efni sem veitt
getur ónæmi
gegn hættuleg-
ustu veiruaf-
brigðum HPV-16
og HPV-18 hafa
verið til skoð-
unar hjá emb-
ættinu. Morgunblaðið greindi frá
því í gær að Leitarstöð Krabba-
meinsfélagsins hefði tekið þátt í
fjölþjóðlegri rannsókn á bóluefninu
sem er ein stærsta og dýrasta ból-
efnisrannsókn sem gerð hefur verið
í heiminum en ónæmi fyrir veiruaf-
brigðunum getur komið í veg fyrir
leghálskrabbamein.
„Heilbrigðiskerfið stendur alltaf
frammi fyrir ýmsum valkostum
hvað varðar bólusetningar og þá
þarf m.a. að taka tillit til þess
hvernig á að gefa, aldursbils og síð-
an kostnaðar náttúrlega,“ segir
Geir.
„Í þessu tilfelli nær bóluefnið
nánast eingöngu utan um tvær
krabbameinsvaldandi veirur en það
eru til fjörutíu mismunandi HPV-
veirur og u.þ.b. helmingur þeirra
er krabbameinsvaldandi,“ segir
Geir sem kveður ferlið því flókið.
Bóluefnið yrði það fyrsta sem að-
eins væri gefið öðru kyninu en Geir
bendir á að smitið berist líka meðal
drengja. jonasmargeir@mbl.is
Flókið
ferli að
ákveða
Geir
Gunnlaugsson
Landlæknir metur
bólusetningar
Lögregla og björgunarsveitir leit-
uðu í allan gærdag að Ulrike Kimp-
fler í Borgarfirði en án árangurs.
Leit mun hefjast aftur snemma í
dag, að sögn lögreglunnar í Borg-
arnesi. Kafarar frá sérsveit lögregl-
unnar tóku þátt í leitinni sem og
þyrla Landhelgisgæslunnar. Einnig
voru notaðir hundar.
Ulrike er 46 ára, ljóshærð og um
165 sm á hæð. Hún fór gangandi að
heiman frá sér í Borgarnesi á mánu-
dagsmorgun og hefur ekkert til
hennar spurst síðan. Þeir sem kunna
að hafa séð til Ulrike eða vita eitt-
hvað um ferðir hennar eru beðnir að
hafa samband við lögregluna.
Árangurs-
laus leit
Þór Saari, Margrét Tryggvadóttir og
Birgitta Jónsdóttir skora á Gylfa
Magnússon, efnahags- og viðskipta-
ráðherra, að segja af sér, að því er
fram kemur í tilkynningu þeirra sem
þau sendu frá sér í gær.
Þingmenn Hreyfingarinnar telja
að Gylfi hafi ítrekað afvegaleitt um-
ræðuna um gengistryggð lán, leynt
þing og þjóð mikilvægum gögnum og
farið á svig við sannleikann. Þá er
tekið fram að ef Gylfi segi ekki af sér muni þau ekki sjá
annan kost í stöðunni en að bera fram vanstrausts-
tillögu á hendur ráðherranum um leið og þing kemur
saman í september.
Þór Saari segir að augljóst sé að efnahags- og við-
skiptaráðuneytið hafi haft undir höndum a.m.k. tvö álit
þar að lútandi að lán sem veitt eru í íslenskri mynt en
bundin erlendu gengi séu ólögmæt.
„Það náttúrlega gengur ekki að ráðherrann þykist
ekki vita af þessum álitum eða þá að hann hafi ekki
meiri stjórn á ráðuneyti sínu en það að einhvert stærsta
hagsmunamál íslensks efnahagslífs hafi farið bara al-
gerlega framhjá honum og einhverjar geðþóttaákvarð-
anir undirmanna hans í ráðuneytinu hafi bara ráðið
því,“ segir Þór sem lítur svo á að Gylfi beri höfuðábyrgð
á málinu sem efnahags- og viðskiptaráðherra en þáttur
fjármálaráðherra sé e.t.v. ekki minni.
Alþingi ekki saman strax
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis,
segir engan hafa haft samband við sig með þá ósk að
kalla saman Alþingi til að ræða stöðu Gylfa Magn-
ússonar, efnahags- og viðskiptaráðherra, en Bjarni
Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, krafðist
þess í gær.
„Það er ekki forseta Alþingis að kalla saman Alþingi,
það er forsætisráðherra. Það hefur ekki verið rætt við
mig. Alþingi hefur verið frestað með samþykki Alþingis
með þingsályktunartillögu og það er forsætisráðherra
eða meirihluti þingmanna sem getur óskað eftir því,“
segir Ásta.
Ekki náðist í Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráð-
herra. jonasmargeir@mbl.is
Þingmenn Hreyfingarinnar
vilja að Gylfi segi af sér
Ber höfuðábyrgð á málinu Hóta vantrauststillögu
Þór Saari
Egill Ólafsson
egol@mbl.is
Starfshópur sem fjármálaráðherra
skipaði fyrr á þessu ári til að gera til-
lögur um breytingar á skattkerfinu
vinnur að tillögum sem gera ráð fyrir
að fjármagnstekjuskattur og tekju-
skattur fyrirtækja verði hækkaður.
Sömuleiðis liggja á borðinu tillögur
um hækkun auðlegðarskatts og
erfðafjárskatts. Unnið er að breyt-
ingum á orku- og auðlindasköttum
og gerð er tillaga um sérstakan
bankaskatt.
Steingrímur J. Sigfússon fjár-
málaráðherra skipaði í apríl starfs-
hóp sem átti „að móta og setja fram
heildstæðar tillögur um breytingar
og umbætur á skattkerfinu“. Vinna
hópsins er hugsuð sem framhald á
þeim breytingum sem gerðar voru á
skattalöggjöfinni á síðasta ári, en þá
var fjármagnstekjuskattur hækkað-
ur úr 10% í 18%, tekjuskattur lög-
aðila hækkaður úr 15% í 18%, lagður
á 1,25% auðlegðarskattur, nýtt þrep
sett í tekjuskatt einstaklinga, virðis-
aukaskattur hækkaður um 0,5%,
nýtt orku- og auðlindagjald lagt á og
fleiri breytingar.
Von á áfangaskýrslu
Indriði H. Þorláksson, fyrrver-
andi ríkisskattstjóri sem vinnur
með hópnum, segir að starfshópur-
inn muni skila áfangaskýrslu í lok
mánaðarins en miðað sé við að hluti
tillagna hópsins komi til fram-
kvæmda um áramót. Hann segir að
hópurinn hafi m.a. til hliðsjónar til-
lögur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um
breytingar á íslenska skattkerfinu.
Í vinnuskjali frá 11. ágúst sl. sem
Morgunblaðið hefur undir höndum
kemur fram að tillögurnar séu „til
umræðu og skoðunar“. Tillögurnar
gera ráð fyrir breytingum á sköttum
á næsta ári og á árunum 2012-2014.
Tillögurnar eru í 13 liðum og
snerta flesta meginþætti skattamála.
Starfshópurinn leggur til að að tób-
aksgjald verði hækkað og skattlagn-
ingu áfengis breytt með tilliti til
styrkleika áfengis. Lagt er til að
100% skattaafsláttur á áfengi og tób-
ak í Fríhöfn verði lækkaður.
Í tillögunum er fjallað um um-
hverfisgjöld, kolefnisgjald, orku-
skatta og auðlindaskatt. Segir að
„ýmislegt [sé] til skoðunar m.v. fyr-
irliggjandi skýrslur og út frá alþjóð-
legum samanburði“.
Í vinnuskjalinu er að finna tillögur
um „bankaskatt“ og er þar vísað til
umræðna um slíkan skatt í ná-
grannalöndunum. Tekið er fram að
miðað við útfærslu Breta geti 0,05%
skattur skilað um einum milljarði
króna.
Leggja til hækkun skatta
Starfshópur vinnur núna að tillögum til fjármálaráðherra sem gera ráð fyrir
hækkun fjármagnstekjuskatts, tekjuskatts á fyrirtæki og erfðafjárskatts
Breikka skattstofn
» Í tillögunum segir að til
greina komi að breikka skatt-
stofn virðisaukaskatts og
breyta skatthlutföllum. Einnig
komi til greina að endurskoða
tekjuskatt einstaklinga, t.d.
fjölda þrepa, og skatthlutföll.