Morgunblaðið - 14.08.2010, Blaðsíða 11
átta sinnum þar áður en hún fór ofan
í. Ingibjörg skráði höggin samvisku-
samlega í skorkortið og endaði ég
með 62 stig sem telst nú ekki gott en
ágætt hjá algjörum byrjenda. Ég
kenndi umhverfi minigolfvallarins
um þessa lélegu stigatölu, ég var svo
hrifin af öllu sjóræningjadótinu að
það truflaði einbeitinguna. Hvað sem
líður öllum stigatölum var þetta stór-
skemmtilegt sjóræningjaævintýri.
Fangelsi Þeir sem standa sig ekki eru settir í steininn. Blaðamaður var lélegur, endaði með of mörg högg.
Nánari upplýsingar um mini-
golfið og aðra afþreyingu sem
Skemmtigarðurinn í Grafarvogi
býður upp á má finna á vefsíðunni:
www.skemmtigardur.is
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 2010
Daglegt líf 11
„Í dag er ég að fara flytja í nýja
íbúð í Þingholtunum með Hjalta
kærastanum mínum,“ segir Bryndís
Eiríksdóttir, hagfræðingur og starfs-
maður Landsbankans.
„Síðustu daga hef ég verið að
fara í gegnum gamalt dót og pakka
niður í kassa. Það er ótrúlegt hvað
maður hefur safnað að sér miklu
dóti síðustu ár. Ég verð nú samt að
viðurkenna að það hefur verið
lúmskt gaman að fara í gegnum allt
þetta gamla dót,“ segir Bryndís og
bætir við að fataskápurinn hafi
meðal annars verið tekinn í gegn og
með hjálp Hjalta hafi henni tekist
að losa sig við föt sem hún hafi
aldrei notað og komi eflaust aldrei
til með að nota.
„Hugsunin mín „kannski mun ég
einhvern tíma nota þetta“ er allt of
sterk. Uppáhaldshluturinn okkar,
sem mun njóta sín vel í íbúðinni, er
gamall antík sófi sem við fundum í
gömlu eyðibýli í
Hrútafirði. Hann
hefur ekki fengið
að njóta sín hing-
að til þar sem
hann þurfti smá-
lagfæringar og
hreinsun.“
Bryndís mun
ekki einungis
standa í ströngu í
dag því hún
stefnir á að verðlauna sig að verki
loknu með góðum mat í góðra vina
hópi. „Dagurinn mun svo enda á
kvöldmat og partíi með hagfræð-
ingum framtíðarinnar þar sem verð-
ur farið yfir ástæður efnahags-
hrunsins á Íslandi. Reyndar er nú
laugardagskvöld og ef ég þekki
þennan hóp rétt verða umræðuefnin
eflaust á léttu nótunum og kvöldið
mun án efa enda á góðri dans-
sveiflu í miðbæ Reykjavíkur.“
Hvað ætlar þú að gera í dag?
Ljósmynd/Hjalti Sigfússon
Stússast Bryndís Eiríksdóttir stendur í flutningum og hittir góða vini í dag.
Flutningar og vinahittingur
Bryndís
Eiríksdóttir
Talið er að fyrsti minigolfvöllur í heimi sé Ladies Putting Club í St.
Andrews í Skotlandi en hann var stofnaður 1867 og er enn opinn í
dag. Það var Royal & Ancient-golfklúbburinn sem stofnaði hann þeg-
ar konur fóru að sýna golfíþróttinni áhuga en viðhorfið á þeim tíma
var að hinn hefðbundni golfleikur væri ekki hentugur fyrir konur.
Nokkrum áratugum síðar var það orðið algengt að amerísk og
bresk hótel byðu upp á minigolf fyrir gesti sína. Minigolfvellir eins
og þeir eru í dag, með gervigrasi, fóru að sjást í upphafi síðustu ald-
ar.
Minigolfið kom til Svíþjóðar fyrsta lands á Norðurlöndunum árið
1931, um svipað leyti var fyrsta opinbera minigolfmótið haldið.
Þróað fyrir konur
MINIGOLF
FRÍTT Í BÍLASTÆÐAHÚS! • VERSLANIR OPNAR TIL KL. 17:00
Í miðborginni okkar finnur þú bækurnar,
námsgögnin, fatnaðinn, gleraugun, úrin og
allt sem þú þarfnast fyrir haustið og veturinn.
Njótum þess að versla, nærast og mærast
saman í miðborginni okkar um helgina.
Sjáumst!
Hinn frábæri farandkvartett 3 raddir & Bítur skemmtir á Ingólfstorgi kl. 14:00 og
heldur þaðan að Lækjartorgi, Hjartatorgi, Skólavörðustíg og Laugavegi til kl. 17:00
LANGUR LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST