Morgunblaðið - 25.08.2010, Page 14

Morgunblaðið - 25.08.2010, Page 14
14 FréttirVIÐSKIPTI | ATVINNULÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGÚST 2010 Bakkavör Group Kynningarfundur fyrir lánveitendur og hluthafa föstudaginn 27. ágúst nk. Bakkavör Group ehf. býður lánveitendum og hluthöfum til kynningar á afkomu fyrstu sex mánaða 2010 föstudaginn 27. ágúst nk. kl. 10:00 á Hótel Sögu, Hagatorgi, 107 Reykjavík. Vinsamlegast athugið að fundurinn er ætlaður hluthöfum og lánveitendum félagsins. HLUTHAFAFUNDUR ICELANDAIR GROUP HF. DAGSKRÁ 1. Kjör stjórnar og varastjórnar skv. 5. gr. samþykkta félagsins 2. Önnur mál Stjórn Icelandair Group hf. boðar til hluthafafundar miðvikudaginn 15. september 2010, kl. 16:00, á Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2, 108 Reykjavík. ÍS L E N S K A /S IA .I S /I C E 51 20 0 08 /1 0 FRAMBOÐ TIL STJÓRNAR Þeir sem hyggjast gefa kost á sér til stjórnarkjörs skulu tilkynna félagsstjórn um framboð sitt skemmst 5 dögum fyrir hluthafafund. Í tilkynningu um framboð til stjórnar skal gefa, auk nafns frambjóðanda, kennitölu og heimilisfangs, upplýsingar um aðalstarf, önnur stjórnarstörf, menntun, reynslu og hlutafjáreign í félaginu. Þá skal einnig upplýsa um hagsmunatengsl við helstu viðskiptaaðila og samkeppnisaðila félagsins, sem og hluthafa sem eiga meira en 10% hlut í félaginu. REGLUR UM ÞÁTTTÖKU HLUTHAFA OG ATKVÆÐAGREIÐSLU Hluthafar eiga rétt á að fá mál tekin á dagskrá, leggja fram ályktunartillögur og spyrja spurninga, með skriflegum eða rafrænum hætti, uns endanleg dagskrá verður lögð fram viku fyrir fundinn. Nánari upplýsingar um réttindi hluthafa er að finna á vefsíðu félagsins: www.icelandairgroup.is Hverjum hlut í félaginu fylgir eitt atkvæði, að frátöldum eigin hlutum sem ekki fylgir atkvæðisréttur. Aðgöngumiðar, atkvæðaseðlar og önnur fundargögn verða afhent á fundarstað. Hluthafar sem sækja ekki hluthafafundinn geta annaðhvort: a) kosið um dagskrármál með skriflegum eða rafrænum hætti, eða b) veitt umboð. Beiðni hluthafa um að kjósa með skriflegum eða rafrænum hætti þarf að berast félaginu eigi síðar en 5 dögum fyrir aðalfundinn. Atkvæði þurfa að berast félaginu fyrir aðalfund. Hluthafar geta einnig greitt atkvæði í höfuðstöðvum félagsins á skrifstofutíma alla virka daga fyrir aðalfundardag. Hluthafar geta annaðhvort veitt skriflegt eða rafrænt umboð að uppfylltum ákveðnum formkröfum sem fram koma á vefsíðu félagsins. Rafræn umboð þarf að senda í gegnum aðgangskerfi hluthafa hjá félaginu. Umboð þurfa að berast félaginu fyrir aðalfund eða á fundarstað. Upplýsingar um framboð til stjórnar verður kynnt á vef félagsins tveimur dögum fyrir fundinn. Nánari upplýsingar um atkvæðareglur og notkun umboða er að finna á vefsíðu félagsins: www.icelandairgroup.is Reykjavík, 25. águst 2010, stjórn Icelandair Group hf. Þórður Gunnarsson thg@mbl.is Einn stærsti söluaðili skipulagðra ferða til Íslands hefur hætt viðskipt- um við Iceland Express. Ástæðan er sögð hversu oft fyrirtækið aflýsir áætlunarflugi. Ferðaskrifstofan Discover The World segir á heimasíðu sinni að vegna ítrekaðra seinkana og breyt- inga á áætlunarflugi Iceland Ex- press treysti þeir sér ekki til að selja áfram í vélar félagsins. Clive Stacey, framkvæmdastjóri Discover The World og aðaleigandi fyrirtækisins segir að fyrirtæki sitt vinni með stórum hópum sem kalli oft á flóknar ferðaáætlanir. „Því miður lentum við of oft í því að Iceland Express aflýsti áætlunarflugi með mjög stuttum fyr- irvara,“ segir Stacey í samtali við Morgunblaðið. „Við báðum þá að gefa okkur meiri fyrirvara, en síðustu sex mánuði hafa þeir aðeins gefið okkur tveggja vikna fyrirvara, sem er lögbundinn lág- marksfyrirvari hér,“ segir hann. „En það er hægt að bíða bara fram að þeim tímapunkti að tvær vikur eru í brottför og vonast eftir að fluginu verði ekki aflýst. Það virðist sem Ice- land Express aflýsi öllum öðrum flugferðum en þeim sem skila hagn- aði án þess að hugsa út í afleiðing- arnar,“ segir Stacey. Aldrei áður hætt viðskiptum Stacey segir að á endanum hafi verið svo komið að sitt fyrirtæki hafi ekki séð sér fært annað en hætta við- skiptum nánast alfarið við Iceland Express: „Þetta er í fyrsta skipti í 26 ára sögu fyrirtækisins sem við látum af viðskiptum við flugfélag með þess- um hætti. Yfir ansi langt tímabil hafa að jafnaði 2-3 stöðugildi í mínu fyr- irtæki þurft að leysa úr vandamálum viðskiptavina okkar sem hafa lent í vandræðum með flug sín hjá Iceland Express,“ bætir Stacey við. Náðu ekki samkomulagi um kostnað og markaðsátak Matthías Imsland, forstjóri Ice- land Express, gefur lítið fyrir um- mæli Stacey. Hann segir að Iceland Express hafi ekki átt í formlegu samstarfi við Discover The World. Að sama skapi hafi ekki náðst sam- komulag við bresku ferðaskrifstof- una um verð á flugsætum. Einnig hafi Iceland Express ekki viljað taka þátt í sameiginlegu markaðsátaki með Discover The World: „Þetta fyr- irtæki hefur í gegnum tíðina verið samstarfsaðili Icelandair. Viðskipti okkar við þá í gegnum tíðina hafa verið mjög lítil. Við höfðum ekki áhuga á að fara í markaðssamstarf með þeim þar sem það hefði kostað of mikið, bæði fjárhagslega og ímyndarlega. Við lítum á þetta fyr- irtæki sem aðila sem höfum ekki sér- staklega mikinn áhuga á að versla við,“ segir Matthías. Ferðaskrifstofa segir flug- seinkanir Express of tíðar Ferðalög til Íslands » Einn stærsti söluaðili skipu- lagðra ferða til Íslands segir frestanir hjá Iceland Express of tíðar. Fyrirtækið hefur selt ferðir til Íslands í yfir tvo ára- tugi og er að eigin sögn um- svifamest á þeim markaði. » Forstjóri Iceland Express segir að ágreiningur um verð og kostnaðarþátttöku í mark- aðsátaki hafi bundið enda á viðræður fyrirtækjanna. Lítill áhugi sé á samstarfi við Disco- ver The World.Morgunblaðið/Ernir Flugsamgöngur Ein flugvéla Iceland Express á Reykjavíkurflugvelli. ● Ekki hafa selst jafn fáar fasteignir í einum mánuði í Bandaríkjunum í ellefu ár. Um er að ræða eldra húsnæði og er samdrátturinn í júlí 27,2% frá júní. Þyk- ir þetta enn ein vísbendingin um hversu alvarlegt efnahagsástandið er þar í landi. Alls seldust 3,83 milljónir íbúða en alls seldust 5,26 milljónir íbúða í júní. Er þetta mun meiri samdráttur en spáð hafði verið en að meðaltali var því spáð að samdrátturinn yrði rúm 12%. Ekki hafa jafn fáar íbúðir selst í einum mánuði frá því í maí 1995. Sáralítil fasteignasala í Bandaríkjunum Stuttar fréttir ... ● Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI hækkaði um 0,3% í gær, í viðskiptum upp á 12,2 milljarða króna. Verð- tryggða vísitalan, GAMMAi: Verðtryggt, hækkaði um 0,4% í 6,2 milljarða króna veltu og sú óverðtryggða, GAMMAxi: Óverðtryggt, hækkaði lítillega í 6 millj- arða króna viðskiptum. Hækkun í nokkurri veltu Lagt verður til á skiptafundi þrota- bús BGE í dag að skuldir vegna hlutabréfakaupa starfsmanna Baugs Group verði innheimtar, líkt og greint var frá í Morgunblaðinu í gær. Lánin voru veitt til kaupa á hlutabréfum í Baugi. Bjarni S. Ásgeirsson, skiptastjóri BGE, hefur ekki viljað staðfesta þær upphæðir sem um ræðir, en staðfestir að þær hlaupi á hundr- uðum milljóna króna. Skilanefnd Kaupþings vill ekki tjá sig um málið fyrr en að loknum skiptafundi. Kaupþing fjármagnaði hlutabréfa- kaupin, en skiptastjóri BGE segir það dómstóla að ákveða hvort bréf- in sjálf séu lögð til grundvallar sem veð, eða hvort lánþegarnir beri persónulega ábyrgð á endur- greiðslu lánanna. Þar sem Baugur Group er gjaldþrota eru hlutabréf- in verðlaus í dag. einarorn@mbl.is Vilja lánin innheimt Morgunblaðið/Kristinn Gjaldþrota Deilt er um hvort starfs- menn eigi að endurgreiða lán                                           !"# $% " &'( )* '$* +,-./0 +/1.++ ++2.-+ ,-.232 +4.+/4 +1.+4+ ++3.1/ +.25++ +/+.42 +3,.50 +,+.+1 +/1.31 ++2.52 ,-.3+2 +4.,21 +1.,5/ ++1 +.2535 +/,.2/ +3,./ ,-0./+2/ +,+.23 +/0.-+ ++2.10 ,-.302 +4.5-5 +1.,/3 ++1.5, +.2543 +/5.-, +35.,5

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.