Vegna viðhaldsvinnu geti verið truflanir á þjónustu Tímarit.is frá 18:00 og fram eftir kvöldi.

Morgunblaðið - 14.08.2010, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 14.08.2010, Blaðsíða 22
22 FréttirVIÐSKIPTI | ATVINNULÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 2010 ● Heildarafli íslenskra skipa í nýliðnum júlímánuði, metinn á föstu verði, var 13,2% minni en í júlí 2009. Það sem af er árinu hefur aflinn dregist saman um 13% miðað við sama tímabil 2009, sé hann metinn á föstu verði, að sögn Hagstofunnar. Aflinn nam alls 116.820 tonnum í júlí 2010 samanborið við 160,132 tonn í sama mánuði árið áður. Hagstofan segir, að botnfiskafli hafi dregist saman um rúm 6.100 tonn frá júlí 2009 og numið 27.000 tonnum Heildaraflinn dregst saman Morgunblaðið/RAX þetta segir í ársskýrslunni að sumarafleysing- ar hafi verið hafðar í lágmarki á öllum starfs- stöðvum. Áætlað sé að launakostnaður hafi lækkað um 118 milljónir króna vegna þeirra aðgerða og vegna þess að vínbúðinni í Spöng var lokað í janúar. Húsnæðiskostnaður ÁTVR hækkaði um 32 milljónir króna á árinu og nam 500 milljónum króna. Sem fyrr segir var vínbúðinni í Spöng lokað í byrjun árs, en ný vínbúð var opnuð á Flúðum á árinu og vínbúðin í Reykjanesbæ flutt í nýtt og stærra húsnæði. Vínbúðin á Siglufirði var öll tekin í gegn og stækkuð. Tek- in var upp sjálfsafgreiðsla þar og í vínbúðinni á Fáskrúðsfirði, en þar var vínbúðin flutt í nýtt og stærra húsnæði. Þá var vínbúðin á Höfn í Hornafirði endurnýjuð og flutt í stærra hús- næði í miðbænum. Vínbúðin Heiðrún var stækkuð og aðstaða fyrir bjór rýmkuð. Markaðs- og dreifingarkostnaður stóð því sem næst í stað og var 205 milljónir króna. Stjórnunar- og skrifstofukostnaður lækkaði hins vegar um 24 milljónir og var 174 milljónir króna. Annar rekstrarkostnaður var sá hinn sami og árið áður, 77 milljónir króna. Afskriftir jukust um 20 milljónir, námu 131 milljón króna á árinu. Arðgreiðsla ÁTVR í ríkissjóð nam 960 millj- ónum króna, en fjárlög höfðu gert ráð fyrir 210 milljónum króna. Alls tók ríkissjóður til sín 19 milljarða króna af heildarsölu fyrirtækisins, sé tekið tillit til magngjalds tóbaks, arðs, áfengis- gjalds og virðisaukaskatts. Rekstrarkostnaður sami og 2007 Morgunblaðið/Heiddi ÁTVR Tekjur af sölu áfengis voru 17 milljarðar og jukust um tæp 19% á milli ára.  Aukinn hagnaður ÁTVR á árinu 2009 vegna verðhækkunar en ekki aðhalds í rekstri og sparnaðar- aðgerða  Vínbúðir stækkaðar og fluttar í nýtt húsnæði á árinu  Ríkið fékk 19 ma. kr. af heildarsölu Rekstur vínbúða » Rekstrarkostnaður ÁTVR hefur svo til staðið í stað síðan 2007. » Tekjur hækkuðu um 19% á árinu 2009. » Vínbúðir voru stækkaðar, teknar í gegn og fluttar í nýtt húsnæði á árinu. » Mikill samdráttur var í sölu einstakra vöruflokka, t.d. minnkaði sala blandaðra drykkja um 37%. » Arðgreiðsla ÁTVR til ríkissjóðs nam 960 milljónum króna, en alls nam hlutur ríkissjóðs af heildarsölu ÁTVR 19 millj- örðum króna. FRÉTTASKÝRING Ívar Páll Jónsson ivarpall@mbl.is Rekstrarkostnaður Áfengis- og tóbaksverslun- ar ríkisins, ÁTVR, hefur svo til staðið í stað frá árinu 2007. Kostnaðurinn nam 2.552 milljónum króna á síðasta ári, en 2.545 milljónum króna árið áður og 2.518 milljónum árið 2007, þegar tekið hefur verið tillit til neysluverðsvísitölu. Hinn aukni hagnaður ÁTVR, sem fjölmiðlar hafa sagt frá að undanförnu, er því að mestu leyti til kominn vegna verðhækkunar í vínbúð- um fyrirtækisins. Hagnaðurinn nam 1.375 milljónum króna, en rekstrartekjur námu rúm- um 25,2 milljörðum króna á árinu. Tekjur af sölu áfengis voru 17 milljarðar og jukust um tæp 19% á milli ára, en tekjur af sölu tóbaks jukust um 19,5% milli ára og voru 8,2 millj- arðar króna. Þessar auknu tekjur voru af sölu á 20 milljónum lítra áfengis, sem var 2% minnkun frá fyrra ári. Mikill samdráttur var í sölu einstakra vöruflokka, t.a.m. 37% í blönd- uðum drykkjum og 12% í ókrydduðu brenni- víni og vodka. Húsnæðiskostnaður hækkaði Þegar litið er yfir rekstrarkostnaðarliði í uppgjöri fyrirtækisins kemur í ljós að laun og launatengd gjöld lækkuðu um 33 milljónir króna og námu 1.465 milljónum á árinu. Um ● Samtök olíuútflutningsríkja (OPEC) hafa hækkað spá sína um eftirspurn á mörkuðum í ár. Samtökin búast við að meðaleftirspurn verði 100 þúsund tunnum meiri á dag en áður var spáð. Samkvæmt því verður meðatalseftir- spurnin eftir olíu í heiminum á dag ein milljón tunna. Samtökin búast við því að mesta eftirspurnin muni koma frá Kína og öðrum Asíuríkjum, en jafnframt er búist við lítillegri aukningu eftirspurnar í Norður-Ameríku. Alþjóðaorku- málastofnunin hefur jafnframt hækkað spá sína um eftirspurn eftir olíu. Olía Dælan látin ganga. Spá aukinni eftirspurn á olíumörkuðum ● Auður I, fagfjárfestasjóður rekinn af Auði Capital, hefur fest kaup á tæplega 22% hlut í Gagnavörslunni ehf. Gagnavarslan býður þjónustu og hugbún- aðarlausnir á sviði gagnavörslu og upplýsingastýringar. Starfsmenn eru um 40 talsins og forstjóri er Brynja Guðmundsdóttir. Fjárfesting Auðar I er hluti af hlutafjáraukningu Gagnavörslunnar en auk Auðar I taka Nýsköpunarsjóður at- vinnulífsins og einstaklingar þátt í aukningunni. Eftir hlutafjáraukninguna eru Brynja Guðmundsdóttir, Auður I og Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins stærstu hluthafar félagsins. Auður kaupir í Gagnavörslunni ● Tap Icelandair Group nam 161 millj- ón króna á öðrum ársfjórðungi saman- borið við 1,3 milljarða króna á sama tímabili í fyrra. Á fyrstu sex mánuðum ársins tapaði Icelandair Group tveimur milljörðum króna en tapaði fimm millj- örðum á fyrri hluta síðasta árs. Í lok júní var lausafjárstaða félags- ins ásættanleg, samkvæmt frétta- tilkynningu sem það hefur sent frá sér, en samstæðan átti um 7,5 milljarða króna í handbæru fé. Björgólfur Jó- hannsson forstjóri segir í tilkynningu að þrátt fyrir erfið ytri skilyrði hafi heildartekjur félagsins aukist á fyrri hluta ársins, umfram framboðsaukn- ingu tímabilsins. Bati hjá Icelandairríkisvíxlum athygli í vikunni. Þó svo að meðalkrafan í útboðinu, 2,46%, teljist ekki stjarnfræðilega há er hún ríflega 100 punktum hærri en í útboði sem fór fram í síðasta mánuði. Kraf- an á skuldabréf írska ríkisins til tíu ára hækkaði einnig í vikunni og var komin í tæpa 300 punkta yfir kröfuna á sambærileg þýsk ríkisbréf. Hækk- unin var meðal annars rakin til fregna um að kostnaður stjórnvalda vegna björgunaraðgerða á banka- markaði yrði meiri en ætlað hefur verið og vegna þráláts orðróms um að Evrópski seðlabankinn hefði neyðst til þess að kaupa írsk skulda- bréf til þess að vega á móti söluþrýst- ingi. Spænskir bankar frekir á fóðrum seðlabankans Hafi þetta ekki dugað til þess að minna fjárfesta á alvarlega stöðu mála í hagkerfum evrusvæðisins hafa nýjar tölur frá Evrópska seðlabank- anum um hlutdeild í veðlánaviðskipt- um bankans ugglaust gert það. Sam- kvæmt þeim fór tæplega þriðjungur af öllum veðlánum seðlabankans til spænskra banka í júlí. Er þetta fjórði mánuðurinn í röð sem spænskir bankar auka magn veðlána sinna við seðlabankann og á þessi þróun sér nú stað á sama tíma og heildarveðlán bankans minnka. Þetta sýnir hversu háð spænska bankakerfið er orðið Evrópska seðlabankanum og hversu takmarkað aðgengi þeirra að hefð- bundinni fjármögnun er orðin. Þannig að margt bendir til þess að ókyrrðinni sé ekki lokið í hagkerfum evrusvæðisins. Breska blaðið Fin- ancial Times segir til að mynda bein- línis að fjárfestar búi sig undir róstu- samt tímabil framundan. Þó svo að hagvöxtur á öðrum fjórð- ungi hafi verið kærkominn rekja flestir sérfræðingar hann til tíma- bundinna þátta og að minnkandi samdráttur í alþjóðahagkerfinu, meðal annars vegna efnahagshorfa í Bandaríkjunum og Kína, muni draga úr honum þegar fram í sækir. Titringur þrátt fyrir hagvöxt á evrusvæðinu  Teikn um vaxandi ókyrrð á skuldbréfamörkuðum Reuters Stemning Merkja má vaxandi óróa á evrópskum skuldabréfamörkuðum. FRÉTTASKÝRING Örn Arnarson ornarnar@mbl.is Þó svo að hagvöxtur á öðrum fjórð- ungi á evrusvæðinu hafi verið sá mesti sem hefur mælst í fjögur ár þá fara áhyggjur fjárfesta af stöðu mála í evruríkjum á borð við Grikkland og Írland á ný vaxandi. Þannig hefur ávöxtunarkrafan á grísk, írsk, portúgölsk, spænsk og ítölsk ríkisskuldabréf hækkað í vik- unni á meðan hún hefur lækkað á þýsk ríkisskuldabréf. Þróunin skýrist ekki eingöngu af sókn fjárfesta í örugga höfn í kjölfar þess að bandaríski seðlabankinn gaf til kynna í vikunni að efnahagshorf- urnar vestanhafs kynnu að vera dekkri en menn hafa búist við. Í kjöl- farið hefur gengi Bandaríkjadals styrkst gagnvart evru en að sama skapi hafa fjárfestar kosið þýsk skuldabréf framyfir önnur skulda- bréf evrusvæðisins með tilheyrandi breytingum á ávöxtunarkröfunni. Við þetta bætist að hagtölur sýna að gríska hagkerfið dróst saman um 3,5% á öðrum fjórðungi miðað við sama tíma í fyrra. Þessar tölur þýða að aðhaldsaðgerðir stjórnvalda vegna skuldakreppunnar hafa dregið meira úr framleiðni og hagvexti en búist hafði verið við. Eðli málsins samkvæmt er um uggvænlega þróun að ræða: Skuldakreppu gríska ríkis- ins var afstýrt um tíma með risa- neyðarláni frá Evrópusambandinu. Þegar lánið hefur verið greitt út munu skuldir gríska ríkisins aukast úr 120% af landsframleiðslu í u.þ.b. 140%. Augljóslega verður erfiðara en ella fyrir stjórnvöld í Aþenu að standa undir skuldabagganum ef hagkerfið heldur áfram að minnka. Ennfremur vakti niðurstaða út- boðs írska ríkisins á sex mánaða Hagvöxtur » Vöxtur á evrusvæðinu jókst um 1% frá fyrsta fjórðungi þessa árs til loka annars fjórð- ungs. Hann var að mestu knú- inn áfram af þýska hagkerfinu.                                          !"# $% " &'( )* '$* ++,-./ +01-2, ++.-11 23-/4/ +,-20/ +1-+2/ ++4-2/ +-4,25 +03-12 +/4-32 ++,-5. +01-5. ++/ 23-/,/ +,-4.2 +1-+52 ++4-/5 +-4,10 +0+-+1 +/4-./ 235-5.40 +23-34 +05-+, ++/-4. 23-1// +,-4,, +1-2+, ++4-0, +-.33, +0+-5 +/4-00

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.