Morgunblaðið - 14.08.2010, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 14.08.2010, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 2010 henni Guðs blessunar. Hún hvíli í friði. Gunnar Stefánsson. Elsku amma mín er nú horfin af sjónarsviðinu. Hún var kletturinn í lífi mínu og mín helsta fyrirmynd. Þegar ég lít til baka verður mér fyrst hugsað til sunnudagsbíltúranna í Öskjuhlíð- ina með Atla, Steinþóri og Rögnu. Amma kom brunandi á ljósbláu Volkswagen-bjöllunni sinni með flotta bílnúmerið R 29. Hún hafði alltaf með sér epli og appelsínur í nesti vegna þess að hollt og gott matarræði var afar mikilvægt fyrir hana. Síðan pip- arkökubakstur á jólum og glæsilegt nýársboð þar sem amma gerði heitt, ekta súkkulaði eftir uppskrift vinkonu sinnar, sem hafði verið ráðskona hjá Ásgeiri forseta. Reyndar urðum við amma ekki al- vöru vinkonur fyrr en ég var orðin sextán ára. Ég var meira með Rann- veigu ömmu minni fyrstu árin. Við Atli fórum til Mallorka með ömmun- um árið 1976 og var það eftirminnileg ferð. Amma Auður bjó yfir heim- spekilegri ró og fátt kom henni úr jafnvægi. Hún bar með sér mikla reisn, hafði þægilega nærveru og var mjög góður hlustandi. Amma gaf mér mörg góð heilræði, til dæmis þessi: „Það er mikilvægt að verða ástfang- inn bæði með hjartanu og heilanum!“ „Alltaf vera þakklát fyrir það sem aðrir gera fyrir þig sama hversu lítið það er. Enginn getur ætlast til neins af öðrum sér til handa.“ Ung hafði hún orðið ekkja með tvö börn. Þá fór hún í tveggja ára nám til að geta framfleytt fjölskyldunni. Þá naut hún hjálpar systur sinnar og Eggerts mágs síns. Ekki er hægt að tala um ömmu Auði án þess að minn- ast á Gerði frænku. Þær systur voru mjög nánar, næstum eins og tvíburar. Vinátta þeirra var byggð á sönnum kærleika, virðingu og gagnkvæmu trausti. Ég bjó hjá ömmu Auði í eitt og hálft ár. Stuttu eftir að ég flutti til ömmu sagði Gerður frænka að hún hringdi ekki jafn oft og áður vegna þess að ég var þar. Samt hringdu þær í hvor aðra fjórum sinnum á dag! Helstu áhugamál ömmu voru hollt matarræði, útivera, ferðalög, lestur góðra bóka og leikhúsferðir. Þórs- mörk var uppáhaldsstaðurinn og hún hafði einnig ferðast mikið í Noregi, þar sem hún átti norska vinkonu, Be- rit Bull. Í mörg ár lagði hún „reyk- inga“peninga í ferðasjóð, upphæð sem hún hefði eytt í sígarettur ef hún hefði reykt einn pakka á dag. Hún var afskaplega skynsöm og aðhaldssöm í fjármálum. Skipulögð, með lífið í föst- um skorðum. Hún var líka dugleg að sauma, átti gínu og breytti fötunum sínum eftir tískunni hverju sinni. Ég mun sakna ömmu mikið. Þessi glæsilega kona með suðræna yfir- bragðið hefur nú kvatt okkur. Ég trúi að það hafi orðið fagnaðarfundir með þeim systrum. Blessuð sé minning þeirra beggja. Svava Gunnarsdóttir Palma. Það er margs að minnast frá langri og ljúfri samleið með móðursystur minni, Auði Jónasdóttur sem lést 6. ágúst síðastliðinn. Hún kvaddi þetta jarðlíf með sömu reisn og hún hafði lifað alla tíð. Líf hennar spannaði nær heila öld. Í minningunni er heilög þrenning: mamma og pabbi, amma og afi og Auður frænka. Í þessari litlu fjölskyldu ríkti mikil samheldni og væntumþykja. Nú er síðasti hlekkur- inn brostinn af þessari kynslóð og við það myndast mikið tómarúm. Auður fæddist í Reykjavík 1. apríl 1913 og var frumburður foreldra sinna Guðrúnar Stefánsdóttur og Jónasar Jónssonar frá Hriflu. Hún eignaðist systur, Gerði, árið 1916 og fjölskyldan flutti í Sambandshúsið við Sölvhólsgötu árið 1920. Þar ólst hún upp í kærleiksríkri fjölskyldu. Vinátta Auðar og mömmu Gerðar var einstök. Yfirleitt var talað um þær systur í sömu andrá, Auður og Gerð- ur. Þær voru um margt ólíkar, Auður dul að eðlisfari en mamma örgeðja en áhugamál þeirra og lífsviðhorf þau sömu. Mannkærleikur og djúp rétt- lætiskennd. Hjarta þeirra sló í takt með þeim sem minna máttu sín. Báð- ar voru þær fagurkerar, bókhneigðar og víðlesnar. Auður var tvígift. Fyrri maður hennar var Ragnar Ólafsson lögfræð- ingur en seinni maður hennar Stein- þór Sigurðsson náttúrufræðingur. Börn hennar eru Sigurður jarðfræð- ingur og Gerður íslenskufræðingur. Auður varð fyrir því mikla áfalli að missa manninn sinn, Steinþór, í Heklugosinu 1947 en þar stundaði hann vísindastörf. Hún varð þá ekkja hálffertug með tvö ung börn. Þá kom samheldni hennar góðu fjölskyldu í ljós og með fágætu þreki bauð hún ör- lögunum byrginn. Takmarkið hjá henni var að veita börnunum sínum tveimur öll þau tækifæri sem hún taldi uppbyggileg og eftirsóknarverð. Rauði þráðurinn í lífsspeki hennar var: að fá að lifa og þroskast, læra og ferðast, og að hver er sinnar gæfu smiður. Auður var alla tíð markvís, viljasterk og sjálfstæð en um leið við- kvæm og ljúf. Alltaf var stutt í glettnina hjá henni. Þegar ég heimsótti hana í sum- ar á Grund spurði hún mig dálítið óör- ugg, hvað hún væri orðin gömul. Þá svaraði ég henni: „97 ára, næstum því hundrað ára, Auður mín“ . Þá svaraði hún að bragði: „Sko mína“! Hún kom manni oft á óvart með hnyttnum til- svörum þótt háöldruð væri. Ferðalög áttu hug hennar. Ung ferðaðist hún með foreldrum sínum og systur til Noregs og Frakklands, þá ferðuðust þau víða um Ísland. Óbyggðaferðirnar urðu margar síðar meir, hjólreiðaferðir um Ísland og Norðurlönd og aðrar utanlandsferðir. Síðustu ferðirnar voru daglegar gönguferðir umhverfis Grund í hvaða veðri sem var! Daginn sem hún lést var hún ekki ein. Gerður, hennar góða dóttir, sat við rúmstokkinn, rós var í vasa, búið að hella púrtvíni í staupin og gamla klukkan hennar sló fimm þung högg. Þá hófst síðasta ferð minnar mætu, nærverugóðu og hlýju móðursystur, ferð sem tekur engan enda. Nú er hún horfin þangað sem ríkir „Nóttlaus voraldar veröld þar sem víðsýnið skín.“ Sextíu ára vikulegri samleið okkar Auðar, frænku minnar, er lokið. Megi hin eilífa hvíld verða henni góð. Guðrún Eggertsdóttir. Auður Jónasdóttir, amma mín, lést 6. ágúst síðastliðinn, 97 ára að aldri. Það er ekki einfalt að lýsa ömmu Auði og þegar börn hennar og barnabörn komu saman til að ræða við prestinn eftir andlát hennar varð mér það enn ljósara hversu margslunginn per- sónuleiki hennar var. Allir höfðu mis- munandi sögur að segja og margt skemmtilegt heyrði ég þarna í fyrsta sinn. Til dæmis það að hún var mjög sjálfstæð og leit svo á að það væri ekki sjálfsagt að biðja um hjálp en þakkarvert þegar hjálp var boðin. Það sem okkur kom öllum saman um var að hún var með eindæmum skyn- söm og samviskusöm í öllu sem hún tók sér fyrir hendur. Hún var góð, trygg, vitur og skemmtilegur fé- lagskapur. Og sannkölluð dama alla tíð. Einkennandi fyrir ævi hennar var hversu mikil útivistarkona hún var. Það leið varla sá dagur að hún fór ekki út, einu sinni eða oftar. Hún ferð- aðist innanlands sem utan og fór í gönguferðir, hjólaferðir og rútuferðir. Hún sagði mér að sér fyndist hún hafa félagsskap af hjólinu sínu, nán- ast eins og það væri persóna. Eins naut hún útsýnisins yfir gamla kirkju- garðinn úr stofuglugganum á Ljós- vallagötu 8 og borðaði alltaf morgun- matinn við gluggann. Amma lagði mikið upp úr fjölskyldutengslum og kallaði mig gjarnan frænku. Hún sá til þess að við barnabörnin þekktumst og bauð okkur í ferðir á sunnudags- morgnum þegar við vorum lítil. Oft var farið í Öskjuhlíðina en líka í fjöru- ferðir og í Elliðaárdalinn. Það er rúm vika síðan ég benti syni mínum á hvar við amma hefðum setið, fyrir rúmum þrjátíu árum, í Elliðarárdalnum. Þegar ég var þrettán ára bauð amma mér í tveggja vikna ferð um landið með Ferðafélaginu. Frá þess- ari ferð á ég fyrstu minningarnar frá mörgum merkum stöðum eins og Djúpuvík, Ásbyrgi, Dettifossi og Landmannalaugum. Við tjölduðum á hverju kvöldi á nýjum stað og ferðin var vel heppnuð. Við rifjuðum oft upp hvað við vorum samt fegnar síðustu nóttina að geta gist í skála í Þórsmörk og sloppið við að setja upp tjaldið. Amma sagði mér að þó stundum rigndi í ferðinni væri það svo að ég myndi bara muna eftir sólardögunum eftir á – það var hennar reynsla. Ég hef alla tíð litið á ömmu sem lífskúnstner, hún lét lífið ekki líða hjá heldur naut þess á sinn einstaka hátt. Samband hennar við Gerði systur hennar var svo náið og fallegt að manni hlýnar um hjartarætur við til- hugsunina. Eins höfðu þær systur verið sérlega hændar að móður sinni, Guðrúnu. Amma hafði alltaf mynd af henni hjá sér og sagði mér einu sinni að hún væri það eina sem hún myndi grípa með sér í eldsvoða. Og eins og sumir ákölluðu Guð þá ákallaði hún hana ef eitthvað bjátaði á. Amma var mjög fylgin sér og nú rifjast upp fyrir mér þegar ég fyrir mörgum árum var að manna mig upp í að skipta um vinnu. Eftir að ég hafði sagt ömmu frá þessari ákvörðun hringdi hún í mig nánast daglega til að spyrja hvort ég væri búin að taka skrefið og hjálpaði mér þannig yfir þröskuldinn. Bless, amma mín, og takk fyrir allt það góða sem þú hefur gefið okkur. Það var dýrmætt að eiga þig að. Þín, Ragnheiður. Þegar fregnir berast um andlát vina og samferðarmanna setur mann hljóðan, jafnvel þótt fregnin sé ekki óvænt. Hugurinn leitar til hins látna og minningar um liðnar samveru- stundir líða um hugann. Auður Jónasdóttir, sem nú er minnst, var ein okkar 16 skólasystra sem hófu nám í Húsmæðrakennara- skóla Íslands fyrir réttum 60 árum. Fljótlega mynduðust náin kynni í þessum litla hópi þar sem skóladag- urinn var bæði langur og strangur og samvinna óvenjumikil. Innileg vinátta okkar skólasystra, sem þarna var lagður grunnur að, hefur haldist allt fram á þennan dag þótt oft yrði vík milli vina. Enn fækkar í hópnum okkar, Auð- ur er sú níunda sem kveður. Hún var talsvert eldri að árum en flestar okk- ar hinna og aðstæður hennar mjög ólíkar okkar. Hún var ekkja, hafði misst manninn sinn af slysförum og átti tvö börn á barnaskólaaldri. Þótt Auður hafi átt góða að sem litu eftir börnunum hennar, gefur auga leið að hún hefur ekki átt margar frí- stundir meðan á náminu stóð. Hún stundaði námið af alúð og samvisku- semi sem einkenndi öll hennar störf, hún var notaleg í öllum samskiptum og góður félagi. Okkur er minnisstæð matvælasýn- ing sem haldin var í skólanum fyrir al- menning og var þáttur í þjálfun okk- ar. Þar vakti Auður sérstaka athygli fyrir kennslu í geymsluaðferðum grænmetis og berja, en þá voru frystiaðferðirnar að ryðja sér til rúms. Að loknu námi varð kennsla í heimilisfræðum grunnskóla fljótlega aðalstarfsvettvangur Auðar, lengst af í Austurbæjarskóla. Henni líkaði starfið vel og að sögn nemenda henn- ar hafa þeir búið vel að fræðslunni. Hún lagði alla tíð mikla áherslu á rétt fæðuval í kennslunni vegna þess hve mikil áhrif það getur haft til hins betra á heilsufar og útlit. Hún sótti fjölda námskeiða hérlendis viðkom- andi greininni og fór kynningarferðir til Svíþjóðar og Danmerkur vegna skólaeldhúsa. Við eigum góðar minningar um samverustundir öll þessi ár.Við minn- umst saumaklúbbanna í gamla daga, en þá var Gerði dóttur Auðar oft boð- ið að vera með, stundanna er við kom- um saman og hjálpuðumst að við ýmis verkefni að ógleymdum öllum út- skriftarafmælisdögum okkar. Þessar samverustundir veittu Auði alltaf mikla gleði. Falleg minning kemur í hugann er við minntumst 40 ára skólaafmælis okkar vorið 1992. Prúð- búnar nutum við hádegisverðar á Hótel Sögu þar sem 16 gular rósir prýddu veisluborðið. Að veitingum loknum bauð Auður okkur heim á hlý- legt heimili sitt við Ljósvallagötu þar sem setið var að spjalli langt fram eft- SJÁ SÍÐU 32 ✝ Hann Halli okkar er dáinn, HALLGRÍMUR BJÖRGVINSSON, Njálsgötu 108, varð bráðkvaddur á heimili sínu þriðjudaginn 10. ágúst. Útför hans fer fram frá Grafarvogskirkju föstudaginn 20. ágúst klukkan 13.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Hugarafl, kt. 460204-2240, reikn.nr. 0303-13-000429. Björgvin Karlsson, Guðrún Bóel Hallgrímsdóttir, Kristinn Björgvinsson, Elva Hlín Harðardóttir, Loftur Árni Björgvinsson, Christiane Klee, Dagný Katla og Hólmar Darri Kristinsbörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, GEIR VALGEIRSSON, Hásteinsvegi 1, Stokkseyri, er látinn. Jarðarförin verður auglýst síðar. Auður Þórunn Gunnarsdóttir, Karl Óskar Geirsson, Úlfhildur Sigurðardóttir, Valdís Geirsdóttir, Erna Rut Pétursdóttir, Gunnar Þór Geirsson, Auður Hlín Ólafsdóttir, Júlíus Geir Geirsson, Jóna Björg Björgvinsdóttir, Guðríður Ester Geirsdóttir, Hlynur Óskarsson, Bergur Geirsson, Ingibjörg Vigdís Ottósdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður, faðir okkar, tengdafaðir og afi, BOGI INGIMARSSON hæstaréttarlögmaður, Sigtúni 57, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Háteigskirkju þriðjudaginn 17. ágúst kl. 13.00. Sigrún Sigurþórsdóttir, Sigurþór Bogason, Benedikt Bogason, Úlla Káradóttir og barnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGURLAUG JÓNSDÓTTIR, áður til heimilis á, Laugarnesvegi 104, lést á Hrafnistu Reykjavík, deild H-1, föstudaginn 6. ágúst. Útförin fer fram frá Fossvogskapellu, að vestan- verðu, þriðjudaginn 17. ágúst kl. 13.00. Ásdís Hannesdóttir, Gunnar Waage, Benedikt G. Waage, Davíð Waage, Carolina Castillo, Alexander og Isabella, Baldur Hannesson, Sangiam Phanomkul, Fjóla Ösp, Hlynur Baldursson, Anna Kr. Gústavsdóttir, Birna Íris og Máni Björn, Lilja Björk Baldursdóttir, Kjartan Norðdahl, Karen Ösp, Tinna Marín, Kristel Lind og Jökull Logi, Reynir Baldursson. ✝ Móðir okkar, tengdamóðir og amma, JÓNÍNA JÓNSDÓTTIR, frá Gemlufalli, áður til heimilis í, Safamýri 51, Reykjavík, sem lést mánudaginn 2. ágúst, verður jarðsungin frá Háteigskirkju mánudaginn 16. ágúst kl. 13.00. Þökkum starfsfólki deildar 1 B á Eir fyrir góða umönnun undanfarin ár. Sigríður Pétursdóttir, Jan Overmeer, Jón Ágúst Pétursson, Hólmfríður Helga Þórsdóttir, Ólafur Pétursson, Anna M. Þ. Ólafsdóttir, Kristín Pétursdóttir, Þröstur Harðarson og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.