Vegna viðhaldsvinnu geti verið truflanir á þjónustu Tímarit.is frá 18:00 og fram eftir kvöldi.

Morgunblaðið - 14.08.2010, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 14.08.2010, Blaðsíða 9
Fréttir 9INNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 2010 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Þrátt fyrir rólega byrjun er útlit fyrir gott ferðasumar á Vest- fjörðum. Margir ferðamenn hafa lagt leið sína þangað í júlí og ágúst. Útlit er fyrir að sumarið í heild slagi upp í síðasta ár þegar mikil aukning varð. „Sumarið er prýðilegt eftir frekar rólega byrjun,“ segir Heimir Hans- son, forstöðumaður upplýsinga- miðstöðvar ferðamála á Ísafirði. Hann segist ekki vita hvað valdi samdrætti í maí og júní en nefnir að margir kenni úrslitakeppni heims- meistaramótsins í knattspyrnu um. Elías Oddsson, framkvæmdastjóri Vesturferða, segir að mikið hafi hægt á bókunum í vor og tengir það helst við áhrif öskunnar úr Eyja- fjallajökli en tekur fram að þeir hóp- ar sem átt hafi bókað hafi skilað sér vel. Stöðug aukning er í gönguferðir um Hornstrandafriðland og ferðir á Hesteyri og í Vigur, að sögn Elíasar. Þá hefur mikið verið að gera við þjónustu ferðafólks skemmti- ferðaskipanna. Samgöngubætur skila sér Íslendingar áttu drjúgan þátt í þeirri miklu aukningu sem varð á ferðmennskunni á Vestfjörðum á síðasta ári. Sú þróun hefur haldið áfram og segir Heimir að innlendir ferðamenn hafi verið áberandi í sumar. Elías segir að veðrið ráði alltaf miklu um ferðir Íslendinga og segir að Vestfirðingar hafi ekki þurft að kvarta undan því. Eftir að vegurinn um Arnkötludal var tekinn í notkun er hægt að aka frá Reykjavík til Ísafjarðar á mal- bikuðum vegi og raunar alveg til Þingeyrar. Það telja ferðaþjónar að hafi leitt til þess að fleiri Íslendingar hafi ákveðið að sækja Vestfirði heim en oft áður. Sigurður Atlason, fram- kvæmdastjóri Galdrasetursins, seg- ir að þessi þróun sjáist hvað greini- legast í sjoppunni og kaupfélaginu á Hólmavík. Þá segir hann dæmi um að fólk tjaldi á Hólmavík og fari í dagsferðir til Ísafjarðar. Slíkt hafi ekki þekkst áður fyrr. Sumarið verður gjöfult fyrir ferðaþjóna að mati Sigurðar. Sama hljóð er í Birnu Mjöll Atladóttur í Breiðavík við Látrabjarg. Þangað koma mikið erlendir ferðahópar og segir Birna að allar bókanir hafi staðist. Sigurður Atlason er jafnframt formaður Ferðamálasamtaka Vest- fjarða og hvetur ferðaþjóna eindreg- ið til að halda opnu fram yfir miðjan september. Hann segir að það hafi valdið vandræðum í fyrra hvað margir lokuðu snemma. „Ég vona að menn standi sig betur núna. Öðru- vísi lengjum við ekki ferðamanna- tímann,“ segir hann. Margir fara vestur  Margir hafa ferðast um Vestfirði eftir rólega byrjun  Aukning er í ferðum um Djúp og Hornstrandir Morgunblaðið/Ómar Á Látrabjargi Náttúran dregur marga til Vestfjarða. Hornstrandir og Látrabjarg eru vinsælir viðkomustaðir. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, hefur sent forseta Kína, Hu Jintao, samúðarkveðjur vegna náttúruhamfaranna sem orðið hafa í Kína að undanförnu. Á annað þús- und manns hafa látist og mikill fjöldi misst heimili sín enda er eyði- legging þorpa og byggða gífurleg. Þá hefur forseti Íslands einnig sent forseta Pakistans, Asif Ali Zar- dari, samúðarkveðjur vegna hinna hrikalegu flóða sem valdið hafa gríðarlegu tjóni í landinu. Margar milljónir berjast nú við afleiðingar flóðanna, manntjón hefur verið mikið og hætta hefur skapast á út- breiðslu sjúkdóma, segir í frétt frá forsetaembættinu. Samúðarkveðjur til Kína og Pakistans Melskurður er hafinn á land- græðslusvæðinu í Þorlákshöfn. Til uppgræðslu var melgresi sáð í sandinn og fyrir tveimur árum var hænsnaskítur borinn á svæðið. Mel- gresið er nú farið að skila mikilli uppskeru af góðu melfræi, segir á vef Landgræðslunnar. Í vikunni voru sex vélar frá Landgræðslunni í melskurði í Þor- lákshöfn. Að uppskeru í Þorláks- höfn lokinni verða vélarnar sendar í Landeyjarnar og á Mýrdalssand. Það er mikilvægt fyrir Landgræðsl- una að fá fræ af melgresi til áfram- haldandi landgræðslustarfa. Það er mikið notað í uppgræðslu á erfiðum sandsvæðum svo sem við Bakka- fjöru. Mikil uppskera af góðu melfræi Morgunblaðið/G.Rúnar • Engjateigur 5 • Sími 581 2141 • www.hjahrafnhildi.is Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 Verðhrun 60-80% afsláttur af öllum vörum www.gisting.dk/gisting.html sími: 499 20 40 (Íslenskt símanúmer) Ódýr gisting í Kaupmannahöfn Herbergi frá Dkk 300 Íbúðir frá Dkk 1200 Bók sem gerir gagn Pöntunarsími: 555 3620 SEINASTA ÚTSÖLUVIKA ALLT AÐ 70% AFSLÁTTUR NÝJAR VÖRUR STREYMA INN Skoðið sýnishorn á laxdal.is Laugavegi 63 • S: 551 4422

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.