Morgunblaðið - 14.08.2010, Side 19
Fréttir 19INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 2010
Rauðakrosshúsið endurvekur
barnafataskiptimarkað þriðjudag-
inn 17. ágúst frá kl. 16:00 til 18:00
að Borgartúni 25.
Næstu vikur verður megin-
áhersla lögð á föt fyrir skólann og
skólatöskur. Rauðakrosshúsið mun
taka við framlögum til skiptifata-
markaðarins mánudaginn 16.
ágúst frá kl. 13-16. Sérstaklega er
óskað eftir útigöllum, skófatnaði
og skólatöskum en tekið er við öll-
um barnafötum.
Barnafataskiptimarkaðurinn fer
þannig fram að viðkomandi leggur
barnaföt inn á markaðinn og get-
ur að því búnu valið önnur föt í
staðinn Einnig eru þeir velkomnir
sem vilja eingöngu gefa barna-
fatnað.
Morgunblaðið/RAX
Barnaskór Vel með farnir skór eru
vel þegnir á skiptifatamarkaðnum.
Skiptifatamark-
aður endurvakinn
Námskeiðin Uppeldi sem virkar –
færni til framtíðar á vegum Heilsu-
gæslu höfuðborgarsvæðisins eru nú
að hefjast. Námskeiðin miða að því
að skapa sem best uppeldisskilyrði
fyrir börn með því að kenna for-
eldrum jákvæðar og árangursríkar
aðferðir. Reynsla annarra þjóða er
að við álag sem tengist erfiðleikum
í þjóðfélaginu er hætta á að for-
eldrar glati ákveðinni færni sem
getur haft neikvæð áhrif á hegðun
og líðan barna. Því hefur framboð á
uppeldisfræðslu innan heilsugæsl-
unnar verið aukið og eru nám-
skeiðin niðurgreidd fyrir atvinnu-
lausa foreldra. Nánari upplýsingar
á vefnum www.heilsugaeslan.is.
Uppeldisnámskeið
hjá heilsugæslu
Barnaheill –
Save the Child-
ren veita neyðar-
aðstoð á flóða-
svæðunum í
Pakistan en
versnandi að-
stæður ógna vel-
ferð barna.
Samtökin
stefna að því að aðstoða 600 þúsund
manns næstu sex mánuði. Þeir sem
vilja leggja málefninu lið geta
hringt í söfnunarsíma, 904-1900 og
904- 2900, eða lagt framlög inn á
bankareikning samtakanna. Nánari
upplýsingar er að finna á
www.barnaheill.is.
Safnað fyrir börn í
neyð í Pakistan
STUTT
ÚR BÆJARLÍFINU
Óli Már Aronsson
Hella
Hin árlega sumarhátíð, Töðugjöld, er hald-
in nú um helgina á Hellu og nágrenni að
venju. Síðustu ár hefur skapast sú venja eins
og á fleiri bæjarhátíðum að skipta þéttbýlinu
í litahverfi, gul, rauð, græn og blá. Nú er
einnig skorað á íbúa í sveitunum að taka þátt
með því að skreyta hjá sér.
Um helgina fara fram ýmiskonar uppá-
komur, má þar nefna morgungöngu undir
leiðsögn á laugardagsmorgun og síðan verða
opin markaðstjöld yfir daginn ásamt því að
skemmtanir og íþróttakeppni eru í boði.
Töðugjöldum lýkur síðan með kvöldvöku og
flugeldasýningu.
Nú eru liðin rúm 10 ár frá síðasta Heklu-
gosi, en Hekla hefur gosið nokkuð reglulega á
10 ára fresti síðustu áratugina. Mælar hafa
sýnt að þensla nálægt fjallinu byrjaði fljótlega
eftir að síðasta gosi lauk í mars 2000 og var svo
komið fyrir 2-3 árum að þensla mældist sú
sama og var fyrir það gos. Það er talið til
marks um að eldstöðin sé „tilbúin“ fyrir næsta
gos. Enginn þenslumælir er nær Heklu en
mælir sem staðsettur er við Búrfell.
Prófessor við Garnegie-háskólann í Wash-
ington hefur hannað nýjan þenslumæli, sem
verið er að koma fyrir við Heklurætur að
austanverðu. Bandarískir vísindamenn, fimm
talsins, hafa í sumar dvalið hjá Landgræðsl-
unni í Gunnarsholti, ásamt kollegum frá
Veðurstofu Íslands. Að auki hafa Íslenskar
orkurannsóknir, ÍSOR, verið verktaki við bor-
un og fóðrun á holu fyrir mælinn.
Boruð er hola niður á allt að 200 metra
dýpi, þar sem mælinum verður komið fyrir í
fast berg og verður hann steyptur í bergið.
Það hefur komið á óvart við rætur þessa virka
eldfjalls að vatn sem oftast kemur upp við slík-
ar boranir hefur verið ískalt, um 0,8 gráður á
Celsius, eða rétt yfir frostmarki, sem er mjög
sjaldgæft. Þetta hefur valdið nokkurri undrun
og jafnvel verið til trafala við fóðrun holunnar,
þar sem venjuleg steypa þornar illa við þessar
aðstæður nema notuð séu sérstök íblöndunar-
efni.
Vonast er til að með tilkomu þessa nýja
þenslumælis verði unnt að segja til um hvenær
gos byrjar í Heklu með lengri fyrirvara en áð-
ur hefur tekist. Þess ber að minnast að jarðvís-
indamenn töldu Heklugos í vændum með um
klukkustundar fyrirvara í febrúar árið 2000 og
var það tilkynnt í útvarpi skömmu síðar.
Töðugjöld um helgina
Morgunblaðið/Óli Már Aronsson
Skreytingar Í Græna hverfinu á Hellu.
Nánari upplýsingar á www.landsvirkjun.is
Verið velkomin til okkar í sumar:
Blanda í Húnavatnssýslu: Dimmir hratt á draugaslóð – málverkasýning Baska
Búrfell í Þjórsárdal: Gengið að verki – ljósmyndasýning Jakobs Jakobssonar
Andlit Þjórsdæla – líf í Þjórsárdal í 1100 ár
Þjóðveldisbærinn – Lifandi vitni um húsakynni á þjóðveldisöld
Krafla í Mývatnssveit: Kröflueldar – kvikmynd og fræðsla um orku í iðrum jarðar
Laxá í Aðaldal: Hvað er með Ásum? – goðafræði og höggmyndir Hallsteins Sigurðssonar
Ljósifoss við Sog: Náttúran í hönnun – samstarfsverkefni með Hönnunarmiðstöð Íslands
Végarður í Fljótsdal: Framkvæmdin við Kárahnjúka í máli og myndum. Ferðir inn í Fljótsdalsstöð
Allar stöðvar: Raunveruleikatékk – hringferð um landið í samstarfi við Listahátíð í Reykjavík
Landsvirkjun býður alla velkomna í
stöðvar sínar í sumar.
Fjölmargir hafa heimsótt okkur
umhverfis landið, kynnt sér
orkuvinnslu úr vatnsafli og
jarðvarma og um leið notið sýninga
af ýmsum toga, meðal annars í
samstarfi við Listahátíð í Reykjavík
og Hönnunarmiðstöð.
Komdu í heimsókn
Við tökum vel á móti þér
Opið alla eftirmiðdaga. Aðgangur ókeypis.
PI
PA
R\
TB
W
A
•S
ÍA
•1
01
51
7
PI
PA
R\
TB
W
A
•
SÍ
A
•
10
19
24
Þúsundir hafa
heimsótt Landsvirkjun í sumar