Morgunblaðið - 14.08.2010, Side 24
24
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 2010
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Trú lands-manna á aðrík-
isstjórnin ráði við
að halda um
stjórnartaumana
hefur farið minnkandi um
nokkurt skeið. Þessi minnk-
andi trú á getu ríkisstjórn-
arinnar er nú farin að mælast
með mjög afgerandi hætti og
nú er svo komið að rík-
isstjórnin stendur frammi fyr-
ir algeru fylgishruni. Ekki er
langt síðan stjórnin hafði um
helmings fylgi meðal lands-
manna, en samkvæmt nýjustu
mælingu Capacent Gallup er
fylgið nú aðeins 38% og hefur
aldrei verið minna.
Stundum er erfitt að ráða í
pólitískar vinsældasveiflur og
vandasamt að skýra hvað
veldur. Að þessu sinni er
sveiflan þó engin ráðgáta.
Fylgishrunið er bein afleiðing
af aðgerðum og aðgerðaleysi
ríkisstjórnarinnar.
Þegar ríkisstjórnin tók við
völdum spöruðu forystumenn
hennar ekki stóru orðin um
þær lausnir á fjárhagsvanda
almennings sem framundan
væru og þau bættu vinnu-
brögð sem fólk fengi að kynn-
ast í íslenskri stjórnsýslu. Síð-
an hefur smám saman verið að
skýrast að þetta voru ekki að-
eins orðin tóm heldur hrein öf-
ugmæli.
Ríkisstjórnin lofaði skjald-
borg um heimilin en á hálfu
öðru ári sést lítið til þeirrar
skjaldborgar. Menn telja sig
hins vegar ítrekað greina
skjaldborg um kröfuhafa, eða
gjaldborg um heimilin, eins og
það fyrirbæri hefur stundum
verið kallað.
Ríkisstjórnin lagði ofur-
áherslu á að sækja um aðild að
Evrópusamband-
inu, en öllum sem
utan hennar
standa er ljóst að
sú umsókn er í
besta falli fráleit
tímasóun og án alls stuðnings.
Annað mál sem rík-
isstjórnin hefur lagt ofur-
áherslu á er að reyna að koma
málum þannig fyrir að ís-
lenskir skattgreiðendur verði
látnir borga skuldir annarra
vegna Icesave. Jafnvel full-
komin höfnun í þjóðarat-
kvæðagreiðslu hefur ekki
dugað til að fá ríkisstjórnina
ofan af þessum áformum sín-
um og sömu sögu er að segja
um það álit Evrópusambands-
ins sjálfs að ekki hafi verið
ríkisábyrgð á innlánsreikn-
ingunum.
Gegnsæið sem lofað var að
myndi einkenna stjórnsýsluna
snerist fljótt upp í algera and-
hverfu sína og fullyrða má að
aldrei hafi verið erfiðara að
afla upplýsinga frá ráðamönn-
um. Ekki bætir úr skák að
engin leið er að treysta þeim
upplýsingum sem þó eru gefn-
ar, því að ráðherrar rík-
isstjórnarinnar eru ítrekað
staðnir að því að forðast sann-
leikann en segja frekar það
sem betur hljómar.
Loks má ekki gleyma því
hvernig ráðherrar hafa farið
með vald sitt sem birtist til að
mynda með sláandi hætti við
ítrekaðar mislukkaðar skip-
anir í embætti og nefndir.
Það eru engar ýkjur að rík-
isstjórnin er rúin trausti. For-
ystumenn hennar bregðast við
eigin getuleysi með því að ein-
angra sig enn frekar frá al-
menningi. Almenningur
bregst við með því að lýsa yfir
vantrausti sínu.
Á fylgishruni rík-
isstjórnarinnar eru
einfaldar skýringar}
Fylgishrun
Fregnir berastnú af því að
ríkisstjórn Íslands
sé loks að takast
að draga bresk og
hollensk stjórn-
völd að samningaborðinu á ný
vegna Icesave. Sá draugur
ætlar að verða þrautseigur
enda hefur ríkisstjórnin ein-
stakt lag á að halda honum við
og vekja hann upp.
Ekkert bendir til að afstaða
ríkisstjórnarinnar til málsins
hafi breyst. Þegar fram-
kvæmdastjórn Evrópusam-
bandsins lýsti því yfir að engin
ríkisábyrgð væri á innistæðum
taldi ríkisstjórnin það ekki
styrkja stöðu sína. Svo kom
loks að því að ríkisstjórnin
vaknaði upp við að
þetta kynni að
sæta tíðindum, en
þá var gripið til
þess snjallræðis að
senda fyrirspurn
til framkvæmdastjórnarinnar
til að gefa henni færi á að út-
skýra sig frá yfirlýstri afstöðu
sinni.
Enginn þarf að efast um að
sama hvert svar framkvæmda-
stjórnarinnar verður þá mun
ríkisstjórn Íslands telja víg-
stöðu landsins vonlausa og
krefjast tafarlausrar upp-
gjafar meirihluta þings og
þjóðar. Varðstaðan fyrir
skattgreiðendur í þessu sér-
kennilega máli heldur því
áfram.
Ríkisstjórnin hefur
vakið upp Icesave-
drauginn enn á ný}
Varðstaðan heldur áfram Þ
að er nauðsynlegt að geta trúað ein-
hverju, en kannski ekki svo nauð-
synlegt að trúa. (Þetta vefst
kannski aðeins fyrir þeim sem ekki
átta sig á að þó það síðarnefnda feli
alltaf í sér það fyrra, þá trúa velflestir ein-
hverju án þess þó það leiði til átrúnaðar.)
Að því sögðu þá er það nú svo að iðulega trúa
menn ýmsum staðhæfingum sem eru hrein
della, þó þeir séu kannski ekki trúaðir (en það
fer auðvitað oft saman). Dæmi um það er hrá-
fæðisæðið, en einn þeirra sem trúa því að hrá-
fæði leysi okkur undan allri kröm skrifaði for-
vitnilega grein í blaðið fyrir stuttu þar sem
hann ræddi um leiðir til að sættast við hráfæð-
ið.
Fyrir ríflega tveimur milljónum ára tók
mannsheilinn að stækka ört og varð fljótlega
talsvert stærri en annarra prímata. Af hverju veit enginn,
en ein tilgátan er sú að menn tóku að éta meira af kjöti.
Önnur tilgáta, sem helst reyndar í hendur við þá fyrri,
er að um það leyti sem hinn handlagni maður breyttist í
hinn upprétta mann hafi menn náð tökum á eldinum. Fyrir
vikið gátu þeir eldað matinn sem gerði hann ljúffengari og
auðveldara að melta hann, ná sem mestu af næringu og
orku úr honum. Þeir þurftu þá líka minni kjálka til að
tyggja og minni vöðva til að knýja þá kjálka og svo má telja
og telja þar til við komum að því að heilinn stækkaði og
stærri heili gaf færi á flóknari hugsunum.
Þeir sem fallið hafa fyrir hráfæðisfræðum trúa þeim;
telja náttúrlegra að éta slíkt fæði og að flesta
sjúkdóma sem á okkur herja megi temja eða
lækna alveg með því að hætta að elda matinn.
Þeir svara því ekki hvernig á því stendur að
Vesturlandabúar hafa aldrei verið betur stadd-
ir, aldrei stærri, sterkari og heilbrigðari – að
langlífi hefur ekki verið meira í mannkynssög-
unni.
Hráfæðisvakningin og ýmsar aðrar hreyf-
ingar henni skyldar lifa á því að á Vest-
urlöndum er vel sett tæknivætt miðstétta-
samfélag. Þannig getum við borgað það hátt
verð fyrir allt gómsæta hráfæðið að það borgar
sig að eyða eldsneyti í að flytja það með flugi
langan veg. Síðan taka menn til við að vinna
allt hráfæðið á þann hátt að líkaminn geti nýtt
það af einhverju viti; mauka í matvinnsluvél
(nú eða merja milli steina vilji menn fara alla
leið), nudda með salti (eða öðrum slípimassa), tyggja
hverja munnfylli hundrað sinnum og svo má telja. Við
þurfum því að eyða drjúgri orku til þess að geta unnið
næga orku úr hráfæðinu og nýtt trefjarnar.
Sú var tíðin að menn átu þurrkaða fiskhausa inn til
sveita, styttu sér stundir við að plokka fiskinn af beinunum
og þótti meira að segja nokkur íþrótt, jafnvel keppn-
isíþrótt. Ekki þarf þó lengi að sitja við að reikna til þess að
átta sig á því að orkan sem fór í að naga hausana var lík-
astil minni en sú sem úr fiskörðunum fékkst.
Suður í Vestur-Afríku höfðu menn þó vit á að sjóða
hausana. arnim@mbl.is
Árni
Matthíasson
Pistill
Þurrkaðir og soðnir hausar
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
Fangar með þunga
dóma fylla fangelsin
FRÉTTASKÝRING
Skúli Á. Sigurðsson
skulias@mbl.is
S
amfélög fanga í fangelsum
landsins hafa farið harðn-
andi á undanförnum ár-
um. Páll Winkel, fangels-
ismálastjóri, telur að
hækkandi hlutfall fanga sem sitja
saman inni fyrir brot á borð við alvar-
leg ofbeldisbrot, kynferðisbrot og
stórfelld fíkniefnabrot hafi töluverð
áhrif í þessa átt. Hlutfall þeirra sem
afplána þrjú ár eða fleiri hefur tvö-
faldast síðan árið 2004 samkvæmt töl-
um frá Fangelsismálastofnun rík-
isins.
Þá hafi lögregla að undanförnu
haft hendur í hári glæpagengja sem
fara jafnvel í heilu lagi í afplánun.
Meðlimum gengjanna sé fært að
halda innbyrðis tengslum sínum með-
an þeir sitja inni þar sem ekki er
kostur á að dreifa þeim vegna fjölda
þeirra sem nú afplána dóma. Segir
Páll dæmi þess að þegar afplánun
ljúki haldi gengin áfram samvinnu og
þá jafnvel með fulltingi manna sem
meðlimir sátu inni með.
Harkan erlend afurð
Að mati Jóns Sigurðssonar,
deildarstjóra á Litla-Hrauni og starf-
andi fangelsisstjóra, er aukin harka
fyrst og fremst tilkomin vegna fjölg-
unar forhertra erlendra glæpamanna
innan veggja íslensku fangelsanna.
Þeirra heimur sé mun harðari en sá
sem þekkist hér og honum fylgi rígur
eftir þjóðerni; til dæmis geti verið
stirt milli Pólverja og Litháa á Litla-
Hrauni. Ekki hafi þó komið til átaka
milli manna af ólíku þjóðerni en vart
hefur orðið hvassra orðaskipta og
jafnvel hótana. Jón segir jaðra við að
rígur sé milli erlendra fanga almennt
og íslenskra.
Telur Páll að við núverandi að-
stæður í fangelsismálum verði því
ekki viðkomið að sundra gengjum og
vista fanga í fleiri fangelsum eða
deildum. Helst hafi þetta tekist á
Litla-Hrauni en hann telur fjölgunina
vera slíka að þetta sé ekki mögulegt
lengur. Jón segir að hingað til hafi
gefist ágætlega að skipta mönnum
niður á deildir á Litla-Hrauni.
Fleiri bíða en sitja inni
Ástæða hlutfallslegrar fjölgunar
fanga sem framið hafa alvarleg brot
er að Fangelsismálastofnun ríkisins
forgangsraðar þeim sem bíða afplán-
unar að miklu leyti eftir alvarleika
brota þeirra. Eru þeir þannig boðaðir
fyrr til afplánunar en þeir sem vægari
brot fremja.
Með því að þeir sem fremja al-
varlegri brot fá forgang í afplánun
lengist óhjákvæmilega bið annarra
sakfelldra. 156 manns sitja nú inni en
330 manns sem hlotið hafa 425 dóma
bíða afplánunar. Eru þess dæmi að
menn þurfi að bíða í nokkur ár eftir
að afplána dóma.
Fangelsisrefsing fellur niður
þegar fimm til tuttugu ár eru liðin frá
dómsuppkvaðningu, allt eftir til hve
langrar fangavistar hinn sakfelldi var
dæmdur. Segir Páll að reynt sé að
komast hjá því að refsing falli niður
með þessum hætti. Þó geti verið
bagalegt þegar menn séu boðaðir til
afplánunar löngu eftir dóm; þeir hafi
jafnvel snúið við blaðinu og bætt ráð
sitt.
Nýtt fangelsi segir Páll að myndi
koma böndum á þennan vanda og
einnig sporna við miklum samgangi
og samþjöppun manna sem framið
hafa alvarleg brot. Segir Páll að nýtt
fangelsi gæti hreinlega leyst þennan
vanda með öllu.
Dómsmála- og mannréttinda-
ráðuneyti hyggst láta bjóða út bygg-
ingu nýs fangelsins í október næst-
komandi og er undirbúningur útboðs
þegar hafinn. Stefnt er að því að í
fangelsinu verði 56 fangarými.
Morgunblaðið/Ómar
Hraunið Það kann að hljóma þversagnarkennt en biðlisti er í vist í fangelsi
landsins og þeir komast fyrstir inn sem verst haga sér og þyngsta fá dóma.
28,6%
fanga sem afplánuðu fangelsisrefs-
ingu árið 2004 voru dæmdir til
þriggja ára fangavistar eða lengri.
60%
fanga sem sátu inni fyrstu þrjá
mánuðina í ár voru dæmdir til
þriggja ára fangavistar eða lengri.
156
fangar sitja um þessar mundir í
fangelsum hér á landi.
330
dæmdir menn bíða nú eftir að hefja
afplánun refsingar sinnar. Þeir hafa
samtals hlotið 425 dóma.
‹ AFPLÁNUN Í TÖLUM ›
»