Morgunblaðið - 25.08.2010, Qupperneq 15
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGÚST 2010
Síðustu
dagar
útsölunnar
- Flugustangir
á útsölu
- Fluguhjól á útsölu
- Kayakar á útsölu
- Kayakbúnaður
á útsölu
- Vöðlur á útsölu
- Kaststangir
á útsölu
- Kasthjól á útsölu
- Tjöld á útsölu
- Veiðijakkar
á útsölu
- Veiðivesti á útsölu
- Útivistarfatnaður
á útsölu
- Vöðluskór á útsölu
- og sitthvað fleira
á útsölu
Sportbúðin
Krókhálsi 5 – Sími 517 8050
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Skoska olíuleitarfyrirtækið Cairn
Energy skýrði frá því í gær að það
hefði fundið gas í þunnu setlagi und-
an vesturströnd Grænlands. Fyrir-
tækið segir að gasið geti verið vís-
bending um að olía sé á svæðinu, en
það er þó ekki víst.
„Við getum ekki komist að
þeirri niðurstöðu að fundist hafi olía
eða örugg vísbending um olíu í þess-
ari borholu,“ hafði fréttavefur
danska ríkisútvarpsins eftir Erling
Stenby, prófessor við efnafræði-
stofnun Tækniháskóla Danmerkur.
Hann sagði að ekki væri óalgengt að
gas fyndist í þunnum setlögum undir
sjávarbotni. „En þetta sýnir að vert
er að halda leitinni áfram.“
Olíuleitarfyrirtækið birti í gær
hálfsársskýrslu þar sem fram kom
að gas hefði fundist í Baffin-flóa, um
170 km vestan við strönd Græn-
lands, og það væri vísbending um að
kolvatnsefni væri að finna undir
sjávarbotninum.
Grænland er langt frá stórum
gasmörkuðum og það getur verið
flókið og dýrt að flytja gas, en Cairn
Energy vonar að olía finnist í mikl-
um mæli á svæðinu.
Gasið fannst í borholu sem ráð-
gert er að ljúka fyrir lok mánaðarins.
Cairn Energy hyggst bora aðra holu
á svæðinu fyrir lok september.
Mikil fjárfesting
Finnist olía í miklum mæli á
svæðinu gæti hún orðið til þess að
Grænlendingar yrðu efnahagslega
sjálfstæðir, en þeir eru enn háðir
styrkjum frá Danmörku sem nema
sem svarar um 80 milljörðum ís-
lenskra króna á ári. Danska dagblað-
ið Politiken hafði eftir Josef
Motzfeldt, forseta græn-
lenska þingsins, að lands-
stjórnin legði nú áherslu á
að ná sem hagstæðustum
samningum fyrir Græn-
land við stór olíufyrirtæki.
Cairn Energy hefur lagt mikið
kapp á að verða fyrst olíuleitar-
fyrirtækja til að finna olíu undan
strönd Grænlands. Fyrirtækið hefur
lagt um 500 milljónir dollara, sem
svarar 60 milljörðum króna, í olíu-
leitina frá árinu 2007, að sögn
Politiken.
Olíuleitarfyrirtækið skýrði frá
því í vikunni sem leið að það hygðist
selja um 51-60% hlut í indversku
dótturfyrirtæki sínu fyrir 9,6 millj-
arða dollara, eða 1.150 milljarða
króna. Fyrirtækið hyggst nota hluta
söluandvirðisins til að halda áfram
olíuleitinni við strönd Grænlands.
Fann gas undan
strönd Grænlands
Er þó ekki vísbending um að olía sé á svæðinu
Olíuleit við Grænland
GRÆNLAND
Í S LAND
KANADA
Ammassalik
Aasiaat
Nuuk
Borpallur
Esperanza
Fyrstu tvær af
fjórum holum sem
boraðar verða á
Sigguk-svæðinu.
Olíuleitarsvæði
Cairn Energy.
Skólastúlkur binda „rakhi“, eða helga þræði, á úlnlið
hermanns í indverskri öryggissveit við útjaðar borgar-
innar Amritsar á Norður-Indlandi í tilefni af árlegri há-
tíð hindúa, Raksha Bandhan, sem var í gær. Hátíðin er
helguð tryggðaböndum milli systra og bræðra. Venja
er að systur bindi þá helgan þráð um úlnlið bræðra
sinna. Þráðurinn á að verða bræðrunum til heilla og í
staðinn lofa þeir að vernda systur sínar.
Reuters
Bræður og systur treysta böndin
Umhverfisverndarsamtökin
Greenpeace hafa sent skip sitt
Esperanza að olíuborpalli Cairn
Energy til að mótmæla olíu-
leitinni og sögðust í gær ekki
ætla að verða við fyrirmælum
grænlenskra yfirvalda um að
skipið héldi sig utan við 500
metra bannsvæði umhverfis
borpallinn. Samtökin
segja að hætta sé
á alvarlegum
mengunar-
slysum ef haldið verður áfram að
bora eftir olíu á svæðinu, meðal
annars vegna hafíss.
Skoska olíuleitarfyrirtækið seg-
ir hins vegar að það fari eftir
ströngustu öryggisreglum. Fyrir-
tækið sé með dráttarbáta til að
draga ísjaka frá borpallinum en í
ljós hafi komið að minni hafís sé
á svæðinu en gert hafi verið ráð
fyrir. Aðeins komi tveir eða þrír
ísjakar á dag innan við 25 km frá
borpallinum.
Segja hættu á mengunarslysi
UMHVERFISVERNDARSAMTÖK MÓTMÆLA OLÍULEITINNI