Morgunblaðið - 14.08.2010, Blaðsíða 39
Menning 39FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 2010
Jazzhátíð Reykjavíkur verður sett í dag í
Þjóðmenningarhúsinu í dag og í kvöld verða
opnunartónleikar hátíðarinnar þegar Agnar
Már Magnússon minnist Bills Evans með
tríói sínu. Á tónleikadagskránni eru eingöngu
lög eftir Evans eða lög sem hann gerði að
sínum.
Agnar Már segir að rétt sé að minnast Ev-
ans, ekki síst í ljósi þess að hann sé eins-
konar forfaðir allra nútíma djasspíanista.
„Hann færði píanóið inn í nútímann hljóm-
rænt og rytmísk séð. Hann var mikill gúrú
og sendi frá sér ógrynni af efni og það þurfa
allir djasspíanistar að taka afstöðu til hans á
einhverjum tímapunkti, hvort sem það er sú
afstaða að finnast hann bara leiðinlegur eða
reyna að takast á við hann á einhvern hátt.“
Agnar Már tekur undir það að Evans hafi
kannski ekki verið eins framsækinn og sumir
samtíðarmenn hans, „en miðað við þann tíma
sem hann var uppi þá er hann að færa spuna-
kennt sánd inn í djassmúsíkina sem var ekki
svo algengt á þeim tíma. Kannski eitt af því
helsta sem hann lagði til var samtal hljóðfær-
anna, það er ekki bara einn sólóisti og hinir
að bakka hann upp.“
Tríóið skipa auk Agnars Más Valdimar
Kolbeinn Sigurjónsson á bassa og Magnús
Trygvason Elíassen á trommur. Gestir verða
Kristjana Stefánsdóttir, Ragnheiður Gröndal
og Ragnar Bjarnason. „Raggi Bjarna fer í
fötin hans Tony Bennett og hann, Ragnheið-
ur og Kristjana taka hvor sitt lagið,“ segir
Agnar Már og bætir við að hann hafi legið
mikið yfir sönglögum sem Evans hljóðritaði.
„Undirleikurinn er ótrúlegur og maður getur
lært endalaust af þessum lögum. Það er svo
mikil dýpt í raddsetningum og raddhreyf-
ingum að það er sér skóli, maður getur eytt
ævinni í að pæla í því hvað hann var að
gera.“
Færði píanóið inn í nútímann
Morgunblaðið/Ómar
Hljómrænt Tríó Agnars Más Magnússonar leikur lög Bills Evans í Þjóðmenningarhúsinu í kvöld .
Tríó Agnars Más Magn-
ússonar minnist píanó-
meistarans Bills Evans í
Þjóðmenningarhúsinu
Í dag verða í Salnum sjöundu tón-
leikarnir í tónleikaröð á vegum Tón-
listarhátíðar unga fólksins sem nú
stendur yfir í Kópavogi. Fiðluleikar-
arnir Elfa Rún Kristinsdóttir, Helga
Þóra Björgvinsdóttir og hornleikar-
inn Ella Vala Ármannsdóttir flytja
verk eftir Telemann, Kirchner,
Brahms og Prokofiev ásamt franska
píanistanum Francois Lambret.
Elfa Rún og Helga Þóra fiðluleik-
arar hafa spilað saman í mörg ár og
leika verk fyrir tvær fiðlur eftir Te-
lemann og Prokofiev. Ella Vala spil-
ar nú í annað sinn á Tónlistarhátíð
unga fólksins.
Franski píanóleikarinn Francois
Lambret kemur í fyrsta sinn fram á
Íslandi.
Píanó Francois Lambret hefur
fengið fjölda verðlauna.
Fiðlur og
horn
Sverrir Kristinsson,
framkvæmdastjóri,
lögg. fasteignasali
Guðmundur
Sigurjónsson,
lögfræðingur,
lögg. fasteignasali
Þorleifur St.
Guðmundsson,
lögg. fasteignasali
Kjartan Hallgeirsson,
lögg. fasteignasali
Geir Sigurðsson,
lögg. fasteignasali
Hilmar Þór
Hafsteinsson,
lögg. leigumiðlari,
lögg. fasteignasali
Magnús Geir
Pálsson,
sölumaður
Þórarinn M.
Friðgeirsson,
lögg. fasteignasali
Jóhanna
Valdimarsdóttir,
gjaldkeri
Elín Þorleifsdóttir,
ritari
Reykjavík
Frá 1957
Elsta starfandi fasteignasala landsins
S : 5 8 8 9 0 9 0 • S í ð u m ú l a 2 1 • 1 0 8 R e y k j a v í k w w w. e i g n a m i d l u n . i s
Fallegt og vel umgengið 205 fm einbýlishús á einni hæð. Húsið skiptist í forstofu, gang, hol,
stofu, eldhús með borðkrók, garðstofu, sjónvarpshol, þrjú herbergi, baðherbergi, þvottaher-
bergi og innbyggðan bílskúr. Verðlaunagarður með góðri verönd og skjólgirðingum. V. 62,9
m. 5765
HÚSNÆÐI ÓSKAST
Valhúsabraut - laus strax Velstaðsett
einlyft 117,3 fm einbýlishús ásamt 37,6 fm
bílskúr á mjög góðum stað við Valhúsabraut
á Seltjarnarnesi. Húsið skiptist í forstofu, hol,
góðar stodu, eldhús, þvottahús, þrjú svefn-
herbergi, baðherbergi og fl. V. 39 m. 5849
Suðurgata - Hf. Blöndalshús. Hér er um
að ræða 74,3 fm neðri hæð ásamt 29,6 fm
bílskúr í mjög fallegu sögufrægu járnklæddu
timburhúsi, byggðu árið 1890.
Húsið stendur í fallegri götu í elsta hluta
Hafnarfjarðar undir Hamrinum. Húsið hefur
nær allt verið endurnýjað, s.s. allar lagnir, ein-
angrun, þakjárn, veggir, gluggar og gler, inn-
réttingar, gólfefni, eldhús og baðherbergi.
Íbúðin er laus strax. V. 23,5 m. 5837
Austurgata - Hafnarfjörður Fallagt
einbýlishús við Austurgötu í Hafnafirði, með
auka íbúð á jarðhæð. Húsið er timburhús á
steyptum kjallara með steyptri áfastri við-
byggingu sem er skráð sem bílskúr, en er
ekki með bílskúrshurð heldur inngöngudyr-
um.Húsið er til afhendingar við kaupsamning.
5089
Nýbýlavegur - 3ja með bílskúr.
Falleg 3ja herbergja íbúð á 1.hæð ásamt bíl-
skúr í góðu sjö íbúða húsi í Kópavogi. Húsið
er nýlega viðgert og málað. Fallegt útsýni.
Skipti möguleg á 4ra herb. íb. á jarðhæð
5907
Einbýlshús í Vesturborginni óskast.
Æskileg stærð 400-500 fm Traustur kaupandi óskar eftir 400-500 fm einbýlishúsi
í Vesturborginni. Góðar greiðslur í boði.
Húseign í nágrenni Landakotstúns óskast - staðgreiðsla
Óskum eftir 300-400 fm húseign sem næst Landakotstúni, staðgreiðsla í boði.
Einbýlishús í Smáíbúðahverfi eða Gerðunum óskast.
Óskum eftir góðu einbýlishúsi á ofangreindum svæðum. Æskileg stærð 250-300
fm, a.m.k. 5 herbergi og stofur.
Nánari uppl. veitir Sverrir Kristinsson í síma 861-8514
Einbýlishús í Þingholtunum óskast - staðgreiðsla
Óskum eftir 300-400 fm einbýli í Þingholtunum. Verð mætti vera á bilinu 80-150
milljónir. Allar nánari upplýsingar veitir Sverrir Kristinsson.
Einbýlishús í Vesturborginni óskast - staðgreiðsla
Óskum eftir 250-350 fm einbýli í Vesturborginni. Verð mætti vera á bilinu 90-150
milljónir. Allar nánari upplýsingar veitir Sverrir Kristinsson.
SKÓGARHÆÐ GARÐABÆ - VANDAÐ HÚS
Sérlega glæsileg 3ja herbergja 147,6 fm íbúð á
2. hæð í lyftuhúsi ásamt stæði í bílageymslu.
Tvennar svalir. Einstakt sjávarútsýni. Sérsmíðuð
eldhúsinnrétting. Falleg hvíttuð planka eik á gólf-
um. Vönduð íbúð. V. 44,9 m. 5888
LANGALÍNA - STÓR OG GLÆSILEG
Stórglæsilegt og vel staðsett 667 fm einbýli í Laugarásnum. Húsið er byggt árið 1987 og er
teiknað af Kjartani Sveinssyni. Einstakt útsýni er yfir Laugardalinn. Húsið er allt hið vandað-
asta bæði að innan og utan. V. 150 m. 4836
LAUGARÁSVEGUR - EINSTÖK EIGN
Vandað einbýlishús, teiknað
af Skarphéðni Jóhannssyni
arkitekt. Húsið er tvílyft 270,7
fm með aukaíbúð á neðri
hæðinni, þar af er bílskúr
24,5 fm Húsið er upprunalegt
að mestu, vandað að fyrstu
gerð og hefur ávallt verið í
eigu sömu fjölskyldu. V. 59
m. 5847
SPORÐAGRUNN - EINBÝLISHÚS MEÐ AUKAÍBÚÐ
Glæsileg mikið endurnýjuð
132,8 fm íbúð á 4.hæð í virðu-
legu nýlega endursteinuðu
húsi við miðborgina. Mjög fal-
legt útsýni. Svalir. Þrjú svefn-
herbergi og mjög góð stofa.
Endurnýjað vandað eldhús,
endurnýjað baðherbergi. Nýl.
gluggar og gler, ofnalagnir og
fleira. V. 39,3 m. 5743
Opið hús verður hjá Stefáni
og Arndríði frá kl. 17 - 18:30
Mánudag og þriðjudag.
GARÐASTRÆTI 6 ÍBÚÐ 0401
OPIÐ HÚS