Morgunblaðið - 25.08.2010, Síða 21

Morgunblaðið - 25.08.2010, Síða 21
Minningar 21 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGÚST 2010 ✝ Benína Elsa Guð-jónsdóttir fæddist í Hafnarfirði þann 25. mars 1928. Hún lést föstudaginn 13. ágúst 2010 á Hrafnistu í Hafnarfirði. Foreldrar hennar voru Guðjón Bene- diktsson vélstjóri frá Minna-Knarrarnesi á Vatnsleysuströnd, f. 26.11. 1890, d. 5.2. 1988 og kona hans El- ínborg Jónsdóttir frá Bakka í Seyluhreppi í Skagafirði, f. 3.1. 1891, d. 22.2 1968. Systkini Elsu eru: Ásgrímur, látinn, Stein- unn, látin, Ingibjörg, látin, Hulda, lát- in, Guðrún, látin, Hera, látin, Haukur, látinn og Óskar sem var yngstur af systkininum í Gunnarssundi 7, Hafn- arfirði. Elsa giftist 1956 Guðmundi Óskari Frímannssyni, f. 25.2. 1927, d. 15.1. 1968. Foreldrar hans voru Frímann Haraldsson, f. 24.6. 1894, d. 27.4. 1941 og kona hans Hall- fríður Finnbogadóttir, f. 11.7. 1889, d. 27.5. 1983 frá Horni í Sléttu- hreppi. Elsa og Óskar eignuðust tvo syni, Jón Inga, f. 30.4. 1957, d. 1.9. 2009 og Þórhall Frímann, f. 12.2. 1963. Sonur Þórhalls og Fanneyjar Jóhanns- dóttur er Fannar Þór, f. 23.10. 1986. Elsa hóf störf hjá Sparisjóði Hafn- arfjarðar árið 1947 og starfaði þar allan sinn starfsaldur, eða um hálfrar aldar skeið. Útför Elsu fer fram frá Hafnar- fjarðarkirkju í dag, 25. ágúst 2010, kl. 13. Jarðsett verður í Hafnar- fjarðarkirkjugarði. Mér finnst ég svífa í tómarúmi þessa stundina þegar ég kveð þig í dag, elsku mamma mín. Ég hafði svo innilega vonað að ég fengi meiri tíma með þér. Mér finnst eins og það hafi verið í gær sem ég kvaddi bróður minn og son þinn, Jón Inga. Lífsins gangur getur stundum verið harður. Þegar ég hugsa um lífshlaup þitt, mamma, þá finnst mér að almættið hafi látið þig fá þyngri byrðar að bera en marg- an annan. En þú bugaðist ekki og gekkst stolt í gegnum lífið. Þú varst mér yndisleg móðir og gafst mér ást og umhyggju og kærleika. Mamma, þú varst heiðarleg, reglu- söm og trúrækin kona allt þitt líf. Þú varst einstakur starfskraftur, þú hófst starfsferil þinn 19 ára gömul hjá Sparisjóði Hafnarfjarðar og vannst í bankanum í 50 ár. Þegar ég var spurður á mínum yngri árum í Hafn- arfirði hverra manna ég væri, þá var svarið ávallt: „Ég er sonur Elsu í Sparisjóðnum.“ Og oftar en ekki kom svarið til baka: „Já, hennar Elsu, hún er svo góð kona.“ Mamma, það er svo margt sem ég hefði viljað að hefði farið betur í mínu lífi. Þú sagðir mér að lifa ekki í eft- irsjá, það kæmi dagur eftir þennan. Mamma, mér var það ótrúlega dýr- mætt og friðsælt að dvelja með þér við dánarbeð þinn og halda í hönd þína nóttina fyrir andlát þitt og geta tjáð þér hug minn til þín, það mun ég geyma í hjarta mínu meðan ég lifi. Mamma, ég veit að síðasta eitt og hálfa ár í lífi þínu á Hrafnistu var þér ekki létt. Þó þú hafir fengið yndislega umönnun hjá frábæru starfsfólki á Hrafnistu, var sorgin þér þungbær, þú misstir systur þínar tvær, þær Heru og Huldu sem dvöldu líka á Hrafnistu. Og sonarmissir þinn var þér óbærilega þungbær. Elsku mamma mín, nú þegar þú hefur fengið hvíldina löngu, sem þú átt svo sannarlega skilið, kveð ég þig. Þú varst móðir mín, þú varst hetjan mín. Þú fagra minning eftir skildir. Þinn sonur, Þórhallur Frímann. Hún Elsa er búin að kveðja. Það var veðurblíða og falleg fjallasýn á dánardeginum á sjúkrastofunni á 3. hæð á Hrafnistu. Fjörðurinn logn- kyrr og bjarmi yfir Keilinum. Þannig kvaddi heimabyggðin sem hefur fóstrað hana öll hennar æviár. Við dánarbeð er eins og tíminn stöðvist. Hugsanir þjóta hraðferð frá vöggu til lífsloka þeirra sem eru að kveðja. Tíminn sem mótaði eina mannsævi. Hann var stór systkinahópurinn sem ólst upp í foreldrahúsum í Gunn- arssundinu. Flest systkinanna hafa átt heimili í Hafnarfirði alla tíð og samgangur því mikill. Af systrunum sex hafa þrjár þeirra látist á nokkrum mánuðum. Eftirlifandi er yngsti bróð- irinn. Þó Elsa hafi átt góð uppvaxt- arár hjá traustum foreldrum og mörg- um systkinum hafa skipst á skin og skúrir í lífi hennar, hún ekki alltaf sól- armegin í lífinu. Hún varð ekkja ung er Óskar maður hennar lést eftir 10 ára sambúð, drengirnir þeirra Jón Ingi og Þórhallur þá aðeins 10 og 5 ára. Hún lagði krafta sína og alúð í að veita drengjunum sínum eins góðan stuðning og aðhlynningu og hún mátti. Hún vann allan sinn starfsaldur í Sparisjóði Hafn- arfjarðar þar sem hún naut trausts í störfum sínum enda glögg og athugul. Við starfslok verða oft miklar breyt- ingar og fólki hættir þá oft til að ein- angrast, hafi það takmarkaða orku til að bera sig eftir félagsskap og viðfangs- efnum. Það gladdi hana mikið að eign- ast barnabarn, sonarsoninn Fannar, fæddan 23. október 1986, þó svo hagaði til að hún gæti ekki séð til með honum og umgengist hann í uppvextinum eins og hún hefði óskað. Stolt sýndi hún myndir af honum. Hrörnun elliáranna hefur ekki farið mildum höndum um Elsu. Margskonar heilsukvillar og minnisglöp hafa hrjáð hana síðustu árin. Þar má þó segja að lögð hafi verið líkn með þraut og hún ekki skynjað með öllu það mikla áfall sem skyndilegur dauði Jóns Inga, eldri sonarins, var fyrir einu ári, 1. septem- ber 2009. Synirnir báðir, Þórhallur og Jón Ingi meðan hans naut við, sýndu móður sinni mikla umhyggju síðustu árin á Hrafnistu, heimsóttu þeir hana oftast daglega og er henni hrakaði og sýnt var að endalokin nálguðust vakti Þórhallur yfir móður sinni uns yfir lauk. Stundaglasið hennar Elsu er útrunn- ið. Í endurlifuninni finnst mér að heim- sóknir og samverustundir hafi verið of fáar og stopular, hægt hefði verið að gera miklu betur. En dauðinn er harð- stjóri sem gefur ekki færi á að ráðstafa neinu betur. Megi kærleiksríkar ljós- verur leiða þig að friðarströndum. Þar munu bíða þín vinir í varpa. Blessuð sé minning þín. Við sjáum að dýrð á djúpið slær, þó degi sé tekið að halla. Það er eins og festingin færist nær, og faðmi jörðina alla. Svo djúp er þögnin við þína sæng, að þar heyrast englar tala, og einn þeirra blakar bleikum væng, svo brjóst þitt fái svala. Nú strýkur hann barm þinn blítt og hljótt, svo blaktir síðasti loginn. En svo kemur dagur og sumarnótt, og svanur á bláan voginn. (Davíð Stefánsson.) Þín mágkona, Rósa. Elsa Guðjónsdóttir ✝ Mjallhvít Þorláks-dóttir fæddist að Gautastöðum í Fljót- um 8. maí 1932. Hún lést á Hjúkrunarheim- ilinu Mörkin 17. ágúst 2010. Hið óvenjulega nafn á rætur sína að rekja til þess að hörunds- litur barnsins var sér- lega hvítur við fæð- ingu. Foreldrar hennar voru Þorlákur Magn- ús Stefánsson, f. 1.1. 1884, d. 4.11. 1984, og Jóna Sigríður Ólafsdóttir, f. 27.6. 1893, d. 16.12. 1976. Þeim varð 13 barna auðið en þrjú létust kornung. Upp komust Magnea, f. 1913, d. 1975, Þorleifur, f. 1914, d. 2010, Halldóra María, f. 1922, d. 1970, Stefán, f. 1923, Viðar, Garði 30.8. 1913, d. 17.6. 1983. Mjall- hvít og Sigmar eignuðust þrjú börn: 1) Ágústa, f. 11.10. 1960, börn henn- ar eru Stefán Sigmar Símonarson, f. 9.8. 1984, Einar Símonarson, f. 17.6. 1986, Íris Ösp Símonardóttir, f. 6.7. 1988. Maður Ágústu er Þorsteinn Þórðarson. 2) Jóna Kristín, f. 8.12. 1962. 3) Eyjólfur Sigmarsson, f. 4.10. 1964, búsettur í Noregi. Hans kona er Judit Schroth Sigmarsson, f. í Ungverjalandi 25.3. 1974, börn þeirra eru Trine Schroth Eyjólfs- dóttir, f. 26.3. 2003, og Henrik Schroth Eyjólfsson, f. 17.8. 2004. Mallhvít og Sigmar áttu heimili sitt í Hraunbænum í Reykjavík en bjuggu smátíma á Höfn og þar vann Mjallhvít í frystihúsinu. Síðan var hún dagmóðir en hún var barngóð og hafði gaman af litlum börnum. Einnig var hún söngelsk og tók stundum gítarinn og spilaði en að- eins fyrir sjálfa sig. Útför Mjallhvítar fer fram frá Ár- bæjarkirkju í dag, 25. ágúst 2010, og hefst athöfnin kl. 13. f. 1926, Guðmundur, f. 1928, d. 1977, Þórhall- ur, f. 1929, d. 1982, Mjallhvít sem kvödd er í dag, Jenney, f. 1933, og Trausti, f. 1938. Mjallhvít hleypti heimdraganum og vann meðal annars í síldinni á Siglufirði. Þaðan fór hún suður í Keflavík og til Reykjavíkur. Þar kynntist hún eftirlif- andi manni sínum, Sigmari Eyjólfssyni, f. 1.5. 1933 að Kálfafelli Suðursveit. Þau giftu sig að Gautlandi í Fljótum 1960. For- eldrar Sigmars voru Eyjólfur J. Stefánsson organisti, f. 14.7. 1905, d. 31.1. 1994, og Ágústa Kristín Sig- urbjörnsdóttir, fædd að Gamla Ég ætla að reyna að koma nokkr- um línum hér á blað. Þú varst sérlega hlédræg kona. En það var notalegt að koma til þín. Alltaf var kaffi á borðum, kleinur sem þú bakaðir oft og sendir dóttur þinni í Keflavík handa krökkunum en þú varst vakin og sofin að sjá um að litlu ungarnir fengju nú nóg að borða. Síðan bak- aðirðu pönnukökur í snatri, varst snögg að bera á borðið og svo settistu í krókinn þinn og hafðir vakandi auga með að ekkert vantaði á borðið. Á jóladag var svo súkkulaðið sem þú bjóst til það besta sem ég hef smakk- að. Þú hlýtur að hafa haft einhverja leyniuppskrift enda voru dætur þínar í vandræðum með að laga það eins og mamma gerði. Þú fylgdist vel með og varst fróð um frændfólk og systkini. Það var hægt að fletta upp í þér um menn og málefni. Einnig hafðirðu mjög gaman af að bregða undir þig betri fætinum og skreppa í tjaldútil- egur, fara í berjamó og seinna meir í sumarbústað til að hlaða upp orku frá náttúrunni. Ég man að þegar ég kom fyrst til þín þá varstu nýbúin að tína bláber og það var náttúrlega boðið upp á bláber og rjóma. Svo var þér umhugað um að barnabörnin væru fín og vel til fara og fórst þá ein í bæ- inn að versla en eiginmaðurinn furð- aði sig á hvar peningarnir væru sem hann lét þig hafa daginn áður. Þá sagðirðu gjarnan við dóttur þína: „Æ, ekki segja pabba þínum frá þessu.“ Þú hafðir mjög gaman af happdrætti hverskonar og lottóið var líka í huganum. Þú vannst líka oft og varst heppin. Eftir að aldurinn færð- ist yfir og sjónin fór að versna þá fannstu ágætis ráð til að lesa Mogg- ann. Þú tókst stækkunargler og þetta gekk svona ljómandi vel. Það var snjallt. En svo lentir þú í að fá þann leiðindasjúkdóm sykursýki. Hún var erfið og lék þig grátt. Það þurfti að sprauta þig oft á dag, það hefur ekki verið gaman, en eiginmað- urinn sinnti þér eins vel og hann gat. En svo kom að því að heilsa hans varð of slæm til að geta sinnt þér eins og vel ætti að vera og þá varstu svo heppin að fá pláss á Vífilsstöðum. Þú varst nú ekki mjög ánægð með að fá ekki að vera heima eins lengi og stætt var en svona er lífið. En þú varst nú bara ánægð á Vífilsstöðum. Þar horfðirðu á uppáhaldsefnið þitt. Íþróttir og sérstaklega handboltinn átti hug þinn til dauðadags. Þú hvatt- ir þína menn hástöfum af lífi og sál. Eins og menn vita voru bræður þínir í Gautunum frá Siglufirði. Ég læt fylgja hér með textann við Lindin tær. En nú er kallið komið. Við kveðj- um þig Mjallhvít með kærri þökk fyr- ir viðkynninguna. Eiginmanni, börnum, barnabörn- um og stórum hópi aðstandenda vott- um við innilega samúð okkar. Ó hve gott á lítil lind leika frjáls um hlíð og dal. Líða áfram létt sem hind, líta alltaf nýja mynd. Hvísla ljóði að grænni grein, glettast ögn við lítinn fót. Lauma kossi á kaldan stein, kastast áfram tær og hrein. Ég vildi að ég væri eins og þú og vakað gæti bæði daga og nætur. Að öllu skyldi kveða óð um unað, ást og trú sem aldrei bregst en hugga lætur. Já, ef ég mætti lifa eins og lindin silfurtær sem lög á sína hundrað strengi slær. (Bjarki Árnason frá Siglufirði.) Guð blessi minningu þína. Þrúður og Hreinn. Nú hefur loginn hjá henni Mjall- hvíti slokknað. Eftir situr ljúf minn- ing um góða konu. Ég bjó í sömu blokk og Mjallhvít í tvo áratugi í Árbænum, var í pössun hjá henni í mörg ár og varð vinkona barna hennar. Mjallhvít hafði ljúfa, hægláta lund og mér er sérstaklega minnisstætt að hún skammaði mig aldrei. Hjá henni fann ég öryggi, hlýju og að ég væri ætíð velkomin. Ég á margar minningar frá þessum árum, s.s. þegar við hlustuðum á um- fjöllun útvarpsins um eldgosið í Eyj- um, að leika við Jónu dóttur hennar út um alla íbúð og horfa upp til Gústu systur hennar sem átti fallegt, forláta borð sem gat spilað tónlist og var alltaf glöð. Við Eyjólfur vorum líka miklir vinir og ég leit upp til allra systkinanna enda voru þau mér eldri. Mjallhvít var mér og mínum ætíð góð og kom oft með rjúkandi heitar og ljúffengar kleinur sem hún bakaði og kom hlaupandi með til okkar. Ég er þakklát fyrir að hafa átt hana að og hennar fjölskyldu. Bless- uð sé minningin um þessa góðu konu. Hrefna Guðmundsdóttir. Mjallhvít Þorláksdóttir                          ✝ Okkar ástkæri, HANNES ÞÓR HELGASON, Háabergi 23, Hafnarfirði, sem lést sunnudaginn 15. ágúst, verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju fimmtudaginn 26. ágúst kl. 13.00. Jóna Conway, Helgi Vilhjálmsson, Kristín Helgadóttir, Gísli Jón Gíslason, Ingunn Helgadóttir, Atli Einarsson, Rut Helgadóttir, Jóhann Ögri Elvarsson, Helgi Már Gíslason, Ása Karen Jónsdóttir, Guðlaug Matthildur Rögnvaldsdóttir, Patrik Snær Atlason, Nadía Atladóttir, Sunneva Gísladóttir og Ísak Atli Atlason. ✝ LEE REYNIR FREER, er látinn. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Móðir hins látna og aðrir aðstandendur. ✝ Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN JÓNSDÓTTIR, Draflastöðum, Fnjóskadal, andaðist laugardaginn 21. ágúst á Dvalarheimilinu Hlíð. Jarðsett verður frá Draflastaðakirkju fimmtudaginn 2. september kl. 14.00. Dómhildur Sigurðardóttir, Jón F. Sigurðsson, Svanhildur Þorgilsdóttir, barnabörn og langömmubörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.