Morgunblaðið - 25.08.2010, Síða 4

Morgunblaðið - 25.08.2010, Síða 4
4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGÚST 2010 FRÉTTASKÝRING Jónas Margeir Ingólfsson jonasmargeir@mbl.is Í minnisblaði lögfræðinga sem kynnt var viðskiptanefnd í gær kem- ur m.a. fram að engin ákvæði um ríkisábyrgð á skuldbindingum Tryggingasjóðs innstæðueigenda og fjárfesta sé að finna í lögum um sjóðinn. Þá sé heldur ekki að finna ríkisábyrgð á skuldbindingum sjóðs- ins í frumvarpi efnahags- og við- skiptaráðherra um innstæðutrygg- ingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta. Mikið hefur verið rætt um trygg- ingasjóðinn í tengslum við Icesave- málið en honum er ætlað að tryggja Bretum og Hollendingum greiðslu á innstæðum sem þeir glötuðu við hrun Landsbankans. Samkvæmt minnisblaði lögfræðinganna er það hafið yfir allan vafa að íslenska ríkið beri ekki ábyrgð á þeim sjóði. Lögfræðingurinn sem samdi minnisblaðið og kynnti það fyrir við- skiptanefnd er Áslaug Árnadóttir en hún var áður stjórnarformaður sjóðsins auk þess að gegna tíma- bundið starfi ráðuneytisstjóra við- skiptaráðuneytisins. Ekki náðist í Áslaugu við vinnslu fréttarinnar. Ekki á ábyrgð ríkisins Lilja Mósesdóttir, formaður við- skiptanefndar, segir álitið hafa þær breytingar í för með sér að nú geti Alþingi bætt inn lagaákvæði um að engin ríkisábyrgð sé á sjóðnum án þess að óttast þá túlkun á núgild- andi löggjöf að hún hafi tryggt rík- isábyrgð á Icesave-reikningunum. „Við vorum að velta því fyrir okk- ur hvort það væri ríkisábyrgð á Ice- save og líka hvort lögin og frum- varpið sem ráðuneytið lagði fyrir þingið feli í sér meiri ríkisábyrgð en núgildandi lög. Það var m.a. sú gagnrýni sem kom frá sjálfstæðis- mönnum. Hún segir þarna í svari sínu að svo sé ekki, hvorki í núgild- andi lögum né frumvarpi,“ segir Lilja sem telur að túlka megi minn- isblaðið á þann hátt að andstæðing- ar Icesave-samningsins sem gerður var á síðasta ári hafi haft rétt fyrir sér. „Svo má líka segja að þeir sem voru hlynntir því að gera upp þessar skuldbindingar svokölluðu við Breta og Hollendinga líti svo á að við verð- um að læra af því og nú verði að tryggja að ekkert bendi til þess að það sé ríkisábyrgð.“ Þá kveður Lilja stjórnarmeiri- hlutann klofinn í Icesave-deilunni en ætlun viðskiptanefndar með frum- varpinu sé að tryggja að slíkt mál komi ekki upp á ný. Ekki í eigu ríkisins Í minnisblaðinu kemur einnig fram afdráttarlaust að trygginga- sjóðurinn sé sjálfseignarstofnun og þannig ekki í eigu ríkisins. „Á fundi viðskiptanefndar var borin upp spurning um af hverju þetta heyri ekki undir lög um sjálfs- eignarstofnanir en þá kom fram að það væri ekki hægt því að lögin gilda ekki um stofnanir sem eru sér- lagaákvæði um og þessi sjóður er byggður á sérlagaákvæðum.“ Lilja kveður það einbeittan vilja viðskiptanefndar að tengja ekki rík- isábyrgð við sjóðinn. „Við erum að reyna að tryggja það í þessu nýja frumvarpi að það sé örugglega ekki hægt á neinn hátt að tengja rík- isábyrgð við sjóðinn.“ Morgunblaðið/Kristinn Nefndir Af sameiginlegum fundi efnahags- og skattanefndar og viðskiptanefndar Alþingis. Engin ríkisábyrgð  Minnisblað lögfræðinga sem kynnt var viðskiptanefnd seg- ir ríkið ekki bera ábyrgð á tryggingasjóði innstæðueigenda Viðræður ríkisins og fulltrúa lífeyr- issjóða um þátttöku í fjármögnun stórframkvæmda í vegagerð eru komnar í fullan gang. Um er að ræða breikkun Suðurlandsvegar, Vest- urlandsvegar, Reykjanesbrautar og gerð Vaðlaheiðarganga. Kristján L. Möller samgöngu- ráðherra væntir þess að ákvörðun lífeyrissjóðanna liggi fyrir í næsta mánuði. „Jafnframt vinnur Vega- gerðin að undirbúningi a.m.k. þriggja hluta útboðsverka af þessum fjórum framkvæmdum, til að vinna tíma til útboðs strax í haust ef samn- ingar takast,“ segir á upplýsinga- blaði um stöðuna sem hann kynnti í ríkisstjórninni í gær. Alþingi hefur samþykkt heimild til stofnunar tveggja opinberra hlutafélaga um verkefnin sem munu afla tekna með veggjöldum til að greiða niður lán vegna fram- kvæmdanna. Verða félögin stofnuð um miðjan september. Annars vegar er um að ræða félag um vegafram- kvæmdirnar og hins vegar heimild til handa Vegagerðinni að taka þátt í stofnun félags vegna Vaðlaheiðar- ganganna þar sem Vegagerðin á allt að 51%. Mikill skortur á verkefnum Skv. upplýsingum samgöngu- ráðherra er staðfest að sveitarfélög og einkaaðilar eru tilbúin að reiða fram allt að 200 milljónir kr. í hlutafé á móti ríkinu vegna félags um gerð Vaðlaheiðarganganna. Miðað er við að fjármögnun verkefnanna í vega- gerð verði með útgáfu á skuldabréf- um sem skráð verði í kauphöllinni. Á upplýsingablaði ráðherra segir að komist þessi verkefni ekki í gang sé fyrirséður mikill verkefnaskortur í mannvirkjagerð. Fjölmörgum verkefnum sem hafa verið í gangi ljúki í haust. Aðeins nokkur verk verða þá í gangi og mikið í húfi að viðræður við lífeyrissjóðina beri ár- angur sem fyrst. omfr@mbl.is Útboð strax í haust ef samn- ingar takast  Áhugi á þátttöku í félagi um jarðgöng Morgunblaðið/Ómar Breikkun Nýtt hlutafélag tekur að sér framkvæmd vegagerðarinnar. Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í viðskiptanefnd, segir minnisblaðið vera enn eina stað- festingu á því að ekkert bendi til þess að Íslendingum beri lagaleg skylda til þess að láta ríkissjóð greiða inni- stæðurnar. „Þetta er einnig innlegg í þá umræðu að það innistæðutryggingakerfi sem okkur er ætlað að innleiða gengur ekki upp og veitir fyrst og fremst falska vernd.“ Enn ein staðfesting Guðlaugur Þór Þórðarson MINNISBLAÐIÐ ódýrt og gott kr. pk. Grillaður kjúklingur og Pepsi eða Pepsi Max, 2 l 998 Flugeldasýning fer fram á Jökulsár- lóni næsta laugardag, ellefta árið í röð. Staðarhaldarinn á Jökulsárlóni og Björgunarfélag Hornafjarðar standa að þessum viðburði sem er fjáröflun fyrir björgunarfélagið. Í fyrra komu 1.050 manns á sýn- inguna og var það metþátttaka. Um- hverfi flugeldasýningarinnar eru fljótandi jakarnir á lóninu upplýstir með útikertum. Áhugi er á að tengja sýninguna við listviðburði eins og tónleika. Einnig hafa komið upp hug- myndir um að fá flugeldalistamenn frá útlöndum til að setja saman tón- list við flugeldasýningu þar sem flug- eldarnir dansa í takt við tónlistina. Flugeldar yfir ísjökunum Ljósmynd/Runólfur Hauksson Halldór Armand Ásgeirsson haa@mbl.is Starfsmenn Heilsugæslunnar í Mjódd mótmæla harðlega tillögum frá yfirstjórn Heilsugæslu höfuðborgarsvæðis- ins þess efnis að sameina eigi heilsugæslustöðvarnar í Efra-Breiðholti og stöðina í Mjódd í sparnaðarskyni. Starfsmenn stöðvarinnar sendu Álfheiði Ingadóttur heilbrigðisráðherra bréf um þetta í gær. Í bréfinu segir að nýja stöðin muni þurfa að þjónusta um 30.000 manns og slíkt „muni leiða til ófarnaðar“. Í bréfinu segir jafn- framt að fjöldamörg fagleg rök séu til stuðnings afstöðu starfsmanna stöðvarinnar, meðal annars þau að heilsu- gæslan sé grunnur heilbrigðisþjónustu og hafi ávallt byggst á persónulegri þjónustu og þekkingu á félagsleg- um og efnalegum aðbúnaði fjölskyldna. „Eftir því sem þjónustueiningarnar verða stærri, sér- hæfing starfsmanna meiri og þaulskipulögð viðfangsefn- in straumlínulöguð eftir kvörðum hagkvæmni og fjár- heimilda, þá dregur úr getu kerfisins til að mæta þörfum skjólstæðinganna, þekking starfsfólks á einstaklingunum þynnist og hugmyndafræði heimilislækninganna um samfellu í þjónustu mun líða undir lok ásamt með skil- greindum hópum fyrir hvern heimilislækni.“ Þá er jafnframt bent á að starfsánægja minnki þegar „fagleg hervirki“ eru framin á högum starfsmanna án þess að þeir fái rönd við reist. „Fagleg hervirki framin á högum starfsmanna“ Heilsugæsla Yfirstjórn Heilsugæslu höfuðborgarsvæð- isins leggur til sameiningu stöðva í sparnaðarskyni. Starfsmenn Heilsugæslunnar í Mjódd mótmæla sameiningu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.