Vegna viðhaldsvinnu geti verið truflanir á þjónustu Tímarit.is frá 18:00 og fram eftir kvöldi.

Morgunblaðið - 14.08.2010, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 14.08.2010, Blaðsíða 28
28 Minningar MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 2010 ✝ Arthúr Péturssonfæddist 25. febr- úar 1935 á Lýtings- stöðum í Vopnafirði. Hann lést á Landspít- alanum við Hring- braut 5. ágúst síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Pétur Sigurður Pétursson, f. 15. októ- ber 1906, d. 25. nóv- ember 1962, og Krist- björg Magnúsdóttir, f. 4. október 1903, d. 17. janúar 1977. Systkini Arthúrs eru Alfreð, f. 26. nóvember 1929, og Ásdís Sigríð- ur, f. 13. maí 1932. Eiginkona Arthúrs er Kristín Brynjólfsdóttir frá Hvammsgerði, f. 28. febrúar 1942. Foreldrar hennar voru Brynjólfur Sigmundsson f. 11. mars 1902, d. 11. mars 1984, og Hild- ur Aðalbjörg Bjarnadóttir, f. 30. apr- íl 1922, d. 26. febrúar 2010. Börn Arthúrs og Kristínar eru: 1) Ásdís, f. 15. maí 1962. Börn hennar eru, Tinna Valbjörnsdóttir, f. 1. ágúst 1982, hennar sambýlismaður er þeirra eru Viktor Már, f. 27. júní 1999, og Díana Mist, f. 22. júní 2005. Arthúr ólst upp hjá foreldrum sín- um á Fagurhóli í Vopnafirði en þau stofnuðu þar nýbýli út úr jörðinni Lýtingsstöðum. Arthúr og Kristín byrjuðu búskap í Hvammsgerði hjá foreldrum hennar árið 1961. 1967 keyptu þau jörðina Syðri-Vík í Vopnafirði og hafa búið þar síðan. Þar var blandaður búskapur, en að- allega þó sauðfjárrækt. Arthúr vann alltaf eitthvað utan heimilis jafnhliða búskapnum. Hann vann á jarðýtu frá 17 ára aldri og síðan fékk hann sér vörubíl sem hann notaði fyrir sjálfan sig í fjárkeyrslu sem og aðra bændur í sveitinni. Í tæp 20 ár vann Arthúr við að keyra skólabörnum í Vopna- fjarðarskóla, þessu hélt hann til 70 ára aldurs. Arthúr sinnti æðarvarp- inu sem er í landi Syðri-Víkur af mik- illi kostgæfni. 1985 hófu Arthúr og Kristín rekstur ferðaþjónstu í Syðri- Vík og hefur hún vaxið með árunum, upp úr því hættu þau sauð- fjárbúskapnum sem sonur þeirra tók við. Á unga aldri lærði Arthúr söðla- smíði af föður sínum og stundaði hana af og til. Útför Arthúrs fer fram frá Vopna- fjarðarkirkju í dag, 14. ágúst 2010, og hefst athöfnin kl. 14. Birgir Örn Karlsson. Salvör, f. 25. febrúar 1985. Lea Agnars- dóttir, f. 23. maí 1996. 2) Svanur, f. 4. nóv- ember 1963. Kona hans er Monserat Ar- lette, f. 29. apríl 1971. Barn þeirra er Krist- ófer, f. 11. mars 2010. Börn hans og Önnu Heiðu Harðardóttur, f. 10. október 1972, eru Auður, f. 27. apríl 1990. Arthúr Kristinn, f. 30. mars 1993. Fyrir átti Arlette, Viktoríu Rachel, f. 25. nóvember 1998. 3) Brynhildur Art- húrsdóttir, f. 9. maí 1969. Hennar maður er Guðbrandur Stígur Ágústsson, f. 24. mars 1960. Þau eiga Gyrði Hrafn, f. 30. mars 1999, og Kormák Ara, f. 19. mars 2007. Fyrir átti Brynhildur Kristínu Hrefnu, f. 5. september 1991, með Halldóri Gunn- ari Jónassyni, f. 13. febrúar 1964. 4) Margrét, f. 16. maí 1976. Hennar sambýlismaður er Heiðar Krist- bergsson, f. 11. ágúst 1969. Börn Elsku pabbi minn. Þú varðst að lúta í lægra haldi eftir harða baráttu við erfið veikindi. Væntanlega ertu tekinn til annarra starfa því þú trúðir að tilvera okkar hér væri aðeins part- ur af stærra samhengi. Eftir standa fjölmargar minningar um þig pabbi, þú sem varst mikill at- hafnamaður og á margan hátt langt á undan þinni samtíð og ég er óend- anlega þakklát fyrir allar stundirnar sem við áttum saman. Það fyrsta sem kemur upp í huga minn eru hesta- og veiðiferðirnar í Selárdalinn hans sem ávallt voru eitt ævintýri. Pabbi var mikill veiðimaður hann sagði mér sögur af því þegar hann byrjaði, sjö ára gamall, að veiða silung í miklu magni með veiðarfær- um sem hann gerði sjálfur. Hann eignaðist snemma byssu og var mjög góð skytta. Það kom sér vel seinna meir því hann varði æðarvarpið sitt fyrir öllum þeim vargi sem í það sótti. Æðarvarpið var honum sérstaklega hugleikið og var hann vakinn og sof- inn yfir kollunum sínum öll vor. Var síðastliðið vor engin undantekning frá því þrátt fyrir erfið og kvalafull veikindi, þá skyldi hann niður í varp að taka á móti æðarfuglinum og stugga við óboðnum gestum. Pabbi var laginn í höndunum, mér fannst merkilegt að sem ungur mað- ur dreif hann sig í Iðnskólann í Reykjavík að nema húsgagnasmíði. Hann smíðaði nánast öll fyrstu hús- gögnin þeirra mömmu. Hann var söðlasmiður og skrautskrifari eins og afi og Alfreð, bróðir hans, og smíðaði öll reiðtygi fyrir okkur fram á síðasta dag. Pabbi hafði dálæti á söng og hlust- aði mikið á tónlist. Hann spilaði á gít- ar og söng og kunni fjöldann allan af gamanvísum sem hann flutti bæði á samkomum á Vopnafirði og í góðra vina hópi. Þótt hann pabbi minn væri bóndi lengst af sagði hann alltaf: „Mamma þín hefur nú meiri áhuga á kindunum en ég.“ Og það var alveg rétt hjá hon- um. Hann var reyndar mjög eftir- tektarsamur og næmur á skepnurn- ar sínar og fljótur að átta sig á því ef eitthvað amaði að þeim og brást fljótt við með eigin lækningaaðferðum sem oft reyndust vel. Pabbi hafði mikinn áhuga á að koma á þjónustu við ferðafólk í Syðri- Víkinni sinni. Byrjaði hann á að byggja eitt sumarhús, síðan annað og loks fengu gömlu fjárhúsin og hlaðan það hlutverk að hýsa ferðafólk. Pabba fannst ekki hægt að láta bæjarlækinn fossa fram hjá bænum án þessa að nýta orkuna enda nóg við hana að gera, rafmagnsnotkun var mikil, þar sem mikið var búið að byggja upp. Það var ráðist í virkj- unarframkvæmdir og hefur nánast öll orka sem hefur verið notuð í Syðri-Vík síðan komið frá virkjun- inni. Hann hugsaði vel um virkjunina sína og var hann löngum stundum uppi í fjalli að athuga með rennslið í lónið sem og annað sem virkjuninni tengdist. Það kom oft eitthvað upp á hjá þér, pabbi, en þú hafði alltaf ráð undir rifi hverju og gast ávallt reddað því sem aflaga fór. Ég er viss um að þú hefur auga með mömmu í Syðri-Víkinni þinni sem var þér svo kær. Hvíl í friði, elsku pabbi. Minning þin lifir í hjörtum okkar. Þín Brynhildur. Elsku afi minn, Mikið hef ég alltaf verið stolt af því að eiga þig sem afa, sem getur allt og allir þekkja. Stoltust er ég af því þeg- ar einhver spyr mig hvað afi minn sé gamall, þá get ég sagt að það séu akkúrat 50 ár á milli okkar, þú fékkst mig nefnilega í afmælisgjöf. Ég á svo margar fallegar minning- ar um þig. Ég man t.d. alltaf hvað það var gaman að vera með þér, nóg að gera og alltaf eitthvað að stússast. Skemmtilegastar voru þó allar bíl- ferðirnar okkar, sem voru þó nokkuð margar, því þá sagðir þú mér alltaf sögur um það hvað gerðist á þeim stað sem við keyrðum fram hjá og gast nefnt hvern hól með nafni, þú varst mikill viskubrunnur. Ég gat alltaf hlegið svo dátt með þér. Takk, elsku afi, fyrir allar stund- irnar sem við áttum saman og megi guð varðveita þig. Þín dótturdóttir, Salvör Valbjörnsdóttir. Elsku afi, mikið sakna ég þín, mér fannst þú ekki gamall og vildi hafa þig lengur hjá mér. Mig langar að þakka þér fyrir allar stundirnar sem við höfum átt saman. Þegar ég var í sveitinni hjá ykkur ömmu fannst mér gaman að fara með þér í æðarvarpið, tína dúninn og stundum reyndum við að klappa bæði kollunum og ungun- um. Takk fyrir beislið, hnakkinn og múlinn sem þú smíðaðir og gafst mér í fermingagjöf. Líka fyrir allar ferð- irnar okkar á Tanga, þú keyptir svo oft handa mér nammi, bland í poka og það var alltaf fullur poki og mamma var nú ekki alltaf ánægð með það. Ég fékk líka stundum að fara með þér að keyra skólakrakk- ana, það var gaman. Líka þegar við fórum að athuga með hestana og gefa þeim, svo fengum við okkur kaffi á eftir, þú varst sá eini sem sagðir að það væri allt í lagi þótt ég fengi mér stundum kaffi og það geri ég líka enn. Mér fannst gaman að vera með þér og mömmu þegar þið voruð að járna hestana, þú varst svo rosalega sterkur. Þú varst alltaf svo fyndinn, með skemmtilega rödd þegar þú varst að herma eftir einhverjum. Þú kallaðir mig mjög oft Stínu og þú varst líka sá eini sem máttir það. Hafðu það gott á himninum og ég mun alltaf hugsa til þín og alls þess sem við gerðum öll þessi ár. Afi minn, við munum passa ömmu fyrir þig. Þín afastelpa, Kristín Hrefna Halldórsdóttir. Þegar ég var lítil heimsótti ég frændfólk mitt í Vopnafirði á hverju sumri með fjölskyldu minni. Uppá- haldsfrænka mín var hún Brynhildur Arthúrsdóttir og bjó í Syðri-Vík. Við vorum jafnaldra og höfðum skrifast á frá því að við vorum litlar stelpur. Kristín frænka mín og Arthúr í Syðri-Vík tóku ávallt vel á móti okk- ur þrátt fyrir miklar annir yfir sum- artímann. Ein heimsókn er mér sérstaklega sterk í minningunni og langar mig til þess að segja frá henni hér. Hún er frá sumrinu 1990 þegar ég kom í Syðri-Vík að nýju, þá tvítug að aldri og nýbúin að vera í níu mánuði sem Au-Pair í Frankfurt í Þýskalandi. Það var mín fyrsta dvöl erlendis. Ég ætlaði mér ekki stóra hluti í þessari ferð og megintilgangurinn var að hitta frænku og skiptast á leyndar- málum eftir áralangan aðskilnað. En hann Arthúr bóndi lagði að þessu sinni til að Brynhildur færi með mig í langan reiðtúr. Hópur reiðmanna hafði þegar lagt af stað áleiðis upp á heiði fyrr um morguninn. Hann gerði sér lítið fyrir og rak þrjá hesta upp í stóran flutningabíl og keyrði okkur af stað. Ég átti ekki til orð því þetta var Arthúri lítið mál og gert með glöðu geði. Þegar hann sá hversu feimin ég var og hissa á þessu öllu saman brosti hann og hló með sínum stutta, snaggaralega og dillandi hlátri. Þegar við komumst ekki lengra bílleiðis var hestunum hleypt út og við frænkur riðum að gangnamanna- kofanum og hittum þar skemmtilegt vopnfirskt hestafólk sem var á spjalli og skemmti sér. Okkur var tekið fagnandi og við blönduðumst vel inn í hópinn. Daginn eftir var svo lagt af stað til baka og þeim degi mun ég aldrei gleyma. Mannfólk, hestar og einn hundur. Náttúran ein; íslensk, tær og hljóðlát. Bein tenging manns við dýr og náttúru. Við áðum við lind eina og fengum okkur að borða. Ég var hreint dolfallin yfir fegurð og hreinleika náttúrunnar. Eftir árs dvöl erlendis var upplifunin svo miklu sterkari. Þessi ferð er ein mín fallegasta og besta minning og hana á ég að þakka honum Arthúri frá Syðri-Vík í Vopnafirði sem nú hefur kvatt okkur. Guð fylgi honum. Bless- uð sé minning hans. Fjölskyldunni frá Syðri-Vík færi ég mínar dýpstu samúðarkveðjur. Jónína Mjöll Þormóðsdóttir. Arthúr var manna lagnastur að skemmta mér með bíltúrum og heim- sóknum í Vopnafirði. Í öll þau skipti og öll þau ár sem ég gisti Fagurhól hans og Kristínar frænku minnar í Syðri-Vík í lengri og skemmri tíma til skrifta og sköpunar á árstíðum ljóss og myrkurs varð okkur vart sundur- orða og vorum þó aldrei alveg sam- mála um allt og ekki neitt, nema það sem máli skiptir, vináttuna. Arthúr var fundvís við granna á bæjunum sem umlykja Hofsá, Vest- urdalsá og Selána (framsóknarbænd- ur með húð og hári) og sem sjálf- stæðismanni lá honum hlýlega rómur til sveitunga sinna og söguspotti fylgdi stundum með til upplyftrar skýringar á högum þeirra. Veit ég enga manneskju sem var illa við Arthúr Pétursson og barn- góður var hann og vinsæll meðal ferðamanna sem nutu næturgreiða og beina í bændagistingu Syðri-Vík- urhjóna, þar sem herbergin heita eft- ir býlum Selárdalsins og tvílyfta íbúðin hlýja (hlaðan fyrir stafni gamla fjárhússins) Fagurhóll í höf- uðið á fæðingarbæ Arthúrs, en túr- hestar bónda bitu gras spakir, því hestamaður var Arthúr, átti alltaf gæðinga, veiði góð almennt og nátt- úrufegurð líkt og segir í ljóði mínu Vopnafjarðarveðrið: Á landnámsjörð Eyvindar vopna vex grasið til himins Álfar brugga seið í Básum og Skipaklettum Heitast var á Vopnafirði í dag Einn fagran haustmorgun horfð- um við Arthúr á sólrisið yfir Héraði af hæstu Hellisheiði og svo heimsótt- um við Stjána Hraunfelling og Dodda á Búastöðum á þeim hlýlega og rúmgóða samkomustað aldraðra á Tanganum (Sundabúð) og voru hug- leikin orð þeirra og gjörðir. Heim- sóknir í sveit og þorpi einnig fjör- legar með hollum undantekningum. Bljúgur og blíður var Arthúr, úr- ræðagóður og búheppinn, þó ekki væri hann grasbóndi beint heldur fjölyrki, hlúandi að æðavarpi Syðri- Víkurlands, laxi í Hofsá og silungi í ósi, ók skólabíl og fé til slátrunar til margra ára, rak bændagistinguna og fjárbúskapinn í krafti Kristínar, raf- væddi lítinn foss á eigninni og kom fleirum til bjargar en ekki. Gaman var túlki Arthúrs í ferðum hans með útlenda gesti og er mér minnisstæður ameríski elegantinn sem dró aldrei bröndu sama hversu egnt var fyrir hann en féll að lokum fiskilaus fyrir frábæru lambalæri húsfreyju og hvergi er ljúffengara hangikjöt en taðreykingurinn í Syðri-Vík, Hvammsgerðisreseptið. Þannig mætti mun lengur áfram halda en Morgunblaðið rúmar og er hugur minn hjá frænku minni Krist- ínu frá Hvammsgerði, börnum henn- ar og Arthúrs, þeim Dísu, Brynhildi, Möggu og Svani, barnabörnum, ætt- ingjum og vinum. Arthúr Pétursson var afkomu- spakur tilfinningamaður sem greindi skil á krónu og eyri, varð sjálfs sín herra ungur og reyndi margt fyrir sér um vinnu í Vestmannaeyjum og Reykjavík og kynntist sviðum mann- lífs. Það lýsir Arthúri vel að hann hringdi í mig út til Stokkhólms þegar ekkert hafði frést af skáldinu um langa hríð og spurðist fyrir um heilsu mína af innsæi og næmi. Ekki barði Arthúr bækur sér til óbóta en fylgdist með þótt hann vissi ekki allt um alla eins og Björn heitinn í Krossavík. Hjónaband minnar gull- fallegu frænku frá Hvammsgerði og hins rauðhærða myndarlega manns frá Fagurhóli enda ástríkt og farsælt heilt yfir. Vertu sæll, góðvinur minn Arthúr, guð blessi þína nánustu, þín er sárt saknað. Jóhann Árelíuz. Í dag, laugardaginn 14. ágúst, verður til moldar borinn einstakur vinur minn, Arthúr Pétursson, bóndi í Syðri-Vík, Vopnafirði. Leiðir okkar Arthúrs lágu fyrst saman fljótlega eftir að ég fluttist til Vopnafjarðar árið 1998. Var ég þá í vandræðum með að koma fyrir nokkrum reið- hrossum, sem fylgdu mér, er ég ásamt fjölskyldu minni flutti til Vopnafjarðar. Létt mál var að ná samkomulagi um þau mál og hef ég notið velvildar þeirra hjóna í Syðri- Vík um þessi mál og mörg önnur allt frá þeim tíma. Strax frá upphafi náð- um við afburðagóðu sambandi hvor við annan. Arthúr var ákaflega við- mótsþýður í alla staði og hafði gaman af því að fræða mig um hin marg- víslegustu mál frá fortíðinni og þá ekki síst skemmtilegar sögur úr sveitinni og oft leitaði hugur hans upp í Selárdal, þar sem hann ólst upp sem ungur piltur. Á yngri árum hneigðist hugur hans mjög til marg- víslegra véla og ekki síst jarðvinnu- véla og held ég að hann hafi eignast sína fyrstu jarðýtu þegar hann var rétt um tvítugt. Mörg voru verkin, sem þurfti að vinna á þessum vett- vangi oft við erfiðar aðstæður, þar sem miklu máli skipti að hafa útsjón- arsemi og verklagni í fyrirrúmi svo vel tækist til í hvert og eitt skipti. Arthúr var í raun brautryðjandi í eðl- inu og vildi láta verkin tala til sam- ræmis við það. Í Syðri-Vík hefur hann ásamt eiginkonu sinni, Kristínu Brynjólfsdóttur, byggt upp góða gistiþjónustu fyrir ferðamenn, sam- hliða búrekstri. Óhætt er að segja að sá rekstur hjónanna hafi verið til fyr- irmyndar og mikil lyftistöng fyrir ferðaþjónustu í Vopnafirði. Meðal annars, til þess að ná niður rekstr- arkostnaði við rekstur sumarhús- anna, hugkvæmdist honum að virkja bæjarlækinn sem framleiðir, nú, með virkjuninni nægjanlegt rafmagn fyr- ir gistihúsin, sem er ekki lítil búbót í slíkum rekstri. Sérstaklega hefur manni fundist ljósin í Syðri-Vík vera skær þegar rafmagnið hefur farið af þorpinu, sem stendur handan fjarð- ar. Í slíkum tilfellum hafði maður Arthúr oft grunaðan um að kveikja öll ljós, sem mögulegt væri að kveikja og jafnvel nota sterkari per- ur en vant var til þess að sýna þorps- búum fram á að nóg væri rafmagnið í Syðri-Vík þótt stóri bróðir, RARIK, gæti ekki látið loga á tírunni í þorp- inu. Arthúr hafði einstakan áhuga á ís- lenskri náttúru, bæði til lands og sjávar. Gönguferðir okkar um hag- ann og ekki síst æðarvarpið á bökk- um Hofsár voru yndislegar stundir sem seint gleymast. Unaðsstundir, þar sem fróðleikurinn um fuglalífið, hegðun og atferli var ofarlega á baugi. Þessa hluti þekkti Arthúr vel og hafði gaman af því að fræða aðra og miðla af reynslu sinni. Minningin um þessar góðu stundir munu lýsa okkur sem eftir sitjum fram á veginn og auðvelda okkur að stíga góð skref í inn í framtíðina. Í huga mínum mun ávallt geymast minning um góðan og skemmtilegan dreng og þakklæti fyrir að hafa fengið að kynnast hon- um. Hafðu það gott hvar sem þú ert. Þínir vinir, Þorsteinn Steinsson og fjölskylda. Arthúr Pétursson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.